Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

30. September 2008

RÁĐHERRA ÁN RÁĐUNEYTIS?

"Þegar við heyrðum af þessu um helgina þá kom þetta á óvart enda ekkert sem benti til að þetta væri í uppsiglingu." Bankamálaráðherra um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni í viðtali við Morgunblaðið, kl. 14:37, mánudaginn 29. september 2008. "Ég fékk fyrst veður af þessu á föstudaginn þegar haft var samband við formann Samfylkingarinnar og henni gerð grein fyrir því hvað var í uppsiglingu." Bankamálaráðherra um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni ..."Þetta var það tilboð sem Seðlabankinn og sérfræðingar hans töldu heppilegast." Bankamálaráðherra um... Ætli hann sé sperrtur nú viðskiptaráðherrann ungi, eða skyldi hann ...
Ólína

29. September 2008

STJÓRNMÁLAMENN SKOĐI AĐFÖRINA AĐ JÓHANNI R. BENEDIKTSSYNI

Ég hef haft a.m.k. örlítið veður af þeirri aðför er Jóhann hefur þurft að sæta í starfi sínu! Mig grunar að rótin að vandanum felist m.a. í því að Jóhann hefur verið farsæll leiðtogi og tekist að þétta liðsheildina með eftirtektarverðum árangri...Mjög mikilvægt er að stjórnmálamenn skoði þetta mál til hlítar. Atburðir síðastliðna daga eru algerlega óásættanlegir! Hér er ekkert smá mál á ferðinni! Nú óska ég þess heitast, ef stjórnmálamenn hliðhollir ríkisstjórn bera ekki gæfu til að opna augun fyrir vandanum, að stjórnarandstöðunni takist að ...
Eiríkur Sigurjónsson

28. September 2008

ĆTLAR DÓMSMÁLA-RÁĐHERRA AĐ KĆRA SIGRÍĐI TÓMASDÓTTUR FRÁ BRATTHOLTI POST MORTEM?

Ég sá á vef dómsmálaráðherra að það ætti að dæma og sekta þá mótmælendur, ef ekki að loka þá inni, sem sekir fyndust um að hafa mótmælt virkjunum á Íslandi í þágu alþjóða álfyrirtækja, og taka hart á þeim sem höfðu við óspektir. Auðvitað mun þetta kosta skattgreiðendur stórfé, en hvað skal ekki gera í nafni réttvísinnar?
Þá datt mér í hug Ögmundur, hvort ekki ætti að spyrja dómsmálaráðherrann hvort hann ætli kannski að dæma...
Úlfljótur

26. September 2008

MÓTMĆLUM AĐFÖRINNI AĐ JÓHANNI R. BENEDIKTSSYNI !

...Framkoma dómsmálaráðuneytisins, þá sjálfs dómsmálaráðherra, er óréttlát og algjörlega ólíðandi gegn einum besta lögreglumanni landsins, Jóhanni R. Benediktssyni!  Ég vona að almenningur mótmæli harðlega, og að dómsmálaráðherra sýni sóma sinn og sjái að sér, að öðrum kosti segi af sér. Ég vona að stjórnarandstaðan beiti sér harðlega gegn þessu óréttlæti og heimsku, Jóhann R. Benediktsson er fyrirmyndar lögreglustjóri í erfiðasta lögregluembætti ...
Úlfur

25. September 2008

VILL GANGA Í ESB OG RANNSÓKN Á BANKABRASKI

...Gera þarf einnig kröfu um opinbera rannsókn á braski bankanna og þeim tölvupósti starfsmanns LI sem óvart fór á vitlausan stað sem sannar að bankarnir eru sjálfir að braska með gjaldeyrinn okkar til að laga stöðuna sína fyrir hluthöfum sínum á þessu uppgjörstímabili. Loka þarf fyrir svona brask strax í Seðlabankanum og þess vegna senda alla bankastjórnina í frí. Ögmundur þjóðin treystir á ykkur í VG að verja okkar...
ÞG

24. September 2008

HVER TALAR MÁLI ALMENNINGS?

...Eða átti utanríkisráðherra kannski við Bjarna Ármannsson, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólf Thor Björgólfsson, Björgólf Guðmundsson, Halldór Kristjánsson, Sigurð Einarsson, hinn bankastjórann og Ólaf Ragnar Grímsson? Enginn þessara útrásarvíkinga tapar á kreppunni. Allir hafa þeir komið ár sinni þokkalega fyrir það borð sem íslensk alþýðuheimili þyrftu að hafa nú til að bera fyrir sig þegar báran ríður yfir. Þegar þannig stendur á er það óforsvaranlegt að henda á loft skemmtifrösum auglýsingastofunnar...En mér fannst þegar ég hlustaði á viðtalið við Davíð Oddsson og las niðurlag viðtals við þig í Morgunblaðinu á dögunum að þið væruð að tala um sama hlutinn svo ólíklegt sem það nú er. Báðir að tala um liðið sem spilaði rassinn út buxunum og hafði svo ekki þrek til að borga reikninginn heldur sendi hann á almenning. Skilji ég seðlabankastjóra er hann í raun að tala fyrir hagsmunum almennings. Sértu sammála þá finnst mér ástæða til að ...
Ólína

22. September 2008

SPEGILMYND

Í fægðum spegli birtist mynd af mér
og máttur hugans einfaldlega sér að
víst er bæði spáð og spekúlerað
er spegilmyndin kveður mig og fer.
.....
Kristján Hreinsson, skáld

22. September 2008

UM RÁĐSTÖFUN RÍKISFJÁR OG HÖMLULEYSI

...Megintekjumeiðurinn mun vera ríkisframlag eftir reiknistokk menntamálaráðherra. Þekkt er góðlyndi þess hóglynda Björns Bjarnasonar í garð skólans. Er hér um geypifé, almannafé, að ræða. Þessu til viðbótar nýtur skólinn marvíslegra framlaga fyrirtækja og félagasamtaka. Ekki veit ég hvað það er mikið. Loks eru tekin veruleg skólagjöld af nemendum skólans, fyrir ókunnuga eru slík gjöld nauðsynleg að margra hyggju til að efla alla -kennara- dáð og um leið skilning nemenda á því að lífið sé ekki ókeypis. Skólagjöld í HR nema 137.000 kr. í laganámi á yfirstandandi önn. Alls þyrfti 219 slík framlög til að jafna eingreiðsluna til Guðfinnu. Má þetta virkilega? Ég segi ekki annað.
Ófeigur í Skörðum

21. September 2008

AUĐVALDIĐ AĐ VERKI!

...Almenningur verður að vakna og taka í taumana áður en þjóðin sekkur í síkisforina með Geir, Ingibjörgu, Bush og félögum þeirra. Við verðum að skilja í eitt skipti fyrir öll að eina fjárhagskerfið sem hentar Íslensku þjóðinni, er þjóðlegt, samfélagslegt blandað hagkerfi sem er rekið opið og lýðræðislega í þágu íslensku þjóðarinnar, ekki lokað einræði, sérsniðið til að þjóna gráðugum einkaaðilum sem ætla sér eingöngu að græða á þjóðfélagssystkinum sínum án vinnu, án þess að skapa nokkur verðmæti , án þess að skilja nokkuð eftir sig nema svik og svínarí!!!
Úlfur      

20. September 2008

UM FJÁRSVELTA LÖGGĆSLU OG FLEIRA

...Sem löggukall á eftirlaunum þá má ég til með að vekja athygli á þeirri staðreynd að löggæslan er á brauðfótum og svo gæti farið að borgarar landsins yrðu að bjarga sér á eigin spýtur í einhverjum tilfellum. Launakjörin eru líka með þeim hætti að þetta er ekki aðlaðandi og ýmislegt fleira sem ég ætla ekki að fara út í hér. Hvaða heilvita fjárveitingarmanni datt það í hug í fjölmenningarsamfélagi að kostnaður embætta yrði ekki mikill eins og dæmin sanna og á bara eftir að aukast. Túlkaþjónusta er mjög dýr svo og réttargæslumenn og fleira sem embættin þurfa að leggja út fyrir og mikla aukavinnu í sumum tilfellum við rannsókn mála að kröfu ákæruvalds því að þróunin hefur verið sú í okkar réttarríki að réttur sakborninga er langt umfram rétt þolenda. Að hafa einn mann á bíl í umdæmi Selfoss er bara brandari og að...
 Þór Gunnlaugsson

17. September 2008

TILLAGA AĐ DAGSKRÁREFNI FYRIR RÚV

Ég sakna þess að Ríkisútvarpið sýni ekki meira af eldra dagskrárefni þar sem mikið er til af góðu efni. Þessa daga væri tilvalið að endursýna verðbréfahorn Kastljóssins sem var fastur punktur í tilverunni fyrir all mörgum árum. Var þá alltaf fastur viðmælandi Kastljóssins vatnsgreiddur bankamaður sem kættist mjög yfir hækkandi úrvalsvísitölu og mælti með kaupum í fyrirtækjum. Þuldi hann þindarlaust yfir spenntum landslýð hvernig Fúdjí, Nasdaq, Nikkei og Dow Jones hækkuðu. Viðkvæði var ekki hvort að almenningur ætti að kaupa hlutabréf heldur að beinlínis hefði hann ekki efni á því að sleppa því. Ef að RÚV er ekki ...
Hannes frá Ytra Nesi

16. September 2008

ENGAR BLIKUR Á LOFTI HJÁ RÁĐGJAFA GEIRS

Efnahagsráðgjafi forsætisráðherra sagði margt athyglisvert í sjónvarpsviðtali í kvöld, sem vert er að skoða.
1. Hann lýsti því yfir að bönkunum yrði bjargað ef á þyrfti að halda.
2. Hann kallaði það að tugþúsundir manna hafa misst vinnuna á örfáum dögum, "hreingerningu".
3. Hann hélt því fram að það væri markaðurinn sem sæi um "þrifin". Það er ósatt. Fannie Mae og Freddie Mac voru yfirtekin af ríkinu. Bear Sterns að hluta einnig.
4. Hann sagði að það væri gott að nota viðskiptabankana sem "grunn" til að stunda fjárfestingastarfsemi. Það er rétt að þessi grunnur er að redda bönkunum í dag, en þeir eru hins vegar ekki að stunda eðlileg viðskiptalán á meðan, þar sem þeir eru að fá "lánuð" innlánin til að borga skuldir sem stofnað var til í casinoi ...
Hreinn Kárason

16. September 2008

ŢEGAR ŢEKKINGIN TAPAR FYRIR HUGMYNDA-FRĆĐINNI

...Á Íslandi er þessu öfugt farið. Þar hefur viðskiptabankastarfsemin nánast þjónað sem smurning á hina miklu fjárfestingarbankamaskínu íslensku bankanna þriggja. En galdurinn á bak við hraða uppbyggingu þeirra hefur hins vegar verið umsýsla með ævisparnað Íslendinga: Lífeyrissjóðina.
Í viðtali við BBC í dag (15. sept 2008) sagði þáverandi fjármálaráðherra Clinton´s Lawrence Summers, að afnám Glass-Steagall laganna hafi verið mistök. Mistök! Nú er rík ástæða fyrir bestu menn þjóðarinnar leggja við hlustir.  Aðgreiningu trygginga, heildsölubanka og almennra viðskiptalána verður að koma á þegar í stað, annars munu ekki aðeins bankarnir tapa heldur einnig vel stæð fyrirtæki og einstaklingar.
Björn Jónasson

15. September 2008

VILL RÍKISSTJÓRN FYRIR FÓLKIĐ Í LANDINU

...Hann var með það alveg á hreinu hvað Steingrímur hafði farið oft í ræðustól og talað mikið í þinginu en mundi svo engar tölur um ríkisskuldirnar. þú hefur verið eitthvað að angra þá íhaldsdrengina með myndskreytingum þínum hérna á síðunni og svo mega náttúrulega okkar samtök, BSRB, ekki vinna fyrir okkur opinbera starfsmenn þá er það pólitík alveg eins og bændasamtökin mega ekki vinna fyrir bændur þá eru þau kærð. það er orðið skrítið þjóðfélag þegar auðmenn mega setja okkur svo gott sem á hausinn með græðgi og glannaskap en ganga samt um eins og heilagir menn og enginn segir neitt, en stéttarfélög mega ekki verja sína félagsmenn. Er ekki hægt að  ...
Jón frá Læk

15. September 2008

ŢEGAR RÖKIN ŢRÝTUR...

Mikil var málefnafátæktin í Silfri Egils í gær þegar kom að umræðu um nýsett lög um Sjúkratryggingar. Málefnið sjálft var ekki rætt og kom það svo sem ekki mjög á óvart eftir að hafa hlustað á umræðuna á Alþingi. Þar var þegar orðið ljóst, að Sigurður Kári og fleiri úr hans hópi, réðu ekki við þig og félaga þína úr ræðustól. Þeir voru rökþrota og gripu þá til þess örþrifaráðs að ófrægja þig og BSRB fyrir að hafa aflað þeirra upplýsinga sem þið lögðuð fram máli ykkar til stuðnings. Lágt þykir mér risið á kappanum. Ég frábið mér ...
Sjöfn Ingólfsdóttir

14. September 2008

HOW DO YOU SLEEP AT NIGHT?

...Það er alltaf verið að tala um hátt lyfjaverð á Íslandi. Er ekki rétt að fara að tala um lækniskostnaðinn áður en Pétur Blöndal bregður töfrastafnum á loft og gera kröfu til þess að sjúklingar greiði svipað fyrir þjónustuna heima og þeir greiða til dæmis fyrir hana hér? Það er einkennilegt að Samfylkingin skuli vera skilgreind nauðsynleg forsenda fyrir því að hleypa einkaaðilum í veski sjúklinganna. Er það misskilningur að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sú sem ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur sögðust vera hagsmunagæslumenn sjúkra, aldraðra og öryrkja, sé stýrimaður hjá Pétri Blöndal í nefnd stjórnarflokkanna? Sé svo hlýtur hennar vandi að vera ærinn. Enginn einn þingmaður hefur jafn oft sakað fyrrum samherja sína í Framsóknarflokknum fyrir alvarleg svik, lögbrot og fantaskap...
Ólína

14. September 2008

ÁHYGGJUR AF KJARADEILU LJÓSMĆĐRA

Ttakk fyrir gott viðtal í útvarpinu um daginn um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, ég hef miklar áhyggjur af að það sé verið að svelta heilbrigðiskerfið til að fara í einkavæðingu, og þá vitum við í hvaða hendur heilbriðiskefrið lendir, til þeirra sem eiga peninga, og skjólstæðingurinn verður ekki lengur skjólstæðingur heldur viðskiptavinur hvað hann er tilbúinn að borga eða hvað mikið hann getur borgað. Ég hef miklar áhyggjur af kjaradeilu ljósmæðra og hvort þessi deila sé hluti af því að koma einkavæðingu á, það er erfitt að hugsa til þess að ef ekki semst við þær þá hætti margar ljósmæður og það verður kjörið tækifæri...
Guðrún

14. September 2008

LÖGREGLAN FAGLEG

Ég rakst á óvild og gífuryrði í garð lögreglu og yfirmanna hennar hér á síðunni þinni vegna rannsóknar þeirra á útlendingum sem hér dveljast við talsverðan kostnað úr vösum skattgreiðenda.  Lögreglan gerir sitt verk faglega sem þeir fá litlar þakkir fyrir og sama má segja um yfirmenn þeirra allt upp í háttvirtan dómsmálaráðherra!  Ef ég ætlaði að gagnrýna störf lögreglunnar, Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, væri það í þá veru að þeir taki of linum tökum á þessum vanda, frekar en hinu gagnstæða....
Helgi G.

14. September 2008

UM SEĐLABUNKANN Á BESSASTÖĐUM

Myndskreyting hér á  síðunni hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og hafa menn haft af því áhyggjur að viðkvæmt sálarlíf heilbrigðisráherrans kunni að hafa skaddast varanlega á því að fá höfuð sitt sett inn á mynd, beint ofan á búkinn á  Frakklandsforseta að heilsa Gaddafi  suður í Trípoli. Auðvitað eru svona falsanir ósvífnar...
En hvað um það, tilefni þessa bréfs er seðlabunkinn á Bessastöðum. Þú segir í pistli hér á síðunni að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið góðan varnarsigur með því að fá frestun á breytingu á eftirlaunalögunum...Með því að sýna peningastaflann á gólfinu á Bessastöðum fyrir ofan pistilinn, ert þú að láta í veðri vaka að ráðherrarnir hafi verið að...
Sunna Sara  

14. September 2008

MYNDMÁLIĐ LÍFGAR UPP Á

Ég hef ekki getað annað en rekið augun í þessar myndasamsetningar hjá þér, þær lífga skemmtilega upp á tilveruna og þessa hefðbundnu stjórnmálaumræðu sem oft er frekar íþyngjandi á köflum. En svona fyrir mig sem leikmann er möguleiki að ég geti gert þetta með mína tölvukunnáttu ...?
Kær kveðja,
Stefán 

14. September 2008

UM DÓMSMÁLA-RÁĐHERRANN OG HIRĐMENN HANS

...Kjarni málsins er sá að í þessu tilviki er beitt níðingsbragði gegn hælisleitendum á  Íslandi. Þeim er valinn einkunn sem líklegir falsarar, lögbrjótar og svindlarar , jafnvel eituryfjaskúrkar og allur hópurinn fær harðan skell frá opinberu valdi, ólíkt fólk frá ólíkum heimshlutum, sem allt á þó að búa við fullkomin mannréttindi hér á landi. Þetta níðingsverk verður ekki afsakað eðabætt. Skömmin verður minnismerki verksins...
Baldur Andrésson

13. September 2008

SKOTIĐ YFIR MARKIĐ

Sem formanni míns félags BSRB finnst mér að þú hafir skotið yfir markið með mynd af GÞÞ við hlið Gaddafis og finnst mér að þú ættir að fjarlægja hana af síðunni og biðja viðkomandi afsökunnar. Það þarf að gæta að sér sem formanni stærsta stéttarfélags landsins og alþingismanns að gera sig ekki marklausan með svona strákapörum. Ég las bækling þessa sérfræðings sem þýddur hefur verið og lesið frumvarpið sl.2 daga enda á eftirlaunum og nægur timi. Ég þekki GÞÞ persónulega sem góðan dreng þótt ég hafi gengið úr flokki blámanna nýlega...
Þór Gunnlaugsson 

12. September 2008

HVAR ER FEMINSTINN INGIBJÖRG SÓLRÚN?

Ljósmæður eru í verkfalli og öryggi mæðra og barna er ógnað. Þingkona Vinstri grænna Alma Lísa Jóhannsdóttir spurði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar út í ljósmæðraverkfallið. Ingibjörgu tókst það afrek að svara fyrirspurninni án þess að minnast orði á ljósmæður. Hún nýtti tímann sinn til að útskýra á hrokafullan hátt hvernig kjarasamningar og launamunur kynjanna virkar. Það var ekki spurt að því!  Ríkisstjórnin sem Ingibjörg Sólrún situr í hefur gullið tækifæri til að ...
Drífa

10. September 2008

MORGUNBLAĐIĐ BREGST LESENDUM SÍNUM

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra bar sig aumlega í Morgunblaðinu í gær vegna myndar af sér og Gadaffi Líbíuleiðtoga sem birtist á þessari síðu, en Gadaffi er eins og kunnugt er sérlegur einkavinur Bandaríkjastjórnar sem ríkisstjórn Íslands er í bandalagi við í stríðinu í Írak. Hefur Guðlaugur Þór uppi stór orð um Gadaffi og þig, Ögmundur,  í viðtali við Morgunblaðið. Ekki ætla ég að tjá skoðanir mínar á ummælum hans en ...
Þjóðólfur

10. September 2008

ÖSSUR GEGN ŢÖGGUN

Ég hef fylgst með viðbrögðunum við myndbirtingunni af Gadaffi-handsali Guðalugs Þórs á blogginu og víðar. Aldrei hefði mig órað fyrir húmorsleysi ráðherrans og Sjallans upp til hópa. Auðvitað skýrist reiðin af því að menn skynja kaldhæðnina og taka hana til sín. Það er rétt sem þú segir Ögmundur, að hvorki Gaddafi né Guðlaugur Þór þurfa að færa djúp rök fyrir ákvörðunum sem þó eru af þeirri stærðargráðu að vitað er að þær koma til með að hafa miklar og afdrifaríkar afleiðingar. Gaddafi lofaði í vikunni sem leið að ...
Jóel A.

9. September 2008

MINNINGAR, RAUNSĆI OG HUGARÁSTAND Í ÍSLENSKRI SAMTÍMA-LJÓSMYNDUN

Ég rakst á eftirfarandi fréttatilkynningu frá Þjóðminjasafni Íslands sem væntanlega á erindi við þig Ögmundur, sem og heilbrigðisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson. Skiptar skoðanir ykkar á ljósmyndum og myndbirtingum, sem Morgunblaðið greinir frá í dag, gætu einmitt falist í þeirri greiningu sem boðað er að fram komi í fyrirlestri Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings í Þjóðminjasafninu í dag. Ég hef fylgst nokkuð með heimasíðu þinni og er persónulega ekki frá því að þú sért enn...
ÞLÞ

8. September 2008

Á SPARIFÖTUNUM Í HELGUVÍK...

...Er ekki merkilegt að viðskiptaráðherra skuli ekki vatni halda yfir orðum Jónasar Haralds um Evrópumálin í Silfri Egils í gær en nefna ekki einu orði hvað hann sagði um framtíð virkjana og stóriðjustefnunnar. Það væri fróðlegt að spyrja hann nánar út í þetta. Kanski hefur hann ekki heyrt þetta eða það sem líklegar er. Þetta hljómaði trúlega ekki vel fyrir þá sem stilltu sér upp í Helguvík forðum daga til að taka skóflustungu fyrir nýju álveri. Var hann ekki í spariförunum þar til að standa vörð um fagra Ísland...?
EJ

7. September 2008

FRÁBĆR GUĐFRÍĐUR LILJA !

Ég var að horfa á Silfur Egils. Guðfríður Lilja var frábær! Til hamingju með að hún skuli vera í ykkar flokki. Ég var að sjálfsögðu þakklát henni fyrir stuðninginn við okkur ljósmæður, hún komst vel að orði og minnti á nauðsynina á því að taka á kjaramisréttinu í landinu, ekki bara kjörum ljósmæðra þótt það verkefni liggi fyrir að leysa NÚNA. Ekki síður þótti mér gott að heyra ...
Ljósmóðir

4. September 2008

ER RÚV GENGIĐ Í SAMFYLKINGUNA?

...Þetta var nefnilega tilefni til að spyrja Steinunni Valdísi hvort hún hefði sent Ingibjörgu Sólrúnu ályktunina og hvernig hún hefði tekið henni og í framhaldinu hefði mátt spyrja hvort þetta hefði verið rætt við borð ríkisstjórnarinnar, hvort um þetta væri ágreiningur, hvort Samfylkingin væri góði flokkurinn í þessari deilu en Sjálfstæðisflokkurinn vondi flokkurinn. Eða hvort þetta væri bara eintómur loddaraskapur í Samfylkingunni til þess eins að ganga í augun á ljósmæðrum án þess þó að fyrir því væri nokkur innistæða. Bara blekkingarvaðall eina ferðina enn? Sjónvarpið afgreiddi málið á eins ómálefnalegan hátt og hugsast getur en jafnframt ramm-pólitískan. Með framsetningunni var ...
Haffi

2. September 2008

ŢURFUM KRÖFTUGAR UMRĆĐUR UM ALMENNINGS-SAMGÖNGUR

Sæll Ögmundur.
Hvað finnst þér um væntanlegt útboð Sjálfstæðisflokksins á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Mér finnst þessi vinnubrögð sem viðhöfð eru, vera fyrir neðan allar hellur enda virðist þessi sjálfstæði valdagræðgisflokkur bera enga virðingu fyrir þeirri sjálfsögðu þjónustu sem er þó eitt megin hlutverk sveitarfélaganna gagnvart íbúunum. Um þetta mál leyfði eg mér að blogga og var ekkert að skafa af hlutunum...
Guðjón Jensson

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta