Fara í efni

SPURT UM LAGAFRUMVARP

Sæll Ögmundur Þú varnaðir því að Núbó keypti Grímsstaði með reglugerð sem Hanna Birna afnam svo með einu pennastriki fyrir mann eins og Ratcliffe. Guðfríður Lilja lagði fram þingsályktunartillögu. Var ekki hægt að leggja fram lagafrumvarp, stjórnarfrumvarp um málið ? https://www.savingiceland.org/
Pétur Þorleifsson

Mikið rétt Pétur. Lagafrumvarpið var tilbúið og búið að vera í kynnigu en síðan var því stungið undir stól. Þetta var hins vegar bara eitt af því sem var í bígerð. Fleira var á döfinni enda nauðsynlegt að ráðast í breytingar á fleiri en einum lagabálki. Mikilvægast tel ég vera að aðskilja eignarhald á landi annars vegar og vatni og öðrum auðlindum hins vegar.
Ögmundur