Fara í efni

ÞÁ VEIT ENGINN HVAÐ HANN ER AÐ BORGA ...

Ágæt grein hjá Ögmundi um snjallmæla. Snjallmælar gera það mögulegt að breyta orkuverðinu fyrirvaralaust. Það getur breyst frá klukkutíma til klukkutíma. Orkusalar geta því búið til svo flóknar gjaldskrár með hærra verði á daginn en á nóttunni, og á matartíma og utan, lægra um helgar en á virkum dögum og hæst kl 15- 19 á aðfangadag. Þá veit enginn í raun hvað hann er að borga fyrir rafmagnið nema leggja saman reikninga fyrir heilt ár og á þeim tíma er marg búið að breyta töxtunum. Allt þetta er auðvelt að gera því orkusalar hafa fullt samráð sín á milli og komast upp með það. Með ákvæðinu um að rafmagnsnorkun er persónuvernduð gögn er ómögulegt að komast að því hvað almenningur er að borga fyrir rafmagnið. Einungis heildarniðurstöður fyrir almenna markaðinn verða aðgengileg og inni í því eru öll fyrirtæki landsins á almennum töxtum. Við þessu er ekkert að gera nema eitt. Stofna úrtakshóp, ca. 100 manns, sem upplýsir neytendasamtökin (eða hliðstæð samtök) um orkunotkun og orkuverð frá klukkutíma til klukkutíma. Niðurstöðurnar verða notaðar til að veita orkufyrirtækjum aðhald og hafa eftirlit með að orkusalinn misnoti ekki þá aðstöðu sem hann fær með sjallmælinum.

Mkk. Jónas