Fara í efni

JÓN BJARNASON Í NÝJU LJÓSI

Mig langar til að þakka þér fyrir umræðuþættina um kvótamálin. Ég horfði á síðasta þátt þar sem makríldeilurnar voru raktar þannig að þær urðu skiljanlegar. Jón Bjaranson, sem hefur verið úthrópaður vegna þess sem hann aðhafðist á sínum tíma sem sjávarútvegsráðherra varðandi makrílinn, sé ég nú í algerlega nýju og miklu jákvæðara ljósi. En hvar eru fjölmiðlar landsins? Kannski að undantekinni Stundinni eru þeir steindauðir að öðru leyti en því japla á kórónaveirunni daginn út og daginn inn. Allir virðast þeir vera búnir að gleyma Samherja og gildir það um fjölmiðlana flesta og Alþingi þar sem varla vottar fyrir lífsmarki.
Jóhannes Gr. Jónsson