ÁRAMÓTIN
Nú er árið næstum allt
Nú má hafa gaman
Nú fá allir mikið malt
Nú má drekka saman.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Nú er árið næstum allt
Nú má hafa gaman
Nú fá allir mikið malt
Nú má drekka saman.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Sendi því hérna lítið ljóð
líður að ári nýju.
Við hvort annað verið góð
virkið ást og hlýju.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Fjárglæframönnum sú fylgir nauð,
að ferðast með þýfi í pokum.
Þó veraldar dvelji við dulbúinn auð,
dauðinn það jafnar að lokum.
Kári
Væri ekki ráð að fá sjónvarpsstöðvarnar til að sameinast um að skapa vettvang fyrir söfnunina til Namibíu sem hafin er á vegum Rauða krossins? Íslendingar hafa sameinast um annað eins. Þetta væri hægt að gera á milli jóla og nýars!
Jóel A.
Stjórnmálamennirnir sem eru nýbúnir að stíga skref til að markaðsvæða raforkuna segja nú að tryggja þurfi rafmagnsinnviðina. Er það gert með því að færa markaðinum þessa innviði í hendur? Sú hefur verið þeirra barátta á undanförnum mánuðum. Ætlast þetta fólk til þess að vera tekið alvarlega?
Sunna Sara
Það þarf að auglýsa betur söfnunarátakið gagnvart Namibíu. Öll þau sem ég hef rætt þertta við líst vel á að safna fé vegna þurrkanna í Namibíu. Góð leið til að sýna velvild Íslendinga í garð þjóðar sem hefur verið illa leikin af löndum okkar.
Jóel A.
Spillingin klæðist hér sparifötum
spásserar um alþingi og á götum
á peninga orga
ríkið má borga
og auðvalds Elítu ávallt mötum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar. Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...
Lesa meira"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."
Lesa meira... Ef við stöndum ekki gegn ritskoðun og árásum á borgaraleg réttindi núna, og líka þegar þau beinast gegn einhverjum sem okkur kann að mislíka við hér og nú, munum við kannski aldrei endurheimta tjáningarfrelsið. Völd einkarekinna alræðisríkja á borð við Amazon, Google og Facebook verða óhugnanleg og algjör ...
Lesa meiraÞað er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...
Lesa meira... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...
Lesa meira