AÐ KAUPA “ÞVOTTAVÉL

Ef þvætta viltu þannig fé,
þýfi miklu sanka.
Eftirlitinu komdu á kné,
kauptu ríkisbanka.

Ástin varð að báli

Margir varast makaleit,
minnki blessun presta.
Ástin í kirkju ofsaheit,
eldurinn náði til gesta.

„Mældu útþensluhraða alheimsins“

 Útþensla er á Alþingi mest,
alls konar sjálftöku vilja.
Þjóðina hundsa þykir best,
þvætti og spillingu dylja.

 „Andleg kolefnisjöfnun“

 Svo varasamur er vegurinn háli,
vindur í sterkum rokum.
Ef ætlar að bölva í bundnu máli,
biddu þá vel að lokum.
Kári

 

 

 

Fréttabréf