ÞÖGUL ÞJÓÐ MEÐ BROSTIÐ HJARTA
Hjartað er brostið þjóðinni hjá
helst ekki viljum Samherja sjá
heimta og hóta
eigna sér kvóta
en um það fáir sig þora að tjá.
Já Samherji er svei mér kræfur
 og seint talin þjóðfélags hæfur
 einokunar klíka
 sem enga á líka
 umræðu illur og all-sekki gæfur.
Mýrarljós Moggans er kveikt
 enn minkar stöðugt og veikt
 láta það skína
 á leiðina sína
 er verður nú bráðlega fleygt.
,,VILL AÐ STARFSFÓLKIÐ GREIÐI NIÐUR FLUGMIÐAN‘‘
Við sáttaboði sagði nei
 sagðist vera góður
 Því forstjórinn fyrir Play
 er frjálshyggju óður.
Drífa og Birgir í hár saman – „Staðan mjög alvarleg“ 
 
 Hún Drífa Birgir dustaði
 við dæmalaust raupið
 Hann lítið á ´ana hlustaði
 og hækkar ekki kaupið.
,,SAMHERJA SIÐLEYSINGIN‘‘ OG HINIR ÓSEÐJANDI‘‘ 
 
 Við mannorðs morðin þar dunda
 með ógeðfeldum hætti
 Því mætti nú Þorsteinn ígrunda
 Það ástandið lítið bætti.
„Þarna var verið að ráða siðleysisráðgjafa“
Siðleysinginn hjá Samherja
 sá um fáheyrða vörn
 Á Helga átti hetjan að berja
 hryðjuverka Þorbjörn!
Höf. Pétur Hraunfjörð.