Fara í efni

GLEÐILEG JÓL ALLIR LANDSMENN

 ,,JÓLANÓTT‘‘

Við erum oft hér ein á jólum
einmana á helgri stund
hvort um annað hringsólum
með hugulsama lund

allt svo fallegt allt er hljótt
alstaðar gleði og friður
fram undan friðsæl jólanótt
og fallegur klukkna niður.

Já yfirleitt alltaf jólunum á
gleði og ánægju höfum
þá ástvinir allir sér tylltu á tá
og tóku á móti gjöfum.

Með fuglum og flæmings köttum
við fögnuðum jólum nú
En áfram hvort annað hvöttum
í einmanna leikanum jú.

Æji í ljúfmetið og veigar léttar
ég læðist oft í á jólum
Þá meirihlutinn yfir mér réttar
með tilþrifum og gólum.

,,Ömmi lenti illa íðí Eftir mótmælin við sendiráðið‘‘

Fyrir mótmælin hann mátti líða
meðal annars var ekkert dokað
Undan honum vildu helst svíða
og heimasíðunni strags lokað.

Höf. Pétur Hraunfjörð.