ERU AÐ TAPA SÉR!
Kapítalisminn er kominn á bakkann
kannski þeir detti niður í slakkann
um eymdina gapa
og alveg sér tapa
auðvitað hysjum við uppum rakkann.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Kapítalisminn er kominn á bakkann
kannski þeir detti niður í slakkann
um eymdina gapa
og alveg sér tapa
auðvitað hysjum við uppum rakkann.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Gaman er að finna fyrir samstöðu Íslendinga í baráttunni við kórónaveiruna. Heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum er mætt á jákvæðan hátt og farið að þeirra ábendingum. Einhver meiningarmunur kemur öðru hvoru fram innan heilbrigðiskerfisns og er það traustvekjandi. Umræðulaus hlýðni er aldrei góð og meiningarmunur málefnalega fram settur er ekkert annað en jákvæður.
Haffi
Ég vil þakka Grími sem skrifar í dálkinn “frjálsir pennar” fyrir að hreyfa Vaðlaheiðarmáli. Ég hef saknað þess að fjölmiðlar færu í saumana á því máli. “Orsök VHG-19 kreppunnar eru gamlir misreikningar. Sérfróðir búast við að þá gjaldfallnar, enn vaxandi skuldir VHG hf við ríkið gætu orðið 19 milljarðar 2021.” Þetta skrifar Grímur. Eru þessir 19 milljarðar ekki helmingi meira en lagt var upp með? Væri hægt að ...
Jóel A.
Lesa meiraEf kvótann ég ætti
ég ýmisleg mætti
Ég hokri þá hætti
ég hamingju bætti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Margir hæddust að Ingu Sæland, alþingiskonu, þegar hún vildi loka landinu og helst smala öllum aðkomumönnum til landsins í sóttkví, eins konar fangabúðir. Á Aþlingi ver hlegið að Ingu og hún var síðan fengin sérstaklega í Kastljós svo þjóðin fengi líka að hlæja. Svo lokaði Trump Bandaríkjunum, síðan var Danmörku lokað og Noregi og svo Evrópusambandinu. Á Ítalíu fór fólk að deyja í hundraðavís á dag… Nú er ekki lengur hlegið að Ingu Sæland. Ef fer fram sem horfir ...
Sunna Sara
Í sóttkví og sídrykkju detta
sem leiðindin vonandi létta
vinna nú heima
láta sig dreyma
og duglega þar í sig skvetta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ég er sammála Jóhannesi Gr. Jónssyni í bréfi til síðunnar að ekki síður mikilvægt en að ná verðtryggingunni burt er að banna vexti – þar er ekki gengið lengra en kirkjan gerði á miðöldum! Svo þarf að banna allan innheimtukostnað. Ég þykist vita að innheimtuskrifstofurnar hugi nú gott til glóðarinnar eins og jafnan í kreppu. Þá eru jólin ...
Sunna Sara
Í rauninni er þessi krafa þín um 0% vexti, Ögmundur, mikilvægari en afnám verðtryggingarinnar, eins mikilvæg og hún þó er. Ef vextir yrðu 0% þá kann einhverjum að þykja óþarfi að lögbinda bann við dráttarvöxtum. Fjámálastofnunum væri þó trúandi til þess að viðhalda þeim væru þeir ekki bannaðir. Þess vegna þyrfti bann við dráttarvöxtum og innheimtukostnaði að vera líka í frumvarpi um 0% vexti.
Þetta þarf ríkisstjórnin að leggja til strax og Alþingi að samþykkja strax! Ef ríkisstjórnin gerir þetta ekki þarf Alþingi að taka frumkvæðið.
Jóhannes Gr. Jónsson
Nú Haukur virðist í hanaati
hér sýndi Ögmundi klærnar
Í sósíalísku svindli og plati
sér Ömmi fram fyrir tærnar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Ekki fylgdi sögunni hvort hinn grunaði hefði verið borinn út á börum, eða hvort hann gekk úr vélinni með geimverunum, eftir að hafa setið í þrjá klukkutíma með öllum hinum farþegunum. Eru menn nokkuð að missa sig? Mátti ekki taka á móti hinum grunaða með grisjur sem þá einnig væru settar yfir vit farþegans og þess vegna hafa fólk í geimbúningum í bílnum á leið í sóttkví ...
Jóel A.
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Vaðlaheiðargöng, braskdæmið í skötulíki, eru nú kölluð hluti af þjóðvegakerfi, sem að öðru leyti er i sameign þjóðar. Áfram er þó vegabrask kappsmál. Megináherslan er því á að skuggsetja Vaðlaklúðrið, göng skráð sem séreign hlutafélags með eignaraðild stórfyrirtækja, en kostuð með almannafé. Vegabrask er ennþá pólitískt kappsmál. Síst er að vænta andstöðu SF eða VG við þann draum nýfrjálshyggjuafla. Vaðlaheiðargöng eru í raun ríkiseign, en þó ennþá skráð sem séeign ábyrgðarlauss skúffufélags, VHG hf. Pínlegan ruglandann skal þagga sem kostur er, þótt ...
Lesa meiraGlöggir menn hafa réttilega bent á það undanfarið hvernig Landsvirkjun virðist reka sjálfstæða „orkustefnu“. Á sama tíma vinna stjórnvöld markvisst að því að innleiða orkustefnu Evrópusambandsins en hafa enga sjálfstæða stefnu. Er Ísland þó ekki aðili að sambandinu. Lausnin á vandanum er hins vegar ekki sú að búta Landsvirkjun niður og afhenda fjárglæframönnum bútana. Það mun einungis leiða til miklu hærra raforkuverðs, ofurskuldsetningar og síðan gjaldþrota [„bankaformúlan“]. Þá er það skelfileg tilhugsun að dreifikerfið (Landsnet) lendi í höndum braskara og ...
Lesa meira...Almenningur er því varaður við þáttöku í leitinni, en engum fundarlaunum er heitið, nema þá helst ómerkilegum blaðamanna verðlaunum, mjög varasömum. Stökkbreytti týndi Vaðlaverðmiðinn var óásjálegur við fyrstu sýn 2012, en óx og dafnaði vel í kjölfarið, enda vel fóðraður. Glataða niðurstaðan frá í mars 2019 finnst þó síðar verði er hald margra, nema ef leit verði stöðvuð, vegna sprengjuhættu eða ...
Lesa meiraFjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína og Covid herðir á því ferli. Tæknin er tilbúin að leysa mannshöndina af hólmi í stórum stíl. Borgaralaun eru oft nefnd sem svar við þessu. Hér er því haldið fram að Fjórða iðnbylting kapítalismans horfi ekki til framfara fyrir almenning og borgaralaun séu alls ekki svarið við vandanum ...
Lesa meiraNú sem fyrr treysta íslenskir stjórnmálamenn á „minnisleysi“ kjósenda. Fjölmiðlar sem styðja stjórnmálin auðvelda það með því að fjalla ekki um mikilvæg mál og beina sjónum kjósenda í aðrar áttir. Á meðan eru margskonar „myrkraverk“ unnin af hálfu stjórnmála- og embættismanna. Það er kallað „gagnsæi“. En fyrirbærið nær ekki til kjósenda. „Gagnsæið“ merkir í raun upplýsingaskipti innan valdaklíkunnar og til vina hennar ...
Lesa meiraSýrlandsstríðið varð að nýju dálítið fréttaefni í íslenskum fjölmiðlum um daginn þegar Bandaríski herinn kastaði sprengjum á landamærasvæðið milli Sýrlands og Írak 25. febrúar að skipun Joe Bidens. Heima fyrir fékk forsetinn reyndar dálitla gagnrýni fyrir að hefja loftárásir án þess að bera undir þingið. Einn forsetaframbjóðandi Demókrata gekk þó mun lengra í gagnrýni og fordæmdi þá stefnu sem málefni Sýrlands ætla að taka hjá nýjum húsbændum í Hvíta húsinu. Þetta er Tulsi Gabbard sem nú er nýhætt á þingi. Hún lýsir yfir: ...
Lesa meira