Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

28. Apríl 2010

LAUNAMENN HLJÓTA AĐ FAGNA

...Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu...Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta mál snertir ríkið. Þetta er bara málefni þessara félagsmanna í samtökum atvinnurekenda. Að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi er bara yfirgengilegt og sýnir bara hvað launamenn hafa verið berskjaldaðir gagnvart atvinnurekendum og óvinveittu ríkisvaldi. Jafnvel Hæstiréttur gat ekki varið rétt launamanna að þessu leyti.
Kristbjörn Árnason 

27. Apríl 2010

LOGÓ Á STYRKŢĆGA

Í ljósi umræðu um styrkveitingar fyrirtækja til þingmanna, sem í sumum tilfellum þykja býsna ríflegar, hefur komið upp umræða um hvort ekki væri hægt að koma á ákveðnu kerfi við þetta. Hugmyndin er reyndar fengin að láni frá Formúlu 1 og Nascar kappakstrinum en mundi henta vel fyrir „styrkþæga" Íslenska þingmenn. Hugmyndin er semsagt sú að styrþægir þingmenn verði með ásaumuð logo styrkveitenda sinna á jakkafötunum, nú eða drögtunum eftir kyni auðvitað, svipað og Formúla 1 og ...
Aðalsteinn Stefánsson

25. Apríl 2010

HLAUPUM DRENGIR, HLAUPUM

Tveir gegndu starfi sendiherra í Kaupmannahöfn fyrir, í og eftir mikla útrás íslenskra viðskiptamanna til Danmerkur frá 2002 til 2008. Þetta eru þeir Þorsteinn Pálsson, pistlahöfundur Fréttablaðins, sem lét af störfum árið 2005, þegar eftirmaðurinn mætti á Norður-Atlantshafsbryggju. Sá er Svavar Gestsson, fyrrum aðalsamningamaður Íslands í Ice-save deilunni. Hann lét svo af störfum í desember síðast liðnum. Svavar þurfti sem sé að taka á móti Viðskiptaráði Íslands, forstjórum bankanna, fulltrúm fjármálaráðuneytis og setja upp fyrir þessa aðila fundi, þegar þessi kransakökutoppur íslenska kaptalísmans tók að sér að ljúga Dani fulla um íslenska efnahagsundrið. Ég heyrði þessa sendiherra krúnka saman eins og turtildúfur í útsetningu Sigurjóns Egilssonar á ...
Ólína

25. Apríl 2010

SEM FLESTA AĐ ÁKVÖRĐUNUM!

Í blöðunum í morgun ríða tveir stjórnmálamenn á eftirlaunum röftum. Það eru þeir Svavar Gestsson sem telja frammistöðu Ólafs Ragnars í embætti forseta svo skaðlega að það þurfi að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Svavar tiltók raunar í greinarstúf í Fréttablaðinu um daginn að væri forseti sem ekki væri sameiningarákn hefði brugðist hlutverki sínu. Nú vil ég greina á milli framgöngu Ólafs og hlutverks forsetaembættisins. Sjálfum finnst mér Ólafur hafa gert það sem þurfti til að veita ráðherraræðinu aðhald. Þar er um að ræða stjórnskipulegan óskapnað sem Davíð á e.t.v heiðurinn af að keyra í gegn á ...
Árni V.

24. Apríl 2010

MEIRI GAGNRÝNI - MINNI VALDHLÝĐNI

...Ósjálfrátt var ég komin tvö til þrjú ár aftur í tímann og mér datt í hug útrás Geirs H. Harrdes og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í austurveg og vestur sem farin var í föruneyti fyrirtækja og útflutningsráðs þegar íslensk fyrirtæki, einkum bankar lentu í andróðri erlendis. - Við þurfum að stýra umfjöllun erlendra fjölmiðla um bankana. Koma á framfæri réttum upplýsingum. Það var ekkert að bönkunum, þetta snérist um "réttar upplýsingar". Flugvöllum var lokað, flugbann sett á í Evrópu með skelfilegum afleiðingum fyrir alþjóðlega "ferðaþjónustuaðila". Þörfin fyrir að "miðla réttum upplýsingu til alþjóðlegra fjölmiðla" varð brennandi fyrir "Ísland". Spunamenn voru kallaðir til, settir voru upp samráðshópar stjórnvalda og iðnaðarins. Fundir stóðu lengi dags, allt framá kvöld. Það þurfti að stýra "erlendum fjölmiðlum". Þeir máttu ekki...
Ólína

24. Apríl 2010

LANG-LEIĐINLEGASTUR!

Á mínum vinnustað hefur þú árum saman verið kallaður leiðinlegasti maður á Íslandi. Alltaf á móti. Á móti framförum, frelsi og hagsæld. Alltaf með múður. Ég hef nú ekki haldið registur yfir hvaða atriði það eru en það er alveg ljóst að eins og hlutir hafa þróast hefði mátt taka tillit til þeirra sjónarmiða sem þú hafðir fram að færa. Eitt hefur ekki breyst að margir fjölmiðlar kynna sjónarmið þín enn til sögunnar undir sömu formerkjum þess sem alltaf er á móti og frekar svona leiðinlegur eiginlega. Þú ert á móti Icesave, háum vöxtum, aukinni skuldsetningu og einvherju fleiru. Allt er þetta túlkað sem ....
Kollur

24. Apríl 2010

Á FLÓTTA?

Brotthvarf þitt og Árna Þórs af þingi vekur margar spurningar.Eru þið í veikindaleyfi eða eru óþægileg mál að koma inn á þing?? Þetta þarftu vinsamlega að skýra fyrir þjóðinni...
ÞG

23. Apríl 2010

GEFUR LÍTIĐ FYRIR MERKIMIĐA

...Ég veit það Ögmundur, að þú hefur verið -og ert- góður talsmaður virks lýðræðis...EN, nú er það svo, að ekkert í ríkis-valda-kerfinu er þeirrar gerðar. Við búum enn við ólýðræðislegt tveggja turna samkrull, sem nauðgar trekk í trekk góðum vonum okkar, óbreytts almennings. Því segi ég hér mína umbúðalausu skoðun, að ANNAÐ HVORT kreistir þú hreðjar...só tú spík..Jóhönnu og Steingríms og nærð fram vilja hins raunverulega meirihluta, EÐA, þú sprengir þessa ríkisstjórn, því engu hefur hún skilað nema áframhaldi spillingar blinds valdabríma tveggja turna, sem fyrr. Og hvað ef hún er sprengd? Þá er það skoðun mín...
Pétur Örn Björnsson

23. Apríl 2010

AĐ TALA FYRIR MÁLSTAĐ ÍSLANDS

Það er merkilegt að heyra þá sem hvorki komu upp stunu né hósta, þegar mikið lá við að skýra út eðli Icesave deilunnar erlendis, fara hamförum gegn forseta Íslands, vegna ummæla hans um að rétt sé að vera viðbúinn Kötlugosi, í fyrirsjáanlegri framtíð. Ferðaiðnaðurinn á Íslandi er sterkur og vaxandi, og meðal mikilvægra stuðningsmanna er einmitt forseti Íslands, sem lætur ekkert færi ónotað til að tala fyrir Ísland. Ef menn eru í alvöru að rífast um það hvort minnast megi á líkurnar á Kötlugosi, þá er þar á ferðinni móðursýki á háu stigi, og lyktar sú umræða af ...
Hreinn K

22. Apríl 2010

RÁĐHERRAÁBYRGĐ OG STJÓRNARSKRÁIN

Þú bendir á að Björgvin G. Sigurðsson hafi verið gerður að blóraböggli fyrir vandamál sem á rætur sínar mun víðar. Það er vissulega rétt að ekki eigi að hafa menn fyrir rangri sök, og því er sú reglan viðhöfð að álíta menn saklausa uns sekt er sönnuð. En sú regla tíðkast ekki hjá dómstóli almenningsálitsins, og því er mikilvægt að það sé ekki sá dómstóll sem kveður upp endanlegan úrskurð. Ákæra er ekki dómur, og það hlýtur að vera eðlilegt að maður sem er borinn alvarlegum ásökunum fái tækifæri til að verja sig gegn...
Herbert Snorrason

22. Apríl 2010

FÓLK ÚR ÖLLUM FLOKKUM...

...Ég get tekið undir hvert orð sem þú ritar í pistli þínum "LÝÐRÆÐIÐ ÞARF NÆRINGU - STJÓRNVÖLDIN AÐHALD". Það er nú það óvenjulega í stöðunni að við skulum nú loksins vera sammála eftir öll þessi ár. Ég, sjálfstæðismaðurinn og þú í Vinstri Grænum. Hvað er að gerast í íslenskum stjórnmálum? Við áttum reyndar afar gott samstarf innan BSRB til margra ára. Það sem getur komið okkur, þjóðinni, út úr þessum vandræðum er að ...
Páll Svavarsson

21. Apríl 2010

EKKI SÁ BESTI HELDUR SÁ ÓDÝRASTI

Vel getur verið að mörgum þyki Jóhönnu launin þetta svaka laun en í Evrópu eru laun  ýmissa fræðinga í gagnagrunnum og etc á um 80-100 þús pund á ári. Það hefði átt að hækka laun Jóhönnu upp í 1,5m. Það er því líklegt að á krefjandi vinnustöðum verði ekki ráðnir þeir hæfustu og bestu heldur sá ódýrasti sem líklega er þá með BSc gráðu....
Nafnlaus

21. Apríl 2010

LÁGKÚRA MOGGADINDLA

...Satt er það og rétt, að Indriði hefur í umboði fjármálaráðherra leitað leiða til að minnka skuldir þjóðarinnar efir óráðsíu Moggaritstjórans. Skattar voru hækkaðir við síðustu álagningu en þeir hafa samt ekki náð þeim hæðum sem skattar voru í lengstum, á forsætisráðherratíma Davíðs Oddsonar. Skattar hafa einmitt aldrei verið eins háir og þeir voru þá. Davíð Oddsson er ótvíræður skattakóngur Íslands. Hann er alveg ótrúlegur aumingjaskapurinn hjá þessu Morgunblaðssnepli, að hjóla ekki bara í stjórnmálamennina, þá Steingrím J Sigfússon og eða í Ögmund Jónasson og ræða við þá um skattamálin og láta í friði æruverðugan eftirlaunamann sem skilað hefur góðu starfi.
Kristbjörn Árnason 

20. Apríl 2010

VANDLIFAĐ

...Þau sem eru Ólafi Ragnari reið fyrir að greiða götu lýðræðisins skammast núna í hans garð. Sama fólk og þagði allan útrásartímann notar núna Kötlu-ummæli forsetans til að ná sér niðri á honum. Ekki beinlínis stórmannlegt. Gagnrýni vegna Kötlu er í reynd gagnrýni á þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave!
Jóel A. 

20. Apríl 2010

UPPLOGNAR SKÝRINGAR?

...Sumir fengu aflétt ábyrgðum á milljörðum króna, til að mynda eiginmaður varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Sú skýring sem stjórnendur bankans gáfu eftir að þetta kom fram í dagsljósið, var sú að þeir voru að forða því að fólkið færi allt að reyna að selja sín bréf, og við það mundi hlutabréfaverðið snarfalla. Þetta er svosem skýring sem hægt væri að fallast á , ef að hún væri bara ekki hrein og klár lygi. Stjórnendur bankans vissu allt árið 2008 hvert stefndi...
Sveinn Elías Hansson

19. Apríl 2010

BURT MEĐ GERVISIĐFERĐI!

Nýverið hjó ég eftir því að skattrannsóknarstjóri stóð agndofa af undrun yfir því hve menn væru orðnir færir og snöggir að skjóta undan fjármunum. Vísa ég þar til umrædds atviks í tilfelli Baldurs Guðnasonar fyrrv. forstjóra Eimskips. Embættismaður slíkur sem haft hefur til umráða 18 mánuði til aðgerða og athafna ætti að mínu viti í dag að hafa titilinn fyrrv. skattrannsóknarstjóri. Hvílíkt borðálegg, að bjóða alþýðu manna uppá slík ummæli.
Eina svölunin sem hægt er að veita hinum almenna streðandi manni, sem hvorki hefur aðgang að kaupréttum né kennitöluflakki svo ekki sé talað um runustofnun eignarhaldsfélaga, er að þessum aðilum sé atað uppúr drullunni svo undan svíði. Myndlíking sem þessi túlkar reyndar mjög væga meðhöndlun aðila. Hætta síðan ...
Óskar K Guðmundsson, fisksali.

18. Apríl 2010

LÖGTĆKNI-KRATA-VIĐHORF?

...Að endingu vil ég fá að nefna annað dæmi um tilraun til kattaþvottar sem eru ummæli Jóhönnu um ábyrgð Samfylkingar. Þar reiðir hún fram frasa sem hún notaði síðasta haust um að ábyrgð Samfylkingar sé takmörkuð við það að hafa verið í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði mistök. Þau eru búin að fórna Björgvin og nú á að kappkosta að fleiri Samfylkingarmenn þurfi ekki að svara til ábyrgðar. Niðurstaðan af þessu er sú að skýrslan gerir ekkert gagn ef við nemum staðar hér. Kjósendur geta bara farið fram á einn hlut og það er að fá að kjósa.
Árni V.

18. Apríl 2010

BUNDIN VIĐ FLOKKSKLAFANN?

Ég las ræðu Ingibjargar Sólrunar á netinu rétt í þessu. Þar skýrir hún frá því að hún brást sjálfri sé, flokknum og kjósendum flokksins. Í þessari röð. Ég hélt einvhernveginn að ráðherrar störfuðu fyrir víðari hagsmuni en bara flokksins og stuðningsmanna hans. Svo gagnrýnir hún í næstu setningu helmingaskipti við sölu bankanna þar sem flokkshagsmunir réðu öllu. Hennar hugsun virðist bundin við sama flokksklafann.
Agnes

18. Apríl 2010

SIĐBLINDIR DĆMI EKKI UM HVAĐ SIĐLEGT ER

Það er margar góðar greinar og lesendabréf á vefsíðunni þinni og það er gleðilegt að sjá okkur venjulegt alþýðufólk hafa vettvang sem við getum viðrað áhyggjur og skoðanir okkar, en það veitir þú okkur og átt þakklæti fyrir Ögmundur! Árni Þorsteinsson... bendir réttilega á að Atli Gíslason alþingismaður sem mörg okkar hafa byggt vonir með innan um hálfgerðan furðulýð á Alþingi, hafi varað menn við „að stíga afskaplega varlega til jarðar varðandi sýkn eða sekt þeirra sem þingnefndin mun fjalla um." Árni er eðlilega undrandi og fyrir ...
Úlfur 

17. Apríl 2010

KJÓSUM 5. JÚNÍ 2010

...En hvað gerir valdakerfi sem stendur sig svona illa? Hvaða gera ráðherrarnir og alþingismennirnir sem bera ábyrgð á því hvernig komið er? Hvað gera þeir sem hafa búið til og stuðlað að gjá "milli þings og þjóðar"? Hvaða gera þeir sem ekki höfðu hugmyndaflug til að lesa í ástæðurnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni um Ice-save, þeir sem bræði sinnar vegna gátu ekki skilið það sem forsetinn var að segja? Valdakerfið féll á prófinu. Laganemar sem falla á fyrsta ári taka fyrsta árið auðvitað aftur. Frammistaða valdakerfisins er slík að það verður að fara taka upp fyrsta árið. Hvað þýðir það. Svarið er einfalt: Kosningar. Af hverju? Svar...
Jóna Guðrún

17. Apríl 2010

NÚ ŢARF MARGT SKOĐUNAR VIĐ

Ég sé að þú ert þeirrar skoðunar að fara þurfi alvarlega yfir þær staðreyndarvillur sem forsetinn benti á, sem fram komu í skýrslunni um forsetaembættið. Ég kann mjög vel við tilburði þína að verja þá sem liggja undir höggi, en forsetinn sér um sig. Mér finnst óþarfi að þú verjir hann. Hann hefur sýnt það að hann þarf enga skjaldborg. Embættisfærslur hans í hruninu eru óþolandi og þar fórst þú fremstur í flokki og gagnrýndir. Þegar það var ekki vinsælt. Haltu þér við það. Djúp lýðræðisannfæring Ólafs Ragnars var ekki ástæða fyrir höfnun Icesave samnings. Hann var að bjarga eigin skinni. Hann gerði það reyndar vel, en það breytir því ekki að ...
Óháður kjósandi

17. Apríl 2010

HEIMILI ALNÚGANS EKKI FRIĐHELG!

Þú talar um í nýjustu skrifum þínum að heimilin séu friðhelg, sammála því. En þegar þú talar um heimili sakborninga sem frömdu glæp gagnvart allri þjóðinni séu heilög þá finnst mér þú vera á villigötum. Hræsni og djöfulsskapur þeirra hjóna eins og margra annarra hefur leitt til þess að lögreglan hefur borið út heilu fjölskyldurnar vegna ógoldinna skulda. Hvar er þá friðhelgin? Hvar er þá heilagleikinn? Ég tel að viðhorf þitt beri vitni um að þeir sem eru í efstu lögum samfélagsins skynji ekki ...
Ágúst Valves Jóhannesson

17. Apríl 2010

SEKT OG ÁBYRGĐ

Björgvin er formlega ábyrgur. Ég vona að málið komi fyrir Landsdóm og það verður að gera það. Björgvin gerir augljós mistök sem eru þau að segja ekki strax af sér. Flokksforingi hans heldur honum utan við málaflokkinn (með samþykki forsætisráðherra). Það er næg ástæða til afsagnar. það er dapurlegt þegar einn helsti talsmaður umræðustjórnmála Ingibjörg Sólrún) kemur fram sem einn helsti fulltrúi foringjastjórnmála.
Hrafn Arnarsson

16. Apríl 2010

VEIKUR HLEKKUR (Grein I)

Veikasti hlekkurinn í rannsóknaskýrslunni virðist vera 8. bindið, saminn af siðfræðingum og fyrrv. stjórnmálamanni. Þar virðist mér ónákvæmni vera talsverð. Forseti Íslands hefur bent á nokkrar staðreyndavillur sem einhverjir fjölmiðlar hafa tekið upp og gert sér mat úr og í fjölmiðlakaflanum gætir ónákvæmni og misskilnings. Þar fyrir utan virðast höfundar forðast að halda á djúpið í skýringum sínum og greiningu en halda sig fremur á grunnsævi. Það er verra því hér var upplagt tækifæri að greina og gagnrýna fjölmiðla almennt og fyrir þátt sinn í spuna fjármálaaflanna. Í skýrslunni er réttlega bent á að fjölmiðlar hér leggja ekki ...
Ólína

16. Apríl 2010

HVENĆR HFEUR RÖKSTUDDUR GRUNUR ŢÝĐINGU?

Það er sannarlega með ólíkindum að fylgjast með umræðunni „Hrunskúrkur ársins" Margir eru nefndir en þó sumir meira en aðrir. Hæst er hrópað nafn Davíðs Oddsonar síðan Björgvins Sigurðssonar þá Geirs H Haarde og jafnvel Ólafs Ragnars Grímssonar. Reyndar hefur nafn Björgvins verið hrópað svo oft og svo mikið, ekki aðeins af lýðnum heldur einnig af ráðamönnum sem hafa kosið að nota hann sem heppilegan blóraböggul til að hylma yfir eigin gerðir, að vesalings Björgvin er búinn að segja af sér, ekki bara einu sinni heldur þrisvar. Geri aðrir betur. En mér hefur fundist gleymast í öllum þessum nornaveiðum hverjir hinir raunverulegu skúrkar voru. Voru það stjónmálamennirnir, sem sannarlega voru ...
Aðalsteinn Stefánsson

15. Apríl 2010

VINDHANAR SNÚAST OG SNÚAST

Hef verið lesa rannsóknaskýrsluna Alþingis. Í fjölmiðlakafla og siðfræðikafla kemur það mér nokkuð á óvart að hvergi skyldi getið varnaðarorða, gagnrýni og greiningar sem fram hefur komið á þessari vefsíðu en hún er jafn gömul einkavæðingu bankanna. Máli mínu til stuðnings langar mig til að biðja þig að birta aftur grein frá 1. nóvember 2006 um bankana. Þú matt mjög gjarnan birta svör þín við bréfi mínu enda varð af mikill hvellur í bloggheimum. Gengu þá fram menn í málsvörn fyrir bankana sem nú ná ekki upp í nef sér af hneykslan á siðferðisbresti starfsmanna bankanna og skiptir þá engu hvort í hlut átti Egill eða Árni...
Ólína

14. Apríl 2010

VARAŢINGMANNS-VAFNINGUR

"Ef þú og andófsliðið í VG getið ekki hagað ykkur einsog fólk, verið fulltrúar okkar sem treystum ykkur til að standa í lappirnar þá eigið þið að víkja fyrir varaþingmönnum ykkar." Það eru ekki alltaf  jólin skaut sér í huga minn þegar Sveinn G. setti fram þessa skoðun sína á síðunni hjá þér. Sveinn G. hefur greinilega ekki mikið inngrip í stjórnskipan landsins og hefði betur setið við fótskör ...
Stefán

14. Apríl 2010

VERKALÝĐS-HREYFING HÉR OG ŢAR OG ÚTSÝNIĐ ÚR SĆTÚNI

Versta fjármálakreppa í seinni tíma sögu Danmerkur ríður nú yfir í þvísa landi. Þar hefur grunnskólakennari í grunnlaun um 700 þúsund krónur á mánuði, eða um 8 milljónir króna á ári. Grunnskólakennarar búa sig nú undir mikinn tekjusamdrátt. Tekjusamdrátturinn danski nemur um 5 þúsund dönskum krónum á ári, eða 115 þúsund íslenskum krónur, á ári. Verkalýðshreyfingin danska hefur áhyggjur og veltir fyrir sér aðgerðum enda talið að verið sé að velta afleiðingum rangra ákvarðana yfirstéttarinnar yfir á almenning. Ætli útsýnið yfir á Esjuna sé ekki ...
Jóna Guðrún

14. Apríl 2010

HRATT FLÝGUR STUND

....En góðir hlutir gerast hægt á Íslandi, þ.e.a.s. ef ráðmenn hafa hag að þeim. Til umhugsunar eru hér settar fram þrjár spurningar. Hvaða stefnumörku er svo lýst svo í yfirlýsingu hvaða ríkisstjórnar? "Stýrihópurinn hefur unnið drög að verkefnisáætlun sem skiptist í nokkra meginþætti og fela m.a. í sér víðtækt samráð um mótun valkosta fyrir framtíðina og þau gildi sem liggja eiga til grundvallar framtíðarsýn íslensku þjóðarinnar. Þá verður sérstaklega hugað að lykilþáttum sem aukið geta samkeppnishæfni landsins." Hvort lýsir eftirfarandi áherslu hægri stjórnar eða vinstri stjórnar?....
Hafsteinn

14. Apríl 2010

TRAUSTIĐ ER HRUNIĐ

...Að mér læðist sá grunur að þingmenn muni taka á vinnufélögum sínum með ofurmjúkum silkihönskum og enginn verði dreginn til ábyrgðar. Ég trúi því nefnilega ekki fyrr en ég tek á því að siðbótin sé komin inn í sali þingsins. Ég hef enn ekki hitt nokkurn mann sem treystir nefndinni fullkomlega fyrir þessu vandasama verki. Í mínum huga kemur aðeins eitt til greina: Við, alþýða þessa lands sem er hinn raunverulegi vinnuveitandi ykkar, á að skipa þann dóm sem mun ráða örlögum þeirra sem brugðust þjóðinni á örlagatímum. Þverskurður þjóðarinnar, fólk úr hinum ýmsu stéttum og úr dreifðum byggðum landsins á að skipa dóminn, ekki þingmenn sem munu aldrei geta ...
Árni Þorsteinsson

14. Apríl 2010

HAFA MENN EKKERT LĆRT?

Ég var að hlusta á Alþingi og furðaði mig á því að eini þingmaður Vinstri grænna sem er með, eftir því sem við best vitum, vonda samvisku úr góðærinu var ykkar fyrsti ræðumaður. (Var það ekki hann sem græddi á hlutabréfasölu úr Sparisjóðnum? Lagði hann einhvern tímann einhverja fjármuni inn í sjóðinn? Ég veit um sjálfstæðismenn sem seldu sína hluti á nafnverði, þannig að ef Árni Þór vildi ekki lengur vera með í Sparisjóðnum hefði hann vel getað skilað peningunum. Upphaflega sparisjóðshugsjónin hafði nefnilega lítið með hlutabréfabrask að gera...
Landspítalastarfsmaður

14. Apríl 2010

BURT MEĐ ALLA KETTI!

...Nú er að fylgja málinu eftir. Það er hárrétt hjá Steingrími og Jóhönnu að nú þarf að þétta raðirnar. Ekkert pláss fyrir ketti í ríkisstjórn. Ef þú og andófsliðið í VG getið ekki hagað ykkur einsog fólk, verið fulltrúar okkar sem treystum ykkur til að standa í lappirnar þá eigið þið að víkja fyrir varaþingmönnum ykkar. Þið eigið að segja af ykkur þingmennsku og hverfa til annarra starfa. Svo einfalt er þetta í mínum huga Ögmundur Jónasson...
Sveinn G.

13. Apríl 2010

NÝJA NEFND TAKK

Rannsóknanefnd Alþingis vann stórvirki. Það get ég fullyrt eftir að hafa lesið nokkur hundruð blaðsíður af skýrslunni um hrunið. Skýrslunni lýkur 8. október 2008. Margt vatn er runnið til sjávar síðan og margt misjafnt hefur gerst. Samingur við Hollendinga og Breta, Icesave I, II og III, einkavæðing bankanna, uppskipting fyrirtækja, starf sérstaks saksóknara, starfsemi skilanefndanna og nýtt Ísland í stjórnarráðinu. Gætir þú ekki beitt þér fyrir því Ögmundur að ...
Jóna Guðrún

13. Apríl 2010

HVAR ER MESTA SÖKIN?

...Í tilefni góðrar greinar þinnar um græðgina, gagnsæis-skortinn og ekki síst hina auð-smalanlegu, þá datt mér í hug að senda þér þýðingu mína á ljóði eftir hið frábæra tyrkneska skáld (rauðhærður, krullaður, bláeygur af pólskum ættum í bland, og með glettið blik í auga) Nazim Hikmet (1902-1963). Hikmet var sósíalisti, sem þurfti að dúsa í um 15 ár samtals í djeilinu í Tyrklandi...en lét aldrei bugast. Hélt alltaf mannlegri reisn og stolti og trúði á eilífa baráttuna gegn forræðisöflunum. Takk fyrir þína ...
Pétur Örn Björnsson

13. Apríl 2010

RANGFĆRLSUR OG RANGHUGMYNDIR

Mat ráðamanna í samfélaginu á mismunandi þjóðfélgshópum ruglaðist algerlega í yfirstandandi hruni. Bankamenn og útrásarvíkingar voru eðalmenni en við, almenningur vorum lægra settur þjóðfélagshópur. Við skuldauppgjör núna í bönkunum eftir hrun þá hefur afstaðan lítið breyst. Við, almenningur eigum  að taka allan skellinn. Við fáum engar afskriftir af okkar lánum og viðhorfið til okkar er enn lítið breytt. Sett eru flókin lög til að sjá til þess að einungis þeir peningar sem eru tapaðir hvort sem er verða afskrifaðir hjá heimilunum sem höfðu ekki snilld í sér til að ...
Sigurður

13. Apríl 2010

ÓMAKLEG SYNDAAFLAUSN?

Þarf ekki að gefa kjósendum kost á að gera upp við fortíð sína með kosningum á grundvelli skýrslunnar? Hver er ábyrgð reyndasta ráðherrans í hruninu, sleppur hún líka á  tæknilegum forsendum? Er verið að reyna að gera Björvin Sigurðsson að syndaaflausn fyrir Samfylkinguna með því að láta hann stíga til hliðar? Er sekt hans þó minni en annarra ráðherra flokksins. Það er rétt hjá Hreini að ...
Heba

12. Apríl 2010

HVERJIR VORU RAUNVERULEGA ÁBYRGIR?

...Það verður auðvelt fyrir Jón Ásgeir og Pálma í Fons og fleiri, að vísa til þessarar niðurstöðu, í eigin málsvörnum. Þeir voru heldur ekki formlega ábyrgir. Almenningur í landinu hefur mestan áhuga á að vita hverjir voru raunverulega ábyrgir. Hverjir sátu í ráðherranefnd um ríkisfjármál og efnahagsmál? Hverjir ferðuðust um heiminn til að tala máli bankanna? Hverjir sátu einkafundi, trúnaðarfundi og neyðarfundi? Eru þeir einstaklingar ekki ábyrgir?
Hreinn K

12. Apríl 2010

SVO SAMFÉLAGS-STRÚKTÚRINN VERĐI EKKI ÉTINN UPP

...Í öðru lagi -og það horfir til framtíðar- þá vil ég vara við því að lagasetjarar og reglugerða-sadistar fái nú leyfi -skotleyfi- að fara hamförum í að setja ólar og bönd á allt mögulegt annað í forræðishyggju sinni. Hér á ég við skrifræðis- og forræðis- valdabríma stofnana ríkisins, með blindum Brussel kyrkingi á heilbrigða og frjóa sköpunar og atvinnugleði fólks. Traust býr til traust, svona að öllu jöfnu, í samfélagi okkar mannfólksins...
Pétur Örn Björnsson

12. Apríl 2010

BÓFARNIR SLEPPA

...Hvers vegna ætli allir útrásarvíkingarnir og kúlulánaþegarnir þurfi ekki að fara í gegnum svona síur varðandi afskriftir? Það er bara almenningur sem er settur í gegnum svona síu en bófarnir sleppa og eru hvítþvegnir sýnist manni, ganga lausir og eru í góðum málum bæði hér heima og erlendis, búa í dýrum húsum með dýra bíla í hlaðinu hjá sér.
Sigurður Sigurðsson

12. Apríl 2010

BURT MEĐ LEIKSTJÓRANA!

Þakka þér Ögmundur fyrir að þora að fylgja eigin sannfæringu og ekki síst fyrir að þora að hafa afgerandi afstöðu til m.a. spillingarmála á Íslandi. Það hvíir mikill doði yfir þjóðinni um þessar mundir en þú hefur verið duglegur við að reyna að hrista hugmyndafræðilega upp í okkur. Of margir Íslendingar hafa tekið boði í hlutverk eftir Ibsen þar sem raunveruleikinn er þeim ofviða en nú er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og reka leikstjórnendur eins og ...
Þórunn Rakel Gylfadóttir

12. Apríl 2010

EIGUM RÉTT Á AĐ VITA ALLT!

Góðan daginn. Ögmundur ég er svo hjartanlega sammála þér varðandi þessa blessaða skýrslu, sem á að birtast í dag. Og annað hitt, þá finnst mér og einnig fleirum en mér, að ef það er rétt sem fólk heyrir, að ekki verði allt birt í þessari marg umtöluðu skýrslu í dag heldur árið 2090, til hvers var þá farið af stað með hana? Ég tel að við sem ...
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

12. Apríl 2010

VANTAR ALVÖRU SÓSÍALISTAFLOKK

Ibsen leikrit, nei, hér er ekkert þvilíkt á ferðinni, heldur skipulögð glæpastarfsemi, sem hefur alla tíð, frá lýðveldisstofnun, viðgengist og er enn. Hvergi er hreinsð til í opinberu klíkukerfi, samt vita allir, Ögmundur, að stöðuveitingar og annað í þessu klíkukerfi, hafa alla tíð, gengið sölum og kaupum, í gegnum pólitískt litróf manna. Hvað hafið þið gert til að laga til? Ekkert , akkúrat ekkert. Vinstri....
Friðjón Steinarsson

12. Apríl 2010

HVERS VEGNA EKKI GENGIĐ HARĐAR FRAM?

...Við, fjölskyldurnar í landinu þurfum dag eftir dag, núna nær tveimur árum eftir hrunið, að horfa uppá allskonar gróðapúnga og gæðinga, kúlulánaþega og allskyns vitleysinga vaða í peningum almennings og stinga af með þetta í einu eða öðru formi. Þetta fólk, þessir glæpamenn (og sundum konur) fær endalausar afskriftir meðan almenningur er algerlega undir hælnum á innheimtumönnum. Þar er sko ekki verið aðafskrifa. Hvað finnst þér um þetta? Hvers vegna hefur núerandi stjórn ekki sett þetta í forgang að ná utanum þetta hrun og taka á þessum vitleysingum?
Sigurður Sigurðsson

10. Apríl 2010

ŢÖRF Á ŢJÓĐVARNAR-FLOKKI

...Ég vil þakka fyrir sérstaklega góða grein Björns Jónassonar bróður þíns á vefsíðunni, hún hittir beint í mark á fjölda sviðum og ætti að vera öllum sem hafa áhuga á þjóðmálum að lesa vel og vandlega.  Hún ræðir um heilmikið grundvallarmál í stuttri grein. Ég er einnig sammála flestu í lesendabréfadálknum undanfarið! Flestir eru nú búnir að gera sér óþjóðlegt undirferli Samfylkingarinnar ljóst, enda fer ekki á milli mála. Einnig er eitt gegnsætt í stjórnmálum vorum, þó flest sé dulið, að...
Helgi

10. Apríl 2010

ER VERIĐ AĐ FIKTA Í FRÉTTUM?

... Mig langar til að spyrja: Er verið að innleiða ritskoðun í landinu í skjóli skuggalegra niðurstöðu hrunskýrslunnar? Hvar er Davíð Oddsson niðurkominn núna? Er hann virkilega flúinn úr landi? Á dögunum birtist á vefmiðlinum visir.is frétt um að Davíð Oddsson væri flúinn úr sprungunum við Rauðavatn og meira að segja alla leið úr landi. Ekkert var minnst á þessa stórfrétt í Morgunblaðinu en ekki leið á löngu að fréttin á visir.is var tekin ofan án nokkurra skýringa. Mér tókst nú samt að berja þessa smán augum og var fljótur að blogga eins og sjá má hér...
Guðjón Jensson

10. Apríl 2010

HVAĐ VAKIR FYRIR RÁĐHERRUNUM?

Ég varð all undrandi þegar ég heyrði, sá og las í fréttum að forsætisráðherra og fjármálaráðherra væru að snupra skilanefnd gamla Glitnis fyrir að stefna pörupiltum fyrir rétt vegna horfinna milljarða úr sjóðum bankans. Þau eru bæði steinhissa, og virtust af einhverjum ástæðum skömmustuleg að svona geti hafa gerst, trúa því varla á „strákana sína" (broskarl). Eftir ríkisstjórnarfund skal sérstaklega átalið og þar með málið gert hápólitískt, að ...
Kristján Auðunsson

10. Apríl 2010

EKKERT BREYST?

Í vikunni komu fréttir um það að hagnaður Landsbankans hefði verðum rúmir 14 milljarðar á síðasta ári. Hrollur fór um mig þegar ég las þetta því tölurnar minna svo svakalega mikið á tölur bankanna frá því að "bankaveislan" mikla stóð sem hæst. Hverjar eru skýringarnar á þessum mikla hagnaði, sem nægði t.d. til að halda uppi fullri þjónustu í heilbrigðiskerfinu frá því sem nú er fyrirhugað og vel það? Er þetta raunverulegur gróði? Ef svo er þá hlýtur ...
Jón Torfason

8. Apríl 2010

EKKI BETRI BEIT Í BOĐI AGS

Hálfsannleikurinn, konungurinn í ríki lyginnar hefur nú gert víðreist innan ríkisstjórnarinnar. Við lesum úr ræðum ráðamanna hugmyndafræði sem er svo illa framsett að maður veltir fyrir sér hvort metnaður viðkomandi til friðar og sannleiks sé endanlega fyrir borð borinn. Nú er það nýjasta að við þurftum að leika stórleik ofar öllum ELO stigum til að tryggja okkur stuðning AGS til að endurskoðun efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar gæti farið fram. Það tókst með því að leggjast ofan á hvert stórveldið af öðru og ...
Óskar K Guðmundsson, fisksali.

8. Apríl 2010

GENGUR HĆGT HJÁ LANDSVIRKJUN

...Ósköp gengur hægt að gera ársreikninga Landsvirkjunar aðgengilega fyrir venjulegt fólk. Í hiutteðfyrra var reksturinn í járnum, í fyrra drógust tekjur mikið saman m.a. vegna lækkunar á álverði. Samt er hagnaður af rekstri fyrirtækisins hvernig sem það má nú vera. Svo virðist sem eitthvað bókhaldsfiff með einhverjar afleiður „bjargi" fyrirtækinu frá glötun í boði $jálfstæðisflokksins. Ekkert bólar á sundurliðun á uppruna tekna fyrirtækisins þrátt fyrir óskir í áraraðir þar um, annars vegar ...
Guðjón Jensson

7. Apríl 2010

LÍTIĐ DĆMI UM FAGMENNSKU

Í stórgóðri grein sem birtist hér á vefsvæðinu fjallar Björn Jónasson um þá fortíð sem við nálgumst hröðum skrefum. Það er vond framtíð. Í grein sinni fjallar Björn meðal annars um "hina faglegu" og segir þetta: "Þessa stétt mynda hinir efnameiri í samfélaginu, ásamt embættismönnum og stjórnmálamönnum, sem sagt þeir sem hafa lifibrauð af því að halda óbreyttu ástandi." Hér vantar einn hóp, stéttina sem sér um vitundariðnaðinn, fréttamennina...Hér er lítið dæmi. Heilbrigðisráðherra tilkynnir að hún hyggist veita embættismanni áminningu. Af spinnst nokkur umræða uns ...
Ólína

7. Apríl 2010

VILJA LOSNA VIĐ ESB ANDSTĆĐING

...Því miður vinnur meginþorri stjórnmálamanna á þennan hátt og virðist engin breyting vera að gerast í heiðarlegum vinnubrögðum innan Alþingis. Samfylkingin vill bara losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórn þar sem hann er megn andstæðingur þess að Ísland eigi í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Samfylking mun ekki breytast og er ...
Ágúst Valves Jóhannesson

4. Apríl 2010

RANGHUGMYND

Ég sá þú skrifaðir um ummæli Magnúsar Orra alþingismanns um að þeir sem vildu ekki semja um Icesave bæru ábyrgð á að 3.300 einstaklingar yrðu atvinnulausir. Þessi tala kemur að sjálfsögðu úr sömu smiðju og milljarðarnir 75 sem þú nefndir í pistli um daginn. Samlíkingin er sláandi. Tveim valkostum er stillt upp. Í öðrum er samið um Icesave og þá fellur allt í ljúfa löð. Í hinum er ekki samið um Icesave og þá erum við föst í úlfakreppu. Magnús Orri vitnar í ...
Árni V.

4. Apríl 2010

AĐ HALDA REISN OG STOLTI

...Hvatning hennar minnir skemmtilega á óþreyju byltingarskáldsins mikla Majakovskís, þegar honum fannst allt vera að kafna í innantómu skrifræði og sérhagsmunagæslu allra hinna stein-gerðu í björgum nómenklatúrunnar í Kreml. Sem einn fulltrúi margra nóboddía í öskustó hrunsins, þá vil ég þakka þér heiðarlega baráttu, því í og með vegna hennar getur maður þó amk. enn haldið mannlegri reisn sinni og stolti - þrátt fyrir allt. Að lokum langar mig til að minnast á það, að mér finnst grein Björns Jónassonar, hér á síðunni, afskaplega athyglisverð, fróðleg og upplýsandi.
Pétur Örn Björnsson

1. Apríl 2010

HVAĐ NĆST JÓHANNA?

...Ljótir stimplar eru oft notaðir af þeim sem einskis svífast, gegn góðu fólki sem berst gegn kúgun og óréttlæti. Það er ekkert nýtt, heldur gömul og margnotuð tækni illvígra manna. Andófsmenn gegn kúgun, eins og Icesave-andstæðingar, eru oft kallaðir brjálaðir, eða vitskertir vitleysingar og öfgamenn. Eða enn verri ónefnum. Ögmundur, haltu þinu striki og stattu fast gegn óréttlæti. Fastar Ögmundur. Sorglega er óvíst hvort Ögmundur geti það, -hvort hann hafi nægan ...
Elle.

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Október 2018

STEFNUBREYTING?

Nú eru Bandaríkjamenn nýbúnir að vera hér á Íslandi með hundruð manna við heræfingar. Er það ekki rétt munað hjá mér, Ögmundur minn, að þegar þú sast í vinstri stjórninni þá voru aldrei neinar heræfingar? Sú stjórn sat þó í meira en fjögur ár ef allt er talið. Hefur orðið stefnubreyting hjá VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur?
Börkur Barkar

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta