,,HAUKUR SÓSÍALISTI‘‘


Nú Haukur virðist í hanaati
hér sýndi Ögmundi klærnar
Í sósíalísku svindli og plati
sér Ömmi fram fyrir tærnar.

,,1958-68-78-88-98-2008-2020‘‘

Kreppu fáum í sjöunda sinn
sem almenning mun kvelja
Sumir græða en svelta hin
svo má gjaldþrot telja.

Kreppan vonda komin er
kannski sú allra versta
Hérna allt til fjandans fer
og flestir innviðir bresta.

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Fréttabréf