VILJA Í STRÍÐ VIÐ ÍRAN

Núna er einn utanríkisráðherra að beljga sig út og vill fara í stríð við Íran.
Eftir því sem ég best veit þá réðust Íranir síðast á annað land áður en Bandaríkin voru stofnuð.
Núna eiga Íranir að hafa ráðist á olíuflutningaskip frá Noregi og Japan.
Eftir því sem mig minnir þá var það Noregur sem hjálpaði Íran við að koma upp raforkuframleiðslu með kjarnorku.
Því er ólíklegt að þeir myndu ráðast á skip frá Noregi.
Síðan skilst mér að forsætisráðerra Japans, Abe, sé í opinberri heimsókn eða hafi verið það nýlega.
Því er ólíklegt að þeir myndu ráðast á skip frá Japan.
Ég er enginn sérfræðingur en kannski þekkir þú einhvern sem gæti kannað þetta.
Kveðja,
Davíð Örn

Þakka þér fyrir þessar vangaveltur. Ég veit ekki hvað er rétt í þessu efni. En hitt veit ég að ástæða er þessa dagana til að óttast ráðamenn í Washington. Þegar þeir leggja saman Trump, Pompeio og Bolton, þá er ástæða til að hafa áhyggjur. Þessir menn eru stórhættulegir, ekki bara Írönum heldur okkur öllum.
Kveðja,
Ögmundur

Fréttabréf