Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

30. Október 2008

ÁGĆTU FĆREYSKU FRĆNDUR

Ágætu færeysku frændur,
nú finn ég að sálin mín hlær.
Fyrst var ég reisninni rændur
svo rættist einn draumur í gær,
ég frétti af láni frá frændunum bestu
sem færa nú þjóð minni hlýjuna mestu,
þá ást sem er okkur svo kær.
.......

Kristján Hreinsson, skáld

29. Október 2008

BJÖRGÚLFUR THOR LOFAĐI BRETUM 200 MILLJÖRĐUM ÍSLENSKUM

Ég horfði á viðtal við Björgúld Thor Björgúlfsson í Kompási. Hef aldrei séð annan eins hrylling. Botnlaus ósvífni frá upphafi til enda. Get ég komið með peninga? Nei,  svaraði hann sjálfum sér. Er sagður einn af ríkustu mönnum heims. Sölsaði undir sig eignir í miðborg Reykjavíkur í blóra við almenning og hefur hreykt sér um allan heim á kostnað Íslendinga og þykist nú þess umkominn að...hann ætlaðist til þess að Seðlabankinn og ríkisstjórn Íslands hlýddu honum. Ég hef ekki séð bent á þetta fyrr: Að hann lofaði Bretum  500 milljónum evra  frá Íslendingum. Hann semsé lofaði þessu án umboðs frá nokkrum manni. Það var loforð Björgúlfs Thors sem gerði Brown brjálaðan þannig að hann beitti hryðuverkalögum á Íslendinga. Og hann segir: Það höfðu verið byggðar upp væntingar hjá Bretum og ég skil vel að þeir yrðu æfir...
Sigurður Bjarnason

29. Október 2008

HAFA ŢARF SNÖR HANDTÖK

Afar merkilegt viðtal við þig og Pétur Blöndal í Mannamáli á Stöð 2 um síðustu helgi og var ekki að heyra annað en að Pétur ætli ekki sem formaður aðalnefndar Alþingis að skrifa upp á ánauð á þjóðina vegna erlendra reikninga og verður því þungur róður að ná þessu í gegn en samkvæmt lögum má aðeins greiða úr þessum tryggingasjóði með 19 milljarða höfuðstól og ekkert annað. Það er því með öllu óvíst hvort að aðrir greiðasamningar til að halda andlitinu út á við haldi vatni en Ríkið hefur hingað til ekki greitt neinar skaðabætur hvorki vegna ábyrgða né slysa nema með dómum Hæstaréttar. Fjármálaráðherra þarf að mínu mati að hafa snör handtök í sínu ráðuneyti til ...
Þór Gunnlaugsson

28. Október 2008

ALLT UPP Á BORĐIĐ

...Góð og nauðsynleg heimasíða. Það er erfitt að tjá sig um öldurótið, sem núna gengur yfir en get bara sagt það að allir eiga að koma með hugmyndir og það á ekkert að liggja í kyrrþey. Öll mál, þægileg og óþægileg eiga að koma upp á borðið....
Kveðja,
Friðrik

28. Október 2008

FORSĆTIS-RÁĐHERRA OG FJÁRMÁLA-RÁĐHERRA BERA ÁBYRGĐ

...Samkvæmt greiningu Financical Times og öðrum haldbærum upplýsingum má benda fingri á sökudólgana, þá sem hafa komið þjóðarskútunni í strand. Við nánari skoðun er ekki hægt að kenna bönkunum um. Ekki heldur eftirlitsaðilum því öll viðspyrna þeirra var stöðvuð í fæðingu svo skútan ruggaði ekki um of. Ábyrgðin liggur ekki heldur hjá kónginum í Seðlabanka, ekki beint. Að vísu hefur sá aulabárður kostað Íslendinga æruna og kannski hundruði milljarða með röngum ákvörðunum og heimskulegu blaðri. Kóngurinn ber ekki raunverulega ábyrgð heldur þeir sem ...
Einar

26. Október 2008

ALŢINGIS-KOSNINGAR SEM FYRST

Hvernig er hægt að láta það gerast að það verði boðaðar þingkosnigar sem fyrst? Finnst þér VG tilbúið í þann slag að það verði boðaðar þingkosnigar fljótlega? ...
Ásdís

26. Október 2008

ORĐIĐ DIMMT

Nú er orðið nokkuð dimmt
nú er snjór að falla.
Guð ég vona að getum skrimt
og gildi fyrir alla.
....
Steingrímur

26. Október 2008

JAFNRÉTTISLÖG BROTIN Á DEGI HVERJUM

Hún Harpa ritaði á heimasíðuna þína um karla og konur í valdastöðum og ég er að vissu marki sammála henni. Mér finnst það fullkomlega óintressant hvort einhver er með 1700 þúsund á mánuði eða 1900 þúsund, og í raun móðgun við fólk að jafnréttisbaráttan snúist um hvort karl eða kona fái meiri ofurlaun. Hins vegar held ég að það sé aldrei mikilvægara en núna að láta jafnréttiskröfuna hljóma. Við sjáum það alls staðar í samfélaginu að konum er sópað til hliðar í umræðunni - nú er komið að alvöru málsins og konur eiga ekkert erindi við háborðið. Rödd kvenna heyrait varla í umræðuþáttum lengur og ríkisstjórnin brýtur jafnréttislög samviskusamlega á hverjum einasta degi við ...
Drífa

25. Október 2008

AF HVORU KYNI?

...Er það styrkur fyrir jafnréttisbaráttuna að Valgerður Sverrisdóttir eða Margrét Thatcher hafi gegnt valdastöðum?Hverju breytir það að Ingibjörg Sólrún er kona? Ég er jafn ósátt við skoðanir hennar og væri hún karl. Í pólitísku tilliti á ég ekkert sameiginlegt með Ástu Möller, Ingibjörgu Sólrúnu, eða Valgerði Sverrisdóttur frekar en þú með Geir Haarde, Davíð Oddsyni eða Bjarna Benediktssyni. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þótt við konurnar höfum ekki haft sömu tækifæri og þið karlarnir til þess að setja mark okkar á valdakerfi og viðskiptalíf landsins á undanförnum árum séum við þar með ...
Harpa

25. Október 2008

ALAN GREENSPAN - MILTON FRIEDMAN -GEORG SOROS

...Í staðinn fyrir að láta staðar numið, læra af reynslunni og sjá að sér, og fara ekki lengra út í síki einkavæðingarinnar og græðginnar, þá skal halda áfram upp fyrir haus út í forina. Það er ekki nóg að gera islensku þjóðina gjaldþrota og gera okkur og niðja þræla erlendra ríkja, það skal halda áfram í óþjóðlegri glæpamennskunni. Í staðin fyrir að frysta eignir meintra fjárglæframannanna og banna þeim burtfararleyfi, ef ekki að setja þá í stofufangelsi; að heimta sem frumskilyrði að allar eignir og sjóðir þeirra hérlendis og erlendis verði teknir til að greiða uppí hræðilegar skuldir vegna þeirra athæfa bæði innanlands og erlendis, þá eru menn að ræða hvernig við getum fengið stórlán til að greiða það sem við sem þjóð skuldum ekki, og að ...
Úlfur  

24. Október 2008

INNLEND ATVINNUSKÖPUN - LOFTRÝMISGĆSLA

...Í tilefni af pistli þínum um öryggisráðið, Össur og drápstólin....Varðandi loftrýmisgæsluna (er þetta ekki nýyrði?) þá vil ég leggja til að við spörum gjaldeyri með því að fela Veðurstofu Íslands að sjá um loftrýmisgæsluna. Þar á bæ þurfa menn hvort eð er að líta til himins og skrá skýjafar daglega - og hafa net ábyggilegra umboðsmanna til þess um allt land. Ólíkt núverandi fyrirkomulagi yrði hér um stöðuga gæslu að ræða, a.m.k tvisvar á dag, árið um kring.  Sjálfsagt væri að greiða fyrir þessa þjónustu ....Ingibjörg Sólrún, þú myndir kannski upplýsa okkur ...
Jón Þórisson

23. Október 2008

BLÁMANN

Eitt sinn var hér frábær fýr,
svo fagurblár var hann,
hann sagði okkur ævintýr
um annan bláan mann.

Og Blámann hét sá blái sveinn
því blár var litur hans,
hann vildi hafa völdin einn
í veröld Skaparans.

Hann átti fagurbláan bíl
og blátt var húsið hátt,
á, þar var allt í einum stíl,
einfaldlega - blátt.
....
Kristján Hreinsson, skáld

23. Október 2008

SKULDAKLAFI OG STÓRRIDDARA-KROSSAR

Um hvað eru íslensk stórnvöld, Geir fyrrum fjármálaráðherra og Ingibjörg Sólrún að semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn? Jú skyldi þó aldrei vera um það hvernig við getum best gengið að kröfum aðildarríkja sjóðsins eins og Breta og Hollendinga um að greiða þeim skaðabætur, sem nema tólffaldri þjóðarframleiðslu. Það tekur ca. 100 ár að greiða þá skuld, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn stofnuðu til, dyggilega studdir af Samfylkingunni. Íslenska þjóðin á að greiða...
Sigurbergur Árnason

22. Október 2008

VERKALÝĐS-FORYSTAN OG VERĐTRYGGINGIN

...Þar sem þú átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá langar mig til að forvitnast um afstöðu þína til verðtryggðra lána nú þegar mikil hætta er á mikilli verðbólgu næstu misserin. Þú þekkir nú þessi mál og afstöðu ungs fólks til þeirra síðan þú varst í forystu Sigtúnshópsins. Það er að mínu mati alveg óviðunandi að verkalýðsforystan sýni því engan skilning hversu illa verðtryggingin hefur og mun leika ungt og skuldum vafið fólk... 
Guðmundur Hörður Guðmundsson

21. Október 2008

OKKAR BESTU MENN ERU Á VAKTINNI

...Á heimasíðu þingsins má til dæmis sjá að hinir mikilhæfu og framsýnu þingmenn Sigurður Kári Kristjánsson, Ágúst Ólafur Ágústsson og  Birgir Ármannsson eru flutningsmenn frumvarps um afnám einkaleyfis ríkisins á sölu áfengis. Það er greinilegt að menn eru algjörlega með stöðuna á hreinu - og gera ráð fyrir að frumvarpið, sem lagt var fram á Alþingi á fimmtudaginn í síðustu viku, taki gildi 1.júlí 2008!! - og ekki seinna vænna ef einkaframtakið á að ná að sýna snilld sína á þessum óplægða akri en í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. ...Það er traustvekjandi að  hinir ungu snillingar, aðalflutningsmenn frumvarpsins, njóta stuðnings úrvalsliðs þingmanna og þingkvenna. Þessir þingmenn eru flutningsmenn ...
Jón Þórisson

21. Október 2008

VG OG SAMFYLKING SAMEINI KRAFTANA

...Ég er sammála þér í mörgu sem þú skrifar og hef tekið eftir því að margt sem þú hefur bent á í gegnum tíðina hefur staðist. Maður trúði aldrei að þetta svínarí myndi ganga til lengdar. Þrátt fyrir að þessir fjárglæframenn séu kannski stærstu syndaselirnir þá eiga stjórnvöld og stjórnmálamenn ekki minna sök á því hvernig komið er. Þar bera Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn langmesta sök og fyrir það eiga þeir að gjalda. Ég skora á ykkur forustumenn í VG að hefja strax sameiningarviðræður við Samfylkinguna og sameina þessa flokka í einn stórann og öflugan vinstri miðjuflokk. Nú er lag og það er akkúrat það sem þjóðina vantar svo hér geti risið ....
Páll Valur Björnsson

20. Október 2008

ŢARF AĐ SKIPTA UM STJÓRNVÖLD

Við fórum hjónin á útifundinn til að mótmæla ástandinu og því hvernig ráðamenn landsins eru búnir að klúðra fyrir okkur hlutunum. Það sem var hins vegar undarlegt við þessi mótmæli var að þau reyndust bara snúast um einn mann, hann Davíð Oddsson og að allt byggði á því að koma honum út úr Seðlabankanum. Við ætluðum að fara og mótmæla ríkisstjórninni og þeim sem við héldum að bæru nú ábyrðina á þessu, en þá var ekkert minnst á það. Það er náttúrulega alveg ljóst að Davíð og þeir í Seðlabankanum er með í þessu veseni og auðvitað var Davíð lengi forsætisráðherra og var að einkavæða...
Jens og Guðrún

18. Október 2008

NÚ ER KOMIĐ AĐ ŢÉR ÓLAFUR RAGNAR

....Kjarnafjölskyldan okkar, ég og eiginmaður minn, börnin okkar þrjú og sjö barnabörn, höfum ekki tekið þátt í þeim dansi sem nú hefur breyst í hrunadans. Við stækkuðum ekki við okkur húsnæði, við tókum ekki lán til neyslu og við reyndum að leggja áherslu á önnur gildi en þau sem tilvitnanirnar hér að ofan hvíla á. Nú stefnir hins vegar í að við, þessi litla kjarnafjölskylda, verðum skuldsett til langrar framtíðar. Við þurfum samanlagt að greiða á bilinu 40 til 80 milljónir króna ...Vegna óreiðumannanna "íslensku athafnamannanna" ef hlaupatíkur þeirra stjórnmálamennirnir sem nú eru við völd fá vilja sínum framgengt ...Nú er komið að Ólafi Ragnari Grímssyni að nota vald sitt í þágu almennings. Hann dró ekki af sér þegar hann gekk erinda athafnamannanna. Nú á hann þess kost að rétta af lýðræðishallann og standa með þjóðinni með því að beita valdi sínu og neita að samþykkja lögin sem eru í farvatninu og leyfa þjóðinni að segja...
Ólína

18. Október 2008

ALŢJÓĐA-GJALDEYRISSJÓĐUR TIL ILLS!

...Raunverulega væri Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aðeins endalok þess sem komið er.  Þetta byrjaði allt með hersetu Breta og síðan Bandaríkjanna á Íslandi, svik við stjórnarskrá lýðveldisins, með inngöngu okkar í NATO án þess að þjóðin væri spurð. Inngangan í EES og síðan Schengen er næst, þá kom afdrifaríkt spor sem núverandi þjáningar þjóðarinnar byggjast beinlínis á, það er hin óviturlega EINKAVÆÐING sem sumir kalla einkavinavæðingu, enn án þess að þjóðin væri spurð. Þessi stjórnlausa og eftirlitslausa einkavæðing varð sá athafnajarðvegur og frumskógarlögmál, sem skapaði, hvatti og nærði þá brjálæðislegu græðgi, þjófnað, ósvífni og aðrar ...
Úlfur   

18. Október 2008

ÁFALLAHJÁLP Á STÖĐ 2

...Auðvitað! Þá er ábyrgðin á íslenskum skattgreiðendum en ekki breskum!!! Út í þetta spurði þáttastjórnandi ekkert frekar. Ekki heldur út í fullyrðingar Halldórs um að ekkert hefði verið athugavert við íslenska fjárglæfraspilið. Og ofurlaunin í heiminum voru vegna góðæris og því skiljanleg! Á daginn hefur komið að fjármálamenn voru að stela peningum frá alþýðunni. Ekki múkk frá þáttastjórnanda. Halldór dóseraði lengi vel og sagðist fagna umræðu og rannsókn. Af framgöngu þáttastjórnanda að dæma má ljóst vera að slíkrar rannsóknar er ekki að vænta í þessum sjónvarpsþætti. Þátturinn virkaði á mig einsog blanda af áfallahjálp við fjármálasukkara og daðri við tiltekin pólitísk áhugamál. Getur Stöð 2 ekki boðið upp á betra en „party political broadcast"?   
Jóel A.

18. Október 2008

100% RÉTT HJÁ VG

Já það heyrist hátt í Huginn Frey Þorsteinssyni og Sigurði Karli Kristjánssyni út af orðunum "Bankana úr landi". Hvergi hef ég séð í þingræðum Ögmundar né hjá öðrum VG um að engir bankar skuli starfa á Íslandi enda fáranlegt en hinsvegnar hafa þeir frá árinu 2005 varað við í ræðu og riti um útþenslu bankakerfisins og að rétt væri að skipta upp innlendri og erlendri bankastarfsemi. Ég held að menn hljóti að hafa misskilið þetta eitthvað en aðalatriðin sem VG vöruðu við hafa því miður komið fram 100% sem er óvanalegt hjá stjórnmálaflokki og ekki vinsælt hjá Sjálfstæðismönnum né Samfylkingunni nú í þessum ólgusjó. Mér var alltaf hugleikið af hverju Sjálfstæðismenn settu menntaðan dýralækni í embætti Fjármálaráðherra á meðan best menntaði maðurinn í peningastærðfræði Pétur Blöndal var ... 
Þór Gunnlaugsson 

18. Október 2008

HÁVAMÁL OG MEINTIR VINIR

Mér datt í hug, þegar komu tölur um atkvæðagreiðsluna um aðild að Öryggisráðinu, og Ísland var rassskellt, vísa úr Hávamálum. Held hún eigi ekki illa við nú. Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa.
Jón Torfason 

17. Október 2008

KALLAĐ EFTIR STJÓRNLAGAŢINGI

Auðvaldið nýtir sér hvert tækifæri til að kýla sínar breytingar í gegn, af eins mikilli hörku og þeim virðist óhætt í hvert sinn. IMF hefur undanfarna áratugi verið mikilvirkt tól í þeirri baráttu. En þetta vita allir sem vilja sjá! Af hverju hanga andstæðingar þessara afla í stöðugri vörn? Ég held að það sé tími til að sækja að. Mér þætti forvitnilegt að vita, hvort ekki væri hljómgrunnur fyrir því að kalla eftir stjórnlagaþingi á Íslandi. Ábyrgð stjórnvalda á þessum ósköpum er talsverð, og það væri, með fullri virðingu fyrir bæði stjórn og stjórnarandstöðu...
Herbert Snorrason

17. Október 2008

LÍFSLEIĐI OG AFLEIĐINGAR HANS

...Haustið 2008 og fram á haust 2011 verður mörgum heimilum gífurlega erfitt og kvíði ég fyrir því að hjörtu munu bresta undan álaginu þegar enga björg er að fá því er afar áríðandi að fylgjast vel með sínum nánustu og nágrönnum því öll erum við á sama bátnum í sama brimrótinu. Við skulum öll senda góðar hugsanir til ættingja þeirra sem misst hafa sína nánustu á vofeigilegan hátt og senda þeim birtu og yl í kalin hjörtu...
Þór Gunnlaugsson

15. Október 2008

ÉG BORGA, ÉG BORGA, ÉG BORGA BARA FYRIR MIG

...Ég treysti því Ögmundur að þú takir þetta mál upp á Alþingi strax á morgun. Ráðherrann verður að svara gildum rökum tveggja lögmanna sem báðir eru sérfræðingar á sviðinu sem rætt er um. Það er ekki þolandi að setja fjöregg kynslóðanna í hendur þeirra sem halda að þeir geti staðið frammi fyrir alþjóð og sagt eitt í dag og annað á morgun. A good plan today is better than a perfect plan tomorrow, sögðu þeir í Wag The Dog, en það var bíómynd. Ég bið þig að athuga það sérstaklega Ögmundur að lögfræðileg greining Stefáns Más og félaga er í fullu samræmi við það sem fram kom í viðtalinu við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra, sem samfylkingarþinmenn vilja ómaklega kenna um fall bankanna. Kannski er það til að breiða yfir ...
Ólína

14. Október 2008

HALDIĐ RÓ MEĐAN RÁNIĐ STENDUR YFIR

...Okkur er sagt að fara heim og vera góð við hvort annað , endilega ekki hugsa um orsakir yfirstandandi kreppu eða beina reiðinni gegn ráðamönnum. Þeir eru jú önnum kafnir við að sýsla um rústirnar og endurraða á jöturnar. Það er unnið af alefli í því að takmarka skaðann fyrir auðmennina - og við eigum að borga. 
Áfallahjálp er góðra gjalda verð fyrir þá sem eiga um sárt að binda og geta ekki brugðist við - og vissulega eru þeir margir núna. En við megum ekki gleyma þeirri hjálp sem felst í samtakamættinum og afli samstöðunnar. 
Núna er ekki tíminn til þess að sitja hnípinn heima, núna er tíminn til þess að...
Kristófer

13. Október 2008

RÚV OHF OG FLOKKSHESTARNIR Í VALHÖLL

...Við samþjöppunina sem á sér stað í blaðaheiminum þessa dagana vex ábyrgð ritjórna blaðanna. Á þeirra valdi er  frá hverju er sagt og hvernig, við hverja er rætt og hverja ekki....Þetta kom óneitanlega upp í hugann þegar ég fylgdist með fréttastofu Sjónvarps segja frá Valhallarfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Þar las Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins upp skeyti til konu sinnar frá aðdáanda. Ég sá ekki betur en hann kæmist við. Í skeytinu var forsætisráðherrafrúnni þakkað að lána þjóðinni afnot af sögumanni, forsætisráðherranum, honum Geir H. Haarde. Eftir að Geir hafði lesið lofgjörðina brutust út mikil fagnaðarlæti flokkshestanna. Fréttin dó svo út og rann saman við ánægjubros fréttaþula. Er ekki rétt að vinda ofan af hlutafélagavæðingunni hið bráðasta?...
Haffi

12. Október 2008

DÝRASTI STJÓRNMÁLAMAĐUR ÍSLANDSSÖGUNNAR!

...Halldór Ásgrímsson er einhver dýrasti og óþarfasti stjórnmálamaður sem við höfum átt og ætti að sjá sóma sinn í að þegja nú þegar afleiðingar hans eigin stefnu og hans flokks eru við það að setja hér allt á hausinn.
Var ekki Halldór aðalupphafsmaður að kvótakerfinu sem gerði örfáum stórgrósserum kleift að sölsa undir sig fiskimiðin? Var það ekki Halldór sem tróð upp á okkur Kárahnjúkavirkjun sem setti þensluna af stað?
Var það ekki Halldór sem einkavæddi bankana og afhenti sjálfum sér og flokksmönnum sínum annan þeirra á gjafverði og á ekki ...
Jóhann G.  

12. Október 2008

GEORG SOROS SEGIR SATT!

...Georg Soros sagði ennfremur að á tímum Regans forseta Bandaríkjanna og Margrétar Thatcher forsætisráðherra Bretlands, hafi fólk tekið alvarlega trúarjátninguna eða hugdettuna um að í frjálsu markaðskerfi, mundi markaðurinn leiðrétta sig sjálfur, sjálfkrafa, sem er bölvuð della og ein ástæðan fyrir núverandi fjárhagsvandamálum!
Hann sagði ennfremur að hann teldi að vald ...
Úlfur

12. Október 2008

ER ALŢINGI BÚIĐ AĐ GEFA ÚT HEIMILDIR?

...FME þarf með öðrum orðum að nota innviði bankakerfisins til þess að fiska uppi alla falda bankareikninga eigenda bankanna 3 á Ceyman eyjum og öðrum fríríkjum upp í skuldirnar. Skattrannsóknarstjóri hefur þegar farið með sinn bát á þau mið til fiskjar og aflabrögð eru óljós á þessari stundu en eflaust eru einhverjir með örari hjartslátt. Ummæli fjármálaráðherra að búið sé að semja við Hollendinga um ábyrgðir og verið sé að semja við Breta um ábyrgðir en hvaðan á að taka það fé? Hvar kemur Alþingi inn í þessar aðgerðir? Gaf það út opna heimild til slíks? Er þegar búið að múlbinda allt og þá þurfi að ..
Þór Gunnlaugsson

12. Október 2008

KOMUM Í VEG FYRIR HRUN Í SJÁVARÚTVEGI

...Margir skulda marga tugi milljóna vegna kvótans og ef kvótinn yrði bara hrifsaður burtu og eigendur skildir eftir með skuldirnar... þá gætu þið eflaust séð sjávarútveginn hrynja líkt og fjármálakerfi landsins. Eru ekki nógu margir að verða atvinnulausir núna? Ég vinn í fiski og er stolt af því annað en flestir Íslendingar sem finnst það skíta vinna (enda bara útlendingar sem sækja um vinnu í fiski í dag) er ég samt ekki búin að ná þrítugsaldri..
STB

12. Október 2008

ER HĆGT AĐ TREYSTA FJÁRMÁLA-EFTIRLITINU?

...Um er að ræða niðurstöðu um að allir þrír stærstu bankar íslensku þjóðarinnar standist álagspróf Fjðármálaefirlitisins. Ekki líða nema nokkrar vikur að þeir eru rjúkandi rústir. Var byggt á röngum upplýsingum og hvers vegna? Er unnt að treysta Fjármálaeftirlitinu að stýra efnahagsmálum þjóðarinnar þegar það kemst að þessari kolröngu niðurstöðu? Meðfylgjandi er fréttatilkynningin: 14.08.2008 Íslensku bankarnir standast álagspróf FME ..
Guðjón Jensson

11. Október 2008

FRAMTÍĐ ÍSLENSKRA BARNA

...Hvernig getur Samfylkingin notað allan tíma sinni í að reyna að koma Davíð Oddsyni frá? Af hverju setur þessi fylking bankamálaráðherrans ekki fram hugmyndir um það hvernig ná má fé af furstum einkavæðingarinnar? Hvernig stendur á því að Samfylkingin vildi helst kasta sér í fang Alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Á hún enga forystumenn sem sjá lengra en nef þeirra nær? Ætlar Samfylkingin að bera ábyrð á því að óreiðumenn sem svo eru nefndir geti flúið land og skilið eftir skattakröfu á hvert einasta mannsbarn sem nemur um fimm milljónum króna? Ó, þjóð mín þjóð, vaknaðu. Sjáðu hvaða byrðar er verið að leggja á þig til framtíðar....Við heyrum stundum um útlendinga sem staðnir hafa verið að því að stela flatskjáum, myndbandstækjum og hjólum. Þeir eru oftar en ekki settir í farbann. Hvað um þá sem bera ábyrgð á því að hvert sinn sem nýr Íslendingur lítur dagsins ljós í framtíðinni þá muna ...
Ólína

10. Október 2008

PENINGAR OG PERSÓNUR OG SIĐFERĐI

Hjörtur skrifar furðulegt bréf um siðferði og peninga. Að seðlabankastjóri hafi sagt að þjóðin muni ekki standa við skuldbindingar sínar. Það sagði hann aldrei. Hann sagði hins vegar að það væri vert að leitast við að taka saman á skuldbindingum innanlands, hugsanlega umfram það sem lög skylda ríkið til. Bretar hafa nú ekki lagt í vana sinn að greiða skuldir fyrir aðra. Skrýtið að þeir skuli ætlast til þess af öðrum. Skuld seðlabankastjóra við heimsbyggðina er því minni, en óvildarmenn hans innan Samfylkingarinnar vilja vera láta. Bretar létu flytja alla íbúa Diego Garcia, um 30.000 manns brott fyrir nokkrum áratugum síðan, til að þeir gætu ...
Hreinn K

10. Október 2008

ALŢÝĐA ŢJÓĐAR GETUR EKKI BORIĐ ÁBYRGĐ Á GJÖRĐUM BROTAMANNA ÚR EIGIN RANNI

Ég er sammála þér gagnvart Pétri Péturssyni þul,. Ég kannaðist við hann og faðir minn þekkti hann vel. Eins var með Jón Múla og Árna bróður hans sem fjölskyldan þekkti einnig, allt ágætis fyrirmyndar menn!
Ég er einnig sammála ummælum þínum um Gordon Brown, sem er hefðbundinn auðvalds pólitíkus.
Ég mótmæli því hins vegar að íslensku þjóðinni,, íslenskri alþýðu, beri að greiða skaða sem íslenskir glæframenn valda, hvort sem það eru...
Úlfur

10. Október 2008

Á VILLIGÖTUM?

Nú ert þú á villigötum. Bresk stjórnvöld hafa nýlega lagt bankakerfinu þar í landi til 400 milljónir punda. Á sama tíma tapa bresk sveitarfélög einum milljarði punda á viðskiptum við íslenska útrásarvíkinga. Í kjölfar þess berast þær fréttir frá íslenskum yfirvöldum - meðal annars trausti rúnum seðlabankastjóra - að þau hyggist hlaupast undan öllum lögbundnum og siðferðilegum skuldbindingum sínum í málinu. Sparijáreigendur í Bretlandi geti átt sig. Sveitarfélögin sem voru svo ...
Hjörtur Hjartarson

10. Október 2008

Á FRÍMIĐA TIL BRETLANDS, AĐRA LEIĐINA

...Ég krefst þess að þeir sem bera ábyrgð á Landsbankanum samkvæmt almennum ákvæðum hlutafélagalaga og samkvæmt lögunum um fjármálafyrirtæki axli ábyrgðina sjálfir og af þeim vil ég ekkert vita. Björgólfur Guðmundsson, 67 ára, ber ábyrgð sem stjórnarformaður Landsbankans gagnvart Íslendingum og Bretum og ekki ég. Með honum geta þau borið ábyrgð stjórnarmanna að lögum Andri Sveinsson, 37 ára, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, 57 ára, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, 43 ára, Þór Kristjánsson, 44 ára, og Þorgeir Baldursson, prentsmiðjustjóri, 66 ára. Mér finnst koma vel til greina að framselja þau ásamt bankastjórunum Halldóri Kristjánssyni, 53 ára, og Sigurjóni Þorvaldi ...
Ólína

9. Október 2008

HÖFĐINGINN

...

Til erlendra stranda hver háseti höfðingjans fór
og höndum var slegið á dýrgripi marga
en skipanna farmur var auðvitað aðeins og stór
og eignunum náðu menn varla að bjarga.


Og þegar þeir komu til baka með brotin sín fley
hann brosti í kampinn og laug að þeim öllum,
hann gaspraði mikið og hýddi þau huglausu grey
sem höfðu þó farið að ráðum hans snjöllum.
...
Kristján Hreinsson, skáld

9. Október 2008

KVÓTAKERFIĐ Á DAGSKRÁ

Þetta er góð hugmynd varðandi kvótann og orð í tíma töluð. Við þurfum að nýta tækifærið sem verður í þessari uppstokkun og gera nauðsynlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Jafnvel að setja á stofn auðlindasjóð eða færa fjármagnið sem fengist með leigu á aflaheimildum til sveitarfélagnna. Vona að ...
Óli Rúnar Ástþórsson

8. Október 2008

ENDURHEIMTUM KVÓTANN

... Auðvitað á að þjóðnýta kvótann eða eigum við að segja endurheimta hann.  Ætli eitthvað af kvótaveðunum liggi ekki í þrotabúi Landsbankans? Þetta þarf að kanna. Gjaldþrotarhrinan, sem nú ríður yfir, sýnir betur en nokkuð annað hve fráleitt það er að setja eignarrétt sjávarauðlindarinnar á einkahendur...
Haffi

8. Október 2008

DREGUR ÚR EFTIRSPURN NEMA Á RÚV

...Allar frjálshyggju kreddurnar sem hér einkenndu umræðuna voru viðmið fjölmiðla í umfjöllun þeirra en lítt grafist fyrir um forsendur þeirra. Nú þegar þetta viðmið er hrunið og nánast allir fæddir í nýjum heimi er ekki úr vegi að gera þá kröfu til fjölmiðla að þeir grafist fyrir um orsakir hrunsins. Í þessu ljósi var það ákaflega erfitt að skilja hvers vegna Kastljósið valdi Björn Inga Hrafnsson í viðtal fyrir fáeinum kvöldum til að tala um væringarnar og hrunið. Eins og alþjóð veit að þá var Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, sem...
Hugrún

8. Október 2008

HÖFUM VIĐ EFNI Á ŢVÍ AĐ KASTA KONUM TIL HLIĐAR?

Um leið og alvaran skall á landinu hurfu nær allar konur úr fjölmiðlum. Nú var þetta alvöru, svona fullorðins, og þá er tími alvöru pólitíkusa, akademíkera, álitsgjafa og viðskiptasérfræðinga. Þar er ekkert pláss fyrir konur. Ég held hins vegar að við værum betur sett í dag ef við hefðum fólk við stjórn með fjölbreyttari bakgrunn og fleiri hugmyndir. Ekki það að konur séu endilega betri en karlar til að stjórna fyrirtækjum, bönkum og löndum, en við verðum að nýta þann mannauð sem til er og ...
Drífa

8. Október 2008

Á AĐ SVIPTA OKKUR ĆRUNNI?

Getur verið að Íslendingar ætli ekki að standa við lagalegar og siðferðilegar skuldbindingar gagnvart breskri alþýðu manna sem í góðri trú lagði peninga sína á sparireikninga Landsbankans í Bretlandi?  Ég vil minnka við mig næstu árin en glata ekki æru minni. Hvað finnst þér Ögmundur?...
Sunna Sara

8. Október 2008

ÚTRÁSAR-VÍKINGARNIR DEKKUĐU SIG MEĐ EIGNUM OKKAR

Vonandi setjið þið verkalýðsleiðtogarnir fram kröfur um að afnema verðtrygginguna og gera fólki kleift að eignast eða leigja húsnæði án þess að þurfa að drepa sig á vinnu. Þegar Danir gagnrýndu ísl. útrásina þá fannst mér alveg augljóst að fjármagnið sem víkingarnir voru að nota erlendis, voru dekkaðar með steinsteypu íslenskra fjölskyldna, sem allar eru veðsettar upp í topp (og verðtryggingin er væntanlega metin til fjár í tölfræði hins illa). Og Danir náttúrulega skyldu þetta ekki, því í Danmörku getur fólk verið á öruggum leigumarkaði alla ævi. Í viðtali í vikunni við Kaupþings-bankastjóra-dreng, sagði hann að íslensku bankarnir væru með ...
Rósa

7. Október 2008

HANNES HÓLMSTEINN FARI FYRIR NEFNDINNI

...Nú þegar fyrir liggur að Rússar ætla að bjarga Íslendingum með láni þarf að hafa hraðar hendur og senda nefnd þangað austur til að sækja féð. Það er sjálfgefið að Hannes Hólmsteinn fari fyrir nefndinni og sæki aurana fyrir vin sinn Davíð. Þetta er merkilegt fyrir þá félaga og Sjálfstæðisflokkinn. Ætli Bush viti af þessu?
Fjári

6. Október 2008

GJALDEYRIR OG INNFLUTT HORMÓNAKJÖT

...Manni flaug í hug við að hlusta á fréttir um helgina að ekki væri til gjaldeyrir til að flytja inn bensín eða leysa út vörur (sem mun nú aðallega sagt til að undirbyggja verðhækkanir) að menn mæltu með því að "kaupa íslenskt." Þá vaknar sú spurning hvernig staðan yrði í framtíðinni ef Samfylkingunni og fylgismönnum hennar tekst að troða okkur inn í Evrópusambandið, sem mundi hafa í för með sér eyðileggingu á íslenskum landbúnaði, og að í einhverri framtíð yrði ekki einu sinni til gjaldeyrir til að greiða fyrir innflutt hormónakjöt.
Jón Torfason

5. Október 2008

AĐ MISSA SJÁLFSTĆĐIĐ

Bankamennirnir okkar hafa orðið uppvísir að siðleysi, ábyrgðarleysi og hugsanlega enn verri hlutum. Nú á að verðlauna þá með því að treysta þeim fyrir sparisjóði barnanna okkar, lífeyrissjóðunum og ríkisábyrgðum lánum. "Pakkinn" er eittþúsundogfjögurhundruð milljarðar. Það eru fimm milljónir á hvert einasta mannsbarn á Íslandi. Þetta er tuttugu sinnum hærri upphæð en stóð svona lengi í bandaríska þinginu. Hvað hefðu þeir sagt ef lagður hefði verið fyrir þá 15000 milljarða dollara pakki í staðinn fyrir 700 milljarða.
Það á alls ekki að taka þátt í neinu því sem getur orðið til að hjálpa bönkunum sem er ekki hægt að bjarga. Hér er verið að fleygja peningum. Skuldunautar bankanna ...
Hreinn K

5. Október 2008

LÍFEYRISMAĐUR TALAR EKKI Í MÍNU NAFNI

...Ég heyrði í fréttum í dag að talsmaður lífeyrissjóðanna vildi gera það að skilyrði fyrir aðkomu lífeyrissjóða að lausn fjármálavandans, að við gengjum í Evrópusambandið. Í umboði hverra talar þessi maður? Ekki mínu. Ég á peninga í lífeyrissjóði og greiði þangað reglulega. Ég hef aldrei falllist á að mínum peningum fylgdi pólitískt umboð til að ...
Jóel A.

4. Október 2008

TEKJULÁGIR OG HÚSNĆĐIS-KAUPENDUR Í HRAKNINGUM Í FORGANG

Eftir að hafa hlustað á stefnuræðu forsætisráðherra og megnið af þeim ræðum sem á eftir komu verð ég að segja að ekki fannst mér mikið til þeirra koma.  Fólkið sem þarna talaði hefur annað hvort aldrei upplifað erfiðleika eða hreinlega er búið að gleyma þeim í góðærinu sem ríkt hefur undanfarin ár hjá stórum hluta þjóðinnar.
Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu eiga þingmenn, ráðherrar, verkalýðsforustan, samtök atvinnulífsinns og fjármálastofnanir að ...
Sigurbjörn Halldórsson.

4. Október 2008

EKKI HĆGT AĐ STINGA HÖFĐINU Í SANDINN ENDALAUST

Ég er að hlusta og horfa á alþingi og ég er sammála þér. Ég veit að það þarf að ræða fjárlög en þarf ekki að ræða miklu alvarlegri mál? Hvaða ástæðu gáfu þeir ykkur upp varðandi það að fresta þessari umræðu? Það verður að ræða efnahagsástandið núna. Er endalaust hægt að stinga höfðinu í sandinn? Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei fengið mitt atkvæði og mun ekki fá. Samfylkingin er einsog einhver sagði meðvirk húsmóðir sem reynir að halda friðinn á meðan húsbóndinn drekkur sig fullan. Fólkið í landinu er orðið þreytt á þessu ástandi en einhvern veginn er aftur og aftur kosinn þessi flokkur, sem ég kýs að kalla ...
Bryndís Kristjánsdóttir

4. Október 2008

BRASK BURGEISANNA BITNAR Á ŢJÓĐINNI

... Það er nú stór biti sem ég þarf að kyngja sem fyrrum blámaður búinn að éta hattinn minn að þið skuluð enn einn ganginn hafa hitt naglann á höfuðið fjárglæframanna þegar maður skoðar viðvaranir þínar í þingræðum og annarra í VG og verð ég að lifa við það...Það hefur nefnilega komið í ljós að útrásin fólst í því að stofna útibú í skattaparadísum eins og fyrrverandi ríkisskattsjóri benti réttilega á í merkilegri blaðagrein og rétt að menn finni hana á MBL og lesi aftur. Hvaða hag hefur Ísland af því að setja sitt fingrafar á skattaparadísir? Hvernig stendur á því að menn sem áttu/eiga milljarða greiða ...
Þór Gunnlaugsson

3. Október 2008

BANKARNIR EIGA EKKI ERINDI UNDIR PILSFALDINN

...Hitt er nefnilega miklu verra að við rúllum öll á hliðina, Þjóðfélagið verði gjaldþrota ef við ætlum að standa við allar þær frjárglæfraskuldbindingar sem bankarnir hafa skrifað upp á í útlöndum á undanförnum árum. Á þessu er nú raunveruleg hætta. Bankarnir eiga ekkert erindi undir pilsfald ríkisins, sem forsvarsmenn þeirra níða reyndar án afláts um leið og þeir leita þar ásjár! Hinu er ég ekki sammála Hreini Karlssyni um, að nú eigi að mynda ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Nú á að mynda Þjóðstjórn með aðild allra.  Þetta er eina vitlega í stöðunni. Núverandi ríkisstjórnin sýnir það ...
Grímur

2. Október 2008

NÝ RÍKISSTJÓRN OG SPÁDÓMAR VÖLUSPÁR

Nú þarf tafarlaust að skipta um ríkisstjórn. Það þarf ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Sjálfstæðisflokkurinn fengi bankamálin og sæi um að láta lögmál markaðarins virka og VG fengi Heilbrigðis og menntamál og sæi um að skipa þeim mál á réttan veg. Guðlaugur Þór, nýr bankamálaráðherra myndi láta hendur standa fram úr ermum og "stokka upp" á markaðsvísu í bankageiranum. Þar myndu sparast milljarðatugir og hundruð, í stað þessarra tuttugu milljóna hér og fimmtíu milljóna þar, sem hann er að bardúsa við í heilsugeiranum, allt á kostnað venjulegs launafólks, ef það þá yfirleitt er nokkur sparnaður því einkareksturinn hefur reynst dýrari! Framkvæmdir í virkjanamálum yrðu ...
Hreinn Kárason

2. Október 2008

JÓHANNES Í BÓNUS OG FRUMSKÓGAR-LÖGMÁLIN

...Ég hef nokkra reynslu í verslun og fyrirtækjum og dáðist að dugnaði Jóhannesar og eiginkonu hans við reksturinn.  Þau ráku verslun Sláturfélagsins með áhuga og röskleika, eins og að þau ættu verslunina persónulega.  Ég dái þá athafnamenn sem eru þetta samviskusamir í þágu annarra ...Einkavæðingin skapaði eiginlega athafnafrumskóg án laga og "leikreglna" sem athafnamönnunum bæri að fara eftir. Það er of langt mál að fara út í þá sálma, en ofurhugi eins og Jóhannes í Bónus lét sér ekki segjast, en fór að skvetta úr klaufunum vítt og breitt, jafnvel erlendis samkvæmt hinum nýja boðskap einkavæðingarinnar og lét ekkert beisla sig, né fjötra sig...
Helgi

1. Október 2008

BANKAKERFIĐ ER SJÁLFSTĆĐIS-FLOKKNUM ŢAĐ SEM SÍS VAR...

...Það er hins vegar jafn rétt að þegar fyrirtæki er komið í þrot, þá er best að drífa það af. Bankarnir á Íslandi eru komnir í þrot. Ef þeir gætu horfst í augu við það og látið sig rúlla, þá myndi íslenska þjóðin græða. Krónan myndi rétta sig af einsog skot, jafnvel samdægurs; gjaldeyrisskorturinn hyrfi (allar afborganir þeirra yrðu frystar) og útlendir lánardrottnar myndu tapa, einsog gerist í viðskiptum. Íslenska þjóðin myndi losna úr ánauð manna sem hafa ekkert viðskiptavit en öll völd og vera komin á góðan sjó innan 6 mánaða. Það vantar hreingerningu strax. Annars tapast eignir landsmanna í vonlausri baráttu fyrir vonlausum fyrirtækjum....
Hreinn K.

1. Október 2008

AĐFERĐ DAVÍĐS: OLÍA Á BÁLIĐ

...Tímabundnar lánveitingar hefðu verið mun eðlilegri og þeim hefði auðvitað verið unnt að binda sanngjörnum skilyrðum. Það hefði haft þau áhrif að kæla og róa markaðinn niður sem ekki hefði verið vanþörf á. Aðferð Davíðs Oddssonar er eins arfavitlaus og verður honum tæplega talið til mikils framdráttar þegar fram líða stundir. Í stað þess að ...
Mosi

1. Október 2008

Í GÓĐRA VINA HÓPI OG UTAN HANS

...Sjálfstæðismönnum liggur mikið á og þeir líta á að bankamál þessi séu innanfélagsmál svona rétt eins og blaðamannafundur í Valhöll þar sem persónur og leikendur eru allir í sama leikritinu. Af hverju skyldu menn úr öðrum flokkum hafa afskipti af innri málum Sjálfstæðisflokksins þótt þeir fyrir náð og miskunn þess flokks séu bankamálaráðherrar? Það gilda nefnilega önnur lögmál um sjálfstæðismennina þegar þeir eru saman í hópi þá eru menn að gefa, þiggja og veita innan ramma "ríkisafskiptanna". Samylkingarbankamálaráðherra sem boðið væri í stúku Landsbankans á Stamford Brigde með forstöðumanni lánasviðs bankans gæti átt það á hættu að boðsferðin læki í blöðin. Seðlabankastjóri eða hæstaréttardómari sem þægju slíkt boð og færu í "sjálfstæðismannahópi" gætu hins vegar verið nokkuð öruggir með sig, nema einhver næði ...
Ólína

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

16. Janúar 2018

SÖGULEGIR SIGRAR EĐA HVAĐ?

Því er slegið upp að atvinnuveganefnd Alþingis verði nú í fyrsta skipti stýrt af konum. Af þessu stærir formaðurinn sig, Lilja Rafney Mgnúsdóttir. Inga Sæland, Flokki fólksins, verður fyrsti varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki, annar varafromaður. Lítið vitum við um stefnu þeirra í atvinnumálum. Á sama tíma berast fréttir frá Noregi að ný stjórn sé á teikniborðinu. Saman komu þær fram á fréttamannafundi til að skýra frá þessu þær Erna Solberg, Hægri flokknum, Siv Jensen, Framfaraflokknum og Trie Skei Grande, Frjálslynda flokknum. Allt konur. Allar afturhald að mínu mati! Kynin eiga að standa jafnt að vígi í stjórnmálum. En þá á líka að sýna þeim þá virðingu að taka konur jafnt sem karla alvarlega, óháð kyni og spyrja um stefnu og innihald. Eitthvað er rangt við þessa framsetningu og ótrúlega afturhaldssamt á árinu 2018. Kannski líka svoldið niðurlægjandi - fyrir konur.
Kona

13. Janúar 2018

VALHÖLL OG BORGARSTJÓRN

Baráttan er byrjuð þar
og bjartsýnir eygja von.
Útsvars-stjarnan valin var
Vilhjálmur Bjarnason.

Eyþór Arnalds ætlar sér
oddvitasætið þarna.
En Villi víst með sigur fer
enda vinur Bjarna.
Pétur Hraunfjörð

8. Janúar 2018

SKORIĐ NIĐUR HJÁ LANDHELGIS-GĆSLUNNI Í GÓĐĆRI!

Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt. En er óhjákvæmilegt að skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar við núverandi aðstæður þar sem peningum er hlaðið á degi hverjum inn í hagkerfið m.a. með stórauknum straumi ferðamanna? Stenst Landhelgisgæslan þetta? Nei, það gerir hún ekki enda ...
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar

7. Janúar 2018

ÁBYRGĐ Í VERKI?

Formaður flokks sem segist vera vinstri flokkur og er kominn í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum og er forsætisráðherra í þokkabót, segir að mál málanna sé að gera vinnumarkaðinn ábyrgan. Hvað þýðir það? Auðvitað skilja allir skilaboðin, enda höfum við margoft heyrt þau áður - úr munni Sjálfstæðisflokksins. Fólk á að þegja og sætta sig við það sem því er skammtað. Nema átt sé við að forsvarmsmenn SA og Viðskiptaráðs lækki við sig launin og stuðli að kjarajöfnun, er ríkisstjórnin  ef til vill til í það líka og biskupinn og Hæstiréttur? Þá skulum við fara að tala saman. En á meðal annarra orða, var það ábyrgt að auka framlag úr ríkissjóði til stjónmálaflokkanna á þingi - til sjálfra sín -  um 362 milljónir? Var það ábyrgð í verki?
Jóel A.

7. Janúar 2018

UM HVAĐ SNÝST DÓMARAMÁLIĐ?

Um hvað snúast stjórnmálin á Íslandi? Veit það einhver? Stjórnarandstaðan vill að Sigríður dómsmálaráherra segi af sér, finnst það mikilvægast af öllu! En hvað gerði hún rangt? Var það ekki svokölluð matsnefnd sem klúðraði málum? Hvernig væri að fjölmiðlar reyndu að skýra þetta dómaramál? Það er orðið augljóst í mínum huga að málið er ekki eins svart hvítt og margir vilja vera láta - er ég þó enginn aðdáandi dómsmálaráðherrans né Sjálfstæðisflokksins. 
Sunna Sara

7. Janúar 2018

ENGIN ÁBYRGĐ

Ef landinn brýtur löginn hér
leiddur er til sakar
En Sigríður enga ábyrgð ber
ef skaða mörgum bakar
Pétur Hraunfjörð

7. Janúar 2018

SAMTRYGGING Á ALŢINGI

Það er rétt sem þú segir Ögmundur að alltaf er það mest sannfærandi þegar menn byrja á sjálfum sér! Það má til sanns vegar færa með ríkisstjórnina að hún geri þetta en með undarlegum og öfugsnúnum áherslum. Hún byrjar á því að skrúfa frá peningstreyminu úr ríkissjóði og eykur framlag til eigin þarfa um 362 milljónir! Þetta er kostnaðurinn við lýðræðið er gjarnan viðkvæðið þegar kostaðar eru heilsíður í blöðum með auglýsingum sjálfum sér til dásemdar. Annars eru ríkisstjórnarflokkarnir ekki einir um þetta, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkurinn eru þarna í liði með VG, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það er þetta sem kallað er ...
Jóel A.

5. Janúar 2018

HVAR FĆ ÉG HLJÓMDISKINN?

Þakka þér fyrir skrif þín um Andrés Björnsson og Einar Benediktsson, Tími er svipstund ein sem aldrei líður. Mér þóttu þessi skrif þín vera orð að sönnu. Ég las viðtalið við Andrés sem þú lést okkur lesendur fá aðgang að og las ljóð Einars Benediktssonar, Kvöld í Róm. Nú verð ég að eignast hljómdiskinn með ljóðalestri Andrésar Björnssonar, en hvar er hann að fá? Geturðu upplýst um það Ögmundur?
Jóhannes Gr. Jónsson 

3. Janúar 2018

YFIR STRIKIĐ

Katrín færði mikla fórn
og fór yfir strikið
Situr nú í samherjastjórn
al-sæl fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

15. Desember 2017

SAMHERJA-STJÓRN?

Í fjölmiðlum hefur komið fram að ríkisstjórnin er með 80% stuðning þjóðarinnar. Þetta er afrek VG. Veita Bjarna Ben., skjól fyrir skattaskjólsávirðingum og þar með uppreisn æru, heiðra Sigríði Andersen fyrir dómararáðningar væntanlega.  Og VG eiga þeir það að þakka Kristján Þór  og Björn Valur að þeir njóta nú vinsælda hjá 80% þjóðarinnar. Ekki að undra að Samherji sé ánægður. En finnst vinstra fólki í lagi að gerast samherjar með Samherja og mynda Samherjastjórn?
Jóhannes Gr. Jónsson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta