Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

30. Október 2009

SKILNINGSLEYSI?

Hvernig stendur á því að gengið lækkar? Þrátt fyrir allt traustið. Icesave í höfn, AGS lán í höfn, allt í lukkunar velstandi. Fattar gengið ekki að það á að hækkka? Ekki lækka.
Hreinn K

29. Október 2009

STÓRSLYS FYRIR NÝJA ÍSLAND?

Erlendar lánastofnanir hafa þegar tapað 9.000 milljörðum króna!!! vegna lána til Íslendinga. Þess vegna er það skammarleg hegðun íslenskra þingmanna á Norðurlandaþingi að kvarta og væla yfir því að Norðurlönd tengdu væntanleg lán sín til Íslendinga við afgreiðslu AGS. Icesave skuldirnar eru smáaurar í þessu samhengi. Það er frálett að tala um eitthvert samsæri stórra þjóða gegn Íslandi að krefjast þess ....
Pétur

27. Október 2009

RÉTT: MÁLIĐ KREFST ÍHUGUNAR

...Ef við ætlum að rembast við að greiða skuldir og taka endalaust við meiri lánum mun þessi þjóð bara borga vexti og afborganir. Þá mun ekki verða mikið eftir af norræna velferðamódelinu okkar. Einhvern tíman verðum við að fara að dæmi Jóns forseta og skera á hnútinn. Því er sjálfsagt góð stund núna til að fella Icesave. Vandamálið er að ekki er víst að allir þingmenn geti forðast þá freisni að vilja frekar setja auðlindir upp í skuldir. Því tek ég undir með Ögmundi, málið krefst íhugunnar.
Gunnar Skúli Ármannsson

27. Október 2009

LÁT HJARTAĐ RÁĐA

Það er öllum ljóst að undanfarið hefur þér gengið mjög illa að eiga afleiki. Við sem styðjum þig heilshugar er það að sjálfsögðu fögnuður einn. Framundan er nú hin þinglega ákvarðanataka varðandi hlutskipti það, er varðar hugsanlega ánauð samfélagsins. Ég trúi því að þú munir láta hjarta ráða för þó í lagi sé að sjálfsögðu að hafa samvizkuna með í ráðum. Orsakarökhyggjunni hefur verið veifað ...
Óskar K Guðmundsson fisksali.

27. Október 2009

AGS BURT OG FELLIĐ NAUĐUNGINA

Ögmundur, ég vil taka undir með Jóni Á. Bjarnasyni, bréf til síðunnar þann 19. sl. (EF ÞÚ FELLIR). Persónulega skal ég vinna hart að minnisvarðanum, EF ÞÚ FELLIR. Það mun EKKERT gerast nema andskotar okkar munu þurfa að sækja málið fyrir dómi og það vilja þeir alls ekki því lagalega hafa þeir EKKERT. Það mun líka bara verða venjulegur föstudagur fyrir okkur, EF ÞIÐ FELLIÐ. Gleðilegur þó. Hinsvegar fannst mér ...
ElleE

27. Október 2009

EKKI SJÁLFSTĆĐIS-FLOKKINN AFTUR!

...Það er ljóst að VG og Samfylkinging verða að veita forystu á tímum þegar Sjálfstæðisflokkurinn minnir mest á "Höfuðlausa riddarann" eftir Calvino. Að setja Davíð á ritstjórastólinn sýnir hvers væri að vænta ef flokkurinn kæmi aftur til valda núna. Nei þið verðið að hreinsa flórinn eftir langt tímabil frjálshyggjustjórnar og reyna að auka virðingu fyrir stjórnmálum og stjórnmálamönnum með því að sýna áframhaldandi ábyrgð. Með vinsemd og virðingu,
Eiríkur Guðjónsson

27. Október 2009

SJÁLFSTĆĐIS-FLOKKUR Í LÝĐSKRUMS-HERFERĐ

Mér finnst með ólíkindum að hlusta á Sjálfstæðismenn í dag. Mér verður óglatt. Hvernig gat ég stutt þennan flokk í 25 ár! Sem betur fer kom að því að ég sá hverslags flokkur þetta er. Hann hefur svo gjörsamlega afhjúpað sig sem flokkur sérhagsmuna. Hann hefur enga aðra stefnu en að halda vörð um kvótaeigendur og aðra ólígarka. Í fyrra þegar þeir voru við völd reyndu þeir það á eigin skinni að ekki var annað hægt en að samþykkja þennan Icesave samning. Þá voru Vinstri græn á móti enda .....
Ragnar Thorarensen

27. Október 2009

EKKI VEITTI ÉG MITT UMBOĐ!

Hvers konar rugl er þetta með þennan Stöðugleikasáttmála? Fréttir herma að nokkrir umboðslausir miðaldra karlar sitji og bíði eftir því að ríkisstjórnin hætti við að skattleggja orkufyrirtæki og skeri niður við Landsíptalann í staðinn. Annars segja þeir að verkfall bresti á. Hver gaf þeim umboð til að segja þetta fyrir mína hönd? Ekki ég!!!
Ég vona að Elín Björg Jónsdóttir, nýr formaður BSRB, taki ...
Ljósmóðir

27. Október 2009

UM ÖRUGGA VARĐVEISLU LÍFEYRIS

Ég er alveg undrandi á þér Ögmundur að vilja að lífeyrissjóðirnir séu bara gerðir upptækir í þágu ríkissjóðs eins og þarna liggi hellingur af fé án hirðis ! Ég sé ekki hvernig við ellilífeyrisþegar eigum að komast af án lífeyrisgreiðslnanna sem við eigum í okkar lífeyrissjóðum. Og svo er fullt af fólki sem er að greiða í sjóðina af launum sínum og treystir á að fá sitt fé endurgreitt í ellinni. Það er nú ekki eins og ...
Guðrún Jóhannsdóttir

27. Október 2009

NÚ ER TÍMINN!

Hvað varð um baráttu fyrir jöfnum rétti einstæðra feðra? Í stjórnmálum er talað um allt annað en það sem skiptir fólk raunverulegu máli. Staða einstæðra feðra sem greiða meðlög er afar slæm enda hefur yfirlit Lánstrausts sýnt að einstæðir feður eru verst setti þjóðfélagshópurinn. Við sem erum með 50% forræði og berum allar skyldur sem ....
Ragnar

25. Október 2009

GÓĐUR EINAR MÁR...

Var að lesa grein Einars Más í Mogganum. Stórkostlega vel skrifuð og birt í blaði sem bókabrennumentalítet nútímans neitar að lesa. Skiptir engu, hversu vel er skrifað. Það mátti ljóst árið 2007 að við stefndum að feigðarósi. Fyrir þeirri stefnu var lýðræðislegur meirihluti. Nú fær ný stjórn færi á að gera nýjar vitleysur, sem eru jafn alvarlegar eða verri en sú fyrri gerði. Er það pólitísk nauðsyn að framkvæma slík heimskupör? Í þetta skipti verður ekki ....
Hreinn K

24. Október 2009

GOTT HJÁ ÖSSURI

Ekki var ég sáttur við þig Ögmundur að segja af þér embætti heilbrigðisráðherra. Kannski þess vegna að mér þótti gott að lesa viðtal sem birtist við Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra í DV um helgina. Þar segir hann að eins þversagnakennt og það hljómar þá hafi afsögnin verið til góðs og styrkt Ísland út á við gagnvart óværunni (ekki hans orð heldur mín) sem nú herjar á Ísland erlendis frá. Gott hjá þér Össur!
Sunna Sara

19. Október 2009

EKKI FELLA

Ég er á móti Icesave samningnum og hef verið sammála þér  í öllu því ferli. Ég er þó efins um að rétt sé að fella samninginn núna. Ríkisstjórnin hefur haldið ömurlega á málinu og það var rétt hjá þér að segja af þér. En þótt þessi ríkisstjórn sé aum þá óttast ég að sú sem tæki við eftir andlát hennar yrði enn verri.
Finnur Kr.

19. Október 2009

UM BĆLDAN VILJA

Jæja, þá er að sjá að við sem ventum 180 gráður í síðustu kosningum og gengum gegn upplýstri sannfæringu okkar, að ekki væri hægt að styðja rauða litinn eftir að sá blái hafi um 30 ára skeið staðið í stafni, séum að reka okkur á mola sannleiks hvað yfirlýsingu þá varðar. Nú skulu rauðir ryðja úr vegi hverri þeirri hindrun sem ...
Óskar K Guðm., fisksali.

19. Október 2009

EF ŢÚ FELLIR...

Þér á eftir að verða reistur minnisvarði til minningar um mann sem bar hag landsins fyrir brjósti ef þú fellir þennan samning dagsins. Og þú átt alltaf eftir að eiga talsmann hjá mér og mörgum öðrum...
Jón Ásgeir Bjarnason

16. Október 2009

VALDBEITINGAR-MENN

....Ég tók það ekki nærri mér þegar þú kvaðst þeirrar skoðunar að framsóknarformaðurinn hefði verið skaplegastur í umræðunum um stefnuræðu ríkisstjórnarinnar. Mér fannst hann komast vel að orði og mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar hann hældi þér með beinum hætti og ekki óbeinum, eins og flokkssystkin þín gerðu. Ég er líka ein um að sjá ekkert athugavert við að veita Morgunblaðinu viðtal þótt Davíð Oddsson sé þar ritstjóri. Mér finnst heldur ekkert að því að vilja gefa sumum þeirra, sem með afskiptaleysi sínu bera nokkra ábyrgð á hruni efnahagslífsins, kost á því að bæta ráð sitt með því að taka, með ábyrgum hætti, þátt í að skapa þjóðarsamstöðu um að gera Icesave-reikninginn betri fyrir þjóðina undir kjörorðinu 63-0. Ég skildi þig þannig, kannski var það misskilningur, að þú vildir með þessu kasta líflínu til flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar, svo ég telji þá nú alla upp í réttri ábyrgðarröð. Að mínum dómi hljóp Samfylkingin af strandstað, Framsóknarflokkurinn áttaði sig ekki á að skipið er strandað, og Sjálfstæðisflokkurinn, hann tók líflínuna, en...
Ólína  

16. Október 2009

GÓĐ KVEĐJA FRÁ HELLU

Bestu þakkir Ögmundur fyrir staðfestu þína. Með bestu kveðjum.
Sigurður Óskarsson frá Hellu

16. Október 2009

FYLGI ŢÉR HEILSHUGAR

...Ég var í bláum hönskum hér einu sinni og þegar hrunið kom þá sagði móðir mín við mig - en hún þekkti vel til þín -að þú værir sonur Íslands og bærir velferð lands og þjóðar hærra enn nokkur annar. Og ég gekk til liðs við VG og er stoltur af því og það er vegna veru þinnar í flokknum. En ef þú ferð úr honum þá mun mitt atkvæði fylgja þér það hefur þú áunnið allavega hjá mér og minni fjölskyldu, ef þú þarft á hjálp að halda þá er ...
Hermann Hinriksson

16. Október 2009

EKKI AFTUR...

Ekki Sigmund Davíð og Tryggva Þór takk! Það er hart að þurfa að lúffa fyrir gömlu nýlenduveldunum, en það væri enn harðara að hleypa þeim kumpánum Sigmundi og Tryggva upp á dekk. Stöndum saman, slíkt má aldrei verða - aftur.
Ólafur S. Andrésson

16. Október 2009

STUĐNINGUR

Ég vil bar þakka þér fyrir að vera svona staðfstur. Það varst þú, ef ég man rétt, sem varaðir við einkavæðingu bankanna. Það hlustaði enginn. Og nú er komið fram það sem þú óttaðist. Ég veit að þú ert góður drengur og ég styð þig heilshugar. Mér ofbýður svo margt í þjóðfélaginu að ég get ekki orða bundist....
Ólafur Þórðarson

14. Október 2009

FYRIR ŢÁ SEM NENNA

Ég fylgdist með Jóhanni Haukssyni blaðamanni,  í Silfri Egils sl. sunnudag. Hann var orðljótur í þinn garð eins og hann hefur verið í skrifum sínum að undanförnu. Jóhann vildi láta okkur trúa því að hann væri að verja málstað vinstri sinnaðs fólks og vinstri stjórnar! Ekki talaði hann fyrir mig og er ég þó vinstri sinni.  Það sem mér þótti merkilegast við ræðuhöld Jóhanns var hvað hann sagði þegar hann var búinn með hrakyrðum sínum um þig að afskrifa stjórn Samfylkingar og VG. Þá minnti hann á að einhver stjórn yrði að vera í landinu - og skyldi ég það ekki betur en svo að honum þætti þá í lagi að hafa Íhaldið með ...
Jóel A.  

14. Október 2009

SNÚUMST TIL VARNAR

...það gengur ekki að skerða rétt eftirlaunaþega, sem hafa komið okkur á kortið. Það gengur ekki að skerða þjónustu við börn. Það gengur ekki að skerða þjónstu við sjúklinga. það gengur ekki að skerða þjónustu við þá sem eiga erfitt. Það gengr ekki að hjálpa ekki þeim sem eiga erfitt um þesar mundir. Ögmundur ég vona að þú virðir það mér til hvatningar að ég reyni að koma mínum sjónarmiðum hérna á framfæri þar sem ég veit ekki um aðra betri leið þar sem þetta er mikið lesið. Afhverju er ekki sparaðar 81 miljón hjá ráðuneytum fyrir frjals framlög ráðherra? það mætti ...
Hafsteinn Örn Guðmundsson

13. Október 2009

AGS OG SIGMUNDUR DAVÍĐ

Sigmundur Davíð er í hópi nokkurra sem mér finnst hafa komið lang-sterkast fram gegn Evrópubandalaginu, gegn Icesave-nauðunginni og gjöreyðingarvaldinu IMF (AGS). Hann lætur ekki kúga sig til hlýðni. Ögmundur, tek hatt minn ofan fyrir að standa fastur núna (ekki í Evrópu málinu þó) gegn drottnun ríkisstjórnar Jóhönnu. Skil þó ekki hvers vegna þú styður enn Icesave-stjórnina....
ElleE

13. Október 2009

ŢAKKIR

Ég vissi að þú værir maður heill! Þú eykur trú mína á manneskjuna....
Þór Þórunnarson

13. Október 2009

HĆTTIĐ AĐ DEILA!

Það er ljóst að þó nokkrir eru ánægðir með ákvörðun þína að segja af þér. Ég er ekki einn af þeim. Ég hefði viljað hafa þig áfram í ríkisstjórn. Þeir sem eru einna ánægðastir með afsögn þína og gagnrýni eru þó stuðningsmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Sannkölluð þórðargleði þar. Vinna við stjórnmál og þá sérstaklega þáttaka í ríkisstjórn hlýtur að fela í sér samstarf og eilífar málamiðlanir, alla vegar væri erfitt að setja saman stefnu fyrir marga "prinsipp" menn sem vilja lítið sem ekkert gefa eftir og standa fast á sínu. Ég hef kynnt mér Icesave samkomulagið og hef verið þeirrar skoðunar lengi...
Kristján Gunnarsson

13. Október 2009

AĐ LÁTA EKKI KEYRA SIG Í KENG

Þegar sömu skaðræðisöfl reyndu að vaða yfir Malasíumenn fyrir áratug neitaði þjóðarleiðtoginn Mahathir bin Mohamad að láta keyra sig í keng og og bjargaði þjóðinni frá vesæld og kúgun, sjá nánar...
Jónas Knútsson

13. Október 2009

ĆSIR OG HRÍMŢURSAR

...Þar voru umræðugestirnir Jóhann Hauksson blaðamaður, Gauti Kristmannsson lektor, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður og Ólafur Arnarson hagfræðingur.  Mér blöskraði málflutningur þeirra tveggja fyrrnefndu og hugsaði mér að það væri ekki furða að blaðamennskan væri á því lága stigi sem hún er, eftir að hafa hlustað á óðamálabull Jóhanns. Ruglið í Gauta sem er háskólalektor á launum frá skattgreiðendum var af sama meiði. Gauti hafði skrifað grein í Morgunblaðið sem Egill Helgason kallaði messu og satt að segja fannst mér persónulega ekki heil brú né rök í skoðun mannsins. Það var líkast því að bæði Gauti og Jóhann væru leigupennar, eða leiguliðar Jóhönnu Sólrúnar og Steingríms J., eða jafnvel Breta og Hollendinga....
Helgi

11. Október 2009

EKKI EINN

Er það ekki bara að finna í martröðum hinnar íslenzku þjóðar, að stefnt sé nú að því að ýtt skuli úr Ice-slave frumvarpinu hinu nýja þeim eina fyrirvara sem okkar yzta nöf getur fóstrað þar til fyrir liggur hvort aðkoma dómstóla eigi þar erindi sem erfiði. Á kannske að fjarlægja þann fyrirvara bara si svona. Sú sorg er mest nagar er að nú rekst Grímur í því að gargast í að hlutir sem hann áður hefði froðufellt af illsku yfir, fari í gegn á hraðbraut sem kenna mætti við ljóshraða þess arma tíma 2007.. ÖGMUNDUR þú stendur ekki einn.
Óskar K Guðmundsson, fisksali

11. Október 2009

STUĐNINGUR ÁN UNDIRGEFNI

Þú segir þig úr ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að hún spryngi. Síðan gengur á með ásökunum um að þú sért að sprengja sömu ríkisstjórn. Gagnrýni þína á leynd og ólýðræðisleg vinnubrögð láta menn sem vind um eyru þjóta. Getur það ekki farið saman að gagnrýna ríkisstjórn sem maður styður? Það er rétt sem þú sagðir í pistli hér á síðunni, eitt er stuðningur annað er undirgefni.
Grímur

11. Október 2009

EKKI HEIL BRÚ

Sér grefur gröf þótt grafi. Það er greinilegt að þú Ögmundur ásamt meðreiðarfólki þínu verður þess valdandi að ríkisstjórnin fellur og glíman við kreppuna verður launafólki í landinu mun erfiðari en hún þurfti að verða. Það er ekki heil brú í aðferðafræði ykkar, þín, Guðfríðar, Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslasonar og unga drengsins úr Dölunum með siðferðilegum stuðningi Hjörleifs Guttormssonar, sem er eins konar "Hannes Hólmsteinn" vinstri manna. Það er ekki hægt að ná utan um þá pólitík sem þið drífið eða hvert hún á að leiða ...
Natan

11. Október 2009

DRAUMUR D OG B

Sem stuðningsmaður VG þá skora ég á þig og þá sem fylgja þér innan VG að hafa hagsmuni þjóðarinnar í huga og hætta þessum einleik. Það eru allir fúlir út af Icesave en þetta verður að taka enda. Hvað sem þú segir, þá heldur þú því máli í gíslingu. Stjórnin á að standa saman sem einn maður, ekkert væl og vein. Þið eruð á sama skipi, reynið að haga ykkur þannig. Þú ert akkúrat draumur sjálfstæðismanna og framsóknar, í dag. Slíðrið sverðin.
Björn Ólafsson

11. Október 2009

ŢÚ MUNT HAFA MIKIĐ Á SAMVISKUNNI

Á visir.is er haft eftir þér að í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra hafi ræða formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fallið þér best í geð. Út af fyrir sig finnst mér sá þingmaður með þeim ógeðfelldari sem sest hafa á Alþingi í seinni tíð. Í þessari ræðu hélt hann því fram að fréttastofa RÚV hafi verið að "vinna fyrir nefskattinum" með því að flytja fréttir af stöðu ríkisstjórnarinnar og Icesave-málinu sem honum hugnuðust ekki. Slíkar dylgjur og árásir valdamanna á fyrrverandi kollega þína voru daglegt brauð á tímum stjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, svo þegar af þeirri ástæðu kemur þessi velþóknun þín mér á óvart. Í ...
Þorleifur Hauksson

11. Október 2009

NYTSAMUR SAKLEYSINGI?

Mér finnst að þú ættir að átta þig á að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og þeir sem dásama þig sem hæst eru ekki endilega að því vegna þess að þeir styðja þinn málstað. Jóhann Haukson skrifar eftirfarandi. Ég er ekki sammála öllu sem sem hann segir, en Ögmundur, þú þekkir örugglega orðatiltækið nytsamir sakleysingjar. Því miður er ég ekki frá því að það eigi við þig og Liljurnar. "Sennilega er ríkisstjórnin búin að vera. Ég sé feigðarmerkin. Ég finn á mér að ekki verður aftur snúið. Sundrung íslenskra vinstrimanna er saga valdstjórnar Sjálfstæðisflokksins 80% lýðveldistímans. Sjálfstæðisflokkurinn kemst von bráðar til valda á ný. Á blöðum sögunnar mun standa að Ögmundur Jónasson hafi látið persónulegan metnað bitna á þjóðinni ...
Frímann Benediktsson

11. Október 2009

VEIT ALLT UM POPÚLISMA

Handrukkarar auðvaldsins. Það virðist orðið mikilvægasta hitamálið í stjórnmálum hér á landi að koma Alþjóða gjaldeyrissjóðnum "úr landinu". Ögmundur Jónasson hefur verið í fararbroddi þessarar fylkingar og notið stuðnings fyrrverandi stjórnenda Seðlabankans, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og samtaka útgerðarmanna og annarra afla er stóðu að því að skuldsetja íslensku þjóðina og veðsetja auðlindir hennar upp fyrir háls. Þannig er Ögmundur Jónasson kominn í þá stöðu að verja hagsmuni þeirra sem bera ábyrgð í þessu máli, um leið og hann slær ryki í augu þjóðarinnar með því að ...
Ólafur Gíslason

11. Október 2009

FARVEL

Skil þig alls ekki. Nútildags þykir dáðleysi og dugleysi til sóma. Farvel Ömmi. Kýs þig aldrei aftur.
Baldur Ragnarsson

11. Október 2009

ÁTAKANLEG BREYTING

Þð er átakanlegt að sjá maddömurnar úr alþýðubandalaginu sitja fremstar í flokki á ríkisstjórnarmyndinni sem birt var í Fréttablaðinu eftir afsögn þína. Það er vont að afsögn þín hafi leitt til þess. En guð minn góður hvað ég var fegin að flytja eigi dánarmeinaskrá frá Hagstofu til Landlæknis. Fyrir okkur sem störfum í heilbrigðiskerfinu er það mikil framför! Þar gengur vinstri stjórnin í takt! Mér finnst átakanlegt að þú hafir yfirgefið ráðuneytið og ég tel það ranga ákvörðun. Þótt virði ég tjáningarfrelsi ofar öllu. Ég hefði kosið að þetta mál hefði orðið öðruvísi og að "hinir óháðu" hefðu áfram átt sæti í ríkisstjórn. En ég er ....
"Óháður" feminískur kjósandi vg

9. Október 2009

HVERJIR VILJA LOSNA VIĐ ÖGMUND?

Á þeim tímapunkti sem átti að neyða hann til að samþykkja Icesave og hrópa já með hinum ráðherrunum lágu engir samningar fyrir. Eða hvað? Hvað var Steingrímur J. Sigfússon að gera í Istanbúl? Sögur herma að hann hafi verið að reyna að ná ásættanlegum samningum við Breta og Hollendinga. Af hverju voru Ögmundi þá settir afarkostir þegar allir máttu vita að hann mundi ekki samþykkja ófrágengið mál - enda vita allir sem vilja að þannig geta og eiga mál ekki ganga fyrir sig í lýðræðissamfélagi. Þá voru félagar Ögmundar óvenju snarir í snúningum að skipa nýjan...
Helga Þorsteinsdóttir

8. Október 2009

ALŢINGI Í GÍSLINGU FORSĆTIS-RÁĐHERRA SEM SÝNIR EINRĆĐIS-TILBURĐI!

...Er forsætisráðherra ekki með þessu að fara fram á að þingmenn rjúfi drengskaparheit sitt að fara eftir sannfæringu sinni og engu öðru? Er þetta lýðræðisást forsætisráðherra í framkvæmd?   Svari hver fyrir sig.
Ef staldrað er við í smástund og skoðað hvað raunverulega er að gerast, þá er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi krafa forsætisráðherra hljóti að vera brot á stjórnarskránni.  Jafnvel samsæri framkvæmdavaldsins gegn löggjafarvaldinu? Gegn þegnunum?  Hver er þá með hvern í gíslingu? Sannfæringin eða ríkisstjórnin?...
J. Grímsson

7. Október 2009

TĆR SNILLD AĐ SPRENGJA RÍKISSTJÓRN OG VG

Fram kemur í viðtali við fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason Tærsnilld, í markaðskálfi Fréttablaðsins 14. febrúar 2007 að breska fyrirtækið Newcastle Building Society annaðist alla þjónustu í kringum Icesave - svindl bankans. Í ljósi stjórnmálaástandsins nú vegna glæpastarfsemi bankans vil ég benda ríkisstjórninni og Vinstri hreyfingunni  - grænu framboði á að þetta sama breska fyrirtæki, sem þjónustaði Icesave, býður upp á alls kyns þjónustu, þar á meðal útfararþjónustu...
Þjóðólfur

6. Október 2009

ÁFRAM Á SÖMU BRAUT!

...Ég legg það ekki í vana minn að angra forystumenn með yfirlýsingum um persónulega afstöðu mína, en vil nú gera undanþágu þar á. Frá því VG varð til sem stjórnmálaafl hefur atkvæði mitt legið þar á bæ.
Þín framganga undanfarna daga hefur verið betri túlkun á þessu atkvæði mínu en til þessa hefur orðið vart hjá stjórnmálamönnum og ég hvet þig eindregið til að ...
Halldór K. Valdimarsson

6. Október 2009

ÚT MEĐ AGS

...Ég ætla að þakka þér fyrir þitt. Í mínum huga verðum við að senda AGS úr landi. Um Icesave verður að semja upp á nýtt eða fara dómstólaleiðina. ESB - umsókn breytir engu hér næstu árin. Þú ert að standa þig virkilega vel.
Kv, Eggert.

6. Október 2009

Á LEIĐ Í FRAMSÓKN?

...Ég sá haft eftir þér á Vísi að Sigmundur Davíð hefði verið með bestu ræðuna. Var það vegna þess að honum þótti þessi ríkisstjórn ekkert hafa gert rétt og ef svo er er þá ekki ráð að ganga í Frammsóknarflokkinn? Þú myndir kanski koma til okkar á fund hér í Árborg og skýra þetta út fyrir mér og öðrum....
Viðar Magnússon

5. Október 2009

ENGA VITLEYSU

...langar bara að lýsa mikilli ánægju minni með ákvörðun þína gagnvart Icesavemálinu og að láta ekki kúga þig í sömu vitleysuna og hinir. Orðinn maður með meiru í mínum huga! ...
Sævar B Einarsson, skattborgari

5. Október 2009

VON UM BJARTA FRAMTÍĐ

...Ég sem fyrrverandi félagi þinn í Vg er stoltur af þessari ákvörðun þinni. Ég vildi bara óska þess að fleiri þingmenn Vg væru jafn heilsteyptir í sínum málflutningi og þú ert. Það væri þá kannski einhver von um bjarta framtíð til handa Vinstri grænum..
Rafn Gíslason

5. Október 2009

ALDREI AFTUR

Ekki Sigmund Davíð og Tryggva Þór takk! Það er hart að þurfa að lúffa fyrir gömlu nýlenduveldunum, en það væri enn harðara að hleypa þeim kumpánum Sigmundi og Tryggva upp á dekk. Stöndum saman, slíkt má aldrei verða...
Ólafur S. Andrésson

5. Október 2009

HEIMASÍĐAN GÓĐ EN FRAMGANGAN BETRI

....Af þeim vinnubrögðum hélt ég að allir hefðu fengið nóg þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur deildu og drottnuðu í Stjórnarráðinu. Eru vinstrimenn virkilega búnir að gleyma þeim tíma? Það var vægast sagt ósvífið að hrekja þig  úr ríkisstjórn fyrir þær sakir einar að vilja vinda ofan af  ólýðræðislegum vinnubrögðum ríkisvaldsins undanfarna tvo áratugi sem ásamt fleiru leiddu þjóðfélagið í þær hrikalegu ógöngur sem það er nú statt í. Þetta verða allir vinstrimenn að hafa hugfast þegar það hvarflar að sumum innan þeirra raða að freistast til að halda að tíminn sé svo naumur að ekki sé rúm fyrir lýðræðið.
Helga Þorsteinsdóttir   

5. Október 2009

GÓĐ ÁKVÖRĐUN

Til hamingju með ákvörðun þína. Það er gott að vita að enn eru til menn sem standa við sannfæringu sína.
.Jónas

5. Október 2009

UM FRAMGÖNGU OG HEIMASÍĐU

 Þakka þér fyrir framgöngu þína, sem kemur mér ekki á óvart. Þú sýndir í sumar hvað þér er efst í huga, það er þjóðin og hvað henni er fyrir bestu. Þá vil ég segja þér mitt álit á þinni heimasíðu....
Pétur S.

5. Október 2009

VELGENGNISÓSK

Hlustaði á þig í Kastljósinu og verð að segja að VG þyrfti ekki að kvíða því að kjósendur myndu snúa baki við þeim eða falla frá stuðningi við þá, ef að það væri hægt að heyra meiri samhljóm frá VG í takt við nóturnar þínar. Takk og gangi þér vel.
Jóhann

3. Október 2009

UPPHALDSMENN RÉTTRAR TRÚAR

......Þegar hér kemur í sögunni skiptir miklu að skilja sýnist mér, að framkvæmdavaldið gerði ekki eins og löggjafarvaldið sagði í Icesavemálinu heldur tók sig til og fór að semja um eitthvað annað en lög segja til um.
Áherslan sem forsætisráðherra lagði á að ríkisstjórnin temdi sér öll þúfnakollagöngulagið er óskiljanleg, nema samningsdrögin hafi legið fyrir að mestu, að þau vikju í veigamiklum atriðum frá ríkisábyrgðarlögunum og að hún
vildi á þessum grundvelli hafa tryggingu fyrir að allir ráðherrarnir, allir 34 þingmennirnir, sem fylla stjórnarflokkana færu sameinaðir gegn samþykkt Alþingis frá í sumar. Erum við ekki farin að nálgast svolítið Леонид Ильич
Брежнев
í tíma? Ég er hreykin af frammistöðu þinni, í sumar og í samhengi við það, síðustu
daga.
Ólína

3. Október 2009

SKRÁĐI MIG Í VG

Vill óska þér til hamingju með að standa fast á þínu. Hef ekki kosið VG hingað til, ávallt kosið Samfylkinguna en er mjög ánægður með að þú skulir standa við sannfæringu þína. Skráði mig í VG núna rétt áðan, fyrst og fremst vegna afstöðu þinnar að standa með sannfæringu þinni og vegna afstöðu VG í álversmálum sem ég er algjörlega mótfallinn og ég mun ekki gefa Sf annað tækifæri til að vera á móti álverum rétt fyrir kosningar en skipta um skoðun eftir kosningar. Haltu áfram að vera samkvæmur sjálfum þér !! ...
Rúnar

3. Október 2009

UPPGJÖF?

...Hvaða skilaboð eru það til okkar, heilbrigðisstarfsmanna LSH, að um leið og við stöndum frammi fyrir stærsta niðurskurði heilbrigðissögunnar, þá hverfa tveir toppar í slíkri skyndingu af hólmi, að það sér undir iljar þeirra? Ég á við Huldu forstjóra sem fær athugasemdalaust ársfrí á þessum vátímum - og þig sjálfan. Tveir æðstu skipstjórnarmenn hverfa úr brú Landspítalans í sömu mund og brotsjórinn ríður yfir? Hvað eigum við, undirmennirnir að gera? Manna ...
Sigurður Örn Hektorsson, læknir á LSH

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Október 2018

STEFNUBREYTING?

Nú eru Bandaríkjamenn nýbúnir að vera hér á Íslandi með hundruð manna við heræfingar. Er það ekki rétt munað hjá mér, Ögmundur minn, að þegar þú sast í vinstri stjórninni þá voru aldrei neinar heræfingar? Sú stjórn sat þó í meira en fjögur ár ef allt er talið. Hefur orðið stefnubreyting hjá VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur?
Börkur Barkar

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta