Fara í efni

VEXTIR, MIÐALDAKIRKJAN OG JÓLIN HJÁ INNHEIMTUFYRIRTÆKJUM

Ég er sammála Jóhannesi Gr. Jónssyni í bréfi til síðunnar að ekki síður mikilvægt en að ná verðtryggingunni burt er að banna vexti – þar er ekki gengið lengra en kirkjan gerði á miðöldum! Svo þarf að banna allan innheimtukostnað. Ég þykist vita að innheimtuskrifstofurnar hugi nú gott til glóðarinnar eins og jafnan í kreppu. Þá eru jólin hjá þeim. Það þarf því að hafa augun á þessu liði að það nýti sér ekki stöðuna til að kvelja þá sem óhjákvæmilega munu lenda í erfiðleikum. 
Sunna Sara