AÐ HRUNI KOMINN Mars 2020


SAMMÁLA UM MANNRÉTTINDABROT Í TYRKLANDI

Það er rétt sem þú bendir á í grein þinni í Morgunblaðinu um Tyrkland. Fjölmiðlar okkar hafa engan vilja til að gagnrýna mannréttindabrot Tyrkja eða hegðun Tyrkja yfirleitt. Það var í aðsendri grein í Mogganum sem ég frétti af meðferð þeirra á dómurum sínum, en ekki í frétt. Núna hefur stór hópur hælisleitenda 35.000 segir alarabiya.net haldið til við landamæri Grikklands og reynt að brjótast í gegn með liðstyrk tyrkneska hersins sem skýtur táragasi að grískum landamæravörðum. Tyrkir sögðu  ...
Ingibjörg Gísla.

Lesa meira

KÓRÓNA OG TORTÓLA

Ef kórónaveiruna kallinn fær
nú kominn á aldur og elliær
já orðin lúinn
þrekinu rúinn
aðrir mættu nú líta sér nær. 
...
Sultarlaun þar fólkið fær
fjandi þunn er sneiðin
kvóta hefðin er þeim kær
og Tortóla leiðin.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

SPURT HVORT SÉ HREYFING EÐA FLOKKUR?

Mér líst vel á að efna til umræðu í sjónvarpsútsendingum um kvótamálin. Ef stofnuð verður streymirás, kvótannheim.is, eins og þú boðar, Þýðir það þá að verið sé að stofna nýjan stjórnmálaflokk (sem mér litist MJÖG vel á eða er þetta ekki flokkur heldur hreyfing sem er í burðarliðnum? Svar óskat...
Sunna Sara

Lesa meira

FRÁBÆRT FRAMTAK

Gott er að sjá snöfurmannleg viðbrögð við kórónaveirunni: Afboðun fundar í Kefkavík, sem ég held að hefði orðið mjög fjölmennur, en boða þess í stað sjónvarpsútsendingar!
Svona á að bregðast við. Nú bíð ég eftir því að vefsíðan Kvótannheim.is opni, eins og þú boðar um helgina!
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira


UM KVIÐLINGA OG KVÓTA

Já Skerjafjarðar skáldið þitt
kviðlingi skellt fram getur
Kristján Hreins kann þar sitt
eins og gamli Pétur.

Í Keflavík um kvóta ræðum
kynnum fólki arðsemi hans
Ansi lítið á ´onum græðum
allt fer til útgerðamanns.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ÞJÓÐIN Á FISKINN Í SJÓNUM

Sæll Ögmundur.
Ég vil þakka þér fyrir ágætar athugasemndir um sjávarútvegsmál. Nokkrar lykilstaðreyndir ... Hver á kvótann?  I Fréttablaðinu fyrir stuttu er ágæt grein eftir Guðmund i Brimi sjá hér.  Þar segir hann í niðurlagi, „Ég sem útgerðarmaður hef aldrei sagt að útgerðin eigi fiskinn í sjónum. Fiskurinn á sig sjálfur, útgerðin á veiðirétt samkvæmt lögum.” Minn skilningur er að þjóðin eigi fiskinn í sjónum en þjóðin hafi úthlutað útgerðarmönnum réttinum til að sækja þennan fisk í umboði þjóðarinnar.  En það sem vantar í þessa umræðu er að úthlutnin á að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og hún er í dag. Eðlilegast væri að tímasetja úthlutunina við þann árafjölda sem afskriftartíminn væri og í lok hans gæti löggjafinn tekið ákvörðun um að úthluta á annan veg eða endurúthluta eða bjóða upp osfrv ...
N.N.

Lesa meira

ER VG GENGIN Í D EÐA ER VG OG D GENGIN Í S EÐA ÖLL KOMIN Í VIÐREISN – EÐA ERU ALLIR ORÐNIR PÍRATAR EÐA … ?

Ríksstjórnin ræðir nú einkavæðingu banka, styður hernaðarofbeldi Tyrkja á NATÓ fundi, ræðir nýtt brennivínsfrumvarp, þorir ekki eða vill ekki sporna gegn eignasamþjöppun á jarðeignum með lögum sem duga, markaðsvæðir raforkukerfið … Hver er hvað og hvað er hver? Er engin í pólitík lengur? Pólitíkin á að snúast um lýðræði, um að veita ólíkum skoðanastraumum inn á vinnsluborð framkvæmdavaldsins. Þess vegna eru mismunandi flokkar. Það hélt ég. En hvað er til ráða þegar þeir renna allir saman í eitt? 
Þá er eitthvað ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira


Frá lesendum

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri. Hvers vegna ekki í öðrum málum? 
Hvers vegna ekki í öllum málum? Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

VEL VIÐ HÆFI AÐ MINNAST ÁRNA STEINARS

Takk fyrir að minnast Árna Steinars heitins eins og þú gerir í sjómannadagspistli þínum hér á síðunni og einmitt vel við hæfi að gera það á þessum degi. Það var fyrir réttum 18 árum, árið 2002, að Samherji var látinn komast upp með meina honum að vera ræðumaður á sjómannadaginn á Akureyri, eins og hann hafði verið beðinn um, því vitað var hve gagnrýninn hann var á kvótakerfið. Í staðinn var fenginn ráðherra úr ríkisstjórn sem sagði að nóg væri komið af gagnrýni á kerfið! Skyldi þetta vera enn svona? Kæmi mér ekki á óvart. Tek undir kröfuna um kvótann heim. Löngu tímabært!!!
Sigríður   

Lesa meira

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka. 
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka. 
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...

Lesa meira

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA ÞRJÚ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Nú verður enn haldið áfram að rekja innihald tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins 2019/944 um raforku. Eins og áður er komið fram er hún hluti af orkupakka 4 („Vetrarpakkanum“). Þessi vegferð skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenska þjóð enda margt sem þarna hangir á spýtunni. Það er hvorki meira né minna en öll raforkuframleiðsla, dreifing og sala hennar. Það er í fullu samræmi við orkupakkana sjálfa að „skera pylsuna“ í þunnar sneiðar og útheimtir umrædd tilskipun því endurtekin greinaskrif ...

Lesa meira

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar