AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2019
Ég á ekki nein orð til að lýsa vonbrigðum mínum og harmi yfir því að VG skuli samþykkja þá hernaðaruppbyggingu sem ráðgerð er í landinu á næstunni – og greinarhöfundur gerir að umtalsefni. Þökk sé Ögmundi fyrir að standa vaktina.
Gunnar Guttormsson
Lesa meira
Ég vil benda þínum ágætu lesendum, Ögmundur, á mjög góða grein héraðsdómarans Arnars Þórs Jónssonar, í Morgunblaðinu í dag, 27. júlí og ber heitið; Fullveldið skiptir máli. Greinin er rituð af skarpskyggni og þekkingu á rótum vandans sem við er að etja og birtist nú í bullandi ágreiningi um þriðja orkupakkann. Óhætt er að segja að lestur hennar muni dýpka skilning margra á málinu. Þá hefðu stjórnmálamenn alveg ...
Kári
Lesa meira
Útlendir hér úr sér breiða
upp til hópa kaupa landið
Frá fjöruborði og til heiða
Íslendingar upp nú standið!!
Í Seðlabanka er sigurinn tær
sjáum brátt örlagaráðinn
Því Katrín valdi konur tvær
og fjármálalæs er snáðinn.
Frjálshyggju-prestinn við fengum
öll vandræðin á Katrínu hengjum
okkur til tjóns
er Ásgeir Jóns
og vaxtaokur enn-þá framlengjum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sæll Ögmundur Þú varnaðir því að Núbó keypti Grímsstaði með reglugerð sem Hanna Birna afnam svo með einu pennastriki fyrir mann eins og Ratcliffe. Guðfríður Lilja lagði fram þingsályktunartillögu. Var ekki hægt að leggja fram lagafrumvarp, stjórnarfrumvarp um málið ...
Pétur Þorleifsson
Lesa meira
Mörg eru þau merkisár,
mig svo lengi undrað.
Þrjá ég tugi þigg á brár,
þar með yfir hundrað.
Kári
Lesa meira
Tuttugu og níu taldi þar
tilkomumikið er hlaðið.
Í berjamó með börnum var
og nálgast hundraðið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Væntumþykja voldug er
í vísukorni mínu;
er unaðar ég óska þér
á afmælinu þínu.
...
Kristján Hreinsson
Lesa meira
Hamingjuóskir færðu hér
til hamingju með daginn.
Þetta er frá Þóru og mér
eigðu afmælisbraginn.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Í allri umræðunni um OP3 er fáum ljós sú staðreynd að ESB þarf ekki, frekar en aðrir, að seilast yfir lækinn eftir orku. Eftir um 3 ár eða svo þarf ekkert ríki að ásælast orkuauðlindir annarra, hana er næga að finna í bakgarðinum heima hjá hverjum og einum. Þetta er hægt að færa sönnur á hér heima og HÍ hefur lofað framtakið, gefið grænt ljós EN ekkert verður úr vegna þvermóðsku tæknistoðkerfisins.
Hafsteinn Hafsteinsson
Lesa meira
Á flugmarkaði er fjandinn laus
fjölmörg sjáum þreifin
Nú Icelandair víst hallar haus
á hálfvirði fáum bréfin.
Tómur af viti er talinn
en tækifæra sál
Samt var ´ann valinn
að sjá um bankamál.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum