MANNA BEST AF LANDANUM
Mútur þekkir Þorstinn Már
manna best af landanum
Er talinn vera kallinn klár
þó kolfastur í vandanum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Mútur þekkir Þorstinn Már
manna best af landanum
Er talinn vera kallinn klár
þó kolfastur í vandanum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Strákarnir sumir ei stóðu rétt,
í starfinu notaður lútur.
En sjálfur ég hafna sóðafrétt,
að Samherji greiði mútur.
Kári
Ferðmálaráðherra fer út að djamma með vinkonum, halda greinilega að tveir metrar þýði tveir sentimetrar; óheppilegt að mynd skuli hafa náðst af okkur að knúsast segir Kolbrún ráðherra og stígur á hvert bananahýðið á fætur öðru. Frábært fréttaefni fyrir fjölmiðla til að rugga vöggu værukærrar þjóðar. Ekkert Bakkagjaldþrot eða orkupakki, landakaup auðmanna eða NATÓ. Og svo kemur forsætisráðherrann og formaður VG fram í sjónvarpi til að segja þjóðinni hve vel sér líði í samstarfinu við Sjálfstæðisflokinn. Í stjórnmálum eru allir vegir færir ef ...
Jóel A.
Aldeilis er heiftin í hananum
hann skrúfaði frá krananum
skáldar mikið
fór yfir strikið
allur í Samherja vananum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Mafíustarfsemin magnast hér,
margir færa sanninn.
Braskarar athygli beina frá sér,
benda á fréttamanninn.
...
Kári
Lækanir, stimlanir, langanir,
langvits er allt í klessu.
Skólanir, túlanir, skoðanir,
skiluru eitthvað af þessu?
Kári
Samherji telst saklaus vera
færist undan smán
Meðan Namibía má tapið bera
og mikið arðrán.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Núna hefst taka tvö
talið er í sóttina
og vandræðin vaxa svo
eftir hverja nóttina.
Lögreglustjórinn er líklega í vanda
logandi ófriður og allt í hnút
En fimmtíumiljónum fær þó landa
ef Óla rokkara kaupa út.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ófædd börn með engan rétt,
Alþingismennirnir gnauða.
Um lífið ei hafa haldið þétt,
hugsa um frelsi til dauða.
Kári
Lesa meira
Hjartanlega er ég sammála Sunnu Söru sem skrifar hér á síðunni um það hvernig við erum gerð að viðundri með hallærisauglýsingum erlendis þar sem fólki er boðið að skrækja í míkrófón og óhljóðunum síðan útvarpað á Íslandi í þar til gerðum hátölurum. Nú er væntanlega búið að borga fyrir þetta en verður þetta rugl ekki stöðvað og lokað fyrir frekari greiðslur? Getur verið að til standi að koma upp hátölurum fyrir þessa háðung? Ef svo er þá mótmæli ég því að mínum skattpeningum verði áfram varið til þessarar niðurlægingar. Er enginn á stjórnarheimilinu til að ...
Jóel A.
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
... Upprisa BakkiSilicon nú um páska er að líkum hafin yfir mannlegan, röklegan skilning. Birtist því sem undur. Rétt eins og ófarasagan frá upphafi rekstrar 2018 til stöðvunar 2020 er látin standa óútskýrð, eins og gildir um athæfi æðri máttar-valda. Fullvíst er að “Hönd Guðs” kemur að páskaupprisu BakkiSilicon sú sem líknsöm er oft þeim þurfandi ...
Lesa meiraHún er sérkennileg umræðan um „afglæpavæðinguna“. Nú liggur fyrir breytingarfrumvarp[i] í heilbrigðisráðuneytinu um að ekki verði lengur refsivert að hafa í vörslu sinni svonefnda „neysluskammta“ eiturlyfja. Er frumvarpið þar komið í „samráðsgátt“ (sýndarmennskugátt). Málið er angi af öðru miklu stærra máli sem kalla má „undanhaldið mikla“ og lýsir sér í uppgjöf og undanhaldi á mörgum sviðum – allt í nafni „framfara“ auðvitað. Þetta er í stuttu máli geigvænleg þróun og alls ekki góð, öðru nær. Eftir stendur að fíkniefnaneysla er harmvaldur allra sem í henni lenda og aðstandenda þeirra ...
Lesa meira... Andsvar hugsandi vinstrimanna er að hrista af sér doðann, endurmóta róttæka umbótastefnu í vinstriátt, losa sig undan hægriáráttu eigin forystu. Það er ekki bara þörf, það er brýn nauðsyn ef ekki á illa að fara.
Í stuttu máli: Endurreisn vinstri róttækni i sjónmálum er nauðsyn, sem binda þarf víðtækum umbóta- vilja í stjórnarháttum. Lágkúrustandi vinstriafla þarf að ljúka sem fyrst. ...
Á þessu vefsvæði er réttilega bent á fáránleikann sem fylgir svokölluðum upprunaábyrgðum raforku. Þær eru hluti af blekkingastarfsemi og braski með rafmagn, þar sem „orkusóðar“ geta keypt sér syndakvittanir af hinum sem sóða minna (eða lítið). Með þessu móti er kaupandinn, neytandinn, látinn halda að hann kaupi „hreina raforku“ (græna). Neytandinn er með öðrum orðum blekktur. Eins og lesendur vita gekk Bretland endanlega úr Evrópusambandinu nú um áramótin. Á heimasíðu bresku lögfræðistofunnar Pinsent Masons er fjallað um skattahliðina á þessu svindl-fyrirkomulagi, í grein ...
Lesa meiraÞingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu. Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google ...
Lesa meiraMörgum stjórnmálamönnum er tamt á tungu, eftir nýjustu atburði í Washington, að segja árás hafa verið gerða á „lýðræðið“. En það gleymist alltaf að láta fylgja með svarið við spurningunni: lýðræði hverra? Lýðræði valdaklíkunnar í Bandaríkjunum, lýðræði almennings? Forsetanefnur jafnt sem ráðherrar apa hver upp efir öðrum staðlaðar skoðanir um „árás á lýðræðið“ og látast stórhneykslaðir á því. Trúverðugleiki þessa fólks sem þannig talar er hins vegar enginn. Fólk sem lifir og hrærist í fílabeinsturnum er í órafjarlægð frá veruleika almennings, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í máli þess er ætíð holur hljómur ...
Lesa meira