Fara í efni

ÞÖRF Á BARÁTTU GEGN FÁTÆKT

 

Sæll minn kæri Ögmundur!

Hvað þarf ég að bíða lengi eftir því, að þú látir til skara skríða gegn fátækt á Íslandi.

Svo ég sé alveg heiðarleg og hreinskilin við þig, þá efast ég stórlega um að þú hafir þurft að leita með betlistaf í hönd til hjálparstofnana á Íslandi, né ættmenn þínir. - Þar skiljast okkar leiðir.

Þú nefndir það við mig, í Borgartúni 22, þarna um árið að þér hugkvæmdist að ráðmenn væru á launum, sem svaraði þremur á móti einum.

Hvað reikninglíkan þú áttir við, veit ég ekki. - Þú mátt gjarnan útskýra það fyrir mér nánar.

Komið hefur fram sú hugmynd að ráðamenn væru "hæst" á þreföldum launum, hinna lægst launuðu, eða langveikra, fatlaðra örorkulífeyrisþega. - Hvernig líst þér á það?

Nú ríkir örlagastund og krafta þinna er krafist. Vegna greindar þinnar og mannúðar .

Þjóðin þarf nýjan leiðtoga. Afhverju býður þú þig ekki fram til Forseta Íslands? Ég mun styðja þig í hvívetna. Safna undirskriftum og vinna að undirskriftasöfnun og væntanlegri umboðsskrifstofu þinn. - Ég kann að búa til gott kaffi og baka velsmakkandi pönnsur.

Þín einlæga vinkona og baráttuforkólfur, fyrir bættu samfélagi á Íslandi og um heim allan.

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir,
Aðgerðarhóp Háttvirtar Öryrkja.

Sæl og þakka þér vinsamlegt og fallegt bréf. Það er rétt að baráttu er þörf gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í þjóðfélaginu.
Það er rétt að ég hef margoft lagt til að heimilað launabil verði aldrei meira en einn á móti þremur og flutti ég um þetta þingmál og hef auk þess oft skrifað um málið, t.d. hér:

https://www.ogmundur.is/is/greinar/varnarvisitala-laglaunafolks-komin-fram-a-althingi

https://www.ogmundur.is/is/greinar/log-a-akvordun-kjararads-eda-hinir-laegstu-fai-milljon-a-manudi

https://www.ogmundur.is/is/greinar/upp-med-veskin

https://www.ogmundur.is/is/greinar/sanna-magdalena-launabil-aldrei-meira-en-1-a-moti-3

https://www.ogmundur.is/is/greinar/er-slaemt-ad-vaka-um-dimmar-naetur

Með kveðju,

Ögmundur