Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

31. Desember 2008

ŢÖGN Á MIĐNĆTTI?

Rakst á þetta: Velti því fyrir mér hve sterkt það væri ef við Íslendingar allir sem einn. - Tækjum okkur til og .. Hættum að skjóta upp flugeldum 5 mínútum fyrir 12 á miðnætti þann 31. des. og byrjuðum ekki aftur fyrr en 5 mínútur yfir tólf, eða klukkan 24:05 þann 1. jan. 2009. Ef við hefðum algera þögn frá 23:55 - 24:05 á gamlárskvöld, á meðan við kveðjum gamla árið og tökum á móti því nýja. Og ef við ...
Kristján

30. Desember 2008

ÓVART FYNDINN

Atvikin á lífsleiðinni eru óútreiknanleg en eitt er víst - þau verkast jafnan þannig að allir menn lenda í því einhvern tíma að verða óbærilega fyndnir, jafnvel af grafalvarlegum málum. Þetta henti Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra í haust, nánar tiltekið 14. október þegar útbýtt var á Alþingi frumvarpi hans til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða...
Þjóðólfur

30. Desember 2008

BREYTA VERĐUR VERĐTRYGGINGU Á HÚSNĆĐISLÁNUM

Til langframa getur það aldrei gengið, að verðtrygging á íbúðarlánum taki ekki mið af verðmætabreytingum á því húsnæði sem lánið er bundið við. Ég veit að þetta getur verið nokkuð snúið í úrvinnslu en ekki óyfirstiganlegt. Þetta verður einfaldlega að vera það, ef það á að verðtryggja húsnæðislán. Annars eru húsnæðislánin alltaf í bullandi eignaráni frá þeim sem eru með húsnæðislán. Eignaupptaka heitir það í málfari hagfræðinga. Jafnræði verður að ríkja milli bankans og þess sem tekur lánið. Við erum með í gangi vísitölu sem við köllum fasteignamat, með því að það mat yrði gert nákvæmara t.d. eftir ...
Kristbjörn Árnason

30. Desember 2008

LÍFEYRISPARNAĐUR OG BANKABRELLAN

Margir hafa farið illa út úr söfnun viðbótarlífeyrissparnaðar hér á landi vegna óvarlegra fjárfestinga sumra sjóðsstjóra þeirra og tapið stórt hjá sumum. Mér fannst vera í farvatninu fall á þessum sjóðum í árslok 2007 og hvatti þá fólk til að setja þetta allt saman yfir á 100% verðtryggða reikninga og í dag er þetta fólk vel sett. Þess vegna hvet ég alla sem leggja þetta framlag sitt til hliðar að koma því strax í öruggt skjól í 100% verðtryggða reikninga og sýnist mér að sumir bankarnir ...
Þór Gunnlaugsson

28. Desember 2008

AĐILD AĐ EVRÓPU-SAMBANDINU: BANVĆN HUGSUN

...Ég skil ekki þá sem horfa nú til Evrópubandalagsins í ljósi viðbragða ríkjanna til fjármálakreppunnar þar sem hvert ríki er með sér lausnir fyrir sig. Hollendingar þjóðnýttu Rebobankann í Hollandi þvert á vilja Belga og Lúxenborgara þar sem þessi banki starfaði líka. Þjóðverjar slitu sig úr samstarfi við önnur ríki innan bandalagsins við lausn sinna mála einnig Bretar. Bretar, sú hernaðarþjóð,  hræddist stjórn okkar og þjóð það mikið að þeir settu á okkur hryðjuverkalög. Sýnir þetta okkur ekki að hver hugsar um sig þegar á hólminn er komið? Nema Íslendingar sem ætla að gefa fiskimiðin og orkuna fyrir evruna. Þetta er sveitamennska ekkert annað, banvæn hugsun fyrir land og þjóð. Þessi tilhneiging að...
Norðlendingur

27. Desember 2008

ANDLEG OG VERALDLEG FÁTĆKT

Ísland er land allsnægta þar sem svo til allir hafa þak yfir höfuðið og raunverulegt hungur er enn afar fáheyrt. Flestir hafa atvinnu og aðrir njóta styrkja til þess að sjá sér og sínum farborða. Við verðum að leggjast á eitt að svo verði áfram og við eigum enn tækifæri til þess að halda okkar góða samfélagi í jafnvægi þrátt fyrir þá atburði sem hér hafa gerst undanfarið. Ég geri ekki lítið úr fjárhagslegu tjóni þeirra sem misstu hlutabréf eða bankabréf síðasta haust en hafið í huga að við komum án veraldlegra auðæfa í þennan heim og förum yfir móðuna miklu án þeirra. Þegar talað er um fátækt verður mér snögglega hugsað til tveggja augnablika í mínu lífi. Ég var staddur í Bóliviu, Suður Ameríku í október árið 1999 ásamt ...
Þórarinn Ívarsson 

25. Desember 2008

LÍKKLĆĐIN HAFA ENGA VASA

...Ađ undanförnu hafa borist fréttir af ofurgróđa Finns Ingólfssonar. Finnur verđur seint vćndur fyrir óheiđarleika af sínum vinum. En hvenćr er komiđ nóg? Grćđgin gleypir sálina og spillir henni. Ţegar ţorri ţjóđarinnar tapar, raka stóreignamenn gróđa, gríđarlegum gróđa. Hvađ ţessi dauđlegi mađur hyggst gera viđ sinn mikla gróđa er á huldu. Gunnar Dal heimsekingur kennir ađ ţegar fjáraflamenn hafa sankađ ađ sér 100 milljónum ţá verđi ţađ auđurinn sem stýri lífi ţeirra en ekki ţeir sjálfir. Einu sinni fyrir langt löngu veđjuđu tveir landeigendur í gömlu ensku nýlendunum í Norđur Ameríku um ţađ hvort ţrćll sem gefiđ vćri frelsi, kćmi aftur. Ţeir sögđu viđ ţann ófrjálsa...
Guđjón Jensson, Mosfellsbć 

23. Desember 2008

STUĐNINGSMENN KVÓTANS VÍKI

...Þeir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem treysta sér ekki til að aflétta ánauð fólks á Íslandi en hyggjast áfram styðja lénsherra kvótaauðsins eiga að stíga til hliðar fyrir næstu alþingiskosningar og viðurkenna í auðmýkt fyrir þjóðinni ótta sinn við fésýslumenn. Þetta á ekki síst við ykkur Vinstri græna sem ég hef þrátt fyrir allt vonast til að væruð boðberar nýrra gilda í íslensku samfélagi. Nú er sem aldrei fyrr tækifæri og ástæða til að reisa við gróandi mannlíf allt um kring landið með því að gefa fólkinu leyfi til að nýta þá auðlind sem rænt var af því með atbeina fulltrúa þess á Alþingi. Ekki tæki nema fáa mánuði að breyta sjávarplássunum í eftirsótt byggðarlög með vaxandi atvinnu, bjartsýni og hækkandi fasteignaverð. Þegar upp er staðið Ögmundur þá er gott og heibrigt ...
Árni Gunnarsson frá Reykjum

22. Desember 2008

FJÁRMÁLATENGSL STJÓRNMÁLA-FLOKKA UPP Á YFIRBORĐIĐ

Var að lesa heimasíðuna þína eins og ég geri á hverjum degi og gladdist yfir því að sjá þú skyldir taka frá einn dag til þess að næra sjálfan þig.  Ég upplifði það nú í fyrsta sinn að sjá skýra stefnu VG sem birt var eftir flokksfund hjá ykkur nú nýverið...Ég er hissa á því að enginn fjölmiðill skyldi gera sér mat úr umælum Bjarna Harðasonar fyrrverandi framsóknarþingmanns sem hann viðhafði í sjónvarpsviðtali en þar sagði hann að menn innan Framsóknarflokkins úr viðskiptalífinu hefðu fyrirskipað að flokkurinn skyldi halda áfram stjórnarsamstarfinu eftir síðustu kosningar hvað sem það kostaði.  Í ljósi þessara ummæla fyndist mér að allir flokkar kæmu ...
Sigurbjörn Halldórsson

22. Desember 2008

LAS HANN ALDREI STJÓRNAR-SKRÁNA?

...Bankarnir voru reyndar svo almennilegir að hlaupa undir bagga með ævisöguritara forsetans þegar greiðslurnar úr launasjóði rithöfunda voru á þrotum. Það varð nefnilega að koma þessum „stórmerkilega" súpermannbæklingi út. En hvað gerði ævipenni forsetans þegar hann var spurður um greiðslurnar frá bönkunum, hversu háar þær hefðu verið. Hann bar við bankaleynd! Ég spyr: er það forsetanum sæmandi að sætta sig við svona vinnubrögð og almennt að láta einkafyrirtæki fjármagna ævisögu sína? Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar á Íslandi en í spillingarbæli kapítalismans virðist ekkert heilagt nema hjónaband valdastéttarinnar og auðstéttarinnar.  Hverju hafa Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að ...
Þjóðólfur

21. Desember 2008

LÝĐRĆĐI BYGGIR Á TJÁNINGARFRELSI

...Það má með sanni segja að Ingibjörg geti ekki talað fyrir hönd nema í mesta lagi 30% þjóðarinnar, en hvert einasta mannsbarn sem kemur saman á Austurvelli á hverjum laugardegi eða stóð í anddyri og utanhúss til að taka þátt í borgarafundinum í Háskólabíó, og mun koma saman á Arnarhóli, hvernig sem veirar, getur talað fyrir sína hönd og sinna eins og honum eða henni sýnist! Hvort sem Ingibjörg, ég eða aðrir séum sammála. Ef Ingibjörg heldur að hún geti gelt málefnalegt mál manna með því að segja að þeir hafi ekkert umboð til að tjá sig þá fer hún alvarlega villur vegar. Hún virðist misskilja og hundsa grundvöll lýðræðisins, sem sé ...
Úlfur

21. Desember 2008

HVENĆR ER FARIĐ YFIR STRIKIĐ?

...En ef viðkomandi er ehf.hf eða ohf. þá er bara skipt um kennitölu og málið er dautt (semsagt almenningur tekur við skuldinn). Og að öðru,af hverju er "farið yfir strikið"við að brjóta eina rúðu í fjármálaeftirlitinu,en þegar heilt hagkerfi rúllar yfirum þá er það ekki "neinum að kenna"og ekki farið yfir strikið. Og enn að öðru ég ...
Árni Aðalsteinsson 

19. Desember 2008

EKKI ÖLLUM TREYSTANDI

Mig langar bara til að þakka þér fyrir allt sem þú ert að gera. Þú stendur vaktina betur og traustar en nokkur annar. Ég hef fylgst með þér á þingi og sá meðal annars ræðu þína um niðurskurðinn á mánudag. Hún bar af. Það sem er að gerast er hræðilegt. Ég trúi ekki öðru en að kosningar verði í vor því að þessi ríkisstjórn verður að fara frá. Þau eru aum. Það eru alltof fáir sem gera sér grein fyrir því hvað verið er að gera velferðarkerfinu. Þetta eftirlaunafrumvarp sem þau núna neyðast til að leggja fram segir allt sem segja þarf. Þau eru fljót að afgreiða niðurskurð á ...
Hildur og fjölskylda

16. Desember 2008

ÍHALDIĐ ALLTAF MEĐ STJÓRNAR-MYNDUNARUMBOĐ?

...Hvort sem að Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfinu við Íhaldið eða Íhaldið slítur stjórnarsamstarfinu við Samfylkinginguna er þá hættan ekki alltaf sú að Geir H Haarde hafi stjórnarmyndunarumboðið? Alla vega á ...
Jón Þórarinssson 

15. Desember 2008

ÁSKORUN TIL ÚTFLYTJENDA Á ÓUNNUM FISKI

...En hvað getum við sjálf gert til að launa greiðann fyrir bylmingshöggið? Jú við getum og biðjum alla útflytjendur á ferskum fiski á erlenda markaði að stöðva hann nú þegar timabundið og selja til fullvinnslu á innlendum markaði og hámarka verðmæti hvers kg enda er auðlindin viðkvæm þótt aukinn þorskur sé í augsýn. Hvað mun gerast Bretlandi-Cuxhaven-Hull-Grimsby og fleiri löndunarstöðum? Jú, ég minnist þáttar sem Ólafur Sigurðsson fyrrum fréttamaður á RUV átti við borgarstjóra þessara borga og upplýstu þeir að rúmar 2 milljónir manna hefðu beint og óbeint atvinnu vegna fisks af Íslandsmiðum og hvað gerist berist hann ekki? Bara í aðraganda hryðjuverkalaganna í Bretlandi gekk öflugur þingmaður á fund Melvins King ...
Þór Gunnlaugsson

15. Desember 2008

SEKTA Á HINA SEKU

Ég mundi vilja sjá þig leggja fram frumvarp um stórauknar sektir við brot á lögum sem Útrásarvíkingarnir hafa sannanlega verið að brjóta, t.d. brot á hlutafélagalögum, svo sem FL grop og Sterling og svo Exista núna þar sem litlir hluthafar eru rúnir.Sektir t.d. 200 til 600 miljarðar. Svo mættu koma ný lög um valdníðslu valdhafa. Þar er af nægu að taka. Að lokum: húseignir fólks eru líka lífeyrir.
Eyjólfur Jónsson

15. Desember 2008

ER STJÓRNUM LÍFEYRISSJÓĐA TREYSTANDI?

...Nú er ljóst að lífeyrissjóðir töpuuðu verulegum fjármunum á bankahruninu og kannski á ýmsu öðru. Er sjóðsstjórnum treystandi fyrir öllu þessu fjármagni? Mín skoðun er að svo sé ekki. Greiðslur í lífeyrissjóði eru í rauninni dulbúinn skattur til að dekka sjálfsagðar launagreiðslur til öryrkja og eftirlaunamanna. Væri ekki eðlilegra að ríkið rukkaði skattborgarana um aukaskatt sem þessu næmi (sama skipting milli launþega og launagreiðenda og verið hefur) svo við vitum nákvæmlega hver skattbyrðin er? Þá væri ein yfirstjórn yfir þessum málaflokki í stað margra lífeyrissjóðsstjórna og margra sjóðsstjóra sem mér skilst að hafi jafnvel hátt í 30 miljónir í ...
Jóhannes T Sigursveinsson

14. Desember 2008

FRÉTTIR EĐA STUNDIN OKKAR?

...Framundan eru fyrirsjáanleg gjaldþrot þúsunda heimila og fyrirtækja og hörmungar sem við getum varla gert okkur í hugarlund nú. Þrátt fyrir þetta  virðist  sem  fréttastofa Rúv (og fleiri miðlar) telji mikilvægasta atriðið í umfjöllun um mótmæli almennings, hvort mótmælin séu "eðlileg", hvaða fólk þetta sé, hvað ráðamönnum nú finnist um aðgerðir mótmælenda og svo framvegis. Semsagt, allt gert til þess að gera mótmæli og ekki síður mótmælendur tortryggileg. Þetta toppaði nú þegar Vigdís Hjaltadóttir kommenteraði á flokksráðsfund VG í fréttum - að "hér kannast maður nú við mörg andlit af Austurvelli"!!! Semsagt, ekkert að ...
Kristófer

11. Desember 2008

TRAUSTS - VÍSITALA DESEMBER-MÁNAĐAR

..Lánstíminn vekur upp þær spurningar hvort taka eigi húsnæðislán við fæðingu eða færa eftirlaunaaldurinn upp í hundrað ár. Seinni kosturinn krefst þess reyndar að auka lífslíkur landsmanna en heilbrigðisráðherra ætti ekki að verða skotaskuld úr því þótt hann hafi ekki enn hitt félaga Gaddaffi eins og gefið var í skyn hér á síðunni með falsaðri mynd félaga Ögmundar. Á þann sem trónir í næstefsta sætinu í traustinu er varla hægt að minnast á ógrátandi...
Þjóðólfur

9. Desember 2008

ĆTLUM VIĐ AĐ BORGA NEFSKATT FYRIR ÁRÓĐUR RÍKIS-STJÓRNARINNAR?

Ég var að lesa viðtalið við þig á Smugunni og er ég þér sammála um margt. Sérstaklega staðnæmdist ég við það sem þú segir um RÚV ohf. þar er þörf á gagngerum breytingum. Einsog þú Ögmundur varð ég hugsi þegar formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins voru skyndilega mætt í laugardagsþátt Hallgríms Thorsteinsson og sátu þar fyrir svörum, eða svo vitnað sé í ...
Sunna Sara 

9. Desember 2008

UM FÖLDU REIKNINGANA Í LUX OG FLEIRA

Ég er afar sáttur að loksins komi fram tillögur VG um hvað beri að gera á næstunni en ég ber enn ugg í brjósti yfir ummælum okkar færustu íslensku fræðimanna sem kenna við háskóla í Englandi og USA. Annar þeirra var fenginn til skrafs og ráðlegginga fyrir forsætisráðherra en ekkert meir frekar en hinn sem látinn var hætta störfum en það sem ég ætlast til að VG hugleiði í þessari viku er þingmannafrumvarp um að annar þessara tveggja virtu sérfræðinga eða aðrir álíka menntaður verði skipaður seðlabankastjóri og formaður bankaráðs og þeir verði því 4 alls og þessi núningur sé því úr sögunni. Þarna er aðeins um ...
Þór Gunnlaugsson

7. Desember 2008

HUGVEKJA Á FULLVELDISDEGI

...Ég var stödd í verslunarmiðstöð í Malmö þar sem ég áhvað að fá mér lítinn skyndibita og gek inn á lítinn veitingastað og pantaði mat við diskinn, þá segir afgreiðslumaðurinn sem auðheyranlega var ekki sænskur en mjög hress og glaður "ertu dönsk?" Nei svara ég ég er íslensk. Þá var eins og ég hafi tilkynnt honum andlát því hann varð mjög alvarlegur og sorgmæddur á svipinn og sagði mjög hátt og skýrt á sinni sænsku "Ísland gjaldþrota, Ísland gjaldþrota". Allir sem þarna voru heyrðu þetta og ég óskaði mér niður úr gólfinu og reyndi að skipta um umræðuefni en afgreiðslumaðurinn var bersýnilega áhugasamur um þetta gjaldþrot svo ég neyddist til að svara. Ekki gat ég varið þetta gjaldþrot með neinu móti og síst af öllu þegar Íslendingar halda áfram með sama fólkið í brúnni og þeim sem söktu skútunni. Niðurlæging mín var algjör. Og til að bjarga öllu á að ganga í EU. Ein skyndilausnin enn. Ég man ekki betur en...
Unnur

7. Desember 2008

LES ALLAN PÓST

Að senda skilaboð til síðunnar en ekki til Ögmundar er undarlegt! Er einhver sem svarar fyrir Ögmund sjálfan? Til hvers að vera með spurningar til Jóns Jónssonar? Þó að það sé eftirlitsmaður með síðunni þá má hann svara spurningum en Ögmundur les yfir og samþykkir póstinn og sendir sem persónulegan póst sem er frábært fyrir viðtakanda. Legg til að þið breytið þessu.
Með kveðju.
Helgi

7. Desember 2008

VALDAGRÁĐUGT EVRÓPUSAMBAND

Ég bið alla Íslendinga að kynna sér Lissabon sáttmálan, sem verið er að reyna að koma í umferð á næsta ári. Ef sá sáttmáli kæmist inn þá þyrfti ekki nema nokkur hryðjuverk í Evropu. Með þeim afleiðingum að meiri hlutinn myndi kjósa yfir sig hryðjuverkalög og valdið myndi færast til Evrópusambandsins fyrir öll aðildarríkin. Þetta fólk er ekkert vitlaust, bara valdagráðugt. Hér er brot úr grein sem ég rakst á netinu...
Sveinn Hrafnsson

6. Desember 2008

VARAĐ VIĐ EINFÖLDUNUM

Þegar þú talar um að fólkið fái að kjósa um aðild að esb þá held ég að þú sert að einfalda hlutina heldur mikið. Þú verður að athuga það að cirka 70 -80% þjóðarinnar veit ekki hvað það myndi fara að kjósa um og það er voða gott að láta þjóðina kjósa um þetta og ef að það yrði samþykkt og síðan kæmi i ljós eftir einhvern tíma eftir að við göngum í esb að allt se ómögulegt þá er bara hægt að segja ...
Jóhann Þ. Sigurðsson

6. Desember 2008

VILJA KOMAST HJÁ RANNSÓKN

Yves Leterme forsætisráðherra Belgíu reiknar með að ákvörðun um sölu Kaupþings í Luxemborg muni liggja fyrir á komandi dögum. Leterme segir viðræður í gangi við kaupanda sem hafi verulegan áhuga á kaupunum. Ofangreind frétt er í fjölmiðlum í dag og því alveg ljóst að íslenskum rannsóknarnefndum mun ekki gefast kostur á að finna þau skjöl um bankahrunið sem þar eru geymd og ekki furða þótt keppendur um að kaupa séu margir og hugsanlega einhverjir sem eiga hagsmuna að gæta að öllu sé pakkað saman í öruggt skjól ...
Þór Gunnlaugsson

6. Desember 2008

FINNST GOTT AĐ VERA Í EU

Elskurnar mínar: Íslendingar: Komiði til okkar í EU. Hér er gott og öruggt að vera!...
Inga Birna Jónsdóttir

6. Desember 2008

MĆLIR MEĐ NORĐLENSKUM UPPLESURUM

Það er stundum gott að hlæja í öllu krepputalinu. Ég var að skrá á bloggið mitt nýja sögu sem sýnir hvað hysterían getur blindað alla skynsemi hjá manni. Sagan er algerlega sönn. Hún er svona: "Allar byssur eru nú á hálfvirði! Eldri maður og kunningi minn á Suðurlandi, sem ég tala stundum við í síma, sagði mér í fyrradag að hann hefði verið að heyra það í fréttum að byssusala hefði tekið gríðarlegan kipp síðasta mánuðinn. Hann sagði að þetta gerðist alltaf þegar harðnaði á dalnum eins og nú. Við vorum að velta þessu fyrir okkur nokkuð. Ég var að spá í það hvort að menn væru að auka veiðar til búdrýginda í kreppunni en kunningi minn taldi það af og frá. Í flestum tilfellum væru menn að...
Jóhann Frímann

5. Desember 2008

ŢANNIG LEYSIST KREPPAN

Nú þarf að gera nýja þjóðarsátt. Sátt milli fjármagnseigenda og skuldara. Sátt milli ríkis og atvinnulífs. Sátt milli atvinnurekenda og almennings.
1. Það þarf að deila kostnaðinum við kreppuna í tvennt milli fjármagnsins og þeirra sem þurfa að standa undir skuldunum.
2. Það þarf að efla innfrastrúktúrinn í landinu, heilsugæslu og samgöngur, tvöfalda hringveginn og malbika hann allan á tveimur árum.
3. Það þarf að semja um hámarkslaunamun innan fyrirtækja.
Þannig...
Hreinn K.

30. Nóvember 2008

UM RÖGGSEMI OG SKORT Á HENNI

...Það vakti sérstaka athygli mína, frétt á mbl.is, þar sem fram kemur að Steingrímur J. tók upp á Evrópuróðsþinginu, beitingu Breta á hryðjuverkalöggjöf gegn Landsbankanum í Bretlandi. Segir þetta ekki nokkuð um röggsemi stjórnvalda yfirleitt, er ekki Guðfinna Bjarnadóttir formaður íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins? Ellert Schram varaformaður?
Gísli Árnason

29. Nóvember 2008

HEFĐI ÁTT AĐ BYRJA AĐ NUDDA FYRR?

DV greindi frá því á dögunum að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins hefðu fengið nudd í vinnunni í byrjun október, á þeim dögum þegar bankarnir hrundu hver á fætur öðrum. Ástæðan var sú, að sögn talsmanns FME, að starfsmennirnir hefðu unnið nótt sem nýtan dag vegna þeirra aðstæðna sem komið höfðu upp á fjármálamarkaði.En spyrja má; hefði ekki átt að bjóða upp á þessa þjónustu fyrr, 5-10 mínútna axlanudd á dag, ef það hefði mátt verða til þess að Fjármálaeftirlitið sinnti betur þeim verkefnum sem því bar fyrir hrunið...
Þjóðólfur

28. Nóvember 2008

ÖGMUND OG STEINGRÍM Á NÁMSKEIĐ

...Bið þig um birtingu á þessu bréfi á þinni heimasíðu fyrir aðra VG. Núna stend ég flokkslaus á krossgötum að íhuga hvar ég leiti skjóls og fylgdist því með utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Ég verð bara að segja það hreint út að ég tel VG hafa tapað fylgi hjá almenningi vegna ofstækis og í sumum tilfellum óafsakanlegs munnsöfnuðar formanns flokksins Steingríms J og Ögmundar Jónassonar og efni þeirra farið ofangarð og neðan fyrir þá háttsemi. Ég mundi hreinlega krefjast þess af mínum forystumönnum að ...
Þór Gunnlaugsson

28. Nóvember 2008

HVERS VEGNA BEITTU BRETAR HRUYĐJUVERKA-LÖGGJÖFINNI?

Ég var að fletta í lagasafni Alþingis um daginn til að athuga hvort bankahneykslið tæki ekki útfyrir allan þjófabálk, og rakst á eftirfarandi grein í almennum hegningalögum nr 19 frá 12 febrúar 1940. 88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ... fangelsi allt að 6 árum Þetta er í kaflanum um landráð... Þannig að ég spyr núna; Hver sagði hvað sem varð til þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöfinni á Íslendinga? Það skal enginn segja mér að það hafi ekki verið "fjandsamlegt tiltæki"
Jón Guðmundsson

28. Nóvember 2008

ŢÖRF Á FLEIRI FLOKKUM?

...Hins vegar er spurning hvort að nýr stjórnmálaflokkur sem sprytti upp úr grasrótinni myndi einungis taka fylgi frá VG og hjálpa þannig Sjálfstæðisflokknum að sitja við völd í framhaldinu. Hefur þú einhverja skoðun á þessu?
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

26. Nóvember 2008

UM SAMFYLKINGU, FRAMSÓKN, SEĐLABANKA OG...

Ætlar Samfylkingin að drepa sig endanlega í bandalaginu við íhaldið Ögmundur? Ég hef nú frekar verið hallur undir að þið VG menn og Samfylkingin tækjuð við völdunum hér í landinu eins og þú veist og helst með Framsókn, en nú er mér að verða nokkuð mikið brugðið með þetta. Samfylkingin situr sem fastast í ríkisstjórninni og fellir það inn á þingi að þjóðin fái að kjósa um ástandið. Ég hef nú orðið af því áhyggjur að hún dugi ekki með ykkur í almennlegan meirihluta ef hún eyðileggur sig á því að halda Sjálfstæðisflokknum uppi og áfram hér við völd í landinu þegar næstum öll þjóðin vill breytingar. Er ekki hægt að koma vitinu fyrir þau þarna í Samfylkingunni svo þessi möguleiki tapist ekki að mynda annars konar ríkisstjórn? Svo er það eitt annað þarna með stóra lánið hjá gjaldeyrissjóðnum. Er það virkilega rétt að ...
Jón frá Læk

25. Nóvember 2008

GERIĐ BETUR GREIN FYRIR STEFNUNNI

Enn vil ég skipta mér af síðunni þinni. Nú hafa einhverjir þingmenn stjórnarinnar sagt að þið stjórnarandstaðan, og þá hefur nú ábyggilega aðallega verið meint þið í Vinstrihreyfingunni, hefðuð engar hugmyndir, engar björgunarhugmyndir ef þið kæmust til valda. Ég veit að það er rangt og mér finnst mikilvægt að þið þingmennirnir okkar komi frá ykkur hvað þið viljið gera til dæmis með allsherjar yfirlýsingu, og að það komi fram hvað þið í VG eruð tilbúin að gera. Ég er sammála ykkur að ef ...
Ágúst Valves Jóhannesson

24. Nóvember 2008

Á AĐ AFNEMA VÍSITÖLUBINDINGU TÍMABUNDIĐ?

Ömurlegt þótt mér að hlusta á þig mæla verðtryggingunni bót. Lagðist marflatur undir yfirklórið í Jóhönnu. Verðtryggingin étur upp allan eignahlut í húsnæði fólks sem verið hefur að kaupa sér húsnæði síðustu tíu árin eða svo og ekki langt í að húsnæði okkar verði yfirveðsett ef fram fer sem horfir. Allt rennur þetta inn í höfuðstólinn Þetta er ekkert annað en eignaupptaka. Hvað með millileik eins og að ...
Tumi Kolbeinsson

23. Nóvember 2008

BURT MEĐ ÓSTJÓRNINA!

Ég les alltaf síðuna þína og mér finnst hún gefa raunsæja mynd af ástandinu á landinu bláa.Ég er steinhissa á því, að ríkisstjórn, sem hefur gert þjóðina gjaldþrota skuli ekki annað hvort segja af sér, sem væri mannsæmandi, eða þá hreinlega verða rekin.Óstjórnin sýnir, að þörf er á fólki, sem kann sitt "fag."
Krafa fjöldans á Austurvelli virðist ekki hafa áhrif á þessa óstjórn. Við, sem höfum smávegis eftirlaunahýru á Íslandi, en búum erlendis verðum líka fyrir þessum ósköpum vegna gífurlegrar gengisfellingar krónunnar. Gefið óstjórninni frí og fáið hæfara fólk til að bjarga því, sem ...
Inga Birna Jónsdóttir

23. Nóvember 2008

ÚTLENDUR HERNAĐAR-SÉRFRĆĐINGUR STÝRIR GEIR!

Tók engin eftir fréttinni 21. þessa mánaðar að forsætisráðherra vor Geir Hilmar hafi erlendan hersérfræðing sér við hlið til að leiðbeina sér um framkomu sína gagnvart íslensku þjóðinni? Að það verði að sína Íslendingum festu, sína öryggi og láta þjóðina ekki komast upp með að "ybba sig"? Sem sé að forsætisráðherrann hafi útlenskan hermálasérfræðing til að segja sér fyrir verkum, hvernig hann eigi að koma fram við íslensku þjóðina. Jafnvel að hann hafi kennt Geir hegðun ...
Úlfur

23. Nóvember 2008

ŢETTA VERĐUR AĐ STÖĐVA!

Samkvæmt fréttum stöðvar 2 nú í kvöld 23.11 voru þær skelfilegu fréttir að fyrrum stjórnarformaður Kbbanka Sigurður Einarsson væri með öfluga fjárfesta að baki sér til kaupa á útibúinu í Luxemburg....Þetta má bara ekki ske og skýlaus krafa almennings að ríkisstjórnin sendi skilanefnd og endurskoðendur strax til Luxemburgar og hefði rannsókn þegar í stað burtséð hvaða skoðun Luxarar hafa á því þar sem almenningur á skýlausa kröfu á því. Treysti VG til að taka málið upp þegar á morgun á Alþingi og fá þar skýr svör forsætisráðherra.
Þór Gunnlaugsson

22. Nóvember 2008

SMÁSÁLIRNAR OG SÉRRÉTTINDIN

Það er alltaf erfitt að reiðast lítilmagnanum. Miklu frekar að maður finni til samúðar í stað reiði þegar tilefni eru til slíks. Að sumu leyti finn ég einmitt til með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki og þeim sem fylla raðir þessara flokka á Alþingi. Svo lítil voru þau í sér, að þau gátu ekki fyrir sitt litla líf hugsað sér að afnema eigin lífeyris-sér-réttindi - heldur hafa þau nú kynnt frumvarp sem felur í sér málamynda niðurstöðu. Vesalings fólkið. Þjóðfélagið komið á ...
Sunna Sara

22. Nóvember 2008

RÁĐAMENN SKAMMIST SÍN

Það á ekkert að breyta eftirlaunalögum þingmanna og ráðherra, það á að afnema þau í eitt skipti fyrir öll, annað er ótrúverðugt og tími til kominn að þetta fólk þekki sinn vitjunartíma og skammist sín...
Edda

21. Nóvember 2008

HVER ER ÉG?

....
Alveg laus við þunga þanka
en þreytulegur yfirleitt,
syfjaður í seðlabanka,
ég sit og geri ekki neitt.

Vinir mínir virðast snjallir
og vilja flestir klekkja á mér.
Ef gleymist ég þá gleðjast allir.
Og gettu núna hver ég er.
....
Kristján Hreinsson

20. Nóvember 2008

TÍMI BREYTINGA ER NÚNA

...frétti af því að VG væru að leggja fram frumvarp sem fælist í 2% vaxtahámarki á verðtryggðum lánum. Ég tel að víðtækari aðgerða sé þörf og hvet þig til að beita þér fyrir aðgerðum í líkingu við þær sem ég hef verið iðinn við að kynna upp á síðkastið og eru svo hljóðandi: Í kjölfar hruns efnahagskerfisins er ljóst að eitt af stóru málunum í dag snýst um húsnæðislán heimilanna. Eins og kunnugt hafa stjórnvöld nú gripið til þeirrar tímabundu ráðstöfunar að bjóða upp á frystingu afborgana erlendra lána til 4-6 mánaða. Beðið hefur verið eftir útspili stjórnvalda í tengslum við verðtryggðu lánin. Þann 14.11.2008 kynnti ríkisstjórnin svo ...
Þórður B. Sigurðsson

19. Nóvember 2008

VIĐ VISSUM EKKERT

Rík ástæða er til að efast um sannsögli þeirra félaga eða hvernig gat háskaleg staða bankanna farið fram hjá þeim? Ef þeir á hinn bóginn ætlast til að nokkur taki mark á þessari yfirlýstu vanþekkingu eiga þeir umsvifalaust að segja af sér vegna vanrækslu í starfi...
Þjóðólfur

18. Nóvember 2008

HARĐSVÍRAĐ LIĐ Í STJÓRNAR-RÁĐINU

Einstakir ráðherrar lögðust í skipulagða auglýsinga- og lygaherferð í útlöndum með útrásarliðinu og prófessorstitluðum leigupennum af hagfræðilegum toga þar sem markvisst var reynt að troða upp á fjölmiðla og ráðamenn í helstu viðskiptalöndum okkar ógeðfelldri glansmynd af íslensku efnahagslífi og gjaldþrota fjármálakerfi sem sagt var standa afar styrkum fótum...
Sigurborg

14. Nóvember 2008

SÝNDARMENNSKA

...Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt "sparnaðartillögur" upp á 20% af útgjöldum ráðuneytisins. Þegar tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að þetta er að stærstum hluta (um 2/3 hlutar) niðurskurður á framlögum til þróunarhjálpar. Sá niðurskurður er til skammar. Raunverulegur sparnaður ...
Jón Torfason

13. Nóvember 2008

SVAR TIL KRISTÍNAR MAGDALENU

Það er alveg laukrétt hjá Kristínu Magdalenu Ágústsdóttur að Bónusverslanirnar eru oftast með besta verðið og því kann það að virðast erfitt að refsa bónusdrengnum óreiðurekstur með því að sniðganga verslun hans. Við höfum hins vegar valdið til að mótmæla. Við getum farið á Völlinn, við getum sniðgengið Kaupþing og hreinsað út sparnaðinn og við getum hætt að versla í Bónus ef við viljum. Fjölskylda mín tók allt sitt út úr Kaupþingi, hún fer á Austurvöll á laugardögum og er hætt að versla í Bónus. Bróðir minn segir mér að ...Þetta er í ætt við aðferð Gandís ekki ósvipað því að refsa stjórnarflokkum í kosningum, eða eiga þá ósk heitasta að...
Ólína

12. Nóvember 2008

HVER TÓK PENINGANA AF REIKNINGUNUM?

...Hvernig er hægt að matreiða svona upphæð í okkur skattborgarana án þess að sannreyna margar yfirlýsingar fyrrum bankastjóra bankanna um að allt féð hafi verið inn á þessum erlendu reikningum og Björgúlfur Thor sagði að hægt hefði verið að setja 5 falda ábyrgð á Icesafe með ríkisbréfum í Bretlandi og Þýskalandi ásamt öðrum löndum. Hver tók þetta fé þá af reikningunum því enginn hefur upplýst þjóðina um það og verði það ekki gert strax af skilanefndum fyrrum einkabankanna þá munum við ...
Þór Gunnlaugsson

11. Nóvember 2008

HVERJIR ERU KOSTIRNIR? HVAR ER VERKALÝĐS-HREYFINGIN?

Sumir hafa verið að nota handbolta og knattspyrnuleik til að lýsa fjárhagsástandinu í dag, en ég næ því engan veginn. Ég vil benda þér og þeim á, sem lesa vefsíðu þína, að það er hvorki grín né leikaraskapur sem hefur átt sér stað og á sér stað enn. Ég vil frekar nota samlíkingu ástandsins við að manneskjukjáni hafi verið narraður út í síki og sé kominn upp í háls í hyldýpis-síkinu, og sé nú að hugsa sig um hvort hann eigi að fara lengra í von um að ná fótfestu og gullsjóðnum hinum megin, eða að...
Úlfur

10. Nóvember 2008

STRÍĐS-YFIRLÝSING!

...Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka!!! Fyrir mér er þetta stríðsyfirlýsing við okkur venjulegu borgarana í þessu landi sem erum flest með lán í þessum bönkum. Ef skuldir og sukk þessara óreiðumanna eru sópaðar útaf borðinu þá vil ég að það sama gangi yfir alla!!!!!! tugþúsundir töpuðu stórum hluta af sparnaði sínum, tugþúsundir venjulegra hluthafa í bönkunum töpuðu öllu sínu.... ég gæti haldið endalaust áfram... ég hef aldrei reiðst eins mikið á ævi minni og þegar ég heyrði þetta. þetta er hámark spilingarinnar og hvet ég ykkur til að hafa samband við sem flesta og beina reiði ykkar að þingmönnum okkar. Þetta endar með...
Jón Örn Kristinsson,
Löggiltur fasteignasali 

9. Nóvember 2008

HVER ER ŢÍN SKOĐUN?

...Ég ætla nú bara að spyrja, hvaða skoðun hefur þú á verkalýðsformanninum Gunnari Páli Pálssyni og því sem hann gerði? Ég hefði viljað sjá þína skoðun hérna á síðunni....
Ágúst

6. Nóvember 2008

ÓLÍNA OG SNIĐGANGA BÓNUS OG BANKA

Ég vil senda spurningu til Ólínu. Hvernig í ósköpunum eigum við almenningur að geta hætt að versla hjá Bónus þegar aðrar verslanir eru með svo hátt matvöruverð að við getum keypt mjólk og brauð og smjör og búið??? Hver ætlar að gera okkur það kleift að hætta að versla við Bónus???? Það er búið að hækka stýrivextina í 18% og við höfum nóg með að borga af yfirdrætti og ekki hægt að eyða peningum heimilanna í bruðl.
Eins vil ég senda fyrirspurn til ...
Kristín Magdalena Ágústsdóttir

6. Nóvember 2008

AFNÁM LÍFEYRIS-SÉRRÉTTINDA

Þessi frétt mun sannarlega gleðja landsmenn. Ekki veitir af: "Þingflokkur Vinstri- grænna hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema sérréttindi æðstu embættismanna sem kveðið er á um í hinum umdeildu eftirlaunalögum. [...] Við núverandi aðstæður í þjóðmálum væri einboðið að Alþingi tæki af skarið og kæmi sérréttindum eftirlaunalaganna út úr heiminum fyrir jól." Það er traustvekjandi að sjá...
Hjörtur Hjaratarson

6. Nóvember 2008

LANDRÁĐASTJÓRN

Nú getið þið ekki bara lýst yfir vantrausti á ríkistjórnina heldur sent Geir Haarde í allt að 16 ara fangelsi ásamt öðrum fjárglæframönnum sjá 91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum. Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem ....
Jóhann Þröstur Pálmason

6. Nóvember 2008

LÁTUM BANKASTJÓRANA SVITNA

...þá held ég að fari um Gvend og meyna. Menn geta svo lagt þar inn aftur ef stjórnvöld bregðast við. Þannig geta menn í verki fellt einn bankann eftir annan ef þeir kjósa svo. Vilji menn hafa sparifé sitt á vöxtum geta menn lagt inn lítilræðið í trausta sparisjóði og gert þá að stórveldum. Annað sem almenningur getur gert. Menn geta til dæmis hætt að kaupa inn í Bónusverslununum í hálfan mánuð eða þrjár vikur og beint viðskiptum sínum annað ef þeir vilja að bónusdrengurinn fái að finna til tevatnsins. Það þarf ekkert að leita sökudólganna því allir vita hverjir þeir eru nema kannski ráðherrarnir og meðreiðarsveinar þeirra. Ég legg sem sé til að við byrjum á einum banka, tökum allar innstæðurnar út og ...
Ólína

5. Nóvember 2008

FITUSNAUĐ FRAMTÍĐ SIGURĐAR KÁRA

..."Gleðin" var einmitt partí sem Sigurður og flokksbræður hans buðu til í gestgjafatíð Davíðs Oddssonar. Það væri því fróðlegt að fá nánari skýringar á því hverjir þessir "ýmsir" eru að mati Sigurðar. Er hann hér að vísa til óráðsíu "almennings" sem lét það eftir sér að fá sér flatskjá - og er að mati Björns Inga Hrafnssonar ein helsta ástæða þessa hvernig komið er? Er hann að vísa til utanlandsferða og dekurtúra ráðamanna, t.d. Þorgerðar Katrínar? Er hann að vísa til ofurlauna Seðlabankastjóra,  eftirlaunakjara þingmanna?
Hver  voru ...
Kristófer

5. Nóvember 2008

LAUNAFÓLKI HÓTAĐ OG SVIPT RÉTTINDUM

...Ég er ekki reið heldur hrygg að ríkisstjórnin skuli vera svo máttlaus að úrræðin berist svo seint þannig að fólkið sem tók ekki þátt í velsældinni verði nú öreigar. Eigendur fyrirtækja ganga nú um og reka fólk og gera samninga sem taka öll réttindi af fólki og uppsagnarfrestir eru ekki virtir, síðasta dæmið er stór keðja matvöruverslana þar er hræddu fólki stillt upp við vegg því sagt að verið sé að lækka starfshlutfall og að öðru leyti séu sömu kjör. Skrifaðu undir eða að þú ert rekinn, og í smáa letrinu kemur fram að það er verið að...
Íslendingur sem tók ekki þátt í þessu feigðarspili

3. Nóvember 2008

HVAĐ ER ÁRÁS Á FULLVELDIĐ?

...Hann spurði mig einsog í framhjáhlaupi hvort rétt væri að þeir sem stjórna ættu rannsókn á hruni bankakerfisins ættu börn sem væru nátengd Kaupþingi og Glitni og hvort dómsmálaráðherra landsins ætti tengdason sem væri í innsta hring annars aðaleiganda Landsbankans.... Ég gladdist yfir því að Pétur Blöndal, alþingismaður, skyldi líkja framferði bankanna við árás á fullveldi Íslands. ...Slík ákvæði eru segir mér lögmaður að finna í lögunum númer 19 frá 1940. Ekki er ég lögfræðingur en hef bærilegan málskilning. Ég fæ ekki betur séð en að í 10. kafla laga þessara séu ákvæði, sem hugsanlega gætu náð yfir framferði einhverra bankamanna, og er ég þá að miða við að aðgerir þeirra virðast hafa sett íslenska samfélagið á hausinn... Um það fjallar tíundi kafli almennra hegningarlaga og viðurlögin eru ströng.
Ólína

2. Nóvember 2008

UM SÖGUVITUND Á ASÍ KONTÓR

...Það er leitt að nýkjörinn forseti ASÍ skuli ekki vera betur að sér í sögu landsins en það að jafna ástandinu nú við móðuharðindin, þegar nokkur þúsund manna dóu úr hungri og hungursóttum. Það er eins og hann þekki ekki til harðindáranna í upphafi 19. aldar, óáranar milli 1850 og 1860, harðindakaflans sem hófst 1882 og ýtti mjög undir vesturfarirnar. Hann virðist ekki hafa heyrt um frostaveturinn 1918 og þrengingarnar á heimsstyrkjaldarárunum fyrri, hvað þá að hann viti um kreppuárin upp úr 1930 þegar verð á afurðum féll um helming eða erfiðleikunum eftir seinna stríðið og í lok sjöunda áratugarins. Hafa menn enga söguvitund á ASÍ-kontórnum? Sem betur fer er ...
Jón Torfason

2. Nóvember 2008

EF VG FER MEĐ SJÁLFSTĆĐIS-FLOKKI ER ÉG HĆTTUR!

...Myndir þú og þínir þingflokksfélagar vilja mynda alvöru vinstri stjórn með Samfylkingu eða yrði ESB í fyrirstöðu og jafnvel þið og Sjálfstæðisflokkur mynda bandalag þar sem þið eruð sammála um það að evran eigi ekki að koma nálægt landinu? Ég segi það sem vinstri maður, sósíalisti og félagshyggjumaður að ég myndi gefast endanlega upp á íslenskum stjórnmálum ef VG og Sjálfstæðisflokkur myndu fara í stjórn saman.
Ágúst Valves Jóhannesson

2. Nóvember 2008

ŢARF AĐ STINGA ALLRI ŢJÓĐINNI INN?

Helsta ástæða þess að Sovétríkin hrundu var sú að stjórnvöldum tókst illa að ná í alla þá geðveiku borgara sem gagnrýndu þau. Þau hefðu átt að ganga fram af miklu meiri hörku, jafnvel þó það hefði þýtt það að stinga inn allri þjóðinni. Nú er til skítalýður sem veður uppi á Íslandi og gagnrýnir réttsýnan leiðtoga vorn á vikulegum fundum. Er ekki kominn tími til að Flokkurinn stofni lögreglulið til að hafa hemil á þessarri óværu og koma henni fyrir þar sem hún á heima. Þessi aðsúgur verður nú til þess að leiðtogi ...
Sigmundur Guðmundsson,
stærðfræðingur

2. Nóvember 2008

RÍKISSTJÓRN OG FME HAFA GENGIĐ Á BAK ORĐA SINNA

Eitthvað rámar mig í að bæði Geir forsætisráðherra ásamt Björgvini viðskiptaráðherra hafi í sjónvarpsmiðlum lofað því að inneign landsmanna í séreignarsjóðum hyrfu ekki fyrir augum okkar. Það passar ekki alveg við að Almenni lífeyrissjóðurinn var að tilkynna mér lækkun á minni eign væri 25% sem er 2ja til 3ja ára laun hjá mér skv. minni áætlun um notkun séreignar á eftirlaunum. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur markvist unnið gegn hagsmunum lífeyrissjóða með því að  ...
Kveðja.
Sturla

1. Nóvember 2008

RÍKISSTJÓRNIN ER KLOFIN, SJÁLFSTĆĐIS-FLOKKURUNN ER KLOFINN

...Og þó tekur steininn úr þegar bankastjóri Seðlabankans rís upp til varnar og birtir opinberlega leyniplagg Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem kemur það sem allir vita að ÖLL forysta Sjálfstæðisflokksins ber auðvitað - eins og Samfylkingin - ábyrgð á samskiptunum við IMF. Greinilegt er að varaformaður Sjálfstæðisflokksins er að berjast til valda gegn formanninum og sérstaklega er henni greinilega uppsigað við Árna Mathiesen fjármálaráðherra. ...Og hér áðan var spurt: hvernig lítur það út erlendis þegar helmingur ríkisstjórnarinnar talar gegn ríkisstjórninni í Evrópumálunum? En hvernig lítur það út gagnvart umheiminum meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þegar leiðtogar stjórnarflokksins ragmana fram upplýsingar úr leyniplöggum? Er svoleiðis ríkisstjórn treystandi...
Sigurður Bjarnason

1. Nóvember 2008

DĆMALAUS HANNES H. GISSURARSON Í KASTLJÓSI!

...Að vísu var frekjan og yfirgangur Hannesar slíkur að Karl og spyrjandi þáttarins komust varla að. Hrokinn var yfirgnæfandi. Hannes var og hefur verið einn aðal fjárhagspostuli Sjálfstæðisflokksins alla valdatíð Davíðs, og fram á þennan dag...Hin hliðin sem er öllu alvarlegri, er heimatilbúin. Hana má rekja beinlínis til inngöngunnar í EES og síðan einkavæðingarinnar ásamt stjórnlausri markaðshyggjunni sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson með aðstoðarmönnum sínum og "spekingum" eins og ...
Úlfur

1. Nóvember 2008

HVAĐ VARĐ UM PENINGANA Á INNLÁNS-REIKNINGUM ICESAVE?

Staða VG í dag er eins og ég var búinn að spá en fylgið mun eiga eftir að aukast. Ég hef fylgst með umræðum á þingi og þá slæmu stöðu sem ríkisstjórnin er kominn í varðandi kjör Alþjóðabankans og þagnargildi uns stjórn bankans hafi rætt málin. Vilji Norðmanna um að taka upp þeirra gjaldmiðil með stuðningi stórþings þeirra er afar athyglivert eins og staðan er í dag. Þó eru öllu verra stóryrtar fréttir um að okkar hlutur í Icesave verði 440 milljarðar en heildartala nálagt 900 milljörðum til innlánsþega þessara reikninga. Halldór bankastjóri Landsbankans....
Þór Gunnlaugsson

30. Október 2008

ÁGĆTU FĆREYSKU FRĆNDUR

Ágætu færeysku frændur,
nú finn ég að sálin mín hlær.
Fyrst var ég reisninni rændur
svo rættist einn draumur í gær,
ég frétti af láni frá frændunum bestu
sem færa nú þjóð minni hlýjuna mestu,
þá ást sem er okkur svo kær.
.......

Kristján Hreinsson, skáld

29. Október 2008

BJÖRGÚLFUR THOR LOFAĐI BRETUM 200 MILLJÖRĐUM ÍSLENSKUM

Ég horfði á viðtal við Björgúld Thor Björgúlfsson í Kompási. Hef aldrei séð annan eins hrylling. Botnlaus ósvífni frá upphafi til enda. Get ég komið með peninga? Nei,  svaraði hann sjálfum sér. Er sagður einn af ríkustu mönnum heims. Sölsaði undir sig eignir í miðborg Reykjavíkur í blóra við almenning og hefur hreykt sér um allan heim á kostnað Íslendinga og þykist nú þess umkominn að...hann ætlaðist til þess að Seðlabankinn og ríkisstjórn Íslands hlýddu honum. Ég hef ekki séð bent á þetta fyrr: Að hann lofaði Bretum  500 milljónum evra  frá Íslendingum. Hann semsé lofaði þessu án umboðs frá nokkrum manni. Það var loforð Björgúlfs Thors sem gerði Brown brjálaðan þannig að hann beitti hryðuverkalögum á Íslendinga. Og hann segir: Það höfðu verið byggðar upp væntingar hjá Bretum og ég skil vel að þeir yrðu æfir...
Sigurður Bjarnason

29. Október 2008

HAFA ŢARF SNÖR HANDTÖK

Afar merkilegt viðtal við þig og Pétur Blöndal í Mannamáli á Stöð 2 um síðustu helgi og var ekki að heyra annað en að Pétur ætli ekki sem formaður aðalnefndar Alþingis að skrifa upp á ánauð á þjóðina vegna erlendra reikninga og verður því þungur róður að ná þessu í gegn en samkvæmt lögum má aðeins greiða úr þessum tryggingasjóði með 19 milljarða höfuðstól og ekkert annað. Það er því með öllu óvíst hvort að aðrir greiðasamningar til að halda andlitinu út á við haldi vatni en Ríkið hefur hingað til ekki greitt neinar skaðabætur hvorki vegna ábyrgða né slysa nema með dómum Hæstaréttar. Fjármálaráðherra þarf að mínu mati að hafa snör handtök í sínu ráðuneyti til ...
Þór Gunnlaugsson

28. Október 2008

ALLT UPP Á BORĐIĐ

...Góð og nauðsynleg heimasíða. Það er erfitt að tjá sig um öldurótið, sem núna gengur yfir en get bara sagt það að allir eiga að koma með hugmyndir og það á ekkert að liggja í kyrrþey. Öll mál, þægileg og óþægileg eiga að koma upp á borðið....
Kveðja,
Friðrik

28. Október 2008

FORSĆTIS-RÁĐHERRA OG FJÁRMÁLA-RÁĐHERRA BERA ÁBYRGĐ

...Samkvæmt greiningu Financical Times og öðrum haldbærum upplýsingum má benda fingri á sökudólgana, þá sem hafa komið þjóðarskútunni í strand. Við nánari skoðun er ekki hægt að kenna bönkunum um. Ekki heldur eftirlitsaðilum því öll viðspyrna þeirra var stöðvuð í fæðingu svo skútan ruggaði ekki um of. Ábyrgðin liggur ekki heldur hjá kónginum í Seðlabanka, ekki beint. Að vísu hefur sá aulabárður kostað Íslendinga æruna og kannski hundruði milljarða með röngum ákvörðunum og heimskulegu blaðri. Kóngurinn ber ekki raunverulega ábyrgð heldur þeir sem ...
Einar

26. Október 2008

ALŢINGIS-KOSNINGAR SEM FYRST

Hvernig er hægt að láta það gerast að það verði boðaðar þingkosnigar sem fyrst? Finnst þér VG tilbúið í þann slag að það verði boðaðar þingkosnigar fljótlega? ...
Ásdís

26. Október 2008

ORĐIĐ DIMMT

Nú er orðið nokkuð dimmt
nú er snjór að falla.
Guð ég vona að getum skrimt
og gildi fyrir alla.
....
Steingrímur

26. Október 2008

JAFNRÉTTISLÖG BROTIN Á DEGI HVERJUM

Hún Harpa ritaði á heimasíðuna þína um karla og konur í valdastöðum og ég er að vissu marki sammála henni. Mér finnst það fullkomlega óintressant hvort einhver er með 1700 þúsund á mánuði eða 1900 þúsund, og í raun móðgun við fólk að jafnréttisbaráttan snúist um hvort karl eða kona fái meiri ofurlaun. Hins vegar held ég að það sé aldrei mikilvægara en núna að láta jafnréttiskröfuna hljóma. Við sjáum það alls staðar í samfélaginu að konum er sópað til hliðar í umræðunni - nú er komið að alvöru málsins og konur eiga ekkert erindi við háborðið. Rödd kvenna heyrait varla í umræðuþáttum lengur og ríkisstjórnin brýtur jafnréttislög samviskusamlega á hverjum einasta degi við ...
Drífa

25. Október 2008

AF HVORU KYNI?

...Er það styrkur fyrir jafnréttisbaráttuna að Valgerður Sverrisdóttir eða Margrét Thatcher hafi gegnt valdastöðum?Hverju breytir það að Ingibjörg Sólrún er kona? Ég er jafn ósátt við skoðanir hennar og væri hún karl. Í pólitísku tilliti á ég ekkert sameiginlegt með Ástu Möller, Ingibjörgu Sólrúnu, eða Valgerði Sverrisdóttur frekar en þú með Geir Haarde, Davíð Oddsyni eða Bjarna Benediktssyni. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þótt við konurnar höfum ekki haft sömu tækifæri og þið karlarnir til þess að setja mark okkar á valdakerfi og viðskiptalíf landsins á undanförnum árum séum við þar með ...
Harpa

25. Október 2008

ALAN GREENSPAN - MILTON FRIEDMAN -GEORG SOROS

...Í staðinn fyrir að láta staðar numið, læra af reynslunni og sjá að sér, og fara ekki lengra út í síki einkavæðingarinnar og græðginnar, þá skal halda áfram upp fyrir haus út í forina. Það er ekki nóg að gera islensku þjóðina gjaldþrota og gera okkur og niðja þræla erlendra ríkja, það skal halda áfram í óþjóðlegri glæpamennskunni. Í staðin fyrir að frysta eignir meintra fjárglæframannanna og banna þeim burtfararleyfi, ef ekki að setja þá í stofufangelsi; að heimta sem frumskilyrði að allar eignir og sjóðir þeirra hérlendis og erlendis verði teknir til að greiða uppí hræðilegar skuldir vegna þeirra athæfa bæði innanlands og erlendis, þá eru menn að ræða hvernig við getum fengið stórlán til að greiða það sem við sem þjóð skuldum ekki, og að ...
Úlfur  

24. Október 2008

INNLEND ATVINNUSKÖPUN - LOFTRÝMISGĆSLA

...Í tilefni af pistli þínum um öryggisráðið, Össur og drápstólin....Varðandi loftrýmisgæsluna (er þetta ekki nýyrði?) þá vil ég leggja til að við spörum gjaldeyri með því að fela Veðurstofu Íslands að sjá um loftrýmisgæsluna. Þar á bæ þurfa menn hvort eð er að líta til himins og skrá skýjafar daglega - og hafa net ábyggilegra umboðsmanna til þess um allt land. Ólíkt núverandi fyrirkomulagi yrði hér um stöðuga gæslu að ræða, a.m.k tvisvar á dag, árið um kring.  Sjálfsagt væri að greiða fyrir þessa þjónustu ....Ingibjörg Sólrún, þú myndir kannski upplýsa okkur ...
Jón Þórisson

23. Október 2008

BLÁMANN

Eitt sinn var hér frábær fýr,
svo fagurblár var hann,
hann sagði okkur ævintýr
um annan bláan mann.

Og Blámann hét sá blái sveinn
því blár var litur hans,
hann vildi hafa völdin einn
í veröld Skaparans.

Hann átti fagurbláan bíl
og blátt var húsið hátt,
á, þar var allt í einum stíl,
einfaldlega - blátt.
....
Kristján Hreinsson, skáld

23. Október 2008

SKULDAKLAFI OG STÓRRIDDARA-KROSSAR

Um hvað eru íslensk stórnvöld, Geir fyrrum fjármálaráðherra og Ingibjörg Sólrún að semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn? Jú skyldi þó aldrei vera um það hvernig við getum best gengið að kröfum aðildarríkja sjóðsins eins og Breta og Hollendinga um að greiða þeim skaðabætur, sem nema tólffaldri þjóðarframleiðslu. Það tekur ca. 100 ár að greiða þá skuld, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn stofnuðu til, dyggilega studdir af Samfylkingunni. Íslenska þjóðin á að greiða...
Sigurbergur Árnason

22. Október 2008

VERKALÝĐS-FORYSTAN OG VERĐTRYGGINGIN

...Þar sem þú átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá langar mig til að forvitnast um afstöðu þína til verðtryggðra lána nú þegar mikil hætta er á mikilli verðbólgu næstu misserin. Þú þekkir nú þessi mál og afstöðu ungs fólks til þeirra síðan þú varst í forystu Sigtúnshópsins. Það er að mínu mati alveg óviðunandi að verkalýðsforystan sýni því engan skilning hversu illa verðtryggingin hefur og mun leika ungt og skuldum vafið fólk... 
Guðmundur Hörður Guðmundsson

21. Október 2008

OKKAR BESTU MENN ERU Á VAKTINNI

...Á heimasíðu þingsins má til dæmis sjá að hinir mikilhæfu og framsýnu þingmenn Sigurður Kári Kristjánsson, Ágúst Ólafur Ágústsson og  Birgir Ármannsson eru flutningsmenn frumvarps um afnám einkaleyfis ríkisins á sölu áfengis. Það er greinilegt að menn eru algjörlega með stöðuna á hreinu - og gera ráð fyrir að frumvarpið, sem lagt var fram á Alþingi á fimmtudaginn í síðustu viku, taki gildi 1.júlí 2008!! - og ekki seinna vænna ef einkaframtakið á að ná að sýna snilld sína á þessum óplægða akri en í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. ...Það er traustvekjandi að  hinir ungu snillingar, aðalflutningsmenn frumvarpsins, njóta stuðnings úrvalsliðs þingmanna og þingkvenna. Þessir þingmenn eru flutningsmenn ...
Jón Þórisson

21. Október 2008

VG OG SAMFYLKING SAMEINI KRAFTANA

...Ég er sammála þér í mörgu sem þú skrifar og hef tekið eftir því að margt sem þú hefur bent á í gegnum tíðina hefur staðist. Maður trúði aldrei að þetta svínarí myndi ganga til lengdar. Þrátt fyrir að þessir fjárglæframenn séu kannski stærstu syndaselirnir þá eiga stjórnvöld og stjórnmálamenn ekki minna sök á því hvernig komið er. Þar bera Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn langmesta sök og fyrir það eiga þeir að gjalda. Ég skora á ykkur forustumenn í VG að hefja strax sameiningarviðræður við Samfylkinguna og sameina þessa flokka í einn stórann og öflugan vinstri miðjuflokk. Nú er lag og það er akkúrat það sem þjóðina vantar svo hér geti risið ....
Páll Valur Björnsson

20. Október 2008

ŢARF AĐ SKIPTA UM STJÓRNVÖLD

Við fórum hjónin á útifundinn til að mótmæla ástandinu og því hvernig ráðamenn landsins eru búnir að klúðra fyrir okkur hlutunum. Það sem var hins vegar undarlegt við þessi mótmæli var að þau reyndust bara snúast um einn mann, hann Davíð Oddsson og að allt byggði á því að koma honum út úr Seðlabankanum. Við ætluðum að fara og mótmæla ríkisstjórninni og þeim sem við héldum að bæru nú ábyrðina á þessu, en þá var ekkert minnst á það. Það er náttúrulega alveg ljóst að Davíð og þeir í Seðlabankanum er með í þessu veseni og auðvitað var Davíð lengi forsætisráðherra og var að einkavæða...
Jens og Guðrún

18. Október 2008

NÚ ER KOMIĐ AĐ ŢÉR ÓLAFUR RAGNAR

....Kjarnafjölskyldan okkar, ég og eiginmaður minn, börnin okkar þrjú og sjö barnabörn, höfum ekki tekið þátt í þeim dansi sem nú hefur breyst í hrunadans. Við stækkuðum ekki við okkur húsnæði, við tókum ekki lán til neyslu og við reyndum að leggja áherslu á önnur gildi en þau sem tilvitnanirnar hér að ofan hvíla á. Nú stefnir hins vegar í að við, þessi litla kjarnafjölskylda, verðum skuldsett til langrar framtíðar. Við þurfum samanlagt að greiða á bilinu 40 til 80 milljónir króna ...Vegna óreiðumannanna "íslensku athafnamannanna" ef hlaupatíkur þeirra stjórnmálamennirnir sem nú eru við völd fá vilja sínum framgengt ...Nú er komið að Ólafi Ragnari Grímssyni að nota vald sitt í þágu almennings. Hann dró ekki af sér þegar hann gekk erinda athafnamannanna. Nú á hann þess kost að rétta af lýðræðishallann og standa með þjóðinni með því að beita valdi sínu og neita að samþykkja lögin sem eru í farvatninu og leyfa þjóðinni að segja...
Ólína

18. Október 2008

ALŢJÓĐA-GJALDEYRISSJÓĐUR TIL ILLS!

...Raunverulega væri Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aðeins endalok þess sem komið er.  Þetta byrjaði allt með hersetu Breta og síðan Bandaríkjanna á Íslandi, svik við stjórnarskrá lýðveldisins, með inngöngu okkar í NATO án þess að þjóðin væri spurð. Inngangan í EES og síðan Schengen er næst, þá kom afdrifaríkt spor sem núverandi þjáningar þjóðarinnar byggjast beinlínis á, það er hin óviturlega EINKAVÆÐING sem sumir kalla einkavinavæðingu, enn án þess að þjóðin væri spurð. Þessi stjórnlausa og eftirlitslausa einkavæðing varð sá athafnajarðvegur og frumskógarlögmál, sem skapaði, hvatti og nærði þá brjálæðislegu græðgi, þjófnað, ósvífni og aðrar ...
Úlfur   

18. Október 2008

ÁFALLAHJÁLP Á STÖĐ 2

...Auðvitað! Þá er ábyrgðin á íslenskum skattgreiðendum en ekki breskum!!! Út í þetta spurði þáttastjórnandi ekkert frekar. Ekki heldur út í fullyrðingar Halldórs um að ekkert hefði verið athugavert við íslenska fjárglæfraspilið. Og ofurlaunin í heiminum voru vegna góðæris og því skiljanleg! Á daginn hefur komið að fjármálamenn voru að stela peningum frá alþýðunni. Ekki múkk frá þáttastjórnanda. Halldór dóseraði lengi vel og sagðist fagna umræðu og rannsókn. Af framgöngu þáttastjórnanda að dæma má ljóst vera að slíkrar rannsóknar er ekki að vænta í þessum sjónvarpsþætti. Þátturinn virkaði á mig einsog blanda af áfallahjálp við fjármálasukkara og daðri við tiltekin pólitísk áhugamál. Getur Stöð 2 ekki boðið upp á betra en „party political broadcast"?   
Jóel A.

18. Október 2008

100% RÉTT HJÁ VG

Já það heyrist hátt í Huginn Frey Þorsteinssyni og Sigurði Karli Kristjánssyni út af orðunum "Bankana úr landi". Hvergi hef ég séð í þingræðum Ögmundar né hjá öðrum VG um að engir bankar skuli starfa á Íslandi enda fáranlegt en hinsvegnar hafa þeir frá árinu 2005 varað við í ræðu og riti um útþenslu bankakerfisins og að rétt væri að skipta upp innlendri og erlendri bankastarfsemi. Ég held að menn hljóti að hafa misskilið þetta eitthvað en aðalatriðin sem VG vöruðu við hafa því miður komið fram 100% sem er óvanalegt hjá stjórnmálaflokki og ekki vinsælt hjá Sjálfstæðismönnum né Samfylkingunni nú í þessum ólgusjó. Mér var alltaf hugleikið af hverju Sjálfstæðismenn settu menntaðan dýralækni í embætti Fjármálaráðherra á meðan best menntaði maðurinn í peningastærðfræði Pétur Blöndal var ... 
Þór Gunnlaugsson 

18. Október 2008

HÁVAMÁL OG MEINTIR VINIR

Mér datt í hug, þegar komu tölur um atkvæðagreiðsluna um aðild að Öryggisráðinu, og Ísland var rassskellt, vísa úr Hávamálum. Held hún eigi ekki illa við nú. Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa.
Jón Torfason 

17. Október 2008

KALLAĐ EFTIR STJÓRNLAGAŢINGI

Auðvaldið nýtir sér hvert tækifæri til að kýla sínar breytingar í gegn, af eins mikilli hörku og þeim virðist óhætt í hvert sinn. IMF hefur undanfarna áratugi verið mikilvirkt tól í þeirri baráttu. En þetta vita allir sem vilja sjá! Af hverju hanga andstæðingar þessara afla í stöðugri vörn? Ég held að það sé tími til að sækja að. Mér þætti forvitnilegt að vita, hvort ekki væri hljómgrunnur fyrir því að kalla eftir stjórnlagaþingi á Íslandi. Ábyrgð stjórnvalda á þessum ósköpum er talsverð, og það væri, með fullri virðingu fyrir bæði stjórn og stjórnarandstöðu...
Herbert Snorrason

17. Október 2008

LÍFSLEIĐI OG AFLEIĐINGAR HANS

...Haustið 2008 og fram á haust 2011 verður mörgum heimilum gífurlega erfitt og kvíði ég fyrir því að hjörtu munu bresta undan álaginu þegar enga björg er að fá því er afar áríðandi að fylgjast vel með sínum nánustu og nágrönnum því öll erum við á sama bátnum í sama brimrótinu. Við skulum öll senda góðar hugsanir til ættingja þeirra sem misst hafa sína nánustu á vofeigilegan hátt og senda þeim birtu og yl í kalin hjörtu...
Þór Gunnlaugsson

15. Október 2008

ÉG BORGA, ÉG BORGA, ÉG BORGA BARA FYRIR MIG

...Ég treysti því Ögmundur að þú takir þetta mál upp á Alþingi strax á morgun. Ráðherrann verður að svara gildum rökum tveggja lögmanna sem báðir eru sérfræðingar á sviðinu sem rætt er um. Það er ekki þolandi að setja fjöregg kynslóðanna í hendur þeirra sem halda að þeir geti staðið frammi fyrir alþjóð og sagt eitt í dag og annað á morgun. A good plan today is better than a perfect plan tomorrow, sögðu þeir í Wag The Dog, en það var bíómynd. Ég bið þig að athuga það sérstaklega Ögmundur að lögfræðileg greining Stefáns Más og félaga er í fullu samræmi við það sem fram kom í viðtalinu við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra, sem samfylkingarþinmenn vilja ómaklega kenna um fall bankanna. Kannski er það til að breiða yfir ...
Ólína

14. Október 2008

HALDIĐ RÓ MEĐAN RÁNIĐ STENDUR YFIR

...Okkur er sagt að fara heim og vera góð við hvort annað , endilega ekki hugsa um orsakir yfirstandandi kreppu eða beina reiðinni gegn ráðamönnum. Þeir eru jú önnum kafnir við að sýsla um rústirnar og endurraða á jöturnar. Það er unnið af alefli í því að takmarka skaðann fyrir auðmennina - og við eigum að borga. 
Áfallahjálp er góðra gjalda verð fyrir þá sem eiga um sárt að binda og geta ekki brugðist við - og vissulega eru þeir margir núna. En við megum ekki gleyma þeirri hjálp sem felst í samtakamættinum og afli samstöðunnar. 
Núna er ekki tíminn til þess að sitja hnípinn heima, núna er tíminn til þess að...
Kristófer

13. Október 2008

RÚV OHF OG FLOKKSHESTARNIR Í VALHÖLL

...Við samþjöppunina sem á sér stað í blaðaheiminum þessa dagana vex ábyrgð ritjórna blaðanna. Á þeirra valdi er  frá hverju er sagt og hvernig, við hverja er rætt og hverja ekki....Þetta kom óneitanlega upp í hugann þegar ég fylgdist með fréttastofu Sjónvarps segja frá Valhallarfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Þar las Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins upp skeyti til konu sinnar frá aðdáanda. Ég sá ekki betur en hann kæmist við. Í skeytinu var forsætisráðherrafrúnni þakkað að lána þjóðinni afnot af sögumanni, forsætisráðherranum, honum Geir H. Haarde. Eftir að Geir hafði lesið lofgjörðina brutust út mikil fagnaðarlæti flokkshestanna. Fréttin dó svo út og rann saman við ánægjubros fréttaþula. Er ekki rétt að vinda ofan af hlutafélagavæðingunni hið bráðasta?...
Haffi

12. Október 2008

DÝRASTI STJÓRNMÁLAMAĐUR ÍSLANDSSÖGUNNAR!

...Halldór Ásgrímsson er einhver dýrasti og óþarfasti stjórnmálamaður sem við höfum átt og ætti að sjá sóma sinn í að þegja nú þegar afleiðingar hans eigin stefnu og hans flokks eru við það að setja hér allt á hausinn.
Var ekki Halldór aðalupphafsmaður að kvótakerfinu sem gerði örfáum stórgrósserum kleift að sölsa undir sig fiskimiðin? Var það ekki Halldór sem tróð upp á okkur Kárahnjúkavirkjun sem setti þensluna af stað?
Var það ekki Halldór sem einkavæddi bankana og afhenti sjálfum sér og flokksmönnum sínum annan þeirra á gjafverði og á ekki ...
Jóhann G.  

12. Október 2008

GEORG SOROS SEGIR SATT!

...Georg Soros sagði ennfremur að á tímum Regans forseta Bandaríkjanna og Margrétar Thatcher forsætisráðherra Bretlands, hafi fólk tekið alvarlega trúarjátninguna eða hugdettuna um að í frjálsu markaðskerfi, mundi markaðurinn leiðrétta sig sjálfur, sjálfkrafa, sem er bölvuð della og ein ástæðan fyrir núverandi fjárhagsvandamálum!
Hann sagði ennfremur að hann teldi að vald ...
Úlfur

12. Október 2008

ER ALŢINGI BÚIĐ AĐ GEFA ÚT HEIMILDIR?

...FME þarf með öðrum orðum að nota innviði bankakerfisins til þess að fiska uppi alla falda bankareikninga eigenda bankanna 3 á Ceyman eyjum og öðrum fríríkjum upp í skuldirnar. Skattrannsóknarstjóri hefur þegar farið með sinn bát á þau mið til fiskjar og aflabrögð eru óljós á þessari stundu en eflaust eru einhverjir með örari hjartslátt. Ummæli fjármálaráðherra að búið sé að semja við Hollendinga um ábyrgðir og verið sé að semja við Breta um ábyrgðir en hvaðan á að taka það fé? Hvar kemur Alþingi inn í þessar aðgerðir? Gaf það út opna heimild til slíks? Er þegar búið að múlbinda allt og þá þurfi að ..
Þór Gunnlaugsson

12. Október 2008

KOMUM Í VEG FYRIR HRUN Í SJÁVARÚTVEGI

...Margir skulda marga tugi milljóna vegna kvótans og ef kvótinn yrði bara hrifsaður burtu og eigendur skildir eftir með skuldirnar... þá gætu þið eflaust séð sjávarútveginn hrynja líkt og fjármálakerfi landsins. Eru ekki nógu margir að verða atvinnulausir núna? Ég vinn í fiski og er stolt af því annað en flestir Íslendingar sem finnst það skíta vinna (enda bara útlendingar sem sækja um vinnu í fiski í dag) er ég samt ekki búin að ná þrítugsaldri..
STB

12. Október 2008

ER HĆGT AĐ TREYSTA FJÁRMÁLA-EFTIRLITINU?

...Um er að ræða niðurstöðu um að allir þrír stærstu bankar íslensku þjóðarinnar standist álagspróf Fjðármálaefirlitisins. Ekki líða nema nokkrar vikur að þeir eru rjúkandi rústir. Var byggt á röngum upplýsingum og hvers vegna? Er unnt að treysta Fjármálaeftirlitinu að stýra efnahagsmálum þjóðarinnar þegar það kemst að þessari kolröngu niðurstöðu? Meðfylgjandi er fréttatilkynningin: 14.08.2008 Íslensku bankarnir standast álagspróf FME ..
Guðjón Jensson

11. Október 2008

FRAMTÍĐ ÍSLENSKRA BARNA

...Hvernig getur Samfylkingin notað allan tíma sinni í að reyna að koma Davíð Oddsyni frá? Af hverju setur þessi fylking bankamálaráðherrans ekki fram hugmyndir um það hvernig ná má fé af furstum einkavæðingarinnar? Hvernig stendur á því að Samfylkingin vildi helst kasta sér í fang Alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Á hún enga forystumenn sem sjá lengra en nef þeirra nær? Ætlar Samfylkingin að bera ábyrð á því að óreiðumenn sem svo eru nefndir geti flúið land og skilið eftir skattakröfu á hvert einasta mannsbarn sem nemur um fimm milljónum króna? Ó, þjóð mín þjóð, vaknaðu. Sjáðu hvaða byrðar er verið að leggja á þig til framtíðar....Við heyrum stundum um útlendinga sem staðnir hafa verið að því að stela flatskjáum, myndbandstækjum og hjólum. Þeir eru oftar en ekki settir í farbann. Hvað um þá sem bera ábyrgð á því að hvert sinn sem nýr Íslendingur lítur dagsins ljós í framtíðinni þá muna ...
Ólína

10. Október 2008

PENINGAR OG PERSÓNUR OG SIĐFERĐI

Hjörtur skrifar furðulegt bréf um siðferði og peninga. Að seðlabankastjóri hafi sagt að þjóðin muni ekki standa við skuldbindingar sínar. Það sagði hann aldrei. Hann sagði hins vegar að það væri vert að leitast við að taka saman á skuldbindingum innanlands, hugsanlega umfram það sem lög skylda ríkið til. Bretar hafa nú ekki lagt í vana sinn að greiða skuldir fyrir aðra. Skrýtið að þeir skuli ætlast til þess af öðrum. Skuld seðlabankastjóra við heimsbyggðina er því minni, en óvildarmenn hans innan Samfylkingarinnar vilja vera láta. Bretar létu flytja alla íbúa Diego Garcia, um 30.000 manns brott fyrir nokkrum áratugum síðan, til að þeir gætu ...
Hreinn K

10. Október 2008

ALŢÝĐA ŢJÓĐAR GETUR EKKI BORIĐ ÁBYRGĐ Á GJÖRĐUM BROTAMANNA ÚR EIGIN RANNI

Ég er sammála þér gagnvart Pétri Péturssyni þul,. Ég kannaðist við hann og faðir minn þekkti hann vel. Eins var með Jón Múla og Árna bróður hans sem fjölskyldan þekkti einnig, allt ágætis fyrirmyndar menn!
Ég er einnig sammála ummælum þínum um Gordon Brown, sem er hefðbundinn auðvalds pólitíkus.
Ég mótmæli því hins vegar að íslensku þjóðinni,, íslenskri alþýðu, beri að greiða skaða sem íslenskir glæframenn valda, hvort sem það eru...
Úlfur

10. Október 2008

Á VILLIGÖTUM?

Nú ert þú á villigötum. Bresk stjórnvöld hafa nýlega lagt bankakerfinu þar í landi til 400 milljónir punda. Á sama tíma tapa bresk sveitarfélög einum milljarði punda á viðskiptum við íslenska útrásarvíkinga. Í kjölfar þess berast þær fréttir frá íslenskum yfirvöldum - meðal annars trausti rúnum seðlabankastjóra - að þau hyggist hlaupast undan öllum lögbundnum og siðferðilegum skuldbindingum sínum í málinu. Sparijáreigendur í Bretlandi geti átt sig. Sveitarfélögin sem voru svo ...
Hjörtur Hjartarson

10. Október 2008

Á FRÍMIĐA TIL BRETLANDS, AĐRA LEIĐINA

...Ég krefst þess að þeir sem bera ábyrgð á Landsbankanum samkvæmt almennum ákvæðum hlutafélagalaga og samkvæmt lögunum um fjármálafyrirtæki axli ábyrgðina sjálfir og af þeim vil ég ekkert vita. Björgólfur Guðmundsson, 67 ára, ber ábyrgð sem stjórnarformaður Landsbankans gagnvart Íslendingum og Bretum og ekki ég. Með honum geta þau borið ábyrgð stjórnarmanna að lögum Andri Sveinsson, 37 ára, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, 57 ára, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, 43 ára, Þór Kristjánsson, 44 ára, og Þorgeir Baldursson, prentsmiðjustjóri, 66 ára. Mér finnst koma vel til greina að framselja þau ásamt bankastjórunum Halldóri Kristjánssyni, 53 ára, og Sigurjóni Þorvaldi ...
Ólína

9. Október 2008

HÖFĐINGINN

...

Til erlendra stranda hver háseti höfðingjans fór
og höndum var slegið á dýrgripi marga
en skipanna farmur var auðvitað aðeins og stór
og eignunum náðu menn varla að bjarga.


Og þegar þeir komu til baka með brotin sín fley
hann brosti í kampinn og laug að þeim öllum,
hann gaspraði mikið og hýddi þau huglausu grey
sem höfðu þó farið að ráðum hans snjöllum.
...
Kristján Hreinsson, skáld

9. Október 2008

KVÓTAKERFIĐ Á DAGSKRÁ

Þetta er góð hugmynd varðandi kvótann og orð í tíma töluð. Við þurfum að nýta tækifærið sem verður í þessari uppstokkun og gera nauðsynlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Jafnvel að setja á stofn auðlindasjóð eða færa fjármagnið sem fengist með leigu á aflaheimildum til sveitarfélagnna. Vona að ...
Óli Rúnar Ástþórsson

8. Október 2008

ENDURHEIMTUM KVÓTANN

... Auðvitað á að þjóðnýta kvótann eða eigum við að segja endurheimta hann.  Ætli eitthvað af kvótaveðunum liggi ekki í þrotabúi Landsbankans? Þetta þarf að kanna. Gjaldþrotarhrinan, sem nú ríður yfir, sýnir betur en nokkuð annað hve fráleitt það er að setja eignarrétt sjávarauðlindarinnar á einkahendur...
Haffi

8. Október 2008

DREGUR ÚR EFTIRSPURN NEMA Á RÚV

...Allar frjálshyggju kreddurnar sem hér einkenndu umræðuna voru viðmið fjölmiðla í umfjöllun þeirra en lítt grafist fyrir um forsendur þeirra. Nú þegar þetta viðmið er hrunið og nánast allir fæddir í nýjum heimi er ekki úr vegi að gera þá kröfu til fjölmiðla að þeir grafist fyrir um orsakir hrunsins. Í þessu ljósi var það ákaflega erfitt að skilja hvers vegna Kastljósið valdi Björn Inga Hrafnsson í viðtal fyrir fáeinum kvöldum til að tala um væringarnar og hrunið. Eins og alþjóð veit að þá var Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, sem...
Hugrún

8. Október 2008

HÖFUM VIĐ EFNI Á ŢVÍ AĐ KASTA KONUM TIL HLIĐAR?

Um leið og alvaran skall á landinu hurfu nær allar konur úr fjölmiðlum. Nú var þetta alvöru, svona fullorðins, og þá er tími alvöru pólitíkusa, akademíkera, álitsgjafa og viðskiptasérfræðinga. Þar er ekkert pláss fyrir konur. Ég held hins vegar að við værum betur sett í dag ef við hefðum fólk við stjórn með fjölbreyttari bakgrunn og fleiri hugmyndir. Ekki það að konur séu endilega betri en karlar til að stjórna fyrirtækjum, bönkum og löndum, en við verðum að nýta þann mannauð sem til er og ...
Drífa

8. Október 2008

Á AĐ SVIPTA OKKUR ĆRUNNI?

Getur verið að Íslendingar ætli ekki að standa við lagalegar og siðferðilegar skuldbindingar gagnvart breskri alþýðu manna sem í góðri trú lagði peninga sína á sparireikninga Landsbankans í Bretlandi?  Ég vil minnka við mig næstu árin en glata ekki æru minni. Hvað finnst þér Ögmundur?...
Sunna Sara

8. Október 2008

ÚTRÁSAR-VÍKINGARNIR DEKKUĐU SIG MEĐ EIGNUM OKKAR

Vonandi setjið þið verkalýðsleiðtogarnir fram kröfur um að afnema verðtrygginguna og gera fólki kleift að eignast eða leigja húsnæði án þess að þurfa að drepa sig á vinnu. Þegar Danir gagnrýndu ísl. útrásina þá fannst mér alveg augljóst að fjármagnið sem víkingarnir voru að nota erlendis, voru dekkaðar með steinsteypu íslenskra fjölskyldna, sem allar eru veðsettar upp í topp (og verðtryggingin er væntanlega metin til fjár í tölfræði hins illa). Og Danir náttúrulega skyldu þetta ekki, því í Danmörku getur fólk verið á öruggum leigumarkaði alla ævi. Í viðtali í vikunni við Kaupþings-bankastjóra-dreng, sagði hann að íslensku bankarnir væru með ...
Rósa

7. Október 2008

HANNES HÓLMSTEINN FARI FYRIR NEFNDINNI

...Nú þegar fyrir liggur að Rússar ætla að bjarga Íslendingum með láni þarf að hafa hraðar hendur og senda nefnd þangað austur til að sækja féð. Það er sjálfgefið að Hannes Hólmsteinn fari fyrir nefndinni og sæki aurana fyrir vin sinn Davíð. Þetta er merkilegt fyrir þá félaga og Sjálfstæðisflokkinn. Ætli Bush viti af þessu?
Fjári

6. Október 2008

GJALDEYRIR OG INNFLUTT HORMÓNAKJÖT

...Manni flaug í hug við að hlusta á fréttir um helgina að ekki væri til gjaldeyrir til að flytja inn bensín eða leysa út vörur (sem mun nú aðallega sagt til að undirbyggja verðhækkanir) að menn mæltu með því að "kaupa íslenskt." Þá vaknar sú spurning hvernig staðan yrði í framtíðinni ef Samfylkingunni og fylgismönnum hennar tekst að troða okkur inn í Evrópusambandið, sem mundi hafa í för með sér eyðileggingu á íslenskum landbúnaði, og að í einhverri framtíð yrði ekki einu sinni til gjaldeyrir til að greiða fyrir innflutt hormónakjöt.
Jón Torfason

5. Október 2008

AĐ MISSA SJÁLFSTĆĐIĐ

Bankamennirnir okkar hafa orðið uppvísir að siðleysi, ábyrgðarleysi og hugsanlega enn verri hlutum. Nú á að verðlauna þá með því að treysta þeim fyrir sparisjóði barnanna okkar, lífeyrissjóðunum og ríkisábyrgðum lánum. "Pakkinn" er eittþúsundogfjögurhundruð milljarðar. Það eru fimm milljónir á hvert einasta mannsbarn á Íslandi. Þetta er tuttugu sinnum hærri upphæð en stóð svona lengi í bandaríska þinginu. Hvað hefðu þeir sagt ef lagður hefði verið fyrir þá 15000 milljarða dollara pakki í staðinn fyrir 700 milljarða.
Það á alls ekki að taka þátt í neinu því sem getur orðið til að hjálpa bönkunum sem er ekki hægt að bjarga. Hér er verið að fleygja peningum. Skuldunautar bankanna ...
Hreinn K

5. Október 2008

LÍFEYRISMAĐUR TALAR EKKI Í MÍNU NAFNI

...Ég heyrði í fréttum í dag að talsmaður lífeyrissjóðanna vildi gera það að skilyrði fyrir aðkomu lífeyrissjóða að lausn fjármálavandans, að við gengjum í Evrópusambandið. Í umboði hverra talar þessi maður? Ekki mínu. Ég á peninga í lífeyrissjóði og greiði þangað reglulega. Ég hef aldrei falllist á að mínum peningum fylgdi pólitískt umboð til að ...
Jóel A.

4. Október 2008

TEKJULÁGIR OG HÚSNĆĐIS-KAUPENDUR Í HRAKNINGUM Í FORGANG

Eftir að hafa hlustað á stefnuræðu forsætisráðherra og megnið af þeim ræðum sem á eftir komu verð ég að segja að ekki fannst mér mikið til þeirra koma.  Fólkið sem þarna talaði hefur annað hvort aldrei upplifað erfiðleika eða hreinlega er búið að gleyma þeim í góðærinu sem ríkt hefur undanfarin ár hjá stórum hluta þjóðinnar.
Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu eiga þingmenn, ráðherrar, verkalýðsforustan, samtök atvinnulífsinns og fjármálastofnanir að ...
Sigurbjörn Halldórsson.

4. Október 2008

EKKI HĆGT AĐ STINGA HÖFĐINU Í SANDINN ENDALAUST

Ég er að hlusta og horfa á alþingi og ég er sammála þér. Ég veit að það þarf að ræða fjárlög en þarf ekki að ræða miklu alvarlegri mál? Hvaða ástæðu gáfu þeir ykkur upp varðandi það að fresta þessari umræðu? Það verður að ræða efnahagsástandið núna. Er endalaust hægt að stinga höfðinu í sandinn? Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei fengið mitt atkvæði og mun ekki fá. Samfylkingin er einsog einhver sagði meðvirk húsmóðir sem reynir að halda friðinn á meðan húsbóndinn drekkur sig fullan. Fólkið í landinu er orðið þreytt á þessu ástandi en einhvern veginn er aftur og aftur kosinn þessi flokkur, sem ég kýs að kalla ...
Bryndís Kristjánsdóttir

4. Október 2008

BRASK BURGEISANNA BITNAR Á ŢJÓĐINNI

... Það er nú stór biti sem ég þarf að kyngja sem fyrrum blámaður búinn að éta hattinn minn að þið skuluð enn einn ganginn hafa hitt naglann á höfuðið fjárglæframanna þegar maður skoðar viðvaranir þínar í þingræðum og annarra í VG og verð ég að lifa við það...Það hefur nefnilega komið í ljós að útrásin fólst í því að stofna útibú í skattaparadísum eins og fyrrverandi ríkisskattsjóri benti réttilega á í merkilegri blaðagrein og rétt að menn finni hana á MBL og lesi aftur. Hvaða hag hefur Ísland af því að setja sitt fingrafar á skattaparadísir? Hvernig stendur á því að menn sem áttu/eiga milljarða greiða ...
Þór Gunnlaugsson

3. Október 2008

BANKARNIR EIGA EKKI ERINDI UNDIR PILSFALDINN

...Hitt er nefnilega miklu verra að við rúllum öll á hliðina, Þjóðfélagið verði gjaldþrota ef við ætlum að standa við allar þær frjárglæfraskuldbindingar sem bankarnir hafa skrifað upp á í útlöndum á undanförnum árum. Á þessu er nú raunveruleg hætta. Bankarnir eiga ekkert erindi undir pilsfald ríkisins, sem forsvarsmenn þeirra níða reyndar án afláts um leið og þeir leita þar ásjár! Hinu er ég ekki sammála Hreini Karlssyni um, að nú eigi að mynda ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Nú á að mynda Þjóðstjórn með aðild allra.  Þetta er eina vitlega í stöðunni. Núverandi ríkisstjórnin sýnir það ...
Grímur

2. Október 2008

NÝ RÍKISSTJÓRN OG SPÁDÓMAR VÖLUSPÁR

Nú þarf tafarlaust að skipta um ríkisstjórn. Það þarf ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Sjálfstæðisflokkurinn fengi bankamálin og sæi um að láta lögmál markaðarins virka og VG fengi Heilbrigðis og menntamál og sæi um að skipa þeim mál á réttan veg. Guðlaugur Þór, nýr bankamálaráðherra myndi láta hendur standa fram úr ermum og "stokka upp" á markaðsvísu í bankageiranum. Þar myndu sparast milljarðatugir og hundruð, í stað þessarra tuttugu milljóna hér og fimmtíu milljóna þar, sem hann er að bardúsa við í heilsugeiranum, allt á kostnað venjulegs launafólks, ef það þá yfirleitt er nokkur sparnaður því einkareksturinn hefur reynst dýrari! Framkvæmdir í virkjanamálum yrðu ...
Hreinn Kárason

2. Október 2008

JÓHANNES Í BÓNUS OG FRUMSKÓGAR-LÖGMÁLIN

...Ég hef nokkra reynslu í verslun og fyrirtækjum og dáðist að dugnaði Jóhannesar og eiginkonu hans við reksturinn.  Þau ráku verslun Sláturfélagsins með áhuga og röskleika, eins og að þau ættu verslunina persónulega.  Ég dái þá athafnamenn sem eru þetta samviskusamir í þágu annarra ...Einkavæðingin skapaði eiginlega athafnafrumskóg án laga og "leikreglna" sem athafnamönnunum bæri að fara eftir. Það er of langt mál að fara út í þá sálma, en ofurhugi eins og Jóhannes í Bónus lét sér ekki segjast, en fór að skvetta úr klaufunum vítt og breitt, jafnvel erlendis samkvæmt hinum nýja boðskap einkavæðingarinnar og lét ekkert beisla sig, né fjötra sig...
Helgi

1. Október 2008

BANKAKERFIĐ ER SJÁLFSTĆĐIS-FLOKKNUM ŢAĐ SEM SÍS VAR...

...Það er hins vegar jafn rétt að þegar fyrirtæki er komið í þrot, þá er best að drífa það af. Bankarnir á Íslandi eru komnir í þrot. Ef þeir gætu horfst í augu við það og látið sig rúlla, þá myndi íslenska þjóðin græða. Krónan myndi rétta sig af einsog skot, jafnvel samdægurs; gjaldeyrisskorturinn hyrfi (allar afborganir þeirra yrðu frystar) og útlendir lánardrottnar myndu tapa, einsog gerist í viðskiptum. Íslenska þjóðin myndi losna úr ánauð manna sem hafa ekkert viðskiptavit en öll völd og vera komin á góðan sjó innan 6 mánaða. Það vantar hreingerningu strax. Annars tapast eignir landsmanna í vonlausri baráttu fyrir vonlausum fyrirtækjum....
Hreinn K.

1. Október 2008

AĐFERĐ DAVÍĐS: OLÍA Á BÁLIĐ

...Tímabundnar lánveitingar hefðu verið mun eðlilegri og þeim hefði auðvitað verið unnt að binda sanngjörnum skilyrðum. Það hefði haft þau áhrif að kæla og róa markaðinn niður sem ekki hefði verið vanþörf á. Aðferð Davíðs Oddssonar er eins arfavitlaus og verður honum tæplega talið til mikils framdráttar þegar fram líða stundir. Í stað þess að ...
Mosi

1. Október 2008

Í GÓĐRA VINA HÓPI OG UTAN HANS

...Sjálfstæðismönnum liggur mikið á og þeir líta á að bankamál þessi séu innanfélagsmál svona rétt eins og blaðamannafundur í Valhöll þar sem persónur og leikendur eru allir í sama leikritinu. Af hverju skyldu menn úr öðrum flokkum hafa afskipti af innri málum Sjálfstæðisflokksins þótt þeir fyrir náð og miskunn þess flokks séu bankamálaráðherrar? Það gilda nefnilega önnur lögmál um sjálfstæðismennina þegar þeir eru saman í hópi þá eru menn að gefa, þiggja og veita innan ramma "ríkisafskiptanna". Samylkingarbankamálaráðherra sem boðið væri í stúku Landsbankans á Stamford Brigde með forstöðumanni lánasviðs bankans gæti átt það á hættu að boðsferðin læki í blöðin. Seðlabankastjóri eða hæstaréttardómari sem þægju slíkt boð og færu í "sjálfstæðismannahópi" gætu hins vegar verið nokkuð öruggir með sig, nema einhver næði ...
Ólína

30. September 2008

RÁĐHERRA ÁN RÁĐUNEYTIS?

"Þegar við heyrðum af þessu um helgina þá kom þetta á óvart enda ekkert sem benti til að þetta væri í uppsiglingu." Bankamálaráðherra um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni í viðtali við Morgunblaðið, kl. 14:37, mánudaginn 29. september 2008. "Ég fékk fyrst veður af þessu á föstudaginn þegar haft var samband við formann Samfylkingarinnar og henni gerð grein fyrir því hvað var í uppsiglingu." Bankamálaráðherra um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni ..."Þetta var það tilboð sem Seðlabankinn og sérfræðingar hans töldu heppilegast." Bankamálaráðherra um... Ætli hann sé sperrtur nú viðskiptaráðherrann ungi, eða skyldi hann ...
Ólína

29. September 2008

STJÓRNMÁLAMENN SKOĐI AĐFÖRINA AĐ JÓHANNI R. BENEDIKTSSYNI

Ég hef haft a.m.k. örlítið veður af þeirri aðför er Jóhann hefur þurft að sæta í starfi sínu! Mig grunar að rótin að vandanum felist m.a. í því að Jóhann hefur verið farsæll leiðtogi og tekist að þétta liðsheildina með eftirtektarverðum árangri...Mjög mikilvægt er að stjórnmálamenn skoði þetta mál til hlítar. Atburðir síðastliðna daga eru algerlega óásættanlegir! Hér er ekkert smá mál á ferðinni! Nú óska ég þess heitast, ef stjórnmálamenn hliðhollir ríkisstjórn bera ekki gæfu til að opna augun fyrir vandanum, að stjórnarandstöðunni takist að ...
Eiríkur Sigurjónsson

28. September 2008

ĆTLAR DÓMSMÁLA-RÁĐHERRA AĐ KĆRA SIGRÍĐI TÓMASDÓTTUR FRÁ BRATTHOLTI POST MORTEM?

Ég sá á vef dómsmálaráðherra að það ætti að dæma og sekta þá mótmælendur, ef ekki að loka þá inni, sem sekir fyndust um að hafa mótmælt virkjunum á Íslandi í þágu alþjóða álfyrirtækja, og taka hart á þeim sem höfðu við óspektir. Auðvitað mun þetta kosta skattgreiðendur stórfé, en hvað skal ekki gera í nafni réttvísinnar?
Þá datt mér í hug Ögmundur, hvort ekki ætti að spyrja dómsmálaráðherrann hvort hann ætli kannski að dæma...
Úlfljótur

26. September 2008

MÓTMĆLUM AĐFÖRINNI AĐ JÓHANNI R. BENEDIKTSSYNI !

...Framkoma dómsmálaráðuneytisins, þá sjálfs dómsmálaráðherra, er óréttlát og algjörlega ólíðandi gegn einum besta lögreglumanni landsins, Jóhanni R. Benediktssyni!  Ég vona að almenningur mótmæli harðlega, og að dómsmálaráðherra sýni sóma sinn og sjái að sér, að öðrum kosti segi af sér. Ég vona að stjórnarandstaðan beiti sér harðlega gegn þessu óréttlæti og heimsku, Jóhann R. Benediktsson er fyrirmyndar lögreglustjóri í erfiðasta lögregluembætti ...
Úlfur

25. September 2008

VILL GANGA Í ESB OG RANNSÓKN Á BANKABRASKI

...Gera þarf einnig kröfu um opinbera rannsókn á braski bankanna og þeim tölvupósti starfsmanns LI sem óvart fór á vitlausan stað sem sannar að bankarnir eru sjálfir að braska með gjaldeyrinn okkar til að laga stöðuna sína fyrir hluthöfum sínum á þessu uppgjörstímabili. Loka þarf fyrir svona brask strax í Seðlabankanum og þess vegna senda alla bankastjórnina í frí. Ögmundur þjóðin treystir á ykkur í VG að verja okkar...
ÞG

24. September 2008

HVER TALAR MÁLI ALMENNINGS?

...Eða átti utanríkisráðherra kannski við Bjarna Ármannsson, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólf Thor Björgólfsson, Björgólf Guðmundsson, Halldór Kristjánsson, Sigurð Einarsson, hinn bankastjórann og Ólaf Ragnar Grímsson? Enginn þessara útrásarvíkinga tapar á kreppunni. Allir hafa þeir komið ár sinni þokkalega fyrir það borð sem íslensk alþýðuheimili þyrftu að hafa nú til að bera fyrir sig þegar báran ríður yfir. Þegar þannig stendur á er það óforsvaranlegt að henda á loft skemmtifrösum auglýsingastofunnar...En mér fannst þegar ég hlustaði á viðtalið við Davíð Oddsson og las niðurlag viðtals við þig í Morgunblaðinu á dögunum að þið væruð að tala um sama hlutinn svo ólíklegt sem það nú er. Báðir að tala um liðið sem spilaði rassinn út buxunum og hafði svo ekki þrek til að borga reikninginn heldur sendi hann á almenning. Skilji ég seðlabankastjóra er hann í raun að tala fyrir hagsmunum almennings. Sértu sammála þá finnst mér ástæða til að ...
Ólína

22. September 2008

SPEGILMYND

Í fægðum spegli birtist mynd af mér
og máttur hugans einfaldlega sér að
víst er bæði spáð og spekúlerað
er spegilmyndin kveður mig og fer.
.....
Kristján Hreinsson, skáld

22. September 2008

UM RÁĐSTÖFUN RÍKISFJÁR OG HÖMLULEYSI

...Megintekjumeiðurinn mun vera ríkisframlag eftir reiknistokk menntamálaráðherra. Þekkt er góðlyndi þess hóglynda Björns Bjarnasonar í garð skólans. Er hér um geypifé, almannafé, að ræða. Þessu til viðbótar nýtur skólinn marvíslegra framlaga fyrirtækja og félagasamtaka. Ekki veit ég hvað það er mikið. Loks eru tekin veruleg skólagjöld af nemendum skólans, fyrir ókunnuga eru slík gjöld nauðsynleg að margra hyggju til að efla alla -kennara- dáð og um leið skilning nemenda á því að lífið sé ekki ókeypis. Skólagjöld í HR nema 137.000 kr. í laganámi á yfirstandandi önn. Alls þyrfti 219 slík framlög til að jafna eingreiðsluna til Guðfinnu. Má þetta virkilega? Ég segi ekki annað.
Ófeigur í Skörðum

21. September 2008

AUĐVALDIĐ AĐ VERKI!

...Almenningur verður að vakna og taka í taumana áður en þjóðin sekkur í síkisforina með Geir, Ingibjörgu, Bush og félögum þeirra. Við verðum að skilja í eitt skipti fyrir öll að eina fjárhagskerfið sem hentar Íslensku þjóðinni, er þjóðlegt, samfélagslegt blandað hagkerfi sem er rekið opið og lýðræðislega í þágu íslensku þjóðarinnar, ekki lokað einræði, sérsniðið til að þjóna gráðugum einkaaðilum sem ætla sér eingöngu að græða á þjóðfélagssystkinum sínum án vinnu, án þess að skapa nokkur verðmæti , án þess að skilja nokkuð eftir sig nema svik og svínarí!!!
Úlfur      

20. September 2008

UM FJÁRSVELTA LÖGGĆSLU OG FLEIRA

...Sem löggukall á eftirlaunum þá má ég til með að vekja athygli á þeirri staðreynd að löggæslan er á brauðfótum og svo gæti farið að borgarar landsins yrðu að bjarga sér á eigin spýtur í einhverjum tilfellum. Launakjörin eru líka með þeim hætti að þetta er ekki aðlaðandi og ýmislegt fleira sem ég ætla ekki að fara út í hér. Hvaða heilvita fjárveitingarmanni datt það í hug í fjölmenningarsamfélagi að kostnaður embætta yrði ekki mikill eins og dæmin sanna og á bara eftir að aukast. Túlkaþjónusta er mjög dýr svo og réttargæslumenn og fleira sem embættin þurfa að leggja út fyrir og mikla aukavinnu í sumum tilfellum við rannsókn mála að kröfu ákæruvalds því að þróunin hefur verið sú í okkar réttarríki að réttur sakborninga er langt umfram rétt þolenda. Að hafa einn mann á bíl í umdæmi Selfoss er bara brandari og að...
 Þór Gunnlaugsson

17. September 2008

TILLAGA AĐ DAGSKRÁREFNI FYRIR RÚV

Ég sakna þess að Ríkisútvarpið sýni ekki meira af eldra dagskrárefni þar sem mikið er til af góðu efni. Þessa daga væri tilvalið að endursýna verðbréfahorn Kastljóssins sem var fastur punktur í tilverunni fyrir all mörgum árum. Var þá alltaf fastur viðmælandi Kastljóssins vatnsgreiddur bankamaður sem kættist mjög yfir hækkandi úrvalsvísitölu og mælti með kaupum í fyrirtækjum. Þuldi hann þindarlaust yfir spenntum landslýð hvernig Fúdjí, Nasdaq, Nikkei og Dow Jones hækkuðu. Viðkvæði var ekki hvort að almenningur ætti að kaupa hlutabréf heldur að beinlínis hefði hann ekki efni á því að sleppa því. Ef að RÚV er ekki ...
Hannes frá Ytra Nesi

16. September 2008

ENGAR BLIKUR Á LOFTI HJÁ RÁĐGJAFA GEIRS

Efnahagsráðgjafi forsætisráðherra sagði margt athyglisvert í sjónvarpsviðtali í kvöld, sem vert er að skoða.
1. Hann lýsti því yfir að bönkunum yrði bjargað ef á þyrfti að halda.
2. Hann kallaði það að tugþúsundir manna hafa misst vinnuna á örfáum dögum, "hreingerningu".
3. Hann hélt því fram að það væri markaðurinn sem sæi um "þrifin". Það er ósatt. Fannie Mae og Freddie Mac voru yfirtekin af ríkinu. Bear Sterns að hluta einnig.
4. Hann sagði að það væri gott að nota viðskiptabankana sem "grunn" til að stunda fjárfestingastarfsemi. Það er rétt að þessi grunnur er að redda bönkunum í dag, en þeir eru hins vegar ekki að stunda eðlileg viðskiptalán á meðan, þar sem þeir eru að fá "lánuð" innlánin til að borga skuldir sem stofnað var til í casinoi ...
Hreinn Kárason

16. September 2008

ŢEGAR ŢEKKINGIN TAPAR FYRIR HUGMYNDA-FRĆĐINNI

...Á Íslandi er þessu öfugt farið. Þar hefur viðskiptabankastarfsemin nánast þjónað sem smurning á hina miklu fjárfestingarbankamaskínu íslensku bankanna þriggja. En galdurinn á bak við hraða uppbyggingu þeirra hefur hins vegar verið umsýsla með ævisparnað Íslendinga: Lífeyrissjóðina.
Í viðtali við BBC í dag (15. sept 2008) sagði þáverandi fjármálaráðherra Clinton´s Lawrence Summers, að afnám Glass-Steagall laganna hafi verið mistök. Mistök! Nú er rík ástæða fyrir bestu menn þjóðarinnar leggja við hlustir.  Aðgreiningu trygginga, heildsölubanka og almennra viðskiptalána verður að koma á þegar í stað, annars munu ekki aðeins bankarnir tapa heldur einnig vel stæð fyrirtæki og einstaklingar.
Björn Jónasson

15. September 2008

VILL RÍKISSTJÓRN FYRIR FÓLKIĐ Í LANDINU

...Hann var með það alveg á hreinu hvað Steingrímur hafði farið oft í ræðustól og talað mikið í þinginu en mundi svo engar tölur um ríkisskuldirnar. þú hefur verið eitthvað að angra þá íhaldsdrengina með myndskreytingum þínum hérna á síðunni og svo mega náttúrulega okkar samtök, BSRB, ekki vinna fyrir okkur opinbera starfsmenn þá er það pólitík alveg eins og bændasamtökin mega ekki vinna fyrir bændur þá eru þau kærð. það er orðið skrítið þjóðfélag þegar auðmenn mega setja okkur svo gott sem á hausinn með græðgi og glannaskap en ganga samt um eins og heilagir menn og enginn segir neitt, en stéttarfélög mega ekki verja sína félagsmenn. Er ekki hægt að  ...
Jón frá Læk

15. September 2008

ŢEGAR RÖKIN ŢRÝTUR...

Mikil var málefnafátæktin í Silfri Egils í gær þegar kom að umræðu um nýsett lög um Sjúkratryggingar. Málefnið sjálft var ekki rætt og kom það svo sem ekki mjög á óvart eftir að hafa hlustað á umræðuna á Alþingi. Þar var þegar orðið ljóst, að Sigurður Kári og fleiri úr hans hópi, réðu ekki við þig og félaga þína úr ræðustól. Þeir voru rökþrota og gripu þá til þess örþrifaráðs að ófrægja þig og BSRB fyrir að hafa aflað þeirra upplýsinga sem þið lögðuð fram máli ykkar til stuðnings. Lágt þykir mér risið á kappanum. Ég frábið mér ...
Sjöfn Ingólfsdóttir

14. September 2008

HOW DO YOU SLEEP AT NIGHT?

...Það er alltaf verið að tala um hátt lyfjaverð á Íslandi. Er ekki rétt að fara að tala um lækniskostnaðinn áður en Pétur Blöndal bregður töfrastafnum á loft og gera kröfu til þess að sjúklingar greiði svipað fyrir þjónustuna heima og þeir greiða til dæmis fyrir hana hér? Það er einkennilegt að Samfylkingin skuli vera skilgreind nauðsynleg forsenda fyrir því að hleypa einkaaðilum í veski sjúklinganna. Er það misskilningur að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sú sem ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur sögðust vera hagsmunagæslumenn sjúkra, aldraðra og öryrkja, sé stýrimaður hjá Pétri Blöndal í nefnd stjórnarflokkanna? Sé svo hlýtur hennar vandi að vera ærinn. Enginn einn þingmaður hefur jafn oft sakað fyrrum samherja sína í Framsóknarflokknum fyrir alvarleg svik, lögbrot og fantaskap...
Ólína

14. September 2008

ÁHYGGJUR AF KJARADEILU LJÓSMĆĐRA

Ttakk fyrir gott viðtal í útvarpinu um daginn um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, ég hef miklar áhyggjur af að það sé verið að svelta heilbrigðiskerfið til að fara í einkavæðingu, og þá vitum við í hvaða hendur heilbriðiskefrið lendir, til þeirra sem eiga peninga, og skjólstæðingurinn verður ekki lengur skjólstæðingur heldur viðskiptavinur hvað hann er tilbúinn að borga eða hvað mikið hann getur borgað. Ég hef miklar áhyggjur af kjaradeilu ljósmæðra og hvort þessi deila sé hluti af því að koma einkavæðingu á, það er erfitt að hugsa til þess að ef ekki semst við þær þá hætti margar ljósmæður og það verður kjörið tækifæri...
Guðrún

14. September 2008

LÖGREGLAN FAGLEG

Ég rakst á óvild og gífuryrði í garð lögreglu og yfirmanna hennar hér á síðunni þinni vegna rannsóknar þeirra á útlendingum sem hér dveljast við talsverðan kostnað úr vösum skattgreiðenda.  Lögreglan gerir sitt verk faglega sem þeir fá litlar þakkir fyrir og sama má segja um yfirmenn þeirra allt upp í háttvirtan dómsmálaráðherra!  Ef ég ætlaði að gagnrýna störf lögreglunnar, Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, væri það í þá veru að þeir taki of linum tökum á þessum vanda, frekar en hinu gagnstæða....
Helgi G.

14. September 2008

UM SEĐLABUNKANN Á BESSASTÖĐUM

Myndskreyting hér á  síðunni hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og hafa menn haft af því áhyggjur að viðkvæmt sálarlíf heilbrigðisráherrans kunni að hafa skaddast varanlega á því að fá höfuð sitt sett inn á mynd, beint ofan á búkinn á  Frakklandsforseta að heilsa Gaddafi  suður í Trípoli. Auðvitað eru svona falsanir ósvífnar...
En hvað um það, tilefni þessa bréfs er seðlabunkinn á Bessastöðum. Þú segir í pistli hér á síðunni að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið góðan varnarsigur með því að fá frestun á breytingu á eftirlaunalögunum...Með því að sýna peningastaflann á gólfinu á Bessastöðum fyrir ofan pistilinn, ert þú að láta í veðri vaka að ráðherrarnir hafi verið að...
Sunna Sara  

14. September 2008

MYNDMÁLIĐ LÍFGAR UPP Á

Ég hef ekki getað annað en rekið augun í þessar myndasamsetningar hjá þér, þær lífga skemmtilega upp á tilveruna og þessa hefðbundnu stjórnmálaumræðu sem oft er frekar íþyngjandi á köflum. En svona fyrir mig sem leikmann er möguleiki að ég geti gert þetta með mína tölvukunnáttu ...?
Kær kveðja,
Stefán 

14. September 2008

UM DÓMSMÁLA-RÁĐHERRANN OG HIRĐMENN HANS

...Kjarni málsins er sá að í þessu tilviki er beitt níðingsbragði gegn hælisleitendum á  Íslandi. Þeim er valinn einkunn sem líklegir falsarar, lögbrjótar og svindlarar , jafnvel eituryfjaskúrkar og allur hópurinn fær harðan skell frá opinberu valdi, ólíkt fólk frá ólíkum heimshlutum, sem allt á þó að búa við fullkomin mannréttindi hér á landi. Þetta níðingsverk verður ekki afsakað eðabætt. Skömmin verður minnismerki verksins...
Baldur Andrésson

13. September 2008

SKOTIĐ YFIR MARKIĐ

Sem formanni míns félags BSRB finnst mér að þú hafir skotið yfir markið með mynd af GÞÞ við hlið Gaddafis og finnst mér að þú ættir að fjarlægja hana af síðunni og biðja viðkomandi afsökunnar. Það þarf að gæta að sér sem formanni stærsta stéttarfélags landsins og alþingismanns að gera sig ekki marklausan með svona strákapörum. Ég las bækling þessa sérfræðings sem þýddur hefur verið og lesið frumvarpið sl.2 daga enda á eftirlaunum og nægur timi. Ég þekki GÞÞ persónulega sem góðan dreng þótt ég hafi gengið úr flokki blámanna nýlega...
Þór Gunnlaugsson 

12. September 2008

HVAR ER FEMINSTINN INGIBJÖRG SÓLRÚN?

Ljósmæður eru í verkfalli og öryggi mæðra og barna er ógnað. Þingkona Vinstri grænna Alma Lísa Jóhannsdóttir spurði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar út í ljósmæðraverkfallið. Ingibjörgu tókst það afrek að svara fyrirspurninni án þess að minnast orði á ljósmæður. Hún nýtti tímann sinn til að útskýra á hrokafullan hátt hvernig kjarasamningar og launamunur kynjanna virkar. Það var ekki spurt að því!  Ríkisstjórnin sem Ingibjörg Sólrún situr í hefur gullið tækifæri til að ...
Drífa

10. September 2008

MORGUNBLAĐIĐ BREGST LESENDUM SÍNUM

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra bar sig aumlega í Morgunblaðinu í gær vegna myndar af sér og Gadaffi Líbíuleiðtoga sem birtist á þessari síðu, en Gadaffi er eins og kunnugt er sérlegur einkavinur Bandaríkjastjórnar sem ríkisstjórn Íslands er í bandalagi við í stríðinu í Írak. Hefur Guðlaugur Þór uppi stór orð um Gadaffi og þig, Ögmundur,  í viðtali við Morgunblaðið. Ekki ætla ég að tjá skoðanir mínar á ummælum hans en ...
Þjóðólfur

10. September 2008

ÖSSUR GEGN ŢÖGGUN

Ég hef fylgst með viðbrögðunum við myndbirtingunni af Gadaffi-handsali Guðalugs Þórs á blogginu og víðar. Aldrei hefði mig órað fyrir húmorsleysi ráðherrans og Sjallans upp til hópa. Auðvitað skýrist reiðin af því að menn skynja kaldhæðnina og taka hana til sín. Það er rétt sem þú segir Ögmundur, að hvorki Gaddafi né Guðlaugur Þór þurfa að færa djúp rök fyrir ákvörðunum sem þó eru af þeirri stærðargráðu að vitað er að þær koma til með að hafa miklar og afdrifaríkar afleiðingar. Gaddafi lofaði í vikunni sem leið að ...
Jóel A.

9. September 2008

MINNINGAR, RAUNSĆI OG HUGARÁSTAND Í ÍSLENSKRI SAMTÍMA-LJÓSMYNDUN

Ég rakst á eftirfarandi fréttatilkynningu frá Þjóðminjasafni Íslands sem væntanlega á erindi við þig Ögmundur, sem og heilbrigðisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson. Skiptar skoðanir ykkar á ljósmyndum og myndbirtingum, sem Morgunblaðið greinir frá í dag, gætu einmitt falist í þeirri greiningu sem boðað er að fram komi í fyrirlestri Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings í Þjóðminjasafninu í dag. Ég hef fylgst nokkuð með heimasíðu þinni og er persónulega ekki frá því að þú sért enn...
ÞLÞ

8. September 2008

Á SPARIFÖTUNUM Í HELGUVÍK...

...Er ekki merkilegt að viðskiptaráðherra skuli ekki vatni halda yfir orðum Jónasar Haralds um Evrópumálin í Silfri Egils í gær en nefna ekki einu orði hvað hann sagði um framtíð virkjana og stóriðjustefnunnar. Það væri fróðlegt að spyrja hann nánar út í þetta. Kanski hefur hann ekki heyrt þetta eða það sem líklegar er. Þetta hljómaði trúlega ekki vel fyrir þá sem stilltu sér upp í Helguvík forðum daga til að taka skóflustungu fyrir nýju álveri. Var hann ekki í spariförunum þar til að standa vörð um fagra Ísland...?
EJ

7. September 2008

FRÁBĆR GUĐFRÍĐUR LILJA !

Ég var að horfa á Silfur Egils. Guðfríður Lilja var frábær! Til hamingju með að hún skuli vera í ykkar flokki. Ég var að sjálfsögðu þakklát henni fyrir stuðninginn við okkur ljósmæður, hún komst vel að orði og minnti á nauðsynina á því að taka á kjaramisréttinu í landinu, ekki bara kjörum ljósmæðra þótt það verkefni liggi fyrir að leysa NÚNA. Ekki síður þótti mér gott að heyra ...
Ljósmóðir

4. September 2008

ER RÚV GENGIĐ Í SAMFYLKINGUNA?

...Þetta var nefnilega tilefni til að spyrja Steinunni Valdísi hvort hún hefði sent Ingibjörgu Sólrúnu ályktunina og hvernig hún hefði tekið henni og í framhaldinu hefði mátt spyrja hvort þetta hefði verið rætt við borð ríkisstjórnarinnar, hvort um þetta væri ágreiningur, hvort Samfylkingin væri góði flokkurinn í þessari deilu en Sjálfstæðisflokkurinn vondi flokkurinn. Eða hvort þetta væri bara eintómur loddaraskapur í Samfylkingunni til þess eins að ganga í augun á ljósmæðrum án þess þó að fyrir því væri nokkur innistæða. Bara blekkingarvaðall eina ferðina enn? Sjónvarpið afgreiddi málið á eins ómálefnalegan hátt og hugsast getur en jafnframt ramm-pólitískan. Með framsetningunni var ...
Haffi

2. September 2008

ŢURFUM KRÖFTUGAR UMRĆĐUR UM ALMENNINGS-SAMGÖNGUR

Sæll Ögmundur.
Hvað finnst þér um væntanlegt útboð Sjálfstæðisflokksins á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Mér finnst þessi vinnubrögð sem viðhöfð eru, vera fyrir neðan allar hellur enda virðist þessi sjálfstæði valdagræðgisflokkur bera enga virðingu fyrir þeirri sjálfsögðu þjónustu sem er þó eitt megin hlutverk sveitarfélaganna gagnvart íbúunum. Um þetta mál leyfði eg mér að blogga og var ekkert að skafa af hlutunum...
Guðjón Jensson

31. Ágúst 2008

BANKASUKKIĐ OG FJÁRGLĆFRAMÁLIN!

Eins mótsagnakennt og það kann að hljóma þá er allt annað ábyrgðarlaust en að láta bankana fara á hausinn ef til kemur. Fráleitt er að almenningur verði látinn blæða enn frekar þeim til hjálpar. Þannig standa þessi mál. Þjóðin hefur verið blóðmjólkuð af fjármálakerfinu og nú er jafnvel talað um að skattgreiðendur opni sjóði sína og verði í viðbragðsstöðu. Nei, frekar á að láta bankana fara á hausinn, hirða eigur þeirra í skaðabætur, jafnvel stinga inn sekum fjárglæframönnunum og stofna síðan banka í sameign almennings ...
Helgi

28. Ágúst 2008

HETJURNAR OKKAR Á ARNARHÓLI

Stórkostlegt var að fylgjast með mannfjöldanum á Arnarhóli í gær fagna ríkisstjórninni. Þarna voru þau ásamt forsetanum, Þórunn umhverfisráðherra, Guðlaugur heilbrigðisráðherra, Björgvin viðskiptaráðherra, Jóhanna félagsmálaráðherra, þorgerður menntamálaráðherra og kannski fleiri. Geir er náttúrlega í opinberri heimsókn í Albaníu og Ingibjörg eflaust að sinna vopnasendingum til Georgíu eða samtölum við forsetann í Turkmenistan um stuðning við okkur í Öryggisráðið. Auðvitað hafa þau skyldum að gegna og þurfa að sinna þeim. En þau komu sem gátu og mannfjöldinn ætlaði að ærast af fögnuði þegar þau ...
Sunnar Sara

26. Ágúst 2008

SOFANDAHÁTTUR, SKILNINGSLEYSI EĐA BLEKKINGAR?

Ég ætlaði vart að trúa eigin eyrum þegar ég hlustaði á Ingibjörgu Sólrúnu, utanríkisráðherra tjá sig um NATÓ fundinn í Búkarest frá í vor í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þar sagði hún að eldflaugakerfi í Evrópu hefði nánast ekki borið á góma á fundinum! Var ráðherrann sofandi á fundinum eða vissi hún ekki hvað þar fór fram, kannski rugluð í ríminu eftir ...
Haffi

26. Ágúst 2008

UM VIĐBRÖGĐ ŢORLEIFS, SIGURĐAR OG JÓHANNS

...Þar bregðast á frábæran hátt, þrír einstaklingar við orðum og athöfnum Jórunnar Frímannsdóttur borgarfulltrúa og einkavæðingar- og útboðstilburðum hennar á sorphirðunni. Þessir þrír heiðursmenn sem þarna bregðast hárrétt við eru þeir: Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi, Sigurður Bessason formaður Eflingar og síðast en ekki síst Jóhann Bjarnason starfsmaður sorphirðu Reykjavíkurborgar, sem talar tæpitungulaust og miðlar af reynslu sinni og þekkinngu á starfseminni. Hafi þessar greinar farið framhjá ykkur lesendur góðir þá skora ég á ykkur að bæta þar úr.
Sjöfn Ingólfsdóttir

23. Ágúst 2008

UM JARĐSAMBAND FORSETA, HELBLÁTT ÍHALD OG MANNRÉTTINDI Í KÍNA

Nú vil ég vita frá þér Ögmundur sem oft hefur gagnrýnt forseta vorn hr. Ólaf Ragnar nokkuð fast hvað þú segir um hans dygga stuðning við landsliðið okkar. Er það ekki einmitt svona sem okkar landsfeður eiga að vera? Vera með sínu fólki og það er nú eitthvað annað en ólánskrákan hún Þorgerður Katrín sem fór akkúrat heim þegar Ólafur kom út. Þau geta kannski ekki einu sinni verið á sama tíma í Kína þó þar búi ellefu hundruð milljónir eða meira. Það er nú meira inngróna hatrið sem þetta íhaldslið hefur á forsetanum. Hann er auðvitað ekki ...
Jón frá Læk

22. Ágúst 2008

ENGA MÁLAMIĐLUN UM RÁĐHERRÓSÓMA!

Ég vil þakka þér fyrir Ögmundur að ljá ekki máls NEINNI málamiðlun um eftilaunaósamann. Auðvitað eiga þingmenn og ráðherrar og „æðstu" embættismenn að vera í NÁKVÆMLEGA sama lífeyriskerfi og aðrir þeir sem fá laun sín frá ríkinu. ...Það verður gaman að fylgjast með nafnakallinu á þinginu þegar breytingartillga þín um að setja alla í LSR verður borin undir atkvæði...
Grímur

21. Ágúst 2008

EKKI SKAMMA LITLA GĆJANN SEM BARA LANGAR Í TYGGJÓ

Sannast sagna hefði ég ekki trúað því upp á þig Ögmundur að ráðast á Framsóknarflokkinn á eins óvæginn hátt  og þú gerir í dag. Þú hefur greinilega leitað uppi á netinu myndir af þeim framsóknarmönnunum, félögunum Óskari og Guðlaugi  að gera sér glaðan dag eftir kosningar, skála fyrir því sem þú kallar aðgangsmiða að kjötkötlum Reykjavíkurborgar. Þetta gerir þú greinilega til að spotta þá félaga. Ég er hins vegar sannfærð um að aldrei hefur það hvarflað að Framsókn að...
Sunna Sara

17. Ágúst 2008

VILJA ÍBÚAR Á STÓR REYKJAVÍKUR-SVĆĐINU EFLA ALMENNINGS-SAMGÖNGUR?

Það kemur fyrir öðru hvoru að stjórnmálamenn tala um að efla þurfi almenningssamgöngur og undir það tekur oft hinn almenni íbúi.  En hversu mikil meining er á bak við þau orð.  Ég upplifi þessi orð stjórnmálamanna: Eflum almenningssamgöngur eins og þau séu notuð á þeim stundum sem þeir telji að þau skili sér atkvæðum.  Árið 2001 stofnuðu sjö bæjarfélög á Reykjavíkursvæðinu ...
Sigurbjörn Halldórsson 

13. Ágúst 2008

ER EINKAVĆĐING LAUSN Á FJÁRHAGSVANDA STRĆTÓ BS?

... Ef borgar- og bæjarfulltrúum finnst laun upp á 150 til 197 þúsund á mánuði vera að gera út af við fyrirtækið eiga þeir bara að segja það umbúðalaust og muna það svo með okkur þegar gengið verður til kosninga næst.
Höfundur situr í fulltúaráði St.Rv.

12. Ágúst 2008

LÝĐSKRUMARI EĐA LÝĐNÍĐINGUR?

Ég hef lesið orðahnippingar hér á síðunni á milli þín annars vegar og útvarpsstjóra RÚV ehf og forsvarsmannas Sambands ungra sjálfstæðismanna hins vegar. Þeir tala um lýðskrum af þinni hálfu þegar þú gagnrýnir þá sem nýta sér aðstöðu sína til að afla sjálfum sér himinhárra tekna. Þá telja þeir fráleitt að upplýsa um ósómann!
Ef það er lýðskrum að benda á hið geigvænlega misrétti og óréttlæti sem hefur þróast í landi voru undanfarin 20 ár, sem þorri þjóðarinnar heimtar leiðréttingu á, þá tel ég mikinn heiður af því að vera kallaður lýðskrumari! Gæti verið að meintur „lýðskrumari" sé að fletta ofan af ...
Úlfur

11. Ágúst 2008

HVAR Á AĐ TALA VIĐ FORSETANN?

...Ólína finnur að því að sjónvarpsviðtal við forseta Íslands skyldi fara fram í Alþingishúsinu. En í þvi húsi var embættistaka hans 1. ágúst samkvæmt venju og viðtalið tekið í beinu framhaldi af því. Hvar átti fremur að taka það? Eða á innsetningarathöfnin að fara fram annars staðar? Svo virðist sem eitthvað í framgöngu forseta hafi angrað Ólínu, nú eða áður. Væri ekki betra að hún segði það hreinskilnislega í stað þess að finna sér svona furðulegt yfirvarp?
Gunnar Stefánsson

8. Ágúst 2008

ENGIN PÓLITÍK Í BÖNKUNUM?

Mér finnst undarlegt hjá Illuga Gunnarsyni að segja ef bankar væru í ríkiseigu þá hafi það verið undir stjórnmálamönnum komið hvort veitt yrði lán. Veist þú til þess að lán til viðskiptavina ríkisbanka hafi verið komið undir stjórnmálamönnum...? 
Jón Þórarinsson

5. Ágúst 2008

FORSETINN OG VALDŢĆTTIRNIR

...Hefði mönnum þótt eðlilegt að sjá viðtal við forseta lýðveldisins tekið á skrifstofu Geirs H. Haarde? Eða á skrifstofu forseta Hæstaréttar? Sjónvarpið þarf að þekkja valdþætti samfélagsins og Alþingi þarf að vera vant að virðingu sinni ella glatar það trausti okkar. Ég dreg í efa að forseta hafi þótt verra að láta tala við sig á vettvangi
löggjafarþingsins, með gullkeðju á brjósti, en aðrir eiga ekki að dansa með.
Ólína

5. Ágúst 2008

ENN UM SKATTSKRÁR

....Sú aðgerð að birta opinberlega skattgreiðslur allra Íslendinga getur aðeins haft tvær mögulegar og málefnalegar réttlætingar, og þeim er ég báðum ósammála...Af málflutningi þínum að dæma hefur þú hvorugt þessara markmiða í huga. Þú telur að með þessari birtingu sé skömm ofurlaunamannanna opinberuð. Þú gengur meira að segja svo langt að kalla þessa menn þjófa. Það finnst mér reyndar ekki sæma þér. Því er þó til að svara að laun þessara manna birtast hvort sem er í ársreikningum þeirra fyrirtækja sem þeir starfa fyrir...
Þórlindur

4. Ágúst 2008

ŢAĐ Á EKKI AĐ ŢEGJA ÓŢĆGILEGAR STAĐREYNDIR Í HEL

...Ég verð að fá að leggja orð í belg vegna ámátlegs væls í  SUS börnunum.  Ég hefði haldið að okkar unga glæsilega fólk hefði betri skilning á hvað réttlæti, sanngirni og heiðarleiki er, ekki síst þar sem margir Sjálfstæðismenn með sómatilfinningu, mæla með sem opnustu, sanngjörnu og réttlátu þjóðfélagi,,, þó þeim fari ört fækkandi. Þegar Þórlindur, formaður SUS, segir að upplýsingar um skattgreiðslu einstaklinga í sameiginlegan skattgreiðendasjóð ríkisins, sé einkamál skattgreiðendanna...
Úlfur

4. Ágúst 2008

FORMAĐUR SUS UM SKATTSKRÁRNAR

Þetta er nú meiri þvælan í þér Ögmundur. Það er ekki verið að vernda hagsmuni neinna umfram aðra. Það eru mörg dæmi þess að fólk hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessarar birtingar og gildir það sannarlega ekki bara um hátekjufólk. Þetta er spurning um friðhelgi einkalífs. Hvort sem þér líkar betur eða verr, og hvort sem þú ert sammála eða ósammála, þá finnst mér þú ættir ekki að ætla fólki annað en að það fylgi sinni samvisku. Þetta mál snýst um vernd borgaralegra réttinda einstaklingsins og er því hugsjónamál. Þessir útúrsnúningar hjá þér eru illkvitnir, ómálefnalegir og hallærislegir. Þar fyrir utan höfum við ekki ...
Þórlindur, formaður SUS

31. Júlí 2008

NÝ SÝN Á FJÖLMIĐLA-FRUMVARPIĐ?

... fínn pistill hjá þér um fjölmiðla og einkavæðingu, en varðandi fjölmiðlafrumvarpið langar mig að spyrja þig nánar út í afstöðu sína til þess á sínum tíma og í dag? Hefur afstaða þín breyst? Mig minnti að þú hefðir barist ötullega gegn því á sínum tíma en sýnist á þessum pistli að þú hugsir hlýjar hugsanir í garð þess...
Viktor

24. Júlí 2008

GOTT HJÁ SPEGLINUM

...Illugi virtist mér vera velmeinandi maður en getur verið að hann átti sig ekki á því hvernig verið er að eyðileggja heilbrigðiskerfið, samanber síðustu skrif þín hér á síðunni um svívirðiðlega framkomu gagnvart fötluðum? Settu endilega slóðirnar á viðtölin við ykkur Illuga.
Grímur

24. Júlí 2008

BRÉF ÓLÍNU OG EINAR ŢVERĆINGUR

Hún er markviss greinin þín undir fyrirsögninni " http://rikiskaup.is/utbod/14559 "  og í tíma rituð. Hún lýsir mannkærleika auðvaldsins vel! Ólína skrifar frábæran pistil á vefsíðunni þinni að vanda undir yfirskriftinni "ERU ENGIN VIÐURLÖG VIÐ ÞVÍ AÐ EYÐILEGGJA EFNAHAGSKERFI ÞJÓÐAR?" Þar ritar hún meðal annars... Ég leyfi mér að segja hér frá sönnu dæmi sem gerðist að vísu nokkru síðar en á 17. öldinni - sennilega um 1890 - á Akranesi, í sjálfum Borgarfirðinum sem eru...
Úlfur   

19. Júlí 2008

UM EINSLEITNI Í FJÖLMIĐLUM

Ég ætla svosem ekki að stofna til rökræðna um eigendavaldið, skoðanafrelsið, einsleitnina og það allt saman en bendi á - til gamans - að miðvikudaginn 2. júlí fékk einn og sami maðurinn birtar eftir sig greinar í fjórum íslensum dagblöðum, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, DV og 24 stundum. Sá heitir Ögmundur Jónasson. Ætli það segi ekki ...
Björn Þór Sigbjörnsson

17. Júlí 2008

ERU ENGIN VIĐURLÖG VIĐ ŢVÍ AĐ EYĐILEGGJA EFNAHAGSKERFI ŢJÓĐAR?

Það sést lítið af þeim í kastljósum sjónvarpsstöðvanna núna drengjunum sem
voru að ráðleggja almenningi hvaða hlutbréf hann ætti að kaupa til að verða ríkur. Þeir virðast líka forðast kastljós fjölmiðlanna bankastjórarnir sem með vanþekkingu sinni og kúltúrleysi bera ábyrgð á því að útrásin sem svo er nefnd fór í vaskinn. Nú tala þeir ekki um samfélagslega ábyrgð sína þegar heilt samfélag, heilt efnahagskerfi þjóðar, er á heljarþröm af því þeir stóðu sig ekki í stykkinu. Þeir halda sig heima og láta lítið fara fyrir sér í rándýru...
Ólína

16. Júlí 2008

GÖMUL FRÉTT SPLUNKUNÝ

...Mörður Árnason segir til að mynda eftirfarandi: "Það eru nýjar upplýsingar að það hafi verið samið um þetta sérstaklega við stjórnarmyndun,". Þetta er ekki rétt hjá Merði. Upplýsingarnar eru ekki nýjar. Þessar upplýsingar birtust á heimasíðu...
Guðmundur

15. Júlí 2008

GÓĐ EVRÓPUUMRĆĐA

Evrópuumræða ykkar Bjarna Benediktssonar alþingismanns í Kastljósinu í gærkvöld var um margt ágæt. Það er löngu kominn tími til að víkka þessa umræðu út og færa hana í annan farveg en hún hefur verið í. Það var alveg hárrétt hjá þér að tala um "músarholusjónarhorn" Samfylkingarinnar á Evrópumálin. Samkvæmt orðabók Samfylkingarinnar merkir Evrópuumræða sama og umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Með þessu móti er lýðræðislegri umræðu gefið ...
Grímur

4. Júlí 2008

EES OG HRÁA KJÖTIĐ

Ég var ánægður með greinar þínar um EES. Þú náðir að varpa sprengju inn í annars staðnaða umræðu. Oft þegar reglugerðarsinnar Evrópusambandsins kalla eftir umræðu um kosti og galla báknsins meina þeir einungis kostina. Punkturinn um Íbúðalánasjóð er góður. Af hverju á að banna okkur Íslendingum að reka kerfi sem reynst hefur þvílíkur bjargvættur fyrir fjölskyldurnar í landinu? Auðvitað er það m.a. vegna þess að innan ESB er sterk nýfrjálshyggjualda. Íslensku bankarnir sem hafa skilið við sig allt sem eina rjúkandi rúst skildu þetta og kærðu því sjóðinn til báknsins. En ég hef velt fyrir mér svipuðum hlutum þegar kemur að...
Halli Hólm

3. Júlí 2008

VIRKJUM ÁRNA

Ég tek heils hugar undir með Bjarna sem skrifar þér hér á síðuna og vill að Árrni Mattt, fjármálaráðherra, verði settur á bónusgreiðslur, árangurstengd laun. Því meiri hagnaður fyrir ríkissjóð þeim mun meira í vasa Árna (les: lægri laun ríkisstarfsmanna og minni þjónusta, þeim mun meiri tekjuafgangur og þar með meira í árangursgreiðslur fyrir Árna)  Ég er sannfærður um að með...
Haffi

3. Júlí 2008

SAMFYLKINGIN VINSĆLLI EN BJÖRK?

...En að umhverfisráðherrann myndi standa fyrir þessari glæsilegu útihátíð og baráttusamkomu finnst mér stórkostlegt. Síðan er verið að þakka Björk þetta einni. Ég heyrði ekki betur en Þórunn tæki eitt lag á tónleikunum eða hvort hún var í bakröddunum. Hví þegja fjölmiðlarnir um þetta? Hvers á Samfylkingin að gjalda? Ég er sannfærð um að  ef ráðherrar Samfylkingarinnar fengju að njóta sannmælis þá væru þeir miklu vinsælli en ...
Sunna Sara   

2. Júlí 2008

HVÍ EKKI BÓNUSA Í STJÓRNARRÁĐIĐ?

Mér er lífsins ómögulegt að skilja af hverju laun ríkisstjórnarinnar og æðstu embættismanna ríkisins eru ekki árangurstengd. Árangurstengdar greiðslur til Árna Matt eru augljóst réttlætismál í ljósi mikilla bónusgreiðslna til bankastjóra, forstjóra og annarra fyrirmanna í viðskiptalífinu. Hjá hinu opnbera fara menn sem bera mun meiri ábyrgð gagnvart almenningi en gerist í viðskiptalífinu. Fjármálaráðherra gæti t.d. átt rétt á ...
Bjarni

1. Júlí 2008

BANKARNIR HEIMTA SITT

...Afborgunin hefur því hækkað um rúmar þrjú þúsund krónur vegna hækkunar vaxta og verðbóta og höfðustóll lánsins lækkar ekki nema um rúmar átta þúsund krónur þrátt fyrir 12 þús. króna afborgun. Í mínum augum er þetta ekkert annað en okur. Vextir og verðbætur af umræddu láni hafa hækkað úr 5,8% í 26,5% eða yfir 20. Bankarnir eru farnir að heimta hærri vexti en vanskilavexti af láni sem alltaf hefur verið í skilum...
Valgeir Bjarnason

24. Júní 2008

VERĐMYNDUN OG ÁBYRGĐ

...Undirritaður hefur fylgst nokkuð með gjaldeyrishreyfingum á Íslandi það sem af er þessu ári (eða eftir að heimsfjármálin fóru að hafa verulega neikvæð áhrif á fjármögnunarmöguleika íslenskra banka og annarra) og finnst þær benda til þess að íslensku bankarnir séu í svipaðri stöðu og lýst er í X-landi. Við bætist að það er erfitt að verjast þeirri hugsun að þeir hafi nýtt þessa aðstöðu varðandi verðmyndun á krónunni á heldur groddalegri hátt en getur samræmst skynsamlegum hugmyndum um siðferðislega ábyrgð gagnvart almenningi þessa lands með tilliti til þeirrar aðstöðu sem ráðmenn hafa skapað þeim. Því það er kunnara en frá þurfi að segja að ...
Árni

23. Júní 2008

ÍHÖLDIN AĐ VESTAN...

...Hitt er svo umhugsunarefni nokkuð, að þeir sem segjast þjóðhollir eru á móti virkjunum og verklegum framkvæmdum, sem áður voru talin til framdráttar fátæku fólki og til að auka og efla dáð þeirra, hvar sem þeir annars kunnu að búa. Nú mega öngvir hreyfa þúfu, (ef hún er á tilteknum svæðum Eyjaförðurinn undanþeginn samanber hugmyndir um gat yfir í Vaglaskóg) öðruvísi en flokksmenn þínir verði snar vitlausir og nánast froðufelli af heilagri reiði náttúruverndarsinna. Beljandi allir í kór ,,Er sælt að vera fátækur elsku Dísa mín" rómantíkk skorts og vanlíðan. Fyrirgefðu en ég vildi svona heilsa að vestfirskum sið og þakka þér skemmtileg skrif og á stundum furðulega lík og lífskoðun mín liggur til. Svona erum við íhöldin, að vestan...
Miðbæjaríhaldið

22. Júní 2008

BANKARNIR Í LUKKUPOTTI RÍKISSTJÓRNAR-INNAR

...Aðgerðirnar munu hvorki bjarga fasteignamarkaðnum frá hruni né duga til að rétta stöðu krónunnar. Með þeim duttu bankarnir hins vegar í lukkupottinn. Þeir eru með þessu skornir úr snörunni sem þeir voru komnir í vagna fasteignalána og yfirvofandi fasteignamarkaðskrísu og veitt lausafé frá ríkinu á tíma þegar slíkt er hvergi að fá á frjálsum markaði. Kaupþing bjó að miklu leyti til fasteignabóluna sem ríkisvaldið, í krafti Íbúðalánasjóðs, býðst nú til að taka á sig skellinn af. Jafnframt slapp bankinn naumlega við ...
Skattgreiðandi

21. Júní 2008

NÝI ALŢÝĐU-FLOKKURINN?

...Af hverju ber ekki Samfylkingin einfaldlega rétt nafn og heitir Alþýðuflokkurinn úr því hún er meira og minna komin úr felum með gömlu áherslur kratanna í Evrópumálum, hernaðarmálum, fjandskapinn við íslenskan landbúnað og dekur við þá auðmenn sem eru upp á kant við Sjálfstæðisflokkinn? Þið Vinstri græn eruð þó a.m.k. sæmilega heiðarleg í því að þykjast ekki vera eitthvað annað en þið eruð. Um Framsókn og þá hjá Frjálslyndum er nú erfitt að segja meðan þeir virðast ekki vita sjálfir hvað þeir vilja eða hvert þeir eru að koma eða fara. En mér finnst mikilvægt að þessir þrír alvöru flokkar í landinu...
Guðmundur S.

13. Júní 2008

ÁRÁSARGJÖRN STARFSMANNA-STEFNA HJÁ STRĆTÓ VERĐUR EKKI UMBORIN

Mig langar að spyrja hvort það sé rétt að borgarstjóri hafi lagt blessun sína yfir framkomu framkvæmdastjóra Strætó bs.gagnvart trúnaðarmönnum okkar. Hafi hann sagt að þetta væri allt saman í góðu lagi og stjórnendur strætó á grænni grein með sín starfsmannamál, mun þetta fyrirtæki einfaldlega hrynja að mínu mati. Og þá er ef til vill tilganginum náð hjá þeim. Ég treysti mér ekki til að vinna hjá fyrirtæki með árásargjarna starfsmannastefnu, svo ég tali aðeins fyrir mig. Ég er búin að vinna hjá Strætó ...
Sigríður

12. Júní 2008

MÉR ER BARA SPURN!

...Ég var að lesa grein þína með fyrirsögninni "BROTTREKNIR RÆSITÆKNAR Í VALHÖLL?"
Þú drepur á uppsagnarmál ræstitækna og læknaritara ásamt að starfsmenn og meðlimir í BSRB voga sér að fara á fund heilbrigðisráðherra í húsakynnum stjórnmálaflokks hans!  Það sem ég fæ ekki skilið, er, hvernig stendur á því að verkalýðshreyfingin leyfir heilbrigðisráðherra að haga sér eins og hann gerir, án þess að fara í verkfall!  Þar á ofan hvernig það getur átt sér stað að meðlimum verkalýðshreyfingarinnar leyfist að láta sér detta í hug, að láta andstæðinginn narra sig í vígstöðvar hans!
Ég hreinlega skil þetta ekki; er verkalýðshreyfingin orðin handónýt?  Er verkalýðshreyfingin orðin aðeins...
Úlfur

6. Júní 2008

TVÍSKINNUNGUR Í EFTIRLAUNA-MÁLINU

...Sjálfri finnst mér eftirlaunaósóminn einna verstur, ekki vegna þess að það sé stærsta málið, alls ekki, heldur vegna hins hve táknrænt það er. Samfylkingin lét meðal annars kjósa sig á þeirri forsendu að nú yrði tekið á spillingu af þessu tagi, því gætu kjósendur treyst. En hvað gerist? Það sýnir sig að ENGIN aslvara var að baki og átti í besta falli að gera minniháttar breytingar á lögunum en ekki afnema þau einsog gefið var í skyn. Þá hefðu ráðherrar líka þurft að ...
Sunna Sara

6. Júní 2008

HVAĐ ER AĐ GERAST HJÁ STRĆTÓ BS?

Mér þykir þú undalega hljóður um Strætó bs Ögmundur. Þar hefur logað allt stafna á milli vegna áminninga og uppsagna á trúnaðarmönnum. Öðru hvoru kemur þú fram í fjölmiðlum með málsvörn fyrir trúnaðarmenn en ég hefði búist við ...
Grímur

5. Júní 2008

HOLLVINASAMTÖK ÍSLENSKRA AUĐMANNA

Það er í tísku að tala um smjörklípur, þegar stjórnmálamenn leitast við að beina athygli frá leiðindamálum. Nú hefur Samfylkingin gengið í lið með auðmannagæslumönnunum í Sjálfstæðiflokknum og allt lagt undir til að bjarga íslensku auðmannastéttinni og bönkunum þeirra. Lykilatriðið er að viðhalda verðtryggingunni. Hún er aðferð til að blóðmjólka almenning án þess að það beri of mikið á því. Allar verðbreytingar í heiminum, allar gengisbreytingar, allar verðhækkanir, allt hækkar skuldir almennings gagnvart bönkunum. Þetta kerfi þekkist hvergi á byggðu bóli annars staðar.Við afnámum...
Hreinn Kárason

4. Júní 2008

PÓLITÍK EĐA ŢJÓNUSTULUND Á LANDSPÍTALA?

Í dag boðaði Guðlaugur Þór þórðarson, heilbrigðisráðherra, starfsfólk Landspítalans til fundar í Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins. Landsmálafélagið Vörður stóð fyrir fundinum sem auglýstur var á vefsíðu sjúkrahússins. Skyldu aðrir stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þessa þjónustu Landspítalans, að auglýsa fundi í húsakynnum þeirra? Landspítalinn hefur annars verið liðlegur með að lána húsnæði fyrir pólitíska kynningarfundi, nokkuð sem frambjóðendur allra flokka þekkja úr kosningabaráttu. Okkur starfsfólki hefur þótt það vera ...
Ljósmóðir

3. Júní 2008

ELDHÚSRĆĐAN Á ALŢINGI

...Ég tel að einmitt óþjóðhollustan hafi skapað þotuliðið og fjárglæfrafólkið sem hefur aðskilst og fjarlægst þjóðfélagið og stefnir nú tilveru okkar sem þjóðar í bráða hættu, eins og þú hefur svo oft komið inná.  Það hefur semsé stokkið úr sameiginlegum þjóðarbátnum og rær því ekki sömu árum og við!  Það er annað fólk sem fer í aðra átt en við Íslendingar!...
Úlfur

31. Maí 2008

KRÓNAN ER EKKI VANDINN HELDUR BANKARNIR

...nema hvað það er rangt að halda því fram að gjaldmiðillinn eigi í vanda. Krónan hefur lækkað, það er allt og sumt, aðeins minna en dollarinn. Það eru bankarnir sem eiga í vanda, EKKI krónan. Krónan er mælieining. Það er einsog að segja að sentímeterinn eigi í vanda ef maður er ekki nógu hávaxinn. Að skeiðklukkan eigi í vanda ef ...
Hreinn Kárason

28. Maí 2008

EFNDIR EN EKKI NEFNDIR

...Mig langaði til að þakka þér fyrir frábæra ræðu á Alþingi í gær. Það er gott að þú birtir hana hér á síðunni. Þú segir það sem segja þarf. Það eru auðstéttir í landinu og svo eru hinar vinnandi stéttir, og þú talar fyrir fólkið í landinu. Mér fannst Guðni Ágústsson í góðu formi líka....Og hvernig er með kvennastéttirnar? Ég tilheyri einmitt "umönnunarstétt" og finnst niðurlægjandi að fá enn eina ríkisstjórn sem svíkur okkur. Ingibjörg Sólrun og Samfylkingin var margsinnis búin að lofa því að leiðrétta okkar kjör...
Guðrún

23. Maí 2008

LOKSINS RÓTTĆKNI

...Loksins finnst mér vera komin einhver róttækni í femínistana hér á landi. Það er sko eins gott að einhver berjist af alvöru gegn því að konur gangi kaupum og sölum á Íslandi. Það hefur viðgengist allt of lengi að þessir strippklúbbar séu í gangi og það er vitað mál að ýmislegt misjafnt þrífst í þessum klúbbum. Sumum  finnst þetta hallærislegar aðgerðir og jafnvel heimskulegar en þetta minnir mig á aðgerðir rauðsokkanna hér fyrir þrjátíu árum síðan. Það var almennileg barátta og bar árangur þar sem fóstureyðingar voru leyfðar og leikskólum komið upp. Þessi baráttugleði sem ég sá í dag er ...
Snær frá Lundi

20. Maí 2008

EKKI BRASKA MEĐ LÍFEYRISSJÓĐINA!

 ...Vil bara koma á framfæri kæru þakklæti til þín fyrir andstöðuna gegn frumvarpi að lífeyrissjóðir megi lána eignir sínar í vogunarviðskipti. Á meðan launþegar eru þvingaðir til að vera í ákveðnum lífeyrissjóðum en fá ekki að ráða sjálfir hvar lífeyrir þeirra er geymdur kemur þetta ekki til greina. Einnig vitum við það öll að ef illa færi væri enginn ábyrgur og við gætum tapað því ...
Margrét

19. Maí 2008

Á MÓTI? EINSOG AMNESTY INTERNATIONAL?

...Ekkert er nógu geggjað til að leyfilegt sé að vera á móti því:  Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, eyðing Þjórsárvera, virkjanair á viðkvæmum stöðum, stil að selja orkuna svo á spottprís, innflutningur á 30.000 útlendingum á 4 árum. Allt sjálfsagðir hlutir í augum þeirra sem ætla sér að græða....Heilbrigðiskerfið. Nú á að fela hagsmunaaðilum að deila út gæðunum handa sjálfum sér. Fengnir eru læknar og auðmenn til að setjast yfir bráðina. Kæmi ekki á óvart þótt þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að þessir hagsmunir væru best komnir í þeirra eigin vörslu...
Hreinn Kárason

17. Maí 2008

HRÁTT KJÖT, FJÖLMIĐLAR OG EIGENDUR ŢEIRRA

Mitt gamla blað Morgunblaðið stendur sig vel í að fjalla um frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Ég hef hins vegar tekið eftir því að Fréttablaðið sem er í eigu stærsta auðhrings landsins hefur nánast ekkert fjallað um þetta frumvarp. Það er athyglisvert í ljósi þess að í frumvarpinu felst ein róttækasta breyting á íslenskum landbúnaði sem ráðist hefur verið í. Hver ætli sé ástæða þess að þetta víðlesna blað greini ekki frá efasemdum um frumvarpið? Er það vegna þess að eigandi þess mun græða mest á því að frumvarpið verði samþykkt? Það er ...
Halldór Kári

12. Maí 2008

MEĐVIRKNI EĐA ANDVARALEYSI?

Þakka þér fyrir greinina hér á síðunni um „fréttir" RÚV um eftirlaunalögin sem Ingibjörg Sólrún segir að eigi að afnema! Þegar betur er að gáð kemur fram að ekkert slíkt stendur til þótt fréttastofurnar hjálpi henni í þessum blekkingarleik annað hvort með meðvirkni eða andvaraleysi sínu. Það er einvörðungu verið að tala um að gera smávægilegar breytingar á lögunum sem mér sýnist að myndu til dæmis hvorki skerða kjör þeirra Ingibjargar Sólrúnar né Geirs Haarde.  Nú fara fréttastofurnar á fullt að ...
Guðrún Guðmundsdóttir

10. Maí 2008

HVERNIG SKIPT ER ÁBYRGĐ OG ÁVINNINGI

FL Group er stjórnað af þrítugum manni. Þetta félag hefur tapað 115 milljörðum á 9 mánuðum jafnhárri upphæð og nemur tæplega tíu prósentum af sparifé landsmanna. Í þessu félagi hafa lífeyrissjóðir fjárfest bæði beint og óbeint. Þessi þrítugi drengur er látinn bera ábyrgð sem enginn getur axlað. Bakvið þennan skjöld sakleysis, fela sig ...
Hreinn Kárason

9. Maí 2008

SINNA FRJÁLSLYNDIR ALMANNA-TENGSLUM FYRIR ÍHALDIĐ?

Sé að Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni Frjálslyndra nægði nokkurra mínútna svar frá Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra og enn styttra framlag frá Ástu R. Jóhannesdóttur Samfylkingu,  sem varði heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins í bak og fyrir, til að sannfærast um að einkavæðing í heilbrigðisþjónustunni væri ekki á dagskrá. Fréttablaðið greinir í dag skilmerkilega frá þessari merku uppgötvun Kristins eftir utandagsskrárumræður á Alþingi. Það vill svo til að ég sá ...
Fyrrverandi kjósandi Samfylkingar   

8. Maí 2008

EIGA BANKARNIR EKKI AĐ TAKA ŢÁTT Í ŢJÓĐARSÁTT?

Stærsti hluti hagnaðar bankanna fólst í gengisfalli krónunnar.  Vantar ekki eitt gott gengisfall í júní til að redda öðrum ársfjórðungi? Stærsti áhrifavaldur í gengismálum eru bankarnir. Af hverju voru bankarnir ekki á samráðsfundinum um þjóðarsátt?
Hreinn Kárason

7. Maí 2008

NÓG KOMIĐ AF BULLI UM HEILBRIGĐISMÁL!

...Snýst pólitík Sjálfstæðisflokks og það sem er að gerast núna í heilbrigðismálum bara um kostnaðargreiningu? Svo mátti skilja á ráðherra. Ekki er hann vel að sér í málefnum spítalans, svo mikið er víst. Þar hefur um lítið verið talað annað síðustu árin og allur kraftur farið í kostnaðargreiningarnar, löngu áður en Guðlaugur Þór dúkkaði upp. Nei það sem ríkisstjórnin nýja er að gera í heilbrigðismálum er langt í frá að vera bara enn ein kostnaðargreiningin, sem nóg er af fyrir. Undir þetta kjaftæði íhaldsins í þættinum tók Björgvín viðskiptaráðherra að því er virtist af þvílíkri sannfæringu að það komst ...
Heilbrigðisstarfsmaður

6. Maí 2008

VANHĆFUR?

Er Benedikt Jóhannesson Engeyingur og stóreigandi í Sjóvá og öðrum tilvonandi hagsmunafélögum einkavæðingar heilbrigðisgeirans ekki bullandi vanhæfur sem yfirmaður Sjúkratryggingarstofnunar? Er ekki rétt að hann leggi fram yfirlit um eignasafn sitt og fjölskyldu sinnar í ...
H.K.

5. Maí 2008

UM FÓLKSFĆLNI OG FLISS

Var að lesa pistilinn um hinn glaðbeitta flissandi ÞÁTTASTJÓRNANDA í pólitík á Íslandi. Er skrítið að fólk missi áhugann á pólitískri umræðu, finnist hún þreytandi og innihaldslaus? Ég er sammála því að heilbrigðisráðherrann með sinn ótrúlega hroka talar fyrir sig sjálfur. Hann verður dæmdur af verkum sínum. Valdastrákarnir styðja hvor annan, og leitt að Björgvin ætli að spila með í þessari ótrúlegu umræðu um heilbrigðismál. Rétt eins og ...
S.A., starfsmaður Landspítala

2. Maí 2008

TEKIĐ UNDIR MEĐ 1. MAÍ RĆĐU

...Helgi bendir á eins og þú sjálfur hefur margoft gert, ásamt öðru góðu þjóðlegu fólki, að það verður ekki spornað gegn auðvaldinu á Íslandi frekar en annarsstaðar í heiminum án baráttu.  Né verða eignir þjóðarinnar endurheimtar úr krumlum auðvaldsins, nema með baráttu, já mjög líklega harðri baráttu!  ...Nú mun reyna á í hvaða fylkingu foringjar Samfylkingarinnar munu skipa sér í.  Mun það verða í þjóðlega fylkingu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks, eða mun Samfylkingin áfram að þjóna auðvaldinu almenningi og íslensku þjóðinni til höfuðs?...
Úlfur

1. Maí 2008

TURNAR

Háir gnæfa turnar tveir
Töfrabjörg og Vinnugeir
Þjóðin niðrá jörðu þreyr
þorrann, hvíslar: Ekki meir.
Hreinn Kárason

29. Apríl 2008

HVER BER ÁBYRGĐ Á TVEGGJA STAFA VERĐBÓLGU?

Ólíkt veðrinu er verðbólga ekki náttúrufyrirbæri, heldur ávöxtur skilnings-, getu-, og/eða ábyrgðarleysis þeirra sem standa að stjórn efnahagsmála almennt og stjórn peningamála sérstaklega. Íslenzk stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að stjórna peningamálum þjóðarinnar. Og telja sér það til ágætis að láta viðskiptabankana alfarið um þjóðhagslega mikilvæga hluti eins og erlenda skuldastöðu þeirra og...
Gunnar Tómasson

29. Apríl 2008

AUĐVALDSHÖLLIN

...Meðan Fríkirkjuvegur 11 var í eigu Templaranna hét húsið bindindishöllin. Á meðan á umræðunni um sölu hússins stóð á sínum tíma lögðu fulltrúar VG fram þá tillögu að húsið yrði gert að barnamenningarsetri og lá þá beint við að húsið yrði kallað barnahöllin. Nú þegar voldugasti fulltrúi fjármálafáveldisins á Íslandi fær húsið til eignar liggur náttúrulega beint við að kalla það auðvaldshöllina.
Þorleifur Gunnlaugsson

27. Apríl 2008

PÖSSUM UPP Á MATVĆLAÖRYGGIĐ!

Ég rakst á þína ágætu vefsíðu, og las pistil Skarphéðins Gunnarssonar og svar þitt til hans. Þú hefur góða vefsíðu Ögmundur og mun ég opna hana oftar.  Þú ættir að hafa fréttbréf til að senda manni, svona til að minna mann á!
Þú hefur 100% rétt fyrir þér Ögmundur, og það er erfitt að ímynda sér Íslendinga eins illa upplýsta og þessi Skarphéðinn er, um stöðu matvælaöryggis í heiminum. Og að reyna svo að blanda mataröryggi við pólitík með því að segja "Það má skilja á málflutningi ykkar VG og hluta Framsóknar " bla.bla.bla......  er ómerkilegt og heimskulegt.  Auðvitað á mataröryggi ekki að koma pólitík við frekar en...
Helgi Geirsson

26. Apríl 2008

BORĐAR ÓHRĆDDUR HRÁTT Í EVRÓPU

Varðandi fullyrðingu þína að ekki sé hægt að fá linsoðin egg í Evrópu þá er það algjör þvæla hjá þér og ég held þú vitir það. Þú hlýtur að setja þessa fullyrðingu fram af annarlegum tilgangi. Það má skilja á málflutningi ykkar VG og hluta Framsóknar að það sé hreinlega stór hættulegt að fá sér að snæða í Evrópu. Hvers konar andsk.... rugl er þetta og hverju þjónar svona vitleysa? Ég er t.d. mjög mikið fyrir ...
Skarphéðinn Gunnarsson

25. Apríl 2008

Á KÍNA AĐ GANGA Í EVRÓPU-SAMBANDIĐ?

Sögulega séð þá sveiflast gjaldmiðlar upp og niður hver gagnvart öðrum, enda er það tilgangur þeirra. Gjaldmiðill á meðal annars að vera barómeter á styrk efnahagslífs. Þannig eru sveiflur gjaldmiðils ekki merki um veikleika, heldur hitt að hann sé virkur og þjóni tilgangi sínum, sem stillingartæki og gefi auk þess upplýsingar til markaðsaðila um stöðu mála. Ef sú lógík sem nú er uppi að sveiflur gjaldmiðils merki að hann sé ónýtur, þá er hollt að skoða ...
Hreinn Kárason

24. Apríl 2008

EINKAŢOTULIĐIĐ!

...Bruðl og siðfleysi einkaþotuliðsins er auðvitað til  ævarandi skammar enda algjörlega óverjandi. Það er hreint makalaust að þar skuli vera að verki formaður Samfylkingarinnar, stjórnmálaflokks sem kallar sig félagshyggju- og jafnaðarmannaflokk. Maður getur ímyndað sér að margur fyrrum foringi Alþýðuflokksins sé ...
Úlfur

22. Apríl 2008

HVER MÁLAĐI ŢYRNIRÓS?

Líking ríkisstjórnar Geirs H. Haarde  við Þyrnirós smellpassar. Eiginlega passar hún hvernig sem á málin er litið. Geir sefur á meðan efnahagslífið fuðrar upp og Samfylkingin sefur á meðan Guðlaugur Þór  einkavæðir heilbrigðiskerfið. En spurning mín er þessi: Hver gerði málverkið sem ...
Kveðja,
Haffi

16. Apríl 2008

NOKKRAR ÁBENDINGAR Í KJÖLFAR FRÉTTA UM SKORTSÖLU LÍFEYRISSJÓĐA

Ofangreindar hugleiðingar endurspegla það sem mér finnst vera "lógíkin" í málinu. Ef svo er í raun og ráðagerðir stjórnvalda ná fram að ganga, þá er það eitt hugsanlega til bjargar hagsmunum lífeyrisþega að aðsteðjandi kreppa á peninga- og efnahagsmálum heimsbyggðarinnar gangi hratt yfir - og verði ekki mikið verri en þegar er orðið. Ef þær væntingar ganga ekki eftir, þá ...
Gunnar Tómasson

15. Apríl 2008

ŢOTUFLAKKIĐ Á SÉR LÍKA BJARTA HLIĐ!

Í þotu flugu þétt í lund,
þeystu um víða geima.
Ó, hve sæl og ljúf er stund,
séu þau ekki heima.

Pjetur Hafstein Lárusson

14. Apríl 2008

HVER Á AĐ AXLA ÁBYRGĐ?

Hvernig væri að bændurnir við neðri Þjórsá tækju sig allir saman og myndu kæra Landsvirkjun fyrir sitt ofstæki...
Jón Þórarinsson

13. Apríl 2008

VILHJÁLMUR ERINDREKI EINKAVĆĐINGAR-SINNA

...Vihjálmur er framkvæmdastjóri SA, samtaka sem tala fyrir hönd fyrirtækja sem vilja einkavæða og komast yfir þessa starfsemi. Er þetta eðlilegt? Þú ert formaður BSRB, Ögmundur, minna samtaka, og hefur haft skoðanir á þessum málum; skoðanir sem eg er sammála. Á þetta að vera einstefnuakstur? Hefur þú verið boðinn á fund Ögmundur með Vilhjálmi Egilssyni um einkavæðingu á störfunum okkar?
Starfsmaður á Landspítala háskólasjúkrahúsi

13. Apríl 2008

ĆVILANGT FANGELSI FYRIR FÍKNILYFJAGLĆPI!

...Hafðu í huga Ögmundur, að glæpamenn af þessu tagi hafa gert slíkan mannskaða af sér að þeir eiga dauðadóma fyllilega skilið!...ég hef alls enga meðaumkvun með fíknilyfjaglæpamönnum, hverrar þjóðar sem þeir eru.  Þeir eru öllu verri ef þeir eru íslenskir, þar sem þeir gera íslensku þjóðinni óbætanlegan skaða og skömm!
Ég hefði vonað að alþingismenn Íslands hefðu betra og þjóðþarflegra með tíma sinn og atorku að gera, en að taka upp hanskann fyrir fíknilyfjaglæpamenn... 
Úlfur

12. Apríl 2008

KRAFTUR, FRELSI, FRIĐUR - Í BOĐI RÍKISSTJÓRNAR-INNAR!

...Eftirgrennslan leiddi í ljós að Hreinn K. hefur rétt fyrir sér! Er ríkisstjórnin að gera grín að þjóðinni eða eru þetta kjánar í ímyndarnefndinni hans Geirs? Er nefndin á launum? Er þetta þá kannski nefnd sem vinnur eins og þau gera í Háskóla Íslands, svona klippt og skorið -cut and paste - nefnd? Er Geir H. Haarde, forsætisráðherra, kannski að flytja fyrirlestra um Animal Farm í útlöndum? Okkur er sagt að hann sé ...
Jóel A.

11. Apríl 2008

SAMFYLKINGIN ER EKKI LÍTIL SÁL - EĐA HVAĐ?

...Að tala um flokkinn minn sem litla sál, eins og þú hefur gert Ögmundur og sumir lesendur þínir, er í hæsta máta óviðeigandi. Á sviði umhverfismála, utanríkismála og heilbrigðismála framfylgjum við okkar stefnu og fullyrði ég að lengra væri gengið í virkjanamálum, gagnvart NATÓ og í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins ef okkar jafnaðarmanna nyti ekki við í ríkisstjórninni...
Jafnaðarmaður

11. Apríl 2008

GLEYMUM EKKI LÁGKÚRU GEIRS

Geir H Haarde segir umræðu um nýjasta ferðamáta ríkisstjórnarinnar vera lágkúrulega. Ég legg til að landsmenn allir gleymi þessum ummælum ekki í næstu kosningum...
Jón Þórarinsson

11. Apríl 2008

HA?

Var að lesa bréfið frá Hreini Kárasyni og er vægast sagt gáttuð. Ríkisstjórnin  virðist ramba inn á allar brautir sem liggja til Dýrabæjar Orwells. Skyldi þetta vera ásetningur eða eðlisávísun? ...Svo er líka góð ábending hjá Sverri Jakobssyni í Fréttablaðinu í dag um ...
Sunna Sara

11. Apríl 2008

OG SVO FLJÚGA ŢAU HEIM Í DÝRABĆ!

Í bók sinni 1984 lýsti George Orwell þjóðfélagi "Stóra bróður", leiðtogans mikla, sem var í raun mikill kúgari. Eitt af kúgunartækjunum var að spilla tungunni. Hann lét búa til nýtt tungumál sem kallaðist Nýmál (Newspeak). Fræg er tilvitnunin, þar sem verið er að lýsa breytingum sem Stóri Bróðir hefur látið gera á tungumálinu. Hann gefur út þá yfirlýsingu að héðan af skuli merking orða vera sem hér segir:
"Stríð er Friður"
"Frelsi er Þrældómur"
"Þekkingarleysi er Kraftur"
En er það ekki merkileg tilviljun að akkúrat nú skuli nefnd á vegum forsætisráðherra hafa komist að þeirri niðurstöðu að ...
Hreinn Kárason

8. Apríl 2008

HVERS KONAR JAFNAĐAR-MENNSKA?

Ég fylgdist með umræðunni um einkaþotuleigu ríkisstjórnarinnar á Alþingi og kom það mér óneitanlega á óvart af hve mikilli heift forsætisráðherrann varði ráðslag ríkisstjórnarinnar. En látum það vera með Íhaldið. Það er samt við sig í spillingunni. En hvað með þennan guðsvolaða flokk sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands? Finnst mannskapnum þar allt í góðu lagi að láta almenning ...
Jóel A.

6. Apríl 2008

NÝIR OG BETRI BANKAR: ŢJÓĐARBANKINN OG HÚSNĆĐIS-BANKINN

Legg til að Íslenska ríkið stofni ríkisbanka, sem gæti heitið til dæmis Þjóðarbankinn og undirbúi að yfirtaka skuldir íslensks almennings við glæfrabankana. Hættan sem þjóðin stendur frammi fyrir er sú að fari bankarnir á hausinn, sem sumir telja líklegt, þá má búast við bréfum frá skiptaráðanda til almennings þar sem óskað er eftir uppgreiðslu lána. Þetta gerðist í Danmörku í kringum 1990 og í Bretlandi ca. 1992. Þá fóru margir einstaklingar á hausinn og misstu húsnæðið. Ef hægt er að bregðast við ÁÐUR en þetta gerist, þá er hægt að koma í veg fyrir stórslys. Það er hægt að nota Íúðalánasjóð í ...
Hreinn Kárason

5. Apríl 2008

AĐ TAKA EINN BRÉSNEF

...Þú vaktir máls á ýmsum þáttum og sýndir fram á hvað væri að gerast. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra stóð á gati og fulltrúar Samfylkingarinnar, litlu sálarinnar sem þú nefndir svo, tóku undir með heilbrigðisráðherranum. Myndin sem dregin var upp í fjölmiðlum var út úr öllu korti. Í einum fjölmiðli var Ellert B. Schram látinn ljúka fréttinni með því að segja að Samfylkingin myndi aldrei samþykkja einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þótt verið væri að sýna fram á að einmitt það væri að gerast!!! Í öðrum fjölmiðli var okkur sagt að...
Haffi  

5. Apríl 2008

GEIR SKAMMAR PÚTÍN

...Þetta hefði forsætisráðherrann mátt orða á fundi þar sem Bush og allt NATÓ liðið heyrði til.  Það getur vel verið að ég hefði samþykkt að spandera í einkaþotu undir Geir á fund til að ræða mannréttindabrot Bush stjórnarinnar og hernaðarbandalagsins NATÓ. Hitt hefði Geir getað rætt við Pútín í síma.
Grímur

4. Apríl 2008

INGIBJÖRG, GEIR OG NATÓ

...Var þetta, sem flokkurinn aðefst nú, stuðningurinn við stríðsrekstur í Írak og Afganistan og skefjalaus undirgefni við erlenda hernaðar- og auðhyggju á kostnað íslensku þjóðarinnar - var allt þetta fyrirséð? Ef svo er þá býr þessi stjórnmálaflokkur yfir meira falsi og undirferli en ég hafði hugarflug til að ætla. Ég var í hópi þeirra sem hlustaði á formann flokksins Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, og veit um marga aðra sem vildu taka hana trúanlega. Getur verið að hún hafi alla tíð verið að bíða eftir tækifæri til að svíkja yfirlýstan málstað sinn og kjósendur sína!  Glottandi Geir er eins og hann og hans fólk er ...
Úlfur

4. Apríl 2008

AĐ LABBA REST TIL STUĐNINGS NATÓ

Já, það er merkilegt hvað fólk getur þroskast illa með aldrinum eins og fram kemur í bréfi Sunnu Söru  um gamla Keflavíkur-göngugarpinn okkar hana Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra. En hvernig væri nú að hún gengi síðasta spölinn frá NATÓ fundinum í Búkarest - þeas. frá einkaþotunni á Reykjavíkurflugvelli og upp í ráðuneyti - svona rétt til að minna landsmenn  á mikilvægi NATÓ og framgöngu þess, m.a. í Írak og Afganistan ...
Sigurfljóð Hermannsdóttir

3. Apríl 2008

Í EINKAŢOTU TIL AĐ HEIĐRA NATÓ

...En svoldið skondin fannst mér þessi tilvitnun þaðan sem barst inn á minn skjá í dag: :"Fyrir nokkrum áratugum gekk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Keflavíkurveginn á tveimur jafnfljótum til að mótmæla aðild Íslands að NATO. Í gær sparaði hún sér ferðina suður eftir og...
Sunna Sara

3. Apríl 2008

GEIR Á HÁU PLANI

...Svona lítum við semsagt út, íslenskur almeninngur, séð úr háloftunum, úr þrjátíu þúsund fetum í einkaþotu - þaðan séð erum við náttúrlega á mjög "lágu plani". Þau Geir og Ingibjörg þá væntanlega á háu plani. Spurning hve lengi við nennum að borga undir þennan mannskap sem talar af slíkum hroka til þjóðar sinnar.
Haffi

1. Apríl 2008

LÍFEYRIR Í HÚFI

Er það ekki verkefni stjórnmála að fjalla um kerfi sem leyfir að menn verði milljarðamæringar á því að valda þjóðfélagslegum skaða? Ríkisstjórnin ætti að vera fjalla um kerfið um stjórnmálin, en er að fjalla um daglegar reddingar. Nú þarf að leyfa bönkum að fara hausinn og þjóðnýta restarnar. Ef þetta er gert núna, þá er hægt að ...
Hreinn Kárason

30. Mars 2008

SKRUM & OKUR

Það er rétt hjá Eddu á síðunni þinni að það er bæði beinlínis og óbeinlínis verið að OKRA á íslenskum almenningi, á svívirðilegan hátt, án þess að dónarnir skammist sín!
Ég veit að Alþýðusambandið hafði verið að myndast við að tína vörur í körfur og upplýsa hvað hver okraði í það og það skiptið.  Síðan komst upp að verslanirnar sem erindrekar ASÍ heimsóttu, vissu hvenær þeir kæmu í heimsókn, sem gaf viðkomandi verslunum tækifæri til að hagræða verði og vöru sem gerði samanburðinn þeim hagstæðan. Þá skilst mér að ...
Úlfur

30. Mars 2008

HAGKAUPSOKUR

Hagkaup er okurstofnun. Hef farið nokkrum sinnum síðustu daga í þrjár verslanir þessarar Baugsstofnunar og keypt fjóra hluti þar, einn og einn í einu.Í öll skiftin bar ekki saman hilluverði og kassa og munaði sumsstaðar miklu. Það eru alltaf þessar verðbreytingar, var sama svarið við kassann, engin afsökun. Þetta er sérgrein Finns. Hefði ég keypt fleira í þessi ...
Edda

23. Mars 2008

ŢRÍR KRATAR – EĐA FJÓRIR?

Ég var að hlusta á Hallgrím Thorsteinsson  og viðmælendur hans í þættinum Í vikulokin.  Einn viðmælenda var Benedikt Jóhannesson, nýskipaður stjórnarformaður nýrrar innkaupastofnunar í heilbrigðiskerfinu; stofnunar sem hefur verið afar umdeild, meðal annars af þinni hálfu Ögmundur. Benedikt dóseraði lengi um viðskiptavinina í heilbrigðiskerfinu. Mér skilst að hann hafi átt við sjúklinga. Kauphallarstjórinn, Þórður,  sem einnig var í þættinum,  tók undir með...
Jóel A.

23. Mars 2008

ŢJÓĐHAGS-STOFNUN VAR ŢJÓNUSTU-STOFNUN VALDSINS

Ég hlustaði á útvarpsþáttinn Í vikulokin í dag. þar voru flestir þátttakendur að  mæra gömlu Þjóðhagsstofnunina, hún hefði verið svo fagleg og hlutlaus. Einn þátttakenda var fyrrum forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Ég man ekki betur en Þjóðhagsstofnun hafi alltaf verið þjónustustofnun við ríkisvaldið og ríkjandi öfl. Undirbjó alltaf kjarasamninga með endalausu væli og bölsýnistali. Stofnunin var síðan lögð niður í einhverju kasti Davíðs Oddssonar. Ekki ætla ég að réttlæta það.  Hinu vil ég halda til haga og það er...
Haffi

23. Mars 2008

SAMFYLKING GREFUR UNDAN ÍSLENSKUM EFNAHAG

...Hvað skyldi kjósendum sem kusu Samfylkinguna finnast um mannskapinn sem það kaus? Var meiningin að kjósa þessa rispuðu grammofónplötu inn í Stjórnarráðið sem er aldrei í öðru fari en því sem segir að allt verði gott ef við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru? Ég spyr: Eigum við Íslendingar ekki að losa okkur við þetta hugmyndasnauða barlómslið og ...
Grímur

23. Mars 2008

SAMRĆĐA FYRIR SAMFÉLAG

Var að lesa ræðu séra Gunnars Kristjánssonar, sem þú birtir hér á síðunni. Mannúðin er undurfalleg þegar hún er sönn og hrein. Að skrifa og hugsa svona er náðargáfa. Mikið gagn hefði samfélagið af samræðu sem þessari - lágværri, hlýrri og fordómalausri - en því miður heyrum við minnst af því sem ...
Þorleifur

22. Mars 2008

ŢURFUM VALKOST VIĐ "FRJÁLSA" FJÖLMIĐLA AUĐVALDSINS!

...Auðvitað ber verkalýðshreyfingunni og félagshyggjuþenkjandi stjórnmálamönnum hreinlega skylda til að spyrna við ofbeldi auðvaldsins, með heiðarlegum og vel reknum fjölmiðlum.  Hvernig má almenningur í landinu annars treysta því að sannleikurinn sé á borð borinn og vakað sé yfir hagsmunum hans? Ber umræddum félagshyggjuöflum ekki skylda til að leita fjár til fjármögnunar á stofnun og frumrekstri kröftugra fjölmiðla í landinu, sem síðar meir kæmu til með að borga sig? Verður ekki að ráða færasta fólk til að hrinda þessu í framkvæmd og síðan ...
Úlfur 

20. Mars 2008

UTANGARĐS-GEIR OG FERĐALANGUR Á VEGUM SKATT-BORGARANS

Ég á sannast sagna engin orð yfir ráðamönnum þjóðarinnar. Lánin mín æða upp á við með vísitölubundinni verðbólgu! Við þessar aðstæður mætir forsætisráðherrann, Geir með bleikt bindi í Stjórnarráðið og hikstar því upp við fjölmiðla að við eigum bara að vera glöð og halla okkur aftur á bak í áhorfendastúkunni. Á sama tíma eyðir Ingibjörg Sólrún milljónatugum af skattfé okkar  í auglýsingaferð fyrir sjálfa sig til ...
Grimur

19. Mars 2008

KRÓNAN, BANKARNIR, PEARL HARBOUR, SAMFYLKINGIN OG...

Nú er svo komið sem ég af lítillæti mínu minni á að ég spáði fyrir jólin að myndi gerast eftir jólin. Að bankarnir væru að undirbúa árás á krónuna.  Nú er þessi Pearl Harbour bankanna hafin. Þetta afhjúpar þá goðsögn að bankarnir séu að einhverju leyti íslenskir. Þeir eru fyrst og fremst bankar á markaði.  Það sem verra er, er að lífeyrissjóðirnir græddu líka. Þannig að fyrst setjum við launþegann á hausinn og síðan fær hann ...
Hreinn Kárason

18. Mars 2008

BJÓĐUM DALAI LAMA VELKOMINN

Ég var að enda við að senda tölvupóst með mótmæli til kínverska sendiráðsins og varð jafnframt undrandi yfir því hvað Kínverjar hafa kúgað þjóðina í Tíbet og drepið. Ég man eftir því á sínum tíma þegar Dalai Lama flúði í útlegð. Núna eru 49 ár síðan og maður dáist af honum, hvílíkt þrek hann hefur haft í gegnum tíðina í útlegðinni um leið og sársauki hlýtur að ...
Carl Jóhann Lilliendahl

18. Mars 2008

TRÚIR EKKI FRÉTTAFLUTNINGI FRÁ TÍBET

Mér finnst hann nú skelfing hæpinn, boðskapurinn um góðu andófsmennina í Tíbet og vondu kommana í Kína. Ég man ekki betur en að "uppreisn" Tíbeta hafi á sínum tíma komið upp vegna áforma stjórnvalda í Kína að taka nokkurt landssvæði af tíbeska aðlinum og afhenda fátækum bændum og leiguliðum. Svo minnir mig einnig að CIA hafi átt stóran þátt í að hrinda uppreisninni af stað...
Torfi Stefánssoon

17. Mars 2008

BEĐIĐ EFTIR HEITASTA PARINU

...Gaman var að heyra hvað Ásta R. og Kristinn H. höfðu góðan skilning á þessu í umræðunni á Alþingi: Skamm, þið hafið verið að slugsa læknaritarar og líka þið sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar á Landakoti. Nú er bara að sjá til þess að heitasta parið taki yfir, Hannes Hólmsteinn og Margrét Pála. Vant fólk, vönduð vinna.  Eftir hverju er verið að bíða? Læknaritararnir á LSH og hjúkrunarfólkið á Landakoti hefur greinilega verið handónýtt. Áfram...
Sunna Sara

16. Mars 2008

VG EINN FLOKKA UM VELFERĐINA

Ég hlustaði á ykkur Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann Samfylkingarinnar, í Endurvinnslunni, útvarpsþætti Ævars Arnar Jósepssonar, í dag. Ef Ágúst Ólafur er dæmigerður fyrir forystu Samfylkingarinnar þá verð ég að segja að Samfylkingin á að hætta að kalla sig félagshyggjuflokk! Reyndar hefur Ágúst Ólafur verið býsna heiðarlegur í sinni frjálshyggju. En getur verið að Samfylkingarfólk vilji láta tala fyrir sína hönd eins og varaformaðurinn gerði í dag? Vilja kjósendur Samfylkingarinnar láta einkavæða heilbrigðiskerfið, rústa landbúnaðinn og vilja þessir kjósendur láta gefa meira fyrir Evrópusambandsaðild en atvinnustig...
Haffi

16. Mars 2008

UM VAFASAMA EINKAVĆĐINGU OG HAGSMUNI ÍSLANDS

...Svo er mál með vexti, að einkafyrirtæki þar, sem hefur það verkefni með höndum að bólusetja fólk og taka blóðprufur úr því, var staðið að því að nota sömu nálarnar aftur og aftur, í stað þess að nota ætíð nýjar innpakkaðar sótthreinar nálar eins og lög segja til um.  Eins og gengur og gerist í þessum einkavæðingar- villimannaheimi einkagræðginnar, þá ver umrætt fyrirtæki lægstbjóðandi í verkið ...
Úlfur

15. Mars 2008

HVERS VEGNA FÓRU FORSETINN OG ŢOTULIĐIĐ EKKI TIL TÍBET?

Mikið þótt mér gott þegar Björk okkar tók undir með baráttufólkifnu sem berst fyrir sjálfstæði Tíbet.s - og geldur nú umvörpum með lífi sínu.... Um Afganistan-reisu Ingibjargar Sólrúnar get ég varla rætt; til þvílíkrar hneysu þykir mér sú för vera. Reynadar finnst mér ferðaflandrið á forsetanum stundum ...
Ari

12. Mars 2008

UM SKATTA-SNIĐGÖNGUMENN OG SAMNINGS-STÖĐU SKULDARA

... En þetta er ekki erindið. Ég ætla að minna á nokkuð sem þarf örugglega heilmikils undirbúnings við.
Haustið 2009 munu bankarnir væntanlega segja upp húsnæðislánunum sem þeir hófu að veita haustið 2004 með 4.15% vöxtum. Verði ekkert að gert er líklegt að mjög margar fjölskyldur lendi í miklum vanda, því horfurnar á lækkun vaxta almennt eru ekki vænlegar. Ég tel aðeins tvo aðila færa um að hlaupa undir bagga. Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina. Væntanlega þarf að breyta reglum Íbúðalánasjóðs, hann hefur hingað til ekki lánað til endurfjörmögnunar en hefur ...
hágé.

11. Mars 2008

EFTIRLAUNA-FRUMVARPIĐ: HVER ER ALVARAN AĐ BAKI?

Þakka þér fyrir svarið. Ég er sammála. Það er um það bil að koma í ljós hvort þeim sem andæfa eftirlaunaósómanum er alvara eða hvort til standi að sviðsetja eitthvað til málamynda.
Ég tel að það hljóti að vera meirihluti fyrir því í allsherjarnefnd að taka frumvarp Valgerðar fyrir og afgreiða. Þar sitja
meðal annarra...
Hjörtur

10. Mars 2008

SKÁKVEISLA GUĐFRÍĐAR LILJU

Skákveislan sem staðið hefur yfir að undanförnu hefur gefið mér að nýju trú á að skáklistin eigi framtíðina fyrir sér. Skákin er sú íþrótt sem ég ber mesta virðingu fyrir og vel við hæfi að tala um skáklist enda skákin blanda af íþrótt og list. Skákveisluhaldarinn,  forseti Skáksambandsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, á lof skilið fyrir sína framgöngu að undanförnu. ... Hrafn Jökulsson er annar eldhugi sem kveikt hefur áhuga á skálistinni og unnið henni ómælt gagn auk allra skaksnillinganna sem við eigum...
Grimur

10. Mars 2008

SPURT UM LÍFEYRIS-FORRÉTTINDIN

Formaður allsherjarnefndar segir í 24-stundum, að óski nefndarmenn ekki eftir því að eftirlaunafrumvarp Valgerðar Bjarnadóttur verði tekið fyrir, þá muni það daga uppi. Áríðandi spurning mín er þessi: Mun þingflokkur VG sjá til þess að málið verði tekið fyrir í allherjarnefnd? Í nefndinni situr Atli Gíslason fyrir hönd VG. Þar situr einnig Ellert B. Schram, einn flutningsmanna frumvarpsins. Líka Jón Magnússon fyrir frjálslynda, sem hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við áfnám lífeyrisforréttindanna. Þar situr og Siv Friðleifsdóttir, sem sagst hefur áhugasöm um afnám...
Hjörtur Hjartarson

7. Mars 2008

FRÉTTAMENN Á ÖĐRUM FUNDI?

Komdu sæll Ögmundur, og takk kærlega fyrir ræðuna í gær. Hún snart mig djúpt eins og svo oft þegar þú talar. Ég held það sé þessi "sanni" réttlætistónn sem er svo hressandi að heyra, nú þegar þjóðfélags og stjórnmálaumræðan einkennist af flatneskju og moði. Svei mér þá ef ræðan minnti mig hreinlega ekki á aðra góða ræðu úr þínum fórum sem fól í sér skilaboðin um að innst inni séum við öll vinstri græn. Það eru orð að sönnu. Þegar ég kom heim hlakkaði ég til að hlusta á fréttir af fundinum. En var mig að dreyma? Greinilega voru fréttamennirnir ekki á sama fundi og ég því svo virtist sem ...
Sigríður Andrésdóttir

5. Mars 2008

VARNARÁRÁSIR?

...Æði oft er ég ósammála þér, en ég ber virðingu fyrir þér fyrir heiðarleika og einlægni í umræðu. - Varðandi fyrirspurn þína á Alþingi vegna síðustu atburða í Ísrael - Er það ekki skylda stjórnvalda þarlendra að vernda eigin borgara fyrir flugskeytaárásum? ...
KB

2. Mars 2008

FRÁBĆR SKRIF BALDURS ANDRÉSSONAR

Grein Baldurs Andréssonar, Hústákn - Táknhús, sem þú birtir hér á heimasíðunni undir yfirskriftinni, Frjálsir pennar, er hreint afbragð. Greinin er frábærlega vel skrifuð og vissulega þess virði að lesa vel. Baldur er ekki bara að tala um hús heldur þjóðfélag, þjóðfélagsbreytingar og pólitík,  en hann gerir þetta á ...
Haffi

1. Mars 2008

SEGĐU ŢAĐ AFTUR OG HĆRRA!

Var að lesa ræðu þína af lífeyrismálþingi BSRB. Algerlega sammála áherslum þínum. Ef lífeyrissjóðirnir hefðu skilið til fulls félagslega ábyrgð sína hefðu þeir aldrei látið það gerast að bruðlað væri eins með peningana okkar og gert hefur verið. Lífeyrissjóðirnir gætu verið stefnumótandi um þjóðfélagsþróun í stað þess að vera hækja stórkapitalsins sem fær afhentan lögþvingaðan sparnað okkar ...
Jóel A.

28. Febrúar 2008

"EINRĆKTAĐUR" HĆSTIRÉTTUR

 Í gær var fróðlegur fundur vestur í Lagadeild Háskóla Íslands um málefni Hæstaréttar. Þar kemur fram í máli Hrafns Bragasonar fyrrum hæstaréttardómara að allir núverandi dómarar réttarins hafi verið skipaðir af Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur komið fram í máli ýmissa sem virðast eiga „sárt um að binda" í vandræðunum miklu sem flokkur þessi á við að stríða við stjórn Reykjavíkurborgar, „að gæta verði hagsmuna flokksins" varðandi þennan ...
Guðjón Jensson

27. Febrúar 2008

HVORT ER BETRA AĐ VITA EĐA VITA EKKI?

...Svo kemur Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra í viðtal og þvær hendur sínar; þetta mál kemur honum ekkert við. Það gerði hann í læknaritaraútvistuninni. Það mál snerist um eitthvert fólk, sagði hann okkur, sem væri honum allsendis  óviðkomandi! Heldur maðurinn að við séum fífl? Eða hvað? Er Guðlaugur Þór kannski að segja rétt frá; að hann viti ekki neitt? Er kannski verið að vinna að markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins  úti í bæ og ráðherrann lesi bara um árangurinn í blöðunum? Getur verið að Guðlaugur Þór sætti sig við að sitja í stúku og fylgjast með - ekki sem gerandi heldur...
Sunna Sara 

25. Febrúar 2008

VERĐUR RÍKIS-STJÓRNINNI ÚTHÝST?

Hvernig skýrir þú fylgi ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt skoðanakönnunum er það meira en í síðustu kosningum? Það er með ólíkindum hve mikið fylgi stjórnarflokkanna er samkvæmt könnunum sem birst hafa að undanförnu. Getur verið að þjóðin sé ...
Haffi

24. Febrúar 2008

RÉTT HJÁ GUĐFRÍĐI LILJU!

Ég hlustaði á Silfur Egils í dag. Álver, álver, álver, mér sýnist þetta vera það eina sem Sjálfstæðisflokki dettur í hug, sem svar við samdrætti í efnahagslífinu. Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, andmælti þessari nauðhyggjuhugsun ágætlega og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, VG,  af ekki síðri krafti en jafnframt yfirvegun. Hún benti á hinar raunverulegu lausnir, að styrkja innviði samfélagsins og koma síðan til móts við byggðarlögin á þeirra forsendum.  Við yrðum að hafa ...
Grímur

22. Febrúar 2008

FRÁ VELFERĐAR-ŢJÓNUSTU TIL MARKAĐSKERFIS

Hinn 15. febrúar skrifar þú pistil hér á síðuna undir spyrjandi fyrirsögn, Á Sóltúnstaxta? Tilefnið var fréttamannafundur sem Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra, efndi til með forstöðufólki Heilsuverndarstöðvarinnar ehf. Ég sá umfjöllun um þennan viðburð í 24 Stundum og Morgunblaðinu. Ekki hef ég orðið var við umfjöllun annars staðar. Þessir litlu stafir, sem búið er að setja fyrir aftan Heilsuverndarstöðina, það er, ehf,  marka óneitanlega tímamót í sögu íslenska velferðarkerfisins. Getur verið að...
Haffi

21. Febrúar 2008

EKKI RÍKISÁBYRGĐ FYRIR EINKAFYRIRTĆKI!

Ég var að lesa pistil Þórs Þórunnarsonar á vefsíðunni þinni, og vægt til orða tekið, hryllir mig við því sem þar kemur fram; tilhugsuninni um hvað stjórnvöld Sjálfstæðisflokksins,  Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa gert íslensku þjóðinni undanfarin ár. Ef Þór hefur virkilega rétt fyrir sér, sem ég efast ekki um, þá er ekki nóg með að einkavinavæðingin hafi að mestu leyti verið hreinn þjófnaður á sameignum íslensku þjóðarinnar sem hún hefur haft mikið fyrir að eignast, heldur hafa stjórnvöld gert ríkissjóð ábyrgan fyrir braski einkafyrirtækja....
Úlfur

20. Febrúar 2008

ÍSLENSKA RÍKIĐ Í MILLJARĐA SKULDBINDINGU VEGNA EINKAFYRIRTĆKIS

Þegar einkavæðing bankanna stóð fyrir dyrum þá var ég örlítið efins. Ekki það að ég væri ósammála flestum þeim rökum sem beitt var fyrir einkavæðingu. Aðallega fannst mér gott til þess að vita að afdanka stjórnmálamenn hefðu ekki áskrift að bankastjórastöðum þegar þeir nenntu ekki, eða fengu, að vera lengur á þingi. Einnig var ég sammála því að óþarfi væri, í sjálfu sér, að ríkið stæði í bankastarfsemi. Ég ætla ekki hér að rekja þá umræðu frekar, heldur benda á eitt atriði sem ...
Þór Þórunnarson

19. Febrúar 2008

TÍMAMÓT- VERKAFÓLK GREIĐIR SJÁLFU SÉR LAUNAHĆKKANIR

 Í  ný-undirrituðum kjarasamningum ASÍ og SA virðist verkafólk greiða sér sjálft launahækkanirnar. Það er þannig gert að laun hækka  um 18- 21 þús. Af því borgar verkalýðurinn staðgreiðsluskatt ca. 7500kr.  sem svo er notaður til að borga niður skattalækkun atvinnurekenda ...Er nema von að menn kætist? Verkalýðurinn borgar sér sjálfur og tekur auk þess atvinnurekendur á bakið. Það er svo sem ekkert nýtt. Nema hvað íslenskir atvinnurekenur eru orðnir heldur þyngri ...
Rúnar Sveinbjörnsson

 

18. Febrúar 2008

ÖMURLEGT AĐ HLUSTA Á HÁLAUNAFÓLKIĐ

Það er einfaldlega ömurlegt að hlusta á hálaunafólkið troða upp í fjölmiðlum  og mæra nýgerða kjarasamninga ASÍ. Ofboðsleg hrifning. Samt eru launin áfram undir fátækramörkum. Athyglisvert að álitsgjafarnir eru allir með margfalt hærri tekjur en fólkið sem samið er fyrir og kemur til með að vera með heilar 138 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu. Það er von að ritstjórar blaðanna séu hrifnir, sjálfir með ...
Haffi

18. Febrúar 2008

SJÁLFSTĆĐIS-FLOKKURINN Á EKKI AĐ EIGA EMBĆTTI

Telst það eðlilegt ástand að stjórnmálaflokkur, í þessu tilfelli Sjálfstæðisflokkurinn, „eigi" ákveðin embætti hvort sem það eru dómaraembætti, sýslumannaembætti, staða seðlabankastjóra eða sendiherra eða nú síðast forstöðumaður Þjóðmenningarhúss? Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn komist upp með ásamt Framsóknarflokknum sem vonandi heyrir sögunni til að tryggja sínum mönnum þessi embætti hvort sem þau eru auglýst formsins vegna eður ei. Mér hefur alltaf fundist ...
Guðjón Jensson

16. Febrúar 2008

GETUR VERIĐ AĐ HJARTAĐ VANTI Í SAMFYLKINGUNA?

Svo virðist sem ríkisstjórnin muni spila út kosningaloforðum Samfylkingarinnar sem sínu framlagi í samningaviðræðum SA og ASÍ. Þar má nefna úrbætur í húsnæðismálum, lagfæringar á frítekjumörkum og fleira. Samfylkingarráðherrar munu kalla þetta klókindi - að nota sömu loforðin tvisvar - en aðrir blekkingar. Flokkurinn og forystumenn hans hafa átt erfitt með að sjá muninn á þessu tvennu. En munurinn er þessi:...
Hreinn Kárason

16. Febrúar 2008

SEĐLABANKA-STJÓRI OG OKRIĐ

...Nýir kjarasamningar eru í burðarliðnum og nú stendur á stjórnvöldum að unnt sé að samykkja og undirrita. Að mér skilst er það einn maður sem er í hlutverki Þránds í götu og það er aðalbankastjóri Seðlabankans sem vill halda í okurvextina. Um þetta hefi eg fjallað á ...
Guðjón Jensson

15. Febrúar 2008

HÁRRÉTT HJÁ FINNI

Það er rétt athugað hjá Finni Dellsén í grein hér á heimasíðu þinni Ögmundur, að það er verið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi og þjóðin virðist ætla að láta þetta gerast í kyrrþey. Finnur segir: „Tveir mestu frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum, Guðlaugur Þór og Pétur Blöndal, leiða stefnumótunina í átt að meiri einkavæðingu og einkarekstri - allt með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar. Nokkrir áhrifamiklir læknar lýsa yfir vilja...
Haffi

15. Febrúar 2008

UM SPILLINGU OG ÁBYRGĐ ALŢINGIS

Til hamingju með nýju heimasíðuna. Hún er stórfín. Í pistli á heimasíðunni 5. febrúar segir þú um Samfylkinguna: "Pínulítil sál sem leyfir spillingunni að hafa sinn gang með þögn sinni." Ég er sammála þér. Annað geigvænlegt spillingarmál er skipan héraðsdómara fyrir norðan og austan. Að mínu viti hefði mátt heyrast meira frá VG um það mál. Ég er nefnilega sammála þeim orðum sem Sigurður Líndal hafði um framgöngu setts dómsmálaráðherra, Árna Matthiesen...
Hjörtur Hjartarson

15. Febrúar 2008

GUĐLAUGUR ŢÓR OG MILLILIĐIRNIR

...Ein ástæðan fyrir gagnrýni á einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar hefur verið sú að með því sé þjónustunni sundrað. Fyrir bragðið verði erfiðara um vik að hafa yfirsýn og tryggja samfellda þjónustu. Þetta sér einkapraxísinn að sjálfsögðu og finnst gott að vera saman - undir einu þaki. Skiljanlega. En ég spyr hvers vegna að leyfa Guðlaugi Þór að setja inn milliliði í heilbrigðiskerfið? Hvers vegna ehf-in? Hvort þjónar Guðlaugur Þór fjárfestum eða almenningi? Í mínum huga ...
Sunna Sara

11. Febrúar 2008

FRJÁLSLYNDIR GEFA LÍTIĐ FYRIR LĆKNARITARA

...Ég sat á pöllunum við þessa umræðu og hlustaði á þessa heimskulegu en jafnframt hrokafullu ræðu.  Maðurinn gaf ekkert fyrir  það hvort kjör okkar læknaritara skertust eða ekki. Síðan veit hann augljóslega ekkert  um eðli starfsins. Er eðli starfs þingmanna að tjá sig um mál án þess að gera minnstu tilraun til að afla sér lágmarksþekkingar á málefnum? Ég er enn að jafna mig á þessari umræðu. Verstur var Kristinn nema ef vera skyldi þingkona Samfylkingarinnar, Ásta R. Jóhannesdóttir.
Læknaritari

10. Febrúar 2008

TILRĆĐIĐ VIĐ ÍSLENSKA VELFERĐAR-KERFIĐ

...Að verða vitni að því að Samfylkingarfólk sem kallar sig félagshyggjufólk og var kosið sem slíkt í síðustu alþingiskosningum, standi í þessu skemmdarstarfi, er í einu orði sagt, ömurlegt!  Það þarf enginn að segja manni að heiðursmaður eins og Össur Skarphéðinsson láti slíkt líðast.  Maður hefði heldur ekki haldið að Jóhanna Sigurðardóttir hefði látið bjóða sér slíkt, en hún virðist vera orðin þreytt og yfirbuguð ...
Úlfur

9. Febrúar 2008

SAMFYLKINGIN VAR MEĐ EN ER NÚ Á MÓTI!

Aðeins varðandi það sem þú segir í ágætri grein þinni um að Svandís hafi axlað pólitíska ábyrgð í REI málinu, sem hún gerði ein og óstudd. Nú fara fulltrúar Samfylkingarinnar mikinn í gagnrýni sinni á málsmeðferðina, Dagur B. Eggertsson og Oddný Sturludóttir hafa ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að Vilhjálmur Þ. hafi ekki haft umboð til að undirrita REI-samninginn, sem lagður var fram á frægum eigendafundi Orkuveitunnar síðastliðið haust. Er ekki rétt munað að fulltrúar Samfylkingarinnar ...
Gísli

9. Febrúar 2008

VEGIĐ AĐ STARFSHEIĐRI LĆKNARITARA

...Einnig virtist manni á framsögn Ástu Ragnheiðar að hún teldi að nánast hver sem er gæti „vélritað" þessar skýrslur og með því gjaldfelldi hún okkar fullra þriggja anna nám eftir stúdentspróf og sex mánaða starfsþjálfun. Það er þó engin ...Hvað heilbrigðisráðherra viðvíkur veit ég eiginlega ekki hvar ég á að byrja, en í Fréttablaðinu er haft eftir honum að gæði og öryggi skráningar muni mögulega aukast með því að hafa þjónustuna annars staðar en á spítalanum. Tel ég að með þeim orðum ...
Læknaritari á LSH

8. Febrúar 2008

HÓLMSTEINN SEGI AF SÉR

Nú þegar íslenski markaðurinn er nánast hruninn og engar líkur á að hann nái sér á strik, þá er það áfellisdómur fyrir hugmyndafræði Frjálshyggjunnar. Er ekki eðlilegt að Frjálshyggjupredikarar á borð við Hannes Hólmstein, axli ábyrgð og segi af sér prófessorsembætti? Þótt markaðurinn kunni að lagast eitthvað í framtíðinni og þarafleiðandi hagur auðmanna ef þeir halda áfram að fá styrk frá fátæklingum, þá lagar það ekki ...
Hreinn Kárason

7. Febrúar 2008

ÉG BIĐST AFSÖKUNAR

Ég skrifaði þér bréf sem birtist hér á heimasíðunni nýlega undir fyrirsögninni, Óviðurkvæmileg fyrirsögn. Þótti mér ekki við hæfi að sýna Samfylkinguna sem drit-skellu sem gekk niður af Sjálfstæðisfálkanum þegar hann var í þann veginn að læsa einkavæðingarklóm sínum í þak Landspítlans, að þessu sinni til að einkavæða störf aðþrengdrar kvennastéttar, læknaritara.  Mér þótti Samfylkingunni gert rangt til, hún myndi aldrei samþykkja slíkt. Þetta taldi ég víst. Í dag hlustaði ég svo á fulltrúa Samfylkingarinnar verja eikavæðingaráform Guðlaugs Þórs heilbrigðisráherra Íhaldsins. Hentistefnan á fullu! Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingarþingkona sagði að...
Grímur

7. Febrúar 2008

TALAĐ AF VANŢEKKINGU UM LĆKNARITARA Á ALŢINGI

...Það var með ólíkindum hvernig sumir starfsbræður þínir á þingi töluðu, það var eins og fólkið hefði ekki nokkurn skapaðan hlut kynnt sér þessi mál. Það veit enginn út á hvað störf læknaritara ganga. Svo segja þau alveg án þess að blikna að það verði engum læknaritara sagt upp! Það er talað niður til okkar og gefið í skyn að við vinnum ekki vinnuna okkar o.s.frv. En enn og aftur þakkir fyrir stuðning þinn.
gb

7. Febrúar 2008

LĆKNARITARAR HAFA EKKI NOTIĐ SANNMĆLIS

...Okkur er gert að leggja á okkur tveggja ára strangt framhaldsnám eftir stúdentspróf til þess að geta kallað okkur læknaritara og svo koma „einhverjir" hrokagikkir úr spítalageiranum og segja hvern sem er geta unnið þetta starf og ætla svo að bjóða vinnuna okkar út til fyrirtækja úti í bæ því það sé hagræðing og sparnaður! Ég þori að fullyrða að svona þjónusta hjá einkafyrirtæki á eftir að verða ríkisgeiranum dýrkeypt. Ef til vill er þetta bara undanfari einkavæðingarinnar á heilbrigðisgeiranum, nú og svo dettur manni í hug að þetta sé eitthvað útspil þar sem samningar eru lausir og það eigi bara að halda þessum „kerlingum" á mottunni. Það eru jú bara...
hp

7. Febrúar 2008

NÚ Á AĐ MAKA KRÓKINN FEITT!

Það er fagnaðarefni að utandagskrárumræðan á þinginu á fimmtudag skuli snúast um útvistun í heilbrigðisgeiranum og málefni LSH. Málið er grafalvarlegt og ótrúlegt að öll umræðan skuli endalaust snúast um það að spara þurfi í launakostnaði. Það vekur furðu mína að aldrei eru nefndar tölur í þessu sambandi. Hver er raunverulegur sparnaður þegar upp er staðið? Hvaða þættir eru tíndir til í þetta módel? Er ekki eitthvað að gleymast? Hver trúir því að...
Rúna R. Hilmarsdóttir

6. Febrúar 2008

ÓVIĐURKVĆMILEG MYNDSKREYTING

Ómaklega þótti mér vegið að heiðri Samfylkingarinnar í myndskreytingu með pistli þínum um einkavinavæðingu Íhaldsins á Landspítalanum. Ekki trúi ég öðru en þingmenn Samfylkingarinnar rísi upp og stöðvi einkavæðingarherferð Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra. Að Samfylkingin verði eins og drit úr fálka Sjálfstæðisflokksins í þeim slag hef ég miklar efasemdir að muni gerast þótt...
Grímur

6. Febrúar 2008

SKILGREINING Á VALDARÁNI

Í forsíðufrétt Morgunblaðsins þann 6. janúar, kemur fram að lífeyrissjóðir landsmanna eru ennþá að binda fé sitt í fallandi hlutabréfum. Það er ágætt fyrir Jón Ásgeir en vont fyrir lífeyrisþega. Allir fjárfestar með vit í kollinum, eru löngu farnir ... Meðferð þessarra peninga og pukrið og vinavæðingin í kringum þessa gjörninga alla, minna á orð Sverris Hermannssonar í svipuðu samhengi: Þetta er verra en glæpur, þetta er heimska.
Hreinn Kárason

5. Febrúar 2008

ĆTLA AĐ FYLGJAST MEĐ SAMFYLKINGU Á FIMMTUDAG

...Ég tek undir með þér hér á síðunni þegar þú vekur athygli á því að „handlangarar" Guðlaugs Þórs á Landspítalanum eru sjálfir vel haldnir í launum en láta sig hafa það að níðast á láglaunafólki til að þjóna pólitískum herrum sínum. Aumast er þó hlutskipti Samfylkingarinnar, músarinnar sem þegir á meðan ranglæti er í frammi haft. Verður það enn í umræðunni á Alþingi á fimmtudag?
Sunna Sara

4. Febrúar 2008

BJÖRGUNARSVEITIR VERĐI ÓEIRĐALÖGREGLA?

Er ríkisstjórnin að verða galin? Heyrði ég það rétt að dómsmálaráherrann vilji gera björgunarsveitirnar að einhverjum baksveitum fyrir lögreglu til að berja niður óeirðir? Það var gott að heyra í talsmanni Landsbjargar sem vísaði þessu út í hafsauga og sagði að sveitirnar væru til að bjarga og hjálpa fólki en ekki til að berja á því. Hvers vegna er ríkisstjórnin farin að óttast óeirðir? Er það vegna þess að ...
Haffi

2. Febrúar 2008

EINOKUNARVERSLUNIN Á VORUM DÖGUM!

...Ég verð að segja að ég er heilshugar sammála Hreini Kárasyni sem skrifar um fjárfestingar lífeyrissjóða launamanna, á vefsíðunni þinni. Ég vil þó bæta við að ég sé ekkert rangt við að ákveðið hlutfall fjárfestinganna fari beint í félagsaleg sameignarfyrirtæki verkalýðsins, einmitt þeirra sem eiga lífeyriðssjóðina. Hér mætti nefna...Spurningin er hvar nú sé að finna staðgengill Skúla Magnússonar Fógeta til að tukta græðgishyskið til, eða að reka það af ...
Úlfur

1. Febrúar 2008

UM FJÁRFESTINGAR LÍFEYRISSJÓĐA

Samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum skylt að leita ávallt hámarksávöxtunar sem yfir langan tíma litið er einnig krafa um að lágmarka áhættu. Hlutabréfakaup eru varasamur bissniss, einkum ef hlutafélögum er stýrt af áhættusæknum aðilum. Lífeyrissjóðum ber engin skylda til að fjárfesta í slíkum félögum. Þeim ber heldur engin skylda til að fjárfesta í hlutafélögum sem greiða forstjórum sínum ofurlaun, sem líta út sem...
Hreinn Kárason

31. Janúar 2008

EGIL Á KASTLJÓSTÍMA!

Það var gaman að hlusta á heimspekinginn Zizek ræða hugðarefni sín í Kiljunni í gær. Framsetning öll var mjög hröð og allt lagt undir...Kiljan er án efa besti fjölskylduþáttur sem sjónvarpið býður uppá og mætti vera á kastljóstíma til að mæta betur þörfum yngri aðdáenda.
Bjarni

25. Janúar 2008

HEFUR VG FENGIĐ FATASTYRKI?

...Ég er gáttuð á fréttum af fatastyrkjum og sporslum til stjórnmálamanna og þykir mér augljóst að þeir verði að gera grein fyrir sínum málum, ekki bara Björn Ingi Hrafnsson, sem allir einblína á, heldur aðrir stjórnmálamenn einnig. Á baksíðu DV kom fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefði einnig fengið fatapeninga án þess þó að upplýst væri hve mikið þetta væri. Hafa stjórnmálamenn VG þegið ...
Hafdís

25. Janúar 2008

HVAĐ FÉKK BINGI Í BAKIĐ?

...framganga Guðjóns Ólafs var eins og við mátti búast... en hvað skyldi Björn Ingi hafa fengið í bakið? Víst er að ekki var það venjulegt þursabit. Og þar sem mér þykir mikill sjónarsviptir að Birni Inga Hrafnssyni úr pólitíkinni tel ég fulla ástæðu til þess að bakmein hans verði skoðað miklu betur en gert hefur verið. Þá er ekki ólíklegt að fleiri stjórnmálamenn þurfi einnig á bakeftirliti og rannsóknum að halda...
Þórður

24. Janúar 2008

SÝNUM ANDSTÖĐU VIĐ RÁĐHÚSIĐ

...Það er kaldhæðni örlaganna að daginn sem við fögnum því að 100 ár eru liðin frá því konur tóku fyrst sæti í borgarstjórn skulu borgarbúar horfa upp á ósvífnasta valdabrölti karla um langt skeið. ...Góðu fréttirnar og reyndar þær stærstu finnst mér vera sú mikla samstaða sem Vinstri græn, Samfylking, Framsókn og Margrét Sverrisdóttir hafa sýnt. Þau koma fram sem ein heild þrátt fyrir erfiða tíma og er ég sannfærð um að þáttur Svandísar Svavarsdóttur sé mikill í þessari samtöðu. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég mun mæta í Ráðhúsið til að sýna andstöðu mína á í dag...
Guðrún Sveinsdóttir

23. Janúar 2008

NÝR MEIRIHLUTI OG DAGAR LANGRA HNÍFA

...Síðan er það hnífafólkið. Mér sýnist fleiri en Guðjón Ólafur með hnífasett í bakinu. Óheilindin grassera, hnífsstungur, ósannindi og óheilindi. Er þetta Reykjavík í dag? ...myndin sem ég sendi þér segir það sem segja þarf...
Þorgrímur

18. Janúar 2008

HVER BER ÁBYRGĐ Á BILUNUM?

Mig langar til að byrja á að þakka þér fyrir allt gamalt og gott og ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þinghaldið byrjar vel á nýju ári: Árni Þór hóf leikinn með breiðsíðuárás á fjármálaráðherrann og fer mjög faglega að. Við borð liggur að maður kenni dálítið í brjósti um þennan gæfulitla hrossalækningameistara. Erindi mitt að þessu sinni er reyndar þessi einkennilega frétt Morgunblaðsins í gær um að Sultatangavirkjun sem ku framleiða ein 120 megavött er óstarfhæf um þessar mundir og er talið að ...
Guðjón Jensson

14. Janúar 2008

ER HĆGRI SINNAĐUR MÁLFLUTNINGUR AĐ FĆLA FÓLK FRÁ SAMFYLKINGUNNI?

...Getur verið að Árni Páll ætti að færa sig yfir í Sjálfstæðisflokk eða er Samfylkingin virkilega orðin svona hægri sinnuð? Spyr sú sem ekki veit. Mér fannst Árni Páll vera að segja að framtíðin væri áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um ókominn tíma. Ef svo er þá spyr ég hvort það sé ekki ráð fyrir félagslega þenkjandi kjósendur Samfylkingarinnar að færa sig um set og flytja sig yfir í Vinstrihreyfinguna grænt framboð?
Sunna Sara

13. Janúar 2008

BRESTIR INNAN STJÓRNARFLOKKANNA?

Í 24 Stundum lýsir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, því yfir að honum líði vel í ríkisstjórninni. Í Silfri Egils lýsir Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að sér líði afar vel í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ... Hefur þú skýringu á því Ögmundur, hvers vegna stjórnarsinnar eru svona uppteknir af því að tala um vellíðan sína í ríkisstjórn?
HaffI

9. Janúar 2008

VEGIĐ AĐ STARFSHEIĐRI LĆKNARITARA

Mig langar bara að þakka þér Ögmundur fyrir góða grein þína varðandi læknaritara, ekki veitir okkur af stuðningi. Ég hef verið læknaritari alla mína starfsævi og finnst mjög vegið að mínum starfsheiðri með þessari framkomu...
Læknaritari

8. Janúar 2008

ŢAKKA STUĐNING

Sem læknaritari á Landspítala vil ég þakka þér fyrir þína góðu grein hér á heimasíðunni og stuðning við málstað læknaritara...
Læknaritari á Landspítala

5. Janúar 2008

EIGA EKKI LANDEIGENDUR AĐ STÖĐVA LÖGBROTIN?

Gætu landeigendur við neðri hluta Þjórsá ekki bara risið upp sjálfir og látið lögreglu stöðva þetta tafarlaust? ...
Jón Þórarinsson

4. Janúar 2008

UM ENDURSKOĐUN UMFERĐARLAGA

...Að endingu vil ég lýsa ánægju minni yfir því ef umferðarlagasektir verða tekjutengdar, eins og samgönguráðherra íar að. Þar þarf þó að vanda sig, því það er ekki nóg að seðlabankastjóri eða útvarpsstjóri borgi tíu sinnum hærri sekt en lífeyrisþegi, því lífeyrisþeginn er varla borgunarmaður fyrir sektinni á meðan hinir taka varla eftir því að örlítið minna hefur safnast í sparibaukinn. Það nægir því ekki að fara eingöngu eftir tekjunum, heldur þarf líka að taka tillit til þess hvað sektin kemur illa við þann seka. Ég vona svo sannarlega að VG verði samgönguráðherranum innan handar að lagfæra umferðarlögin og bæta þá hörmulegu umferðarmenningu sem við búum við á Íslandi.
Sigurjón

3. Janúar 2008

ENDURSKOĐUN LAGA UM FORSETA ÍSLANDS

Lög um forseta Íslands eru rýr; það er auðvitað fyrst og síðast stjórnarskráin sjálf. Ákvæðin þar um forsetann þarf að endurskoða af því að mörg þeirra eru úrelt of fjarstæða og hafa í raun alltaf verið.Svo er það kjörtímabilið. Rökin fyrir því að takmarka embættistíma forseta Íslands eru að einhverju leyti komin fram. Hugmyndin um sex plús sex ár  sem Steingrímur J. Sigfússon nefnir er þekkt. En hver eru rökin? Jú, rökin eru þau að ...
NH

3. Janúar 2008

BINDINDISMANNI BREYTT Í TAPPA

...Í því ljósi finnst mér ráðherranum óvirðing sýnd með því athæfi að troða höfðinu á honum ofan í áfengisflösku. Vona ég að þú gerir ekki svona...
Sigurfljóð Hermanns

2. Janúar 2008

HANGILĆRI TIL RÍKISSAKSÓKNARA

Í umræðunni sem vonandi verður um rauðvínsgjafirnar  á ráðamenn nú um jólin fyndist mér mikilvægt að velta því upp að ef æðstu ráðamenn eiga að komast upp með þetta, hvað sé þá hægt að segja ef yfirmenn lögreglu, skattrannsóknar og annarra eftirlitsstofnanna fara að taka þá sér til fyrirmyndar. Hvers á t.d. ríkissaksóknari að gjalda? Eða fær hann kannski sína flösku? Hvað yrði sagt ef Jói í Bónus gæfi honum hangilæri í soðið? Hann hefur allavega ekki verið ítrekað...
NN

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Október 2018

STEFNUBREYTING?

Nú eru Bandaríkjamenn nýbúnir að vera hér á Íslandi með hundruð manna við heræfingar. Er það ekki rétt munað hjá mér, Ögmundur minn, að þegar þú sast í vinstri stjórninni þá voru aldrei neinar heræfingar? Sú stjórn sat þó í meira en fjögur ár ef allt er talið. Hefur orðið stefnubreyting hjá VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur?
Börkur Barkar

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta