Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

30. Mars 2008

SKRUM & OKUR

Það er rétt hjá Eddu á síðunni þinni að það er bæði beinlínis og óbeinlínis verið að OKRA á íslenskum almenningi, á svívirðilegan hátt, án þess að dónarnir skammist sín!
Ég veit að Alþýðusambandið hafði verið að myndast við að tína vörur í körfur og upplýsa hvað hver okraði í það og það skiptið.  Síðan komst upp að verslanirnar sem erindrekar ASÍ heimsóttu, vissu hvenær þeir kæmu í heimsókn, sem gaf viðkomandi verslunum tækifæri til að hagræða verði og vöru sem gerði samanburðinn þeim hagstæðan. Þá skilst mér að ...
Úlfur

30. Mars 2008

HAGKAUPSOKUR

Hagkaup er okurstofnun. Hef farið nokkrum sinnum síðustu daga í þrjár verslanir þessarar Baugsstofnunar og keypt fjóra hluti þar, einn og einn í einu.Í öll skiftin bar ekki saman hilluverði og kassa og munaði sumsstaðar miklu. Það eru alltaf þessar verðbreytingar, var sama svarið við kassann, engin afsökun. Þetta er sérgrein Finns. Hefði ég keypt fleira í þessi ...
Edda

23. Mars 2008

ŢRÍR KRATAR – EĐA FJÓRIR?

Ég var að hlusta á Hallgrím Thorsteinsson  og viðmælendur hans í þættinum Í vikulokin.  Einn viðmælenda var Benedikt Jóhannesson, nýskipaður stjórnarformaður nýrrar innkaupastofnunar í heilbrigðiskerfinu; stofnunar sem hefur verið afar umdeild, meðal annars af þinni hálfu Ögmundur. Benedikt dóseraði lengi um viðskiptavinina í heilbrigðiskerfinu. Mér skilst að hann hafi átt við sjúklinga. Kauphallarstjórinn, Þórður,  sem einnig var í þættinum,  tók undir með...
Jóel A.

23. Mars 2008

ŢJÓĐHAGS-STOFNUN VAR ŢJÓNUSTU-STOFNUN VALDSINS

Ég hlustaði á útvarpsþáttinn Í vikulokin í dag. þar voru flestir þátttakendur að  mæra gömlu Þjóðhagsstofnunina, hún hefði verið svo fagleg og hlutlaus. Einn þátttakenda var fyrrum forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Ég man ekki betur en Þjóðhagsstofnun hafi alltaf verið þjónustustofnun við ríkisvaldið og ríkjandi öfl. Undirbjó alltaf kjarasamninga með endalausu væli og bölsýnistali. Stofnunin var síðan lögð niður í einhverju kasti Davíðs Oddssonar. Ekki ætla ég að réttlæta það.  Hinu vil ég halda til haga og það er...
Haffi

23. Mars 2008

SAMFYLKING GREFUR UNDAN ÍSLENSKUM EFNAHAG

...Hvað skyldi kjósendum sem kusu Samfylkinguna finnast um mannskapinn sem það kaus? Var meiningin að kjósa þessa rispuðu grammofónplötu inn í Stjórnarráðið sem er aldrei í öðru fari en því sem segir að allt verði gott ef við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru? Ég spyr: Eigum við Íslendingar ekki að losa okkur við þetta hugmyndasnauða barlómslið og ...
Grímur

23. Mars 2008

SAMRĆĐA FYRIR SAMFÉLAG

Var að lesa ræðu séra Gunnars Kristjánssonar, sem þú birtir hér á síðunni. Mannúðin er undurfalleg þegar hún er sönn og hrein. Að skrifa og hugsa svona er náðargáfa. Mikið gagn hefði samfélagið af samræðu sem þessari - lágværri, hlýrri og fordómalausri - en því miður heyrum við minnst af því sem ...
Þorleifur

22. Mars 2008

ŢURFUM VALKOST VIĐ "FRJÁLSA" FJÖLMIĐLA AUĐVALDSINS!

...Auðvitað ber verkalýðshreyfingunni og félagshyggjuþenkjandi stjórnmálamönnum hreinlega skylda til að spyrna við ofbeldi auðvaldsins, með heiðarlegum og vel reknum fjölmiðlum.  Hvernig má almenningur í landinu annars treysta því að sannleikurinn sé á borð borinn og vakað sé yfir hagsmunum hans? Ber umræddum félagshyggjuöflum ekki skylda til að leita fjár til fjármögnunar á stofnun og frumrekstri kröftugra fjölmiðla í landinu, sem síðar meir kæmu til með að borga sig? Verður ekki að ráða færasta fólk til að hrinda þessu í framkvæmd og síðan ...
Úlfur 

20. Mars 2008

UTANGARĐS-GEIR OG FERĐALANGUR Á VEGUM SKATT-BORGARANS

Ég á sannast sagna engin orð yfir ráðamönnum þjóðarinnar. Lánin mín æða upp á við með vísitölubundinni verðbólgu! Við þessar aðstæður mætir forsætisráðherrann, Geir með bleikt bindi í Stjórnarráðið og hikstar því upp við fjölmiðla að við eigum bara að vera glöð og halla okkur aftur á bak í áhorfendastúkunni. Á sama tíma eyðir Ingibjörg Sólrún milljónatugum af skattfé okkar  í auglýsingaferð fyrir sjálfa sig til ...
Grimur

19. Mars 2008

KRÓNAN, BANKARNIR, PEARL HARBOUR, SAMFYLKINGIN OG...

Nú er svo komið sem ég af lítillæti mínu minni á að ég spáði fyrir jólin að myndi gerast eftir jólin. Að bankarnir væru að undirbúa árás á krónuna.  Nú er þessi Pearl Harbour bankanna hafin. Þetta afhjúpar þá goðsögn að bankarnir séu að einhverju leyti íslenskir. Þeir eru fyrst og fremst bankar á markaði.  Það sem verra er, er að lífeyrissjóðirnir græddu líka. Þannig að fyrst setjum við launþegann á hausinn og síðan fær hann ...
Hreinn Kárason

18. Mars 2008

BJÓĐUM DALAI LAMA VELKOMINN

Ég var að enda við að senda tölvupóst með mótmæli til kínverska sendiráðsins og varð jafnframt undrandi yfir því hvað Kínverjar hafa kúgað þjóðina í Tíbet og drepið. Ég man eftir því á sínum tíma þegar Dalai Lama flúði í útlegð. Núna eru 49 ár síðan og maður dáist af honum, hvílíkt þrek hann hefur haft í gegnum tíðina í útlegðinni um leið og sársauki hlýtur að ...
Carl Jóhann Lilliendahl

18. Mars 2008

TRÚIR EKKI FRÉTTAFLUTNINGI FRÁ TÍBET

Mér finnst hann nú skelfing hæpinn, boðskapurinn um góðu andófsmennina í Tíbet og vondu kommana í Kína. Ég man ekki betur en að "uppreisn" Tíbeta hafi á sínum tíma komið upp vegna áforma stjórnvalda í Kína að taka nokkurt landssvæði af tíbeska aðlinum og afhenda fátækum bændum og leiguliðum. Svo minnir mig einnig að CIA hafi átt stóran þátt í að hrinda uppreisninni af stað...
Torfi Stefánssoon

17. Mars 2008

BEĐIĐ EFTIR HEITASTA PARINU

...Gaman var að heyra hvað Ásta R. og Kristinn H. höfðu góðan skilning á þessu í umræðunni á Alþingi: Skamm, þið hafið verið að slugsa læknaritarar og líka þið sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar á Landakoti. Nú er bara að sjá til þess að heitasta parið taki yfir, Hannes Hólmsteinn og Margrét Pála. Vant fólk, vönduð vinna.  Eftir hverju er verið að bíða? Læknaritararnir á LSH og hjúkrunarfólkið á Landakoti hefur greinilega verið handónýtt. Áfram...
Sunna Sara

16. Mars 2008

VG EINN FLOKKA UM VELFERĐINA

Ég hlustaði á ykkur Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann Samfylkingarinnar, í Endurvinnslunni, útvarpsþætti Ævars Arnar Jósepssonar, í dag. Ef Ágúst Ólafur er dæmigerður fyrir forystu Samfylkingarinnar þá verð ég að segja að Samfylkingin á að hætta að kalla sig félagshyggjuflokk! Reyndar hefur Ágúst Ólafur verið býsna heiðarlegur í sinni frjálshyggju. En getur verið að Samfylkingarfólk vilji láta tala fyrir sína hönd eins og varaformaðurinn gerði í dag? Vilja kjósendur Samfylkingarinnar láta einkavæða heilbrigðiskerfið, rústa landbúnaðinn og vilja þessir kjósendur láta gefa meira fyrir Evrópusambandsaðild en atvinnustig...
Haffi

16. Mars 2008

UM VAFASAMA EINKAVĆĐINGU OG HAGSMUNI ÍSLANDS

...Svo er mál með vexti, að einkafyrirtæki þar, sem hefur það verkefni með höndum að bólusetja fólk og taka blóðprufur úr því, var staðið að því að nota sömu nálarnar aftur og aftur, í stað þess að nota ætíð nýjar innpakkaðar sótthreinar nálar eins og lög segja til um.  Eins og gengur og gerist í þessum einkavæðingar- villimannaheimi einkagræðginnar, þá ver umrætt fyrirtæki lægstbjóðandi í verkið ...
Úlfur

15. Mars 2008

HVERS VEGNA FÓRU FORSETINN OG ŢOTULIĐIĐ EKKI TIL TÍBET?

Mikið þótt mér gott þegar Björk okkar tók undir með baráttufólkifnu sem berst fyrir sjálfstæði Tíbet.s - og geldur nú umvörpum með lífi sínu.... Um Afganistan-reisu Ingibjargar Sólrúnar get ég varla rætt; til þvílíkrar hneysu þykir mér sú för vera. Reynadar finnst mér ferðaflandrið á forsetanum stundum ...
Ari

12. Mars 2008

UM SKATTA-SNIĐGÖNGUMENN OG SAMNINGS-STÖĐU SKULDARA

... En þetta er ekki erindið. Ég ætla að minna á nokkuð sem þarf örugglega heilmikils undirbúnings við.
Haustið 2009 munu bankarnir væntanlega segja upp húsnæðislánunum sem þeir hófu að veita haustið 2004 með 4.15% vöxtum. Verði ekkert að gert er líklegt að mjög margar fjölskyldur lendi í miklum vanda, því horfurnar á lækkun vaxta almennt eru ekki vænlegar. Ég tel aðeins tvo aðila færa um að hlaupa undir bagga. Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina. Væntanlega þarf að breyta reglum Íbúðalánasjóðs, hann hefur hingað til ekki lánað til endurfjörmögnunar en hefur ...
hágé.

11. Mars 2008

EFTIRLAUNA-FRUMVARPIĐ: HVER ER ALVARAN AĐ BAKI?

Þakka þér fyrir svarið. Ég er sammála. Það er um það bil að koma í ljós hvort þeim sem andæfa eftirlaunaósómanum er alvara eða hvort til standi að sviðsetja eitthvað til málamynda.
Ég tel að það hljóti að vera meirihluti fyrir því í allsherjarnefnd að taka frumvarp Valgerðar fyrir og afgreiða. Þar sitja
meðal annarra...
Hjörtur

10. Mars 2008

SKÁKVEISLA GUĐFRÍĐAR LILJU

Skákveislan sem staðið hefur yfir að undanförnu hefur gefið mér að nýju trú á að skáklistin eigi framtíðina fyrir sér. Skákin er sú íþrótt sem ég ber mesta virðingu fyrir og vel við hæfi að tala um skáklist enda skákin blanda af íþrótt og list. Skákveisluhaldarinn,  forseti Skáksambandsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, á lof skilið fyrir sína framgöngu að undanförnu. ... Hrafn Jökulsson er annar eldhugi sem kveikt hefur áhuga á skálistinni og unnið henni ómælt gagn auk allra skaksnillinganna sem við eigum...
Grimur

10. Mars 2008

SPURT UM LÍFEYRIS-FORRÉTTINDIN

Formaður allsherjarnefndar segir í 24-stundum, að óski nefndarmenn ekki eftir því að eftirlaunafrumvarp Valgerðar Bjarnadóttur verði tekið fyrir, þá muni það daga uppi. Áríðandi spurning mín er þessi: Mun þingflokkur VG sjá til þess að málið verði tekið fyrir í allherjarnefnd? Í nefndinni situr Atli Gíslason fyrir hönd VG. Þar situr einnig Ellert B. Schram, einn flutningsmanna frumvarpsins. Líka Jón Magnússon fyrir frjálslynda, sem hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við áfnám lífeyrisforréttindanna. Þar situr og Siv Friðleifsdóttir, sem sagst hefur áhugasöm um afnám...
Hjörtur Hjartarson

7. Mars 2008

FRÉTTAMENN Á ÖĐRUM FUNDI?

Komdu sæll Ögmundur, og takk kærlega fyrir ræðuna í gær. Hún snart mig djúpt eins og svo oft þegar þú talar. Ég held það sé þessi "sanni" réttlætistónn sem er svo hressandi að heyra, nú þegar þjóðfélags og stjórnmálaumræðan einkennist af flatneskju og moði. Svei mér þá ef ræðan minnti mig hreinlega ekki á aðra góða ræðu úr þínum fórum sem fól í sér skilaboðin um að innst inni séum við öll vinstri græn. Það eru orð að sönnu. Þegar ég kom heim hlakkaði ég til að hlusta á fréttir af fundinum. En var mig að dreyma? Greinilega voru fréttamennirnir ekki á sama fundi og ég því svo virtist sem ...
Sigríður Andrésdóttir

5. Mars 2008

VARNARÁRÁSIR?

...Æði oft er ég ósammála þér, en ég ber virðingu fyrir þér fyrir heiðarleika og einlægni í umræðu. - Varðandi fyrirspurn þína á Alþingi vegna síðustu atburða í Ísrael - Er það ekki skylda stjórnvalda þarlendra að vernda eigin borgara fyrir flugskeytaárásum? ...
KB

2. Mars 2008

FRÁBĆR SKRIF BALDURS ANDRÉSSONAR

Grein Baldurs Andréssonar, Hústákn - Táknhús, sem þú birtir hér á heimasíðunni undir yfirskriftinni, Frjálsir pennar, er hreint afbragð. Greinin er frábærlega vel skrifuð og vissulega þess virði að lesa vel. Baldur er ekki bara að tala um hús heldur þjóðfélag, þjóðfélagsbreytingar og pólitík,  en hann gerir þetta á ...
Haffi

1. Mars 2008

SEGĐU ŢAĐ AFTUR OG HĆRRA!

Var að lesa ræðu þína af lífeyrismálþingi BSRB. Algerlega sammála áherslum þínum. Ef lífeyrissjóðirnir hefðu skilið til fulls félagslega ábyrgð sína hefðu þeir aldrei látið það gerast að bruðlað væri eins með peningana okkar og gert hefur verið. Lífeyrissjóðirnir gætu verið stefnumótandi um þjóðfélagsþróun í stað þess að vera hækja stórkapitalsins sem fær afhentan lögþvingaðan sparnað okkar ...
Jóel A.

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

13. Janúar 2018

VALHÖLL OG BORGARSTJÓRN

Baráttan er byrjuð þar
og bjartsýnir eygja von.
Útsvars-stjarnan valin var
Vilhjálmur Bjarnason.

Eyþór Arnalds ætlar sér
oddvitasætið þarna.
En Villi víst með sigur fer
enda vinur Bjarna.
Pétur Hraunfjörð

8. Janúar 2018

SKORIĐ NIĐUR HJÁ LANDHELGIS-GĆSLUNNI Í GÓĐĆRI!

Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt. En er óhjákvæmilegt að skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar við núverandi aðstæður þar sem peningum er hlaðið á degi hverjum inn í hagkerfið m.a. með stórauknum straumi ferðamanna? Stenst Landhelgisgæslan þetta? Nei, það gerir hún ekki enda ...
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar

7. Janúar 2018

ÁBYRGĐ Í VERKI?

Formaður flokks sem segist vera vinstri flokkur og er kominn í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum og er forsætisráðherra í þokkabót, segir að mál málanna sé að gera vinnumarkaðinn ábyrgan. Hvað þýðir það? Auðvitað skilja allir skilaboðin, enda höfum við margoft heyrt þau áður - úr munni Sjálfstæðisflokksins. Fólk á að þegja og sætta sig við það sem því er skammtað. Nema átt sé við að forsvarmsmenn SA og Viðskiptaráðs lækki við sig launin og stuðli að kjarajöfnun, er ríkisstjórnin  ef til vill til í það líka og biskupinn og Hæstiréttur? Þá skulum við fara að tala saman. En á meðal annarra orða, var það ábyrgt að auka framlag úr ríkissjóði til stjónmálaflokkanna á þingi - til sjálfra sín -  um 362 milljónir? Var það ábyrgð í verki?
Jóel A.

7. Janúar 2018

UM HVAĐ SNÝST DÓMARAMÁLIĐ?

Um hvað snúast stjórnmálin á Íslandi? Veit það einhver? Stjórnarandstaðan vill að Sigríður dómsmálaráherra segi af sér, finnst það mikilvægast af öllu! En hvað gerði hún rangt? Var það ekki svokölluð matsnefnd sem klúðraði málum? Hvernig væri að fjölmiðlar reyndu að skýra þetta dómaramál? Það er orðið augljóst í mínum huga að málið er ekki eins svart hvítt og margir vilja vera láta - er ég þó enginn aðdáandi dómsmálaráðherrans né Sjálfstæðisflokksins. 
Sunna Sara

7. Janúar 2018

ENGIN ÁBYRGĐ

Ef landinn brýtur löginn hér
leiddur er til sakar
En Sigríður enga ábyrgð ber
ef skaða mörgum bakar
Pétur Hraunfjörð

7. Janúar 2018

SAMTRYGGING Á ALŢINGI

Það er rétt sem þú segir Ögmundur að alltaf er það mest sannfærandi þegar menn byrja á sjálfum sér! Það má til sanns vegar færa með ríkisstjórnina að hún geri þetta en með undarlegum og öfugsnúnum áherslum. Hún byrjar á því að skrúfa frá peningstreyminu úr ríkissjóði og eykur framlag til eigin þarfa um 362 milljónir! Þetta er kostnaðurinn við lýðræðið er gjarnan viðkvæðið þegar kostaðar eru heilsíður í blöðum með auglýsingum sjálfum sér til dásemdar. Annars eru ríkisstjórnarflokkarnir ekki einir um þetta, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkurinn eru þarna í liði með VG, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það er þetta sem kallað er ...
Jóel A.

5. Janúar 2018

HVAR FĆ ÉG HLJÓMDISKINN?

Þakka þér fyrir skrif þín um Andrés Björnsson og Einar Benediktsson, Tími er svipstund ein sem aldrei líður. Mér þóttu þessi skrif þín vera orð að sönnu. Ég las viðtalið við Andrés sem þú lést okkur lesendur fá aðgang að og las ljóð Einars Benediktssonar, Kvöld í Róm. Nú verð ég að eignast hljómdiskinn með ljóðalestri Andrésar Björnssonar, en hvar er hann að fá? Geturðu upplýst um það Ögmundur?
Jóhannes Gr. Jónsson 

3. Janúar 2018

YFIR STRIKIĐ

Katrín færði mikla fórn
og fór yfir strikið
Situr nú í samherjastjórn
al-sæl fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

15. Desember 2017

SAMHERJA-STJÓRN?

Í fjölmiðlum hefur komið fram að ríkisstjórnin er með 80% stuðning þjóðarinnar. Þetta er afrek VG. Veita Bjarna Ben., skjól fyrir skattaskjólsávirðingum og þar með uppreisn æru, heiðra Sigríði Andersen fyrir dómararáðningar væntanlega.  Og VG eiga þeir það að þakka Kristján Þór  og Björn Valur að þeir njóta nú vinsælda hjá 80% þjóðarinnar. Ekki að undra að Samherji sé ánægður. En finnst vinstra fólki í lagi að gerast samherjar með Samherja og mynda Samherjastjórn?
Jóhannes Gr. Jónsson

12. Desember 2017

JÁ, EN HREINN K ...

Var að lesa bréf Hreins K sem ég skal játa að er nokkuð lunkið nema að þau sem sérstaklega eru beðin um að mæta skyldumætingu á 100 ára afmælisfund Sýkladeildar Landspítalans, væru að vinna fyrir leigunni með því að sækja fundinn og miðla honum til annarra. Það á við um pólitíkusa og fjölmiðlafólk. Síðan gæti stöku maður verið í fríi klukkan þrjú á fimmtudaginn!
Jóel A.


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta