Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

30. Nóvember 2008

UM RÖGGSEMI OG SKORT Á HENNI

...Það vakti sérstaka athygli mína, frétt á mbl.is, þar sem fram kemur að Steingrímur J. tók upp á Evrópuróðsþinginu, beitingu Breta á hryðjuverkalöggjöf gegn Landsbankanum í Bretlandi. Segir þetta ekki nokkuð um röggsemi stjórnvalda yfirleitt, er ekki Guðfinna Bjarnadóttir formaður íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins? Ellert Schram varaformaður?
Gísli Árnason

29. Nóvember 2008

HEFĐI ÁTT AĐ BYRJA AĐ NUDDA FYRR?

DV greindi frá því á dögunum að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins hefðu fengið nudd í vinnunni í byrjun október, á þeim dögum þegar bankarnir hrundu hver á fætur öðrum. Ástæðan var sú, að sögn talsmanns FME, að starfsmennirnir hefðu unnið nótt sem nýtan dag vegna þeirra aðstæðna sem komið höfðu upp á fjármálamarkaði.En spyrja má; hefði ekki átt að bjóða upp á þessa þjónustu fyrr, 5-10 mínútna axlanudd á dag, ef það hefði mátt verða til þess að Fjármálaeftirlitið sinnti betur þeim verkefnum sem því bar fyrir hrunið...
Þjóðólfur

28. Nóvember 2008

ÖGMUND OG STEINGRÍM Á NÁMSKEIĐ

...Bið þig um birtingu á þessu bréfi á þinni heimasíðu fyrir aðra VG. Núna stend ég flokkslaus á krossgötum að íhuga hvar ég leiti skjóls og fylgdist því með utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Ég verð bara að segja það hreint út að ég tel VG hafa tapað fylgi hjá almenningi vegna ofstækis og í sumum tilfellum óafsakanlegs munnsöfnuðar formanns flokksins Steingríms J og Ögmundar Jónassonar og efni þeirra farið ofangarð og neðan fyrir þá háttsemi. Ég mundi hreinlega krefjast þess af mínum forystumönnum að ...
Þór Gunnlaugsson

28. Nóvember 2008

HVERS VEGNA BEITTU BRETAR HRUYĐJUVERKA-LÖGGJÖFINNI?

Ég var að fletta í lagasafni Alþingis um daginn til að athuga hvort bankahneykslið tæki ekki útfyrir allan þjófabálk, og rakst á eftirfarandi grein í almennum hegningalögum nr 19 frá 12 febrúar 1940. 88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ... fangelsi allt að 6 árum Þetta er í kaflanum um landráð... Þannig að ég spyr núna; Hver sagði hvað sem varð til þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöfinni á Íslendinga? Það skal enginn segja mér að það hafi ekki verið "fjandsamlegt tiltæki"
Jón Guðmundsson

28. Nóvember 2008

ŢÖRF Á FLEIRI FLOKKUM?

...Hins vegar er spurning hvort að nýr stjórnmálaflokkur sem sprytti upp úr grasrótinni myndi einungis taka fylgi frá VG og hjálpa þannig Sjálfstæðisflokknum að sitja við völd í framhaldinu. Hefur þú einhverja skoðun á þessu?
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

26. Nóvember 2008

UM SAMFYLKINGU, FRAMSÓKN, SEĐLABANKA OG...

Ætlar Samfylkingin að drepa sig endanlega í bandalaginu við íhaldið Ögmundur? Ég hef nú frekar verið hallur undir að þið VG menn og Samfylkingin tækjuð við völdunum hér í landinu eins og þú veist og helst með Framsókn, en nú er mér að verða nokkuð mikið brugðið með þetta. Samfylkingin situr sem fastast í ríkisstjórninni og fellir það inn á þingi að þjóðin fái að kjósa um ástandið. Ég hef nú orðið af því áhyggjur að hún dugi ekki með ykkur í almennlegan meirihluta ef hún eyðileggur sig á því að halda Sjálfstæðisflokknum uppi og áfram hér við völd í landinu þegar næstum öll þjóðin vill breytingar. Er ekki hægt að koma vitinu fyrir þau þarna í Samfylkingunni svo þessi möguleiki tapist ekki að mynda annars konar ríkisstjórn? Svo er það eitt annað þarna með stóra lánið hjá gjaldeyrissjóðnum. Er það virkilega rétt að ...
Jón frá Læk

25. Nóvember 2008

GERIĐ BETUR GREIN FYRIR STEFNUNNI

Enn vil ég skipta mér af síðunni þinni. Nú hafa einhverjir þingmenn stjórnarinnar sagt að þið stjórnarandstaðan, og þá hefur nú ábyggilega aðallega verið meint þið í Vinstrihreyfingunni, hefðuð engar hugmyndir, engar björgunarhugmyndir ef þið kæmust til valda. Ég veit að það er rangt og mér finnst mikilvægt að þið þingmennirnir okkar komi frá ykkur hvað þið viljið gera til dæmis með allsherjar yfirlýsingu, og að það komi fram hvað þið í VG eruð tilbúin að gera. Ég er sammála ykkur að ef ...
Ágúst Valves Jóhannesson

24. Nóvember 2008

Á AĐ AFNEMA VÍSITÖLUBINDINGU TÍMABUNDIĐ?

Ömurlegt þótt mér að hlusta á þig mæla verðtryggingunni bót. Lagðist marflatur undir yfirklórið í Jóhönnu. Verðtryggingin étur upp allan eignahlut í húsnæði fólks sem verið hefur að kaupa sér húsnæði síðustu tíu árin eða svo og ekki langt í að húsnæði okkar verði yfirveðsett ef fram fer sem horfir. Allt rennur þetta inn í höfuðstólinn Þetta er ekkert annað en eignaupptaka. Hvað með millileik eins og að ...
Tumi Kolbeinsson

23. Nóvember 2008

BURT MEĐ ÓSTJÓRNINA!

Ég les alltaf síðuna þína og mér finnst hún gefa raunsæja mynd af ástandinu á landinu bláa.Ég er steinhissa á því, að ríkisstjórn, sem hefur gert þjóðina gjaldþrota skuli ekki annað hvort segja af sér, sem væri mannsæmandi, eða þá hreinlega verða rekin.Óstjórnin sýnir, að þörf er á fólki, sem kann sitt "fag."
Krafa fjöldans á Austurvelli virðist ekki hafa áhrif á þessa óstjórn. Við, sem höfum smávegis eftirlaunahýru á Íslandi, en búum erlendis verðum líka fyrir þessum ósköpum vegna gífurlegrar gengisfellingar krónunnar. Gefið óstjórninni frí og fáið hæfara fólk til að bjarga því, sem ...
Inga Birna Jónsdóttir

23. Nóvember 2008

ÚTLENDUR HERNAĐAR-SÉRFRĆĐINGUR STÝRIR GEIR!

Tók engin eftir fréttinni 21. þessa mánaðar að forsætisráðherra vor Geir Hilmar hafi erlendan hersérfræðing sér við hlið til að leiðbeina sér um framkomu sína gagnvart íslensku þjóðinni? Að það verði að sína Íslendingum festu, sína öryggi og láta þjóðina ekki komast upp með að "ybba sig"? Sem sé að forsætisráðherrann hafi útlenskan hermálasérfræðing til að segja sér fyrir verkum, hvernig hann eigi að koma fram við íslensku þjóðina. Jafnvel að hann hafi kennt Geir hegðun ...
Úlfur

23. Nóvember 2008

ŢETTA VERĐUR AĐ STÖĐVA!

Samkvæmt fréttum stöðvar 2 nú í kvöld 23.11 voru þær skelfilegu fréttir að fyrrum stjórnarformaður Kbbanka Sigurður Einarsson væri með öfluga fjárfesta að baki sér til kaupa á útibúinu í Luxemburg....Þetta má bara ekki ske og skýlaus krafa almennings að ríkisstjórnin sendi skilanefnd og endurskoðendur strax til Luxemburgar og hefði rannsókn þegar í stað burtséð hvaða skoðun Luxarar hafa á því þar sem almenningur á skýlausa kröfu á því. Treysti VG til að taka málið upp þegar á morgun á Alþingi og fá þar skýr svör forsætisráðherra.
Þór Gunnlaugsson

22. Nóvember 2008

SMÁSÁLIRNAR OG SÉRRÉTTINDIN

Það er alltaf erfitt að reiðast lítilmagnanum. Miklu frekar að maður finni til samúðar í stað reiði þegar tilefni eru til slíks. Að sumu leyti finn ég einmitt til með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki og þeim sem fylla raðir þessara flokka á Alþingi. Svo lítil voru þau í sér, að þau gátu ekki fyrir sitt litla líf hugsað sér að afnema eigin lífeyris-sér-réttindi - heldur hafa þau nú kynnt frumvarp sem felur í sér málamynda niðurstöðu. Vesalings fólkið. Þjóðfélagið komið á ...
Sunna Sara

22. Nóvember 2008

RÁĐAMENN SKAMMIST SÍN

Það á ekkert að breyta eftirlaunalögum þingmanna og ráðherra, það á að afnema þau í eitt skipti fyrir öll, annað er ótrúverðugt og tími til kominn að þetta fólk þekki sinn vitjunartíma og skammist sín...
Edda

21. Nóvember 2008

HVER ER ÉG?

....
Alveg laus við þunga þanka
en þreytulegur yfirleitt,
syfjaður í seðlabanka,
ég sit og geri ekki neitt.

Vinir mínir virðast snjallir
og vilja flestir klekkja á mér.
Ef gleymist ég þá gleðjast allir.
Og gettu núna hver ég er.
....
Kristján Hreinsson

20. Nóvember 2008

TÍMI BREYTINGA ER NÚNA

...frétti af því að VG væru að leggja fram frumvarp sem fælist í 2% vaxtahámarki á verðtryggðum lánum. Ég tel að víðtækari aðgerða sé þörf og hvet þig til að beita þér fyrir aðgerðum í líkingu við þær sem ég hef verið iðinn við að kynna upp á síðkastið og eru svo hljóðandi: Í kjölfar hruns efnahagskerfisins er ljóst að eitt af stóru málunum í dag snýst um húsnæðislán heimilanna. Eins og kunnugt hafa stjórnvöld nú gripið til þeirrar tímabundu ráðstöfunar að bjóða upp á frystingu afborgana erlendra lána til 4-6 mánaða. Beðið hefur verið eftir útspili stjórnvalda í tengslum við verðtryggðu lánin. Þann 14.11.2008 kynnti ríkisstjórnin svo ...
Þórður B. Sigurðsson

19. Nóvember 2008

VIĐ VISSUM EKKERT

Rík ástæða er til að efast um sannsögli þeirra félaga eða hvernig gat háskaleg staða bankanna farið fram hjá þeim? Ef þeir á hinn bóginn ætlast til að nokkur taki mark á þessari yfirlýstu vanþekkingu eiga þeir umsvifalaust að segja af sér vegna vanrækslu í starfi...
Þjóðólfur

18. Nóvember 2008

HARĐSVÍRAĐ LIĐ Í STJÓRNAR-RÁĐINU

Einstakir ráðherrar lögðust í skipulagða auglýsinga- og lygaherferð í útlöndum með útrásarliðinu og prófessorstitluðum leigupennum af hagfræðilegum toga þar sem markvisst var reynt að troða upp á fjölmiðla og ráðamenn í helstu viðskiptalöndum okkar ógeðfelldri glansmynd af íslensku efnahagslífi og gjaldþrota fjármálakerfi sem sagt var standa afar styrkum fótum...
Sigurborg

14. Nóvember 2008

SÝNDARMENNSKA

...Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt "sparnaðartillögur" upp á 20% af útgjöldum ráðuneytisins. Þegar tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að þetta er að stærstum hluta (um 2/3 hlutar) niðurskurður á framlögum til þróunarhjálpar. Sá niðurskurður er til skammar. Raunverulegur sparnaður ...
Jón Torfason

13. Nóvember 2008

SVAR TIL KRISTÍNAR MAGDALENU

Það er alveg laukrétt hjá Kristínu Magdalenu Ágústsdóttur að Bónusverslanirnar eru oftast með besta verðið og því kann það að virðast erfitt að refsa bónusdrengnum óreiðurekstur með því að sniðganga verslun hans. Við höfum hins vegar valdið til að mótmæla. Við getum farið á Völlinn, við getum sniðgengið Kaupþing og hreinsað út sparnaðinn og við getum hætt að versla í Bónus ef við viljum. Fjölskylda mín tók allt sitt út úr Kaupþingi, hún fer á Austurvöll á laugardögum og er hætt að versla í Bónus. Bróðir minn segir mér að ...Þetta er í ætt við aðferð Gandís ekki ósvipað því að refsa stjórnarflokkum í kosningum, eða eiga þá ósk heitasta að...
Ólína

12. Nóvember 2008

HVER TÓK PENINGANA AF REIKNINGUNUM?

...Hvernig er hægt að matreiða svona upphæð í okkur skattborgarana án þess að sannreyna margar yfirlýsingar fyrrum bankastjóra bankanna um að allt féð hafi verið inn á þessum erlendu reikningum og Björgúlfur Thor sagði að hægt hefði verið að setja 5 falda ábyrgð á Icesafe með ríkisbréfum í Bretlandi og Þýskalandi ásamt öðrum löndum. Hver tók þetta fé þá af reikningunum því enginn hefur upplýst þjóðina um það og verði það ekki gert strax af skilanefndum fyrrum einkabankanna þá munum við ...
Þór Gunnlaugsson

11. Nóvember 2008

HVERJIR ERU KOSTIRNIR? HVAR ER VERKALÝĐS-HREYFINGIN?

Sumir hafa verið að nota handbolta og knattspyrnuleik til að lýsa fjárhagsástandinu í dag, en ég næ því engan veginn. Ég vil benda þér og þeim á, sem lesa vefsíðu þína, að það er hvorki grín né leikaraskapur sem hefur átt sér stað og á sér stað enn. Ég vil frekar nota samlíkingu ástandsins við að manneskjukjáni hafi verið narraður út í síki og sé kominn upp í háls í hyldýpis-síkinu, og sé nú að hugsa sig um hvort hann eigi að fara lengra í von um að ná fótfestu og gullsjóðnum hinum megin, eða að...
Úlfur

10. Nóvember 2008

STRÍĐS-YFIRLÝSING!

...Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka!!! Fyrir mér er þetta stríðsyfirlýsing við okkur venjulegu borgarana í þessu landi sem erum flest með lán í þessum bönkum. Ef skuldir og sukk þessara óreiðumanna eru sópaðar útaf borðinu þá vil ég að það sama gangi yfir alla!!!!!! tugþúsundir töpuðu stórum hluta af sparnaði sínum, tugþúsundir venjulegra hluthafa í bönkunum töpuðu öllu sínu.... ég gæti haldið endalaust áfram... ég hef aldrei reiðst eins mikið á ævi minni og þegar ég heyrði þetta. þetta er hámark spilingarinnar og hvet ég ykkur til að hafa samband við sem flesta og beina reiði ykkar að þingmönnum okkar. Þetta endar með...
Jón Örn Kristinsson,
Löggiltur fasteignasali 

9. Nóvember 2008

HVER ER ŢÍN SKOĐUN?

...Ég ætla nú bara að spyrja, hvaða skoðun hefur þú á verkalýðsformanninum Gunnari Páli Pálssyni og því sem hann gerði? Ég hefði viljað sjá þína skoðun hérna á síðunni....
Ágúst

6. Nóvember 2008

ÓLÍNA OG SNIĐGANGA BÓNUS OG BANKA

Ég vil senda spurningu til Ólínu. Hvernig í ósköpunum eigum við almenningur að geta hætt að versla hjá Bónus þegar aðrar verslanir eru með svo hátt matvöruverð að við getum keypt mjólk og brauð og smjör og búið??? Hver ætlar að gera okkur það kleift að hætta að versla við Bónus???? Það er búið að hækka stýrivextina í 18% og við höfum nóg með að borga af yfirdrætti og ekki hægt að eyða peningum heimilanna í bruðl.
Eins vil ég senda fyrirspurn til ...
Kristín Magdalena Ágústsdóttir

6. Nóvember 2008

AFNÁM LÍFEYRIS-SÉRRÉTTINDA

Þessi frétt mun sannarlega gleðja landsmenn. Ekki veitir af: "Þingflokkur Vinstri- grænna hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema sérréttindi æðstu embættismanna sem kveðið er á um í hinum umdeildu eftirlaunalögum. [...] Við núverandi aðstæður í þjóðmálum væri einboðið að Alþingi tæki af skarið og kæmi sérréttindum eftirlaunalaganna út úr heiminum fyrir jól." Það er traustvekjandi að sjá...
Hjörtur Hjaratarson

6. Nóvember 2008

LANDRÁĐASTJÓRN

Nú getið þið ekki bara lýst yfir vantrausti á ríkistjórnina heldur sent Geir Haarde í allt að 16 ara fangelsi ásamt öðrum fjárglæframönnum sjá 91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum. Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem ....
Jóhann Þröstur Pálmason

6. Nóvember 2008

LÁTUM BANKASTJÓRANA SVITNA

...þá held ég að fari um Gvend og meyna. Menn geta svo lagt þar inn aftur ef stjórnvöld bregðast við. Þannig geta menn í verki fellt einn bankann eftir annan ef þeir kjósa svo. Vilji menn hafa sparifé sitt á vöxtum geta menn lagt inn lítilræðið í trausta sparisjóði og gert þá að stórveldum. Annað sem almenningur getur gert. Menn geta til dæmis hætt að kaupa inn í Bónusverslununum í hálfan mánuð eða þrjár vikur og beint viðskiptum sínum annað ef þeir vilja að bónusdrengurinn fái að finna til tevatnsins. Það þarf ekkert að leita sökudólganna því allir vita hverjir þeir eru nema kannski ráðherrarnir og meðreiðarsveinar þeirra. Ég legg sem sé til að við byrjum á einum banka, tökum allar innstæðurnar út og ...
Ólína

5. Nóvember 2008

FITUSNAUĐ FRAMTÍĐ SIGURĐAR KÁRA

..."Gleðin" var einmitt partí sem Sigurður og flokksbræður hans buðu til í gestgjafatíð Davíðs Oddssonar. Það væri því fróðlegt að fá nánari skýringar á því hverjir þessir "ýmsir" eru að mati Sigurðar. Er hann hér að vísa til óráðsíu "almennings" sem lét það eftir sér að fá sér flatskjá - og er að mati Björns Inga Hrafnssonar ein helsta ástæða þessa hvernig komið er? Er hann að vísa til utanlandsferða og dekurtúra ráðamanna, t.d. Þorgerðar Katrínar? Er hann að vísa til ofurlauna Seðlabankastjóra,  eftirlaunakjara þingmanna?
Hver  voru ...
Kristófer

5. Nóvember 2008

LAUNAFÓLKI HÓTAĐ OG SVIPT RÉTTINDUM

...Ég er ekki reið heldur hrygg að ríkisstjórnin skuli vera svo máttlaus að úrræðin berist svo seint þannig að fólkið sem tók ekki þátt í velsældinni verði nú öreigar. Eigendur fyrirtækja ganga nú um og reka fólk og gera samninga sem taka öll réttindi af fólki og uppsagnarfrestir eru ekki virtir, síðasta dæmið er stór keðja matvöruverslana þar er hræddu fólki stillt upp við vegg því sagt að verið sé að lækka starfshlutfall og að öðru leyti séu sömu kjör. Skrifaðu undir eða að þú ert rekinn, og í smáa letrinu kemur fram að það er verið að...
Íslendingur sem tók ekki þátt í þessu feigðarspili

3. Nóvember 2008

HVAĐ ER ÁRÁS Á FULLVELDIĐ?

...Hann spurði mig einsog í framhjáhlaupi hvort rétt væri að þeir sem stjórna ættu rannsókn á hruni bankakerfisins ættu börn sem væru nátengd Kaupþingi og Glitni og hvort dómsmálaráðherra landsins ætti tengdason sem væri í innsta hring annars aðaleiganda Landsbankans.... Ég gladdist yfir því að Pétur Blöndal, alþingismaður, skyldi líkja framferði bankanna við árás á fullveldi Íslands. ...Slík ákvæði eru segir mér lögmaður að finna í lögunum númer 19 frá 1940. Ekki er ég lögfræðingur en hef bærilegan málskilning. Ég fæ ekki betur séð en að í 10. kafla laga þessara séu ákvæði, sem hugsanlega gætu náð yfir framferði einhverra bankamanna, og er ég þá að miða við að aðgerir þeirra virðast hafa sett íslenska samfélagið á hausinn... Um það fjallar tíundi kafli almennra hegningarlaga og viðurlögin eru ströng.
Ólína

2. Nóvember 2008

UM SÖGUVITUND Á ASÍ KONTÓR

...Það er leitt að nýkjörinn forseti ASÍ skuli ekki vera betur að sér í sögu landsins en það að jafna ástandinu nú við móðuharðindin, þegar nokkur þúsund manna dóu úr hungri og hungursóttum. Það er eins og hann þekki ekki til harðindáranna í upphafi 19. aldar, óáranar milli 1850 og 1860, harðindakaflans sem hófst 1882 og ýtti mjög undir vesturfarirnar. Hann virðist ekki hafa heyrt um frostaveturinn 1918 og þrengingarnar á heimsstyrkjaldarárunum fyrri, hvað þá að hann viti um kreppuárin upp úr 1930 þegar verð á afurðum féll um helming eða erfiðleikunum eftir seinna stríðið og í lok sjöunda áratugarins. Hafa menn enga söguvitund á ASÍ-kontórnum? Sem betur fer er ...
Jón Torfason

2. Nóvember 2008

EF VG FER MEĐ SJÁLFSTĆĐIS-FLOKKI ER ÉG HĆTTUR!

...Myndir þú og þínir þingflokksfélagar vilja mynda alvöru vinstri stjórn með Samfylkingu eða yrði ESB í fyrirstöðu og jafnvel þið og Sjálfstæðisflokkur mynda bandalag þar sem þið eruð sammála um það að evran eigi ekki að koma nálægt landinu? Ég segi það sem vinstri maður, sósíalisti og félagshyggjumaður að ég myndi gefast endanlega upp á íslenskum stjórnmálum ef VG og Sjálfstæðisflokkur myndu fara í stjórn saman.
Ágúst Valves Jóhannesson

2. Nóvember 2008

ŢARF AĐ STINGA ALLRI ŢJÓĐINNI INN?

Helsta ástæða þess að Sovétríkin hrundu var sú að stjórnvöldum tókst illa að ná í alla þá geðveiku borgara sem gagnrýndu þau. Þau hefðu átt að ganga fram af miklu meiri hörku, jafnvel þó það hefði þýtt það að stinga inn allri þjóðinni. Nú er til skítalýður sem veður uppi á Íslandi og gagnrýnir réttsýnan leiðtoga vorn á vikulegum fundum. Er ekki kominn tími til að Flokkurinn stofni lögreglulið til að hafa hemil á þessarri óværu og koma henni fyrir þar sem hún á heima. Þessi aðsúgur verður nú til þess að leiðtogi ...
Sigmundur Guðmundsson,
stærðfræðingur

2. Nóvember 2008

RÍKISSTJÓRN OG FME HAFA GENGIĐ Á BAK ORĐA SINNA

Eitthvað rámar mig í að bæði Geir forsætisráðherra ásamt Björgvini viðskiptaráðherra hafi í sjónvarpsmiðlum lofað því að inneign landsmanna í séreignarsjóðum hyrfu ekki fyrir augum okkar. Það passar ekki alveg við að Almenni lífeyrissjóðurinn var að tilkynna mér lækkun á minni eign væri 25% sem er 2ja til 3ja ára laun hjá mér skv. minni áætlun um notkun séreignar á eftirlaunum. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur markvist unnið gegn hagsmunum lífeyrissjóða með því að  ...
Kveðja.
Sturla

1. Nóvember 2008

RÍKISSTJÓRNIN ER KLOFIN, SJÁLFSTĆĐIS-FLOKKURUNN ER KLOFINN

...Og þó tekur steininn úr þegar bankastjóri Seðlabankans rís upp til varnar og birtir opinberlega leyniplagg Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem kemur það sem allir vita að ÖLL forysta Sjálfstæðisflokksins ber auðvitað - eins og Samfylkingin - ábyrgð á samskiptunum við IMF. Greinilegt er að varaformaður Sjálfstæðisflokksins er að berjast til valda gegn formanninum og sérstaklega er henni greinilega uppsigað við Árna Mathiesen fjármálaráðherra. ...Og hér áðan var spurt: hvernig lítur það út erlendis þegar helmingur ríkisstjórnarinnar talar gegn ríkisstjórninni í Evrópumálunum? En hvernig lítur það út gagnvart umheiminum meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þegar leiðtogar stjórnarflokksins ragmana fram upplýsingar úr leyniplöggum? Er svoleiðis ríkisstjórn treystandi...
Sigurður Bjarnason

1. Nóvember 2008

DĆMALAUS HANNES H. GISSURARSON Í KASTLJÓSI!

...Að vísu var frekjan og yfirgangur Hannesar slíkur að Karl og spyrjandi þáttarins komust varla að. Hrokinn var yfirgnæfandi. Hannes var og hefur verið einn aðal fjárhagspostuli Sjálfstæðisflokksins alla valdatíð Davíðs, og fram á þennan dag...Hin hliðin sem er öllu alvarlegri, er heimatilbúin. Hana má rekja beinlínis til inngöngunnar í EES og síðan einkavæðingarinnar ásamt stjórnlausri markaðshyggjunni sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson með aðstoðarmönnum sínum og "spekingum" eins og ...
Úlfur

1. Nóvember 2008

HVAĐ VARĐ UM PENINGANA Á INNLÁNS-REIKNINGUM ICESAVE?

Staða VG í dag er eins og ég var búinn að spá en fylgið mun eiga eftir að aukast. Ég hef fylgst með umræðum á þingi og þá slæmu stöðu sem ríkisstjórnin er kominn í varðandi kjör Alþjóðabankans og þagnargildi uns stjórn bankans hafi rætt málin. Vilji Norðmanna um að taka upp þeirra gjaldmiðil með stuðningi stórþings þeirra er afar athyglivert eins og staðan er í dag. Þó eru öllu verra stóryrtar fréttir um að okkar hlutur í Icesave verði 440 milljarðar en heildartala nálagt 900 milljörðum til innlánsþega þessara reikninga. Halldór bankastjóri Landsbankans....
Þór Gunnlaugsson

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Október 2018

STEFNUBREYTING?

Nú eru Bandaríkjamenn nýbúnir að vera hér á Íslandi með hundruð manna við heræfingar. Er það ekki rétt munað hjá mér, Ögmundur minn, að þegar þú sast í vinstri stjórninni þá voru aldrei neinar heræfingar? Sú stjórn sat þó í meira en fjögur ár ef allt er talið. Hefur orðið stefnubreyting hjá VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur?
Börkur Barkar

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta