Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

28. Febrúar 2008

"EINRĆKTAĐUR" HĆSTIRÉTTUR

 Í gær var fróðlegur fundur vestur í Lagadeild Háskóla Íslands um málefni Hæstaréttar. Þar kemur fram í máli Hrafns Bragasonar fyrrum hæstaréttardómara að allir núverandi dómarar réttarins hafi verið skipaðir af Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur komið fram í máli ýmissa sem virðast eiga „sárt um að binda" í vandræðunum miklu sem flokkur þessi á við að stríða við stjórn Reykjavíkurborgar, „að gæta verði hagsmuna flokksins" varðandi þennan ...
Guðjón Jensson

27. Febrúar 2008

HVORT ER BETRA AĐ VITA EĐA VITA EKKI?

...Svo kemur Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra í viðtal og þvær hendur sínar; þetta mál kemur honum ekkert við. Það gerði hann í læknaritaraútvistuninni. Það mál snerist um eitthvert fólk, sagði hann okkur, sem væri honum allsendis  óviðkomandi! Heldur maðurinn að við séum fífl? Eða hvað? Er Guðlaugur Þór kannski að segja rétt frá; að hann viti ekki neitt? Er kannski verið að vinna að markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins  úti í bæ og ráðherrann lesi bara um árangurinn í blöðunum? Getur verið að Guðlaugur Þór sætti sig við að sitja í stúku og fylgjast með - ekki sem gerandi heldur...
Sunna Sara 

25. Febrúar 2008

VERĐUR RÍKIS-STJÓRNINNI ÚTHÝST?

Hvernig skýrir þú fylgi ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt skoðanakönnunum er það meira en í síðustu kosningum? Það er með ólíkindum hve mikið fylgi stjórnarflokkanna er samkvæmt könnunum sem birst hafa að undanförnu. Getur verið að þjóðin sé ...
Haffi

24. Febrúar 2008

RÉTT HJÁ GUĐFRÍĐI LILJU!

Ég hlustaði á Silfur Egils í dag. Álver, álver, álver, mér sýnist þetta vera það eina sem Sjálfstæðisflokki dettur í hug, sem svar við samdrætti í efnahagslífinu. Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, andmælti þessari nauðhyggjuhugsun ágætlega og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, VG,  af ekki síðri krafti en jafnframt yfirvegun. Hún benti á hinar raunverulegu lausnir, að styrkja innviði samfélagsins og koma síðan til móts við byggðarlögin á þeirra forsendum.  Við yrðum að hafa ...
Grímur

22. Febrúar 2008

FRÁ VELFERĐAR-ŢJÓNUSTU TIL MARKAĐSKERFIS

Hinn 15. febrúar skrifar þú pistil hér á síðuna undir spyrjandi fyrirsögn, Á Sóltúnstaxta? Tilefnið var fréttamannafundur sem Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra, efndi til með forstöðufólki Heilsuverndarstöðvarinnar ehf. Ég sá umfjöllun um þennan viðburð í 24 Stundum og Morgunblaðinu. Ekki hef ég orðið var við umfjöllun annars staðar. Þessir litlu stafir, sem búið er að setja fyrir aftan Heilsuverndarstöðina, það er, ehf,  marka óneitanlega tímamót í sögu íslenska velferðarkerfisins. Getur verið að...
Haffi

21. Febrúar 2008

EKKI RÍKISÁBYRGĐ FYRIR EINKAFYRIRTĆKI!

Ég var að lesa pistil Þórs Þórunnarsonar á vefsíðunni þinni, og vægt til orða tekið, hryllir mig við því sem þar kemur fram; tilhugsuninni um hvað stjórnvöld Sjálfstæðisflokksins,  Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa gert íslensku þjóðinni undanfarin ár. Ef Þór hefur virkilega rétt fyrir sér, sem ég efast ekki um, þá er ekki nóg með að einkavinavæðingin hafi að mestu leyti verið hreinn þjófnaður á sameignum íslensku þjóðarinnar sem hún hefur haft mikið fyrir að eignast, heldur hafa stjórnvöld gert ríkissjóð ábyrgan fyrir braski einkafyrirtækja....
Úlfur

20. Febrúar 2008

ÍSLENSKA RÍKIĐ Í MILLJARĐA SKULDBINDINGU VEGNA EINKAFYRIRTĆKIS

Þegar einkavæðing bankanna stóð fyrir dyrum þá var ég örlítið efins. Ekki það að ég væri ósammála flestum þeim rökum sem beitt var fyrir einkavæðingu. Aðallega fannst mér gott til þess að vita að afdanka stjórnmálamenn hefðu ekki áskrift að bankastjórastöðum þegar þeir nenntu ekki, eða fengu, að vera lengur á þingi. Einnig var ég sammála því að óþarfi væri, í sjálfu sér, að ríkið stæði í bankastarfsemi. Ég ætla ekki hér að rekja þá umræðu frekar, heldur benda á eitt atriði sem ...
Þór Þórunnarson

19. Febrúar 2008

TÍMAMÓT- VERKAFÓLK GREIĐIR SJÁLFU SÉR LAUNAHĆKKANIR

 Í  ný-undirrituðum kjarasamningum ASÍ og SA virðist verkafólk greiða sér sjálft launahækkanirnar. Það er þannig gert að laun hækka  um 18- 21 þús. Af því borgar verkalýðurinn staðgreiðsluskatt ca. 7500kr.  sem svo er notaður til að borga niður skattalækkun atvinnurekenda ...Er nema von að menn kætist? Verkalýðurinn borgar sér sjálfur og tekur auk þess atvinnurekendur á bakið. Það er svo sem ekkert nýtt. Nema hvað íslenskir atvinnurekenur eru orðnir heldur þyngri ...
Rúnar Sveinbjörnsson

 

18. Febrúar 2008

ÖMURLEGT AĐ HLUSTA Á HÁLAUNAFÓLKIĐ

Það er einfaldlega ömurlegt að hlusta á hálaunafólkið troða upp í fjölmiðlum  og mæra nýgerða kjarasamninga ASÍ. Ofboðsleg hrifning. Samt eru launin áfram undir fátækramörkum. Athyglisvert að álitsgjafarnir eru allir með margfalt hærri tekjur en fólkið sem samið er fyrir og kemur til með að vera með heilar 138 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu. Það er von að ritstjórar blaðanna séu hrifnir, sjálfir með ...
Haffi

18. Febrúar 2008

SJÁLFSTĆĐIS-FLOKKURINN Á EKKI AĐ EIGA EMBĆTTI

Telst það eðlilegt ástand að stjórnmálaflokkur, í þessu tilfelli Sjálfstæðisflokkurinn, „eigi" ákveðin embætti hvort sem það eru dómaraembætti, sýslumannaembætti, staða seðlabankastjóra eða sendiherra eða nú síðast forstöðumaður Þjóðmenningarhúss? Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn komist upp með ásamt Framsóknarflokknum sem vonandi heyrir sögunni til að tryggja sínum mönnum þessi embætti hvort sem þau eru auglýst formsins vegna eður ei. Mér hefur alltaf fundist ...
Guðjón Jensson

16. Febrúar 2008

GETUR VERIĐ AĐ HJARTAĐ VANTI Í SAMFYLKINGUNA?

Svo virðist sem ríkisstjórnin muni spila út kosningaloforðum Samfylkingarinnar sem sínu framlagi í samningaviðræðum SA og ASÍ. Þar má nefna úrbætur í húsnæðismálum, lagfæringar á frítekjumörkum og fleira. Samfylkingarráðherrar munu kalla þetta klókindi - að nota sömu loforðin tvisvar - en aðrir blekkingar. Flokkurinn og forystumenn hans hafa átt erfitt með að sjá muninn á þessu tvennu. En munurinn er þessi:...
Hreinn Kárason

16. Febrúar 2008

SEĐLABANKA-STJÓRI OG OKRIĐ

...Nýir kjarasamningar eru í burðarliðnum og nú stendur á stjórnvöldum að unnt sé að samykkja og undirrita. Að mér skilst er það einn maður sem er í hlutverki Þránds í götu og það er aðalbankastjóri Seðlabankans sem vill halda í okurvextina. Um þetta hefi eg fjallað á ...
Guðjón Jensson

15. Febrúar 2008

HÁRRÉTT HJÁ FINNI

Það er rétt athugað hjá Finni Dellsén í grein hér á heimasíðu þinni Ögmundur, að það er verið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi og þjóðin virðist ætla að láta þetta gerast í kyrrþey. Finnur segir: „Tveir mestu frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum, Guðlaugur Þór og Pétur Blöndal, leiða stefnumótunina í átt að meiri einkavæðingu og einkarekstri - allt með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar. Nokkrir áhrifamiklir læknar lýsa yfir vilja...
Haffi

15. Febrúar 2008

UM SPILLINGU OG ÁBYRGĐ ALŢINGIS

Til hamingju með nýju heimasíðuna. Hún er stórfín. Í pistli á heimasíðunni 5. febrúar segir þú um Samfylkinguna: "Pínulítil sál sem leyfir spillingunni að hafa sinn gang með þögn sinni." Ég er sammála þér. Annað geigvænlegt spillingarmál er skipan héraðsdómara fyrir norðan og austan. Að mínu viti hefði mátt heyrast meira frá VG um það mál. Ég er nefnilega sammála þeim orðum sem Sigurður Líndal hafði um framgöngu setts dómsmálaráðherra, Árna Matthiesen...
Hjörtur Hjartarson

15. Febrúar 2008

GUĐLAUGUR ŢÓR OG MILLILIĐIRNIR

...Ein ástæðan fyrir gagnrýni á einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar hefur verið sú að með því sé þjónustunni sundrað. Fyrir bragðið verði erfiðara um vik að hafa yfirsýn og tryggja samfellda þjónustu. Þetta sér einkapraxísinn að sjálfsögðu og finnst gott að vera saman - undir einu þaki. Skiljanlega. En ég spyr hvers vegna að leyfa Guðlaugi Þór að setja inn milliliði í heilbrigðiskerfið? Hvers vegna ehf-in? Hvort þjónar Guðlaugur Þór fjárfestum eða almenningi? Í mínum huga ...
Sunna Sara

11. Febrúar 2008

FRJÁLSLYNDIR GEFA LÍTIĐ FYRIR LĆKNARITARA

...Ég sat á pöllunum við þessa umræðu og hlustaði á þessa heimskulegu en jafnframt hrokafullu ræðu.  Maðurinn gaf ekkert fyrir  það hvort kjör okkar læknaritara skertust eða ekki. Síðan veit hann augljóslega ekkert  um eðli starfsins. Er eðli starfs þingmanna að tjá sig um mál án þess að gera minnstu tilraun til að afla sér lágmarksþekkingar á málefnum? Ég er enn að jafna mig á þessari umræðu. Verstur var Kristinn nema ef vera skyldi þingkona Samfylkingarinnar, Ásta R. Jóhannesdóttir.
Læknaritari

10. Febrúar 2008

TILRĆĐIĐ VIĐ ÍSLENSKA VELFERĐAR-KERFIĐ

...Að verða vitni að því að Samfylkingarfólk sem kallar sig félagshyggjufólk og var kosið sem slíkt í síðustu alþingiskosningum, standi í þessu skemmdarstarfi, er í einu orði sagt, ömurlegt!  Það þarf enginn að segja manni að heiðursmaður eins og Össur Skarphéðinsson láti slíkt líðast.  Maður hefði heldur ekki haldið að Jóhanna Sigurðardóttir hefði látið bjóða sér slíkt, en hún virðist vera orðin þreytt og yfirbuguð ...
Úlfur

9. Febrúar 2008

SAMFYLKINGIN VAR MEĐ EN ER NÚ Á MÓTI!

Aðeins varðandi það sem þú segir í ágætri grein þinni um að Svandís hafi axlað pólitíska ábyrgð í REI málinu, sem hún gerði ein og óstudd. Nú fara fulltrúar Samfylkingarinnar mikinn í gagnrýni sinni á málsmeðferðina, Dagur B. Eggertsson og Oddný Sturludóttir hafa ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að Vilhjálmur Þ. hafi ekki haft umboð til að undirrita REI-samninginn, sem lagður var fram á frægum eigendafundi Orkuveitunnar síðastliðið haust. Er ekki rétt munað að fulltrúar Samfylkingarinnar ...
Gísli

9. Febrúar 2008

VEGIĐ AĐ STARFSHEIĐRI LĆKNARITARA

...Einnig virtist manni á framsögn Ástu Ragnheiðar að hún teldi að nánast hver sem er gæti „vélritað" þessar skýrslur og með því gjaldfelldi hún okkar fullra þriggja anna nám eftir stúdentspróf og sex mánaða starfsþjálfun. Það er þó engin ...Hvað heilbrigðisráðherra viðvíkur veit ég eiginlega ekki hvar ég á að byrja, en í Fréttablaðinu er haft eftir honum að gæði og öryggi skráningar muni mögulega aukast með því að hafa þjónustuna annars staðar en á spítalanum. Tel ég að með þeim orðum ...
Læknaritari á LSH

8. Febrúar 2008

HÓLMSTEINN SEGI AF SÉR

Nú þegar íslenski markaðurinn er nánast hruninn og engar líkur á að hann nái sér á strik, þá er það áfellisdómur fyrir hugmyndafræði Frjálshyggjunnar. Er ekki eðlilegt að Frjálshyggjupredikarar á borð við Hannes Hólmstein, axli ábyrgð og segi af sér prófessorsembætti? Þótt markaðurinn kunni að lagast eitthvað í framtíðinni og þarafleiðandi hagur auðmanna ef þeir halda áfram að fá styrk frá fátæklingum, þá lagar það ekki ...
Hreinn Kárason

7. Febrúar 2008

ÉG BIĐST AFSÖKUNAR

Ég skrifaði þér bréf sem birtist hér á heimasíðunni nýlega undir fyrirsögninni, Óviðurkvæmileg fyrirsögn. Þótti mér ekki við hæfi að sýna Samfylkinguna sem drit-skellu sem gekk niður af Sjálfstæðisfálkanum þegar hann var í þann veginn að læsa einkavæðingarklóm sínum í þak Landspítlans, að þessu sinni til að einkavæða störf aðþrengdrar kvennastéttar, læknaritara.  Mér þótti Samfylkingunni gert rangt til, hún myndi aldrei samþykkja slíkt. Þetta taldi ég víst. Í dag hlustaði ég svo á fulltrúa Samfylkingarinnar verja eikavæðingaráform Guðlaugs Þórs heilbrigðisráherra Íhaldsins. Hentistefnan á fullu! Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingarþingkona sagði að...
Grímur

7. Febrúar 2008

TALAĐ AF VANŢEKKINGU UM LĆKNARITARA Á ALŢINGI

...Það var með ólíkindum hvernig sumir starfsbræður þínir á þingi töluðu, það var eins og fólkið hefði ekki nokkurn skapaðan hlut kynnt sér þessi mál. Það veit enginn út á hvað störf læknaritara ganga. Svo segja þau alveg án þess að blikna að það verði engum læknaritara sagt upp! Það er talað niður til okkar og gefið í skyn að við vinnum ekki vinnuna okkar o.s.frv. En enn og aftur þakkir fyrir stuðning þinn.
gb

7. Febrúar 2008

LĆKNARITARAR HAFA EKKI NOTIĐ SANNMĆLIS

...Okkur er gert að leggja á okkur tveggja ára strangt framhaldsnám eftir stúdentspróf til þess að geta kallað okkur læknaritara og svo koma „einhverjir" hrokagikkir úr spítalageiranum og segja hvern sem er geta unnið þetta starf og ætla svo að bjóða vinnuna okkar út til fyrirtækja úti í bæ því það sé hagræðing og sparnaður! Ég þori að fullyrða að svona þjónusta hjá einkafyrirtæki á eftir að verða ríkisgeiranum dýrkeypt. Ef til vill er þetta bara undanfari einkavæðingarinnar á heilbrigðisgeiranum, nú og svo dettur manni í hug að þetta sé eitthvað útspil þar sem samningar eru lausir og það eigi bara að halda þessum „kerlingum" á mottunni. Það eru jú bara...
hp

7. Febrúar 2008

NÚ Á AĐ MAKA KRÓKINN FEITT!

Það er fagnaðarefni að utandagskrárumræðan á þinginu á fimmtudag skuli snúast um útvistun í heilbrigðisgeiranum og málefni LSH. Málið er grafalvarlegt og ótrúlegt að öll umræðan skuli endalaust snúast um það að spara þurfi í launakostnaði. Það vekur furðu mína að aldrei eru nefndar tölur í þessu sambandi. Hver er raunverulegur sparnaður þegar upp er staðið? Hvaða þættir eru tíndir til í þetta módel? Er ekki eitthvað að gleymast? Hver trúir því að...
Rúna R. Hilmarsdóttir

6. Febrúar 2008

ÓVIĐURKVĆMILEG MYNDSKREYTING

Ómaklega þótti mér vegið að heiðri Samfylkingarinnar í myndskreytingu með pistli þínum um einkavinavæðingu Íhaldsins á Landspítalanum. Ekki trúi ég öðru en þingmenn Samfylkingarinnar rísi upp og stöðvi einkavæðingarherferð Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra. Að Samfylkingin verði eins og drit úr fálka Sjálfstæðisflokksins í þeim slag hef ég miklar efasemdir að muni gerast þótt...
Grímur

6. Febrúar 2008

SKILGREINING Á VALDARÁNI

Í forsíðufrétt Morgunblaðsins þann 6. janúar, kemur fram að lífeyrissjóðir landsmanna eru ennþá að binda fé sitt í fallandi hlutabréfum. Það er ágætt fyrir Jón Ásgeir en vont fyrir lífeyrisþega. Allir fjárfestar með vit í kollinum, eru löngu farnir ... Meðferð þessarra peninga og pukrið og vinavæðingin í kringum þessa gjörninga alla, minna á orð Sverris Hermannssonar í svipuðu samhengi: Þetta er verra en glæpur, þetta er heimska.
Hreinn Kárason

5. Febrúar 2008

ĆTLA AĐ FYLGJAST MEĐ SAMFYLKINGU Á FIMMTUDAG

...Ég tek undir með þér hér á síðunni þegar þú vekur athygli á því að „handlangarar" Guðlaugs Þórs á Landspítalanum eru sjálfir vel haldnir í launum en láta sig hafa það að níðast á láglaunafólki til að þjóna pólitískum herrum sínum. Aumast er þó hlutskipti Samfylkingarinnar, músarinnar sem þegir á meðan ranglæti er í frammi haft. Verður það enn í umræðunni á Alþingi á fimmtudag?
Sunna Sara

4. Febrúar 2008

BJÖRGUNARSVEITIR VERĐI ÓEIRĐALÖGREGLA?

Er ríkisstjórnin að verða galin? Heyrði ég það rétt að dómsmálaráherrann vilji gera björgunarsveitirnar að einhverjum baksveitum fyrir lögreglu til að berja niður óeirðir? Það var gott að heyra í talsmanni Landsbjargar sem vísaði þessu út í hafsauga og sagði að sveitirnar væru til að bjarga og hjálpa fólki en ekki til að berja á því. Hvers vegna er ríkisstjórnin farin að óttast óeirðir? Er það vegna þess að ...
Haffi

2. Febrúar 2008

EINOKUNARVERSLUNIN Á VORUM DÖGUM!

...Ég verð að segja að ég er heilshugar sammála Hreini Kárasyni sem skrifar um fjárfestingar lífeyrissjóða launamanna, á vefsíðunni þinni. Ég vil þó bæta við að ég sé ekkert rangt við að ákveðið hlutfall fjárfestinganna fari beint í félagsaleg sameignarfyrirtæki verkalýðsins, einmitt þeirra sem eiga lífeyriðssjóðina. Hér mætti nefna...Spurningin er hvar nú sé að finna staðgengill Skúla Magnússonar Fógeta til að tukta græðgishyskið til, eða að reka það af ...
Úlfur

1. Febrúar 2008

UM FJÁRFESTINGAR LÍFEYRISSJÓĐA

Samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum skylt að leita ávallt hámarksávöxtunar sem yfir langan tíma litið er einnig krafa um að lágmarka áhættu. Hlutabréfakaup eru varasamur bissniss, einkum ef hlutafélögum er stýrt af áhættusæknum aðilum. Lífeyrissjóðum ber engin skylda til að fjárfesta í slíkum félögum. Þeim ber heldur engin skylda til að fjárfesta í hlutafélögum sem greiða forstjórum sínum ofurlaun, sem líta út sem...
Hreinn Kárason

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson

7. Júní 2018

„SKILAR SÉR MEST TIL ŢEIRRA STĆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan
Þar lítið var um þref
gjaldlítinn gaf ´ún kvótann
ei Lilju fyrirgef.
Pétur Hraunfjörð

28. Maí 2018

LÍTIĐ MAĐUR SEGJA MÁ

Lítið maður segja má
orðin margir bera
sannleika að segja frá
sjaldan aðrir gera.
Málavexti þá muna skalt
ef margir á þig hlýða
Og ekki bæta í sárið salt
sem aðrir fyrir líða.
Pétur Hraunfjörð

19. Maí 2018

SVO ER ÖNNUR TEGUND FROĐUFRÉTTA

... Þakka pistilinn um daginn um hvernig fjölmiðlamenn forheimska opinbera umræðu um stjórnmál með að slá upp fyrirsögn um ýmis mál og með viðbótinni "segir stjórnmálafræðingur" í meginmáli. Í aðdraganda kosninga halda þeir sínu striki með þetta en bæta við annarri tegund froðufrétta sem felst í því að skrifa fyrirsögn hvern dag um hvort meirihlutar standi eða falli. Í meginmáli er síðan vísað til skoðanakannana. Sífelldar fréttir af skoðanakönnunum er sennilega einföld leið til að fylla síður blaða og framkalla uppgerða spennu í stað þess að taka til umfjöllunar viðfangsefni stjórnmála og mikilvægi almannaþjónustu fyrir lífskjör. Aukið vægi ...
Sigfinnur

18. Maí 2018

BARNAVERNDAR-MÁL EIGA BETRA SKILIĐ EN AĐ RÁĐIST SÉ GEGN EFTIRLITS-AĐILUM

Sæll Ögmundur. Takk fyrir góða og tímabæra grein þína um fréttaflutning af barnaverndarmálum. Ég var rétt í þessu að lesa einkar einkennilega grein eftir Auði Jónsdóttur á vef Kjarnans, en hún virðist ímynda sér að ábending þín í lok greinarinnar um möguleg tengsl blaðamanns Kjarnans og aðila sem barnaverndarmálum - að þarna sé að finna tengsl ekkert síður en annars staðar - sé megininntakið í umfjöllun þinni. Það er afskaplega undarlegur málflutningur, órökvís og óheiðarlegur, og mér finnst þessi mikilvægi málaflokkur eiga betra skilið en slíka útúrsnúninga. Maður veltir fyrir sér ...
Þorsteinn Siglaugsson 

16. Maí 2018

GETUR EKKI ORĐA BUNDIST

Var að lesa það sem félagi Einar Ólafsson ritar. Eg get ekki orða bundist: Að jafna einni skelfilegustu harðstjórn sem mannkynið hefur nokkru sinni upplifað við Evrópusambandið botna eg ekkert í. Evrópusambandið hefur verið byggt á grundvallarmannréttindum og að útfæra lýðræði á kannski eitthvað öðruvísi hátt en íhaldinu á Íslandi hugnast. Í mínum augum er fáni Evrópusambandisin tákn um betra lýðræði og aukin mannréttindi. Og að ala á tortryggni gagnvart því sem vel hefur verið gert skil eg ekki. Vilja menn þessa endalausu vitleysu með þennan efnahagsleik með ...
Guðjón Jensson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta