ÞAÐ SEM SANNAST REYNIST

Sælir
Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni. Mér hefur verið borið á brýn að leggja allt að því hatur á þennan mann sem við sögu kemur en eg tel mig hafa sætt betra uppeldi en hann en önnur amma mín ef ekki báðar lögðu mikla rækt á sveinstaula að biðja fremur fyrir andskotum sínum en hæðast að þeim og jafnvel hata og fyrirlíta, rétt eins og sumir gera gagnvart Kúrdum. Eftir því sem árin líða þykir mér þetta hafa verið gott veganesti í lífinu. En það má benda á það sem ekki hefur farið nógu vel. En þessi Kjarnagrein rituð frá sjónarhóli fræðimanns fremur en áróðursmanns og mætti gjarnan verða tilefni þess að sem flestir ígrundi betur eftirleiðis það sem kemur frá stjórnmálamönnum. Við verðum að gera meiri kröfur til þeirra en við höfum gert fram að þessu. Eg rita þér þetta á afmælisdegi frænku minnar og fyrrum aðstoðarmanns. Hér er greinin sem um er fjallað: https://kjarninn.is/skodun/2018-12-30-sidblinda-i-bodi-stjornmalamanna/
Kær kveðja,
Guðjón Jensson Mosfellsbæ

Fréttabréf