SÖGU BEST AÐ SEGJA RÉTT ...

Sögu er best að segja rétt
svo fjöldinn megi trúa.
Af orkupakka nú óttast frétt
eflaust þar öllu ljúga.

Þraut og mæðu þola má
Þeir halda ég sé skertur
Því orkupakka þvinga á
þingræðislega er ertur!

Hábölvað er hér ástandið
hlýða skulum valdi
því frjálshyggjan þybbast við
Þó alþýðan annað haldi.

Til framtíðar fáir hlakka
frjálshyggjan sýnir völd
þar forhertu fíflin hjakka
á orkupakka fjöld.
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Fréttabréf