ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að Seðlabankastjóra. 

Ísland er land þar sem "vinstri" menn börðust fyrir endurreisn fjármálakerfis sem sendi þúsundir Íslendinga á vergang, börn jafnt og fullorðna, líkt og í stríði. Ísland er land þitt með risastóra elítu sem er mútuþæg "og ódýrastir eru vinstri mennirnir" einsog Hendrik Berndsen sagði á sínum tíma.
Ísland er land þitt þar sem elítan er 10 x stærri en alls staðar annars staðar og er að sliga landið. Ísland er land þitt þar sem elítan er einsog grænt slím sem er við það að kæfa samfélagið.
Ísland er land þitt þar sem opinberi geirinn vex á 20 árum um 60% á meðan einkageirinn vex um 20%.
Ísland er land þitt þar sem ekki er hægt að greiða þeim sem vinna mikilvægustu störfin almennilegt kaup, þeim sem sjá um börnin á daginn, þeim sem annast sjúklinga. Ísland er land þitt sem borgar yfirmönnum hrunhreingerningarinnr, slitastjórum 300 milljónir á haus á ári í 7 ár í röð fyrir vinnu sem skiptir engu máli.
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma. 
Íslandi helgar þú krafta og starf ... og þetta heldur áfram og áfram og hefur engan endi.  Þar sem Beljandi foss við hamrabúann hjalar, á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem gullið geyma Frosti og Fjalar.... 
Sem afhenda, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti.  
Áfram ad nauseam....
Monsieur le docteur Ralph

 

Fréttabréf