Fara í efni

ÁRÁSIN Á BANKA ALMENNINGS

Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.

Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.

Alþýðan virðist vera með skrekk
varlega dregur nú andann
Gjaldþrota landið á lyginni hékk
nú leitum aftur í vandann.

Banksterar þar börðu á dyr
og engin haltur
Eftir gjaldþrot og góðan byr
ganga nú aftur.

Bankanum ná hægt og hægt
á elítunnar hátt
Vanalega er þar engu vægt
en fá nú afslátt.

Þar fátæklingar falla í valinn
og forðar sér hver sem má
Með aleigu sína sár og kvalinn
Úkraínu og Pútín frá.

Sigurður Ingi sagði of mikið
sopið hafði aðeins á
Og reyndar er víst fyrir vikið
næstum því vísað frá.

Bankanum ná hægt og hægt
að elítunnar hætti
Vanalega er þar engu vægt
en nú með afslætti.

Já ríkir urðu víst ríkari nú
reyndir með hægri þanka
Elítan er ávallt sýnum trú
eignuðust Íslandsbanka.

Ekkert er hægt að ljúga
um veröld þeirra ríku
En auðmennirnir allir búa
Þarna í Ameríku.

?
Æ ertu Ömmi úti enn
elsku kæri vinur
Pútín nú myrðir menn
og Úkraína hrynur.

Nú eina mínútu eða tvær
eigum saman í hljóði
Helvíti er hann Pútín skær
hundurinn morð óði.
Höf. Pétur Hraunfjörð.