ÞAÐ VEIT ENGINN HVAÐ ÁTT HEFUR FYRR EN MISST HEFUR

Trúnaðarmenn þar tóku öll völd
af tillitsleysi var ákvörðun köld
á milli tanna
var ´ún Anna
fagleg aftaka á frjálshyggjuöld.

,, Með yfir sjöhundruð þúsund á mánuði‘‘

Þar yfirborgaða liðið leitt
lét á súðum vaða
Götu þeirra hafði ´ún greitt
gjörspillt ollu skaða.

Pestin flækist víða

Flest er farið úr böndunum
pestin flækist víða
Held nú að mér höndunum
heima með kvíða.

„Frekar tækjum við börn í fóstur“

Ekki batnar Brynjar mikið
bölvaða þvælu heyri
Og fer nú alveg yfir strikið
nú úthúðar Akureyri.
Höf. Pétur Hraunfjörð.

 

Fréttabréf