Fara í efni

ÓMÆLDUR ER SKAÐINN


Björgunarsveitin var boðuð á staðinn
Björgólfur mætti hugmyndum hlaðinn
Samherja huggar
ráðin þar bruggar
ómældur er samt þjóðfélags skaðinn.

Gulaspjaldið nú gráðugir fá
á glæfraleiki benda
Bjargvættir og Björgólfur sjá
brotastörf á enda.

Þeir tala um töffara og dindla
tilgangslaust virðist mér
því Samherji er áfram svindla
og Björgólfur um þvottinn sér.

Klók er karlsmanns tungan
oft klofin út í eitt
Og Namibíu náðar stungan
þar neyðina hefur leitt.

Sár eru svika gjöldin
súran heiður verja
Og gleðileg gullöldin
glapti Samherja.

Fáir hér við svikum sjá
því sumir röngu flíka
Aðrir svikin dýrka og dá
og dólgana gerir ríka.

Höf. Pétur Hraunfjörð.