Beint á leiđarkerfi vefsins

Frá lesendum

31. Maí 2010

OKKAR SJÁLFSBLEKKING ENGU MINNI

...Ég hef fylgst með stjórnmálaleiðtogum túlka afstöðu kjósenda í Reykjavík síðan í gær. Vinsælast er að túlka afstöðu kjósenda Besta flokksins enda eru þeir taldir hafa tjáð afar skýran vilja. Síðan kemur hver leiðtoginn af öðrum með sína útgáfu af sögu sem greinilega er ætlað að blása lífi í þeirra eigin pólitísku líftóru. Allir keppast við að lýsa hversu sterk þeirra eigin staða sé vegna úrslitanna. Dagur stendur upp úr. Hann sér að kjósendur vilja breytingar og þar sem Samfylkingin tapaði aðeins þremur prósentustigum (held ég að hann hafi sagt í ræðu) er ljóst að Samfylkingin í Reykjavík hefur hlotið umboð til að leiða þær breytingar. Ég skildi þetta reyndar ekki með hversu litlu Samfylkingin tapaðið því hún fer úr 27% fylgi í síðustu kosningum niður í 18% - þeir missa þriðjung!! Dagur lagði samt útfrá því að Samfylkingin gæti ...
Ella Kristín

29. Maí 2010

HROKANUM HAFNAĐ

Örlitlar vangaveltur á kjördag. Merkilegt nokk en þá verður að teljast sem nokkrir aðilar að framboðum til sveitastjórnakosninga hafi gert allmikil mistök við uppröðun lista sinna. Tökum t.d. framsetningu lista samstarfsflokks VG í Reykjavík. Þar hefði nú ekki verið dónalegt að láta Hjálmar sem hefur gott pólitískt læsi og prestinn sem tæplega ber minna skynbragð á velferðarmálin en Oddný, leiða þennan lista. Ég segi hiklaust að sá frontur hefði leitt af sér betri útkomu. Hanna Birna geldur fyrir það að Gísli Marteinn sá ekki ástæðu til að leita á aðrar slóðir enda búinn að sérmennta sig í borgarmálum Reykvíkinga í Aberdeen. Í Kópavogi, mínum bæ, munu sjálfstæðismenn gjalda fyrir það að ...
Kv. Óskar K Guðmundsson, fisksali.

29. Maí 2010

EKKI VANTRAUST Á ŢORLEIF

...Það var gott að þú varðir Lilju Mósesdóttur og ættu hinir í VG að skammast sín fyrir að ráðast á hana, eins og þeir hafi nokkur efni á að dæma hana. Þú skrifaðir um kosningarnar: " Samkvæmt skoðanakönnunum er Þorleifur Gunnlaugsson, annar maður á framboðslista VG úti, nær ekki kjöri. Það væri mikið slys. Þorleifur hefur verið einn öflugasti baráttumaður fyrir efnalítið fólk í borginni, vakinn og sofinn yfir hagsmunum þess". Það er kannski verið að þurrka flokkinn út vegna stuðnings ykkar við ...
Elle

29. Maí 2010

HVERS VEGNA STÖĐVIĐ ŢIĐ ŢÁ EKKI ÁRNA PÁL?

Í einni af mörgum auglýsingum Vinstri Grænna segir "Samþykkjum aldrei fátækt" hvers vegna stöðvið þið þá ekki Árna Pál Árnason í því að skerða lífeyrisgreiðslur til öryrkja?
Jón Þ

28. Maí 2010

RANNSÓKNAR-BLAĐAMENN FINNI SVÖRIN

...Væri ekki hægt að fá hjálp rannsóknarblaðamanna og kvenna erlendra og innlendra til að svara þessum spurningum sem þú spyrð í lok greinar?: Hverjir eru Magma Energy? Hverjir eiga Suðurorku? Hver á vatnsveituna í Vestmannaeyjum, hver ráðstafar heita vatninu á Reykjanesi næstu 130 árin? Hverjir eru bakhjarlarnir, hver er kennitalan?
Oddný Eir Ævarsdóttir

28. Maí 2010

ŢAKKIR

...Takk fyrir færsluna um  Lilju Mósesdóttur. Hún á allt gott skilið. Hún er flokksbetrungur VG
Gunnar Skúli Ármannsson

28. Maí 2010

HVERS VEGNA ER ŢAGAĐ UM KADECO?

...En það sem ég vildi gera að umræðuefni nú er annað og það er ógagnsæið í þessu máli öllu en þar hlýtur þú að spyrja sjálfan þig um ábyrgð ríkisstjórnarinnar þinnar sem fer með hlutabréfið í Kadeco og er ábyrgt fyrir framferði minna manna, Árna Sigfússonar bæjarstjóra sem er í stjórn Kadeco o.fl., en sjálfur er ég sjálfstæðismaður - óánægður sjálfstæðismaður. Ég er ekki par sáttur við mína menn og leyfi mér að spyrja hvað þér finnist um framgöngu þinna manna Ögmundur. Ég vil frjálst markaðskerfi en ekki spilllingarkerfi. Ég sé í ársreikningi að árið 2007 hefur ríkið lagt félaginu til rúman milljarð. Aðrar tekjur þess voru ...
Óánægður Sjálfstæðismaður 

28. Maí 2010

VERĐUM AĐ ŢORA

...Eina skynsamlega lausnin nú, er sú að gamla fólkinu gefist kostur á því og það verði hvatt til þess að hverfa af vinnumarkaði með reisn til þess að unga fólkið með óskerta starfskrafta og oft með mikla menntun komist að til að vinna og greiða skatta. Gamla fólkið greiðir litla skatta. Það er merkilegt með Íslendinga, að þegar einhver leggur fram róttækar hugmyndir sem allir vita að eru því miður nauðsynlegar þorir enginn að segja sína skoðun. Við verðum að þora að taka málið til umræðu. Ekki er betra að bíða endalaust og láta atvinnuleysið fara úr öllum böndum. Það getur ekki verið nein dyggð í því fólgin að taka ...
Kristbjörn Árnason

27. Maí 2010

STÖĐVIĐ UMSÓKN AĐ ESB

...Á meðan hlær samstarfsflokkurinn í faldi dekurdúkkunnar, AGS. Ég ítreka þá yfirlýsingu mína frá áðursögðu, að sá flokkur sem gefur það út skilyrðislaust að umsóknarferlið að EB verði stöðvað og vangadansinn við AGS verði endurmetinn, alla hvað varðar alvarlega íhlutun í innanríkismál, mun hljóta atkvæði mitt, og mig grunar þó nokkurra til viðbótar.
Óskar K Guðmundsson, fisksali.

27. Maí 2010

STJÓRNMÁLIN EIGA EKKI AĐ ENDURSPEGLA EINA SKOĐUN

Flestir sem ég þekki telja Lilju Mósesdóttur hafa tjáð sig af viti, skýrleik og rökfestu um HS-málin. En þessi orð Lilju fá ekki háa einkunn hjá forsætisráðherranum ef marka má hvað er haft eftir henni á rúv-vefnum....Ég spyr hvort stjórnmálin eigi aðeins að endurspegla eina skoðun og engin umræða eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum nema hún sé valdhöfum þóknanleg? Hvað kemur næst?
Tryggvi

27. Maí 2010

ÁHERSLA Á AĐ VERA Á MÁLEFNI EKKI MÁLSVARA

Mér sýnist íslensk stjórnvöld vera að gera ein mistök er varða umsókn Íslands að Evrópusambandið (ESB). Þannig er að í Íslandssögu 19. og 20. aldar skiptu einstakir leiðtogar alltaf mun meira máli en innihald þeirra stjórnarmála sem um var að tefla. Íslendingar hafa alltaf tekið afstöðu frekar til stjórnmálaleiðtoga, trúarleiðtoga og uppeldisfrömuða fremur en til málefna, eins og hér kemur fram. Hið sama mun og gilda um EES þar sem ekki var þjóðaratkvæðagreiðsla en persónustjórnmál munu hafa ráðið þar úrslitum. Hver las annars ...
Kjartan Emil Sigurðsson

24. Maí 2010

AF HVERJU ER VARADEKKIĐ EKKI NOTAĐ?

Dæmisaga Hreins K um bóndann er ágæt. Mín útfærsla á efnahagsstefnu stjórnvalda og hræðslu þeirra við lífeyrissjóðina er þessi: Það sprakk dekk á fjölskyldubílnum. Ákveðið var að hringja á leigubíl frá AGS til að þurfa ekki að "eyða" varadekkinu.
marat

23. Maí 2010

EINU SINNI VAR BÓNDI...

...Hann var dugnaðarforkur og safnaði heyjum á hverju ári umfram það sem hann þurfti. Byggði úr þeim sátur miklar og tyrfði yfir og kallaði fyrningar. Hugsaði gott til glóðarinnar að nota fyrningar í heybresti. Eitt árið kom pest í féð og varð úr fellir. Fækkaði fénu um helming. Húsfreyja kom að máli við bónda og kvað nauðsynlegt að selja fyrningar og efla bústofninn. Að öðrum kosti gæti hún ekki fætt börnin og klætt. Bóndinn vildi ekki heyra á það minnst. Fyrningar skyldi nota þegar tún kæli eða hey yrðu lítil. Þetta væri trygging til framtíðar. Réði bóndi þessu og safnaði hann fyrningum sem aldrei fyrr, þar sem bústofninn hafði minnkað. En börnin sultu og fátæktin barði að dyrum.
Í nútíma útfærslu skiptum við út orðinu fyrningar fyrir ...
Hreinn K

23. Maí 2010

NÓG KOMIĐ AF SVIKUM!

Ég vil taka undir bréf Guðjóns Jenssonar: ÞÖRF Á OPINBERRI RANNSÓKN, Gunnars Skúla Ármannssonar: ÍSLAND GÆTI ORÐIÐ NÝLENDURÍKI og Þórs Gunnlaugssonar: NÝ STAÐA Í ICESAVE. Þeir hittu naglann á höfuðið. Það er ömurlegt hvað þessi svokalla ´velferðarstjórn´ eða vinstri stjórn hefur illilega brugðist okkur. Nú erum við í miðri landsölu, Ögmundur, og ófyrirgefanlegt að þið skulið ekki hafa brugðist við miklu fyrr. Hvernig getið þið kallað ykkur ´velferðarstjórn´ og stutt helstefnu AGS, sem vinnur hörðum höndum, hvar sem þeir komast inn í lönd, við að einkavæða allar auðlindir og ríkisfyrirtæki landa??? Þið hljótið að vita að þeir vinna fyrir auðmenn og bankamenn og stórveldi. Hví styðjið þið AGS-, EU, ICESAVE- LANDSÖLUSTJÓRNINA??? Þið getið ekkert blekkt okkur með því að ...
Elle

23. Maí 2010

EINOKUNAR-VERSLUN AĐ NÝJU

...Ef við leikum okkur aðeins með hugtök og setjum Einokunarverslun Dana á Íslandi 1602-1787 í staðinn fyrir Magma Energy, myndu þá Sjálfstæðismenn vera jafn brattir í þessum málum og þeir virðast hafa sýnt? Braskaranir sem standa á bak við Magma gætu alveg eins verið að bjóða Íslendingum upp á einokun eins og hún var verst fyrir 220-410 árum. Íslendingar eiga eftir hugmyndum þeirra að taka á sig stofnkostnað og bjóða á þessum kumpánum upp á kúlulán í boði Sjálfstæðisflokksins í Keflavík. Ekki eina einastu krónu á að greiða fyrir aðganginn að orkuforða þjóðarinnar sem fólginn er í jarðhita landsins. Yfirtekin eru lán Geysir Green að nafninu til sem í dag virðist ekki vera sérlega fjárhagslega burðugt. En Magma virðist ...
Guðjón Jensson

23. Maí 2010

TILLAGA Í ATVINNUMÁLUM

...Ríkissjóður myndi greiða lífeyrissjóðunum þau iðgjöld sem borist hefðu af þessu fólki þessi næstu tvö ár. Í stað þeirra starfa sem þá losnuðu yrðu fyrirtækin að ráða ungt fólk af atvinnuleysisskrám í stað eldra fólksins. Það er miklu ódýrara að greiða lífeyrissjóðunum þessi iðgjöld heldur en að hafa sama fjölda á atvinnuleysisbótum. Auk þess að þetta fólk færi þá að greiða skatta og skyldur.
Venjulegur árgangur Íslendinga er nálægt 4200 einstaklingar en þeir árgangar sem þarna er um að ræða eru óvenju stórir. Varlega mætti áætla að ...
Kristbjörn Árnason

20. Maí 2010

ŢÁ VAR LÍKA ALLT ĆĐISLEGT

Þegar AGS hefur lokið sér af, verður búið að breyta einkaskuldum í íslenskum krónum í gjaldeyrislán með ríkisábyrgð. Sennileg niðurstaða er skuldaaukning ríkisins uppá 1000 milljarða í gjaldeyri. Undir því munum við aldrei rísa, en "erlendir fjárfestar" eiga góða daga í vændum. Kaup skuldabréfa af Seðlabanka Lúxemborgar sem okkur er sagt að hafi öll verið með ríkisábyrgð eru gerð að kröfu AGS og framhjá gjaldeyrishöftum. Við stefnum í að verða nýlenda fjármálaafla. Stöðugar ...
Hreinn K

20. Maí 2010

NÚ ŢARF FRÁBĆRA FLOKKINN!

...Það er löngu ljóst að þú átt enga samleið með þessum ákvörðunarfælnu Grænjöxlum sem þú hefur kennt þig við fram að þessu. Við, fólkið í landinu þurfum ekki fólk á þingi sem sérhæfir sig í að taka mál til skoðunar þegar skaðinn er skeður. Það er nefnilega svo að það er of seint í rassinn gripið þegar búið er að gera í buxurnar. Þetta vita flestir. Það sem þú þarft að gera núna er að fara fram á eigin forsendum, fá með þér gott fólk og stofna eigin flokk. Þú gætir kallað hann "Frábæra Flokkinn". Og það ...
Aðalsteinn

20. Maí 2010

VILL LÖGGGJÖF UM EIGNARNÁM

..Þú getur sjálfur flutt frumvarp um að íslenska ríkið taki HS orku eignarnámi. Sjá 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ekkert stendur þessu í vegi og sæist þá hverjir standa með þjóðinni og hverjir ekki....
Viggó Jörgensson.

18. Maí 2010

Á FLEYGFIFERĐ Á FL SPORINU

Ég vil þakka þér greinina um söluna á HS og er ánægður með viðbrögð lesendabréfanna líka. Sjálfur vil ég bæta við og spyrja hvaða greinarmun við eigum að gera milli þeirra fjárfestingafyrirtækja sem hafa komið að íslenska orkugeiranum síðustu ár við núverandi umgjörð viðskiptalífsins. Þá vísa ég til þess kerfis þar sem menn fjárfesta úr kommóðuskúffum og gegnum leppa. Hugleiðum þessa sögu: Fyrst er Ásgeir Margeirsson hjá OR og gætir hagsmuna skattgreiðenda sem starfsmaður opinbers fyrirtækis. Svo er sami maður kominn til Geysir Green og vill taka yfir verkefni OR í nafni fjárfesta. Hann er sá eini sem ...
Loftur

18. Maí 2010

VERĐUR AĐ STÖĐVA SÖLUNA Á HS ORKU

... Þú verður að stöðva söluna á HS orku til Magma. Stattu þig.
Ingólfur

18. Maí 2010

ÍSLAND GĆTI ORĐIĐ NÝLENDURÍKI

...Við erum að bregðast og salan á HS Orku er eitt augljósasta dæmið um það. Ég hef á tilfinningunni að allt sem gerist í dag í þjóðmálunum sé velþóknanlegt í huga stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar.(mínus kettina)Það sem gerist má maður ekki vera á móti því það er í boði vinstri stjórnar, stuðningsmennirnir vilja ekki styggja stjórnina og telja sér trú um að það sem gerist sé vinstri stefna eða illskásti kosturinn. Í raun bara stefna AGS. Ástæðan fyrir þögn hægri manna er að um er að ræða hægri stefnu í raun. Fólk verður að fara að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið annars verðu Ísland orðið nýlenda fyrr en varir.
Gunnar Skúl Ármannsson

18. Maí 2010

NÝ STAĐA Í ICESAVE

...Fjármálaráðherra metur stólinn meira fyrir sig en sjónarmið flokksins því miður og því ætti að kalla saman miðstjórn nú þegar og slíta þessu samstarfi. Það má vera að skipta þurfi um formann í flokknum úr því að hann getur ekki farið eftir lögðum línum miðstjórnar heldur læðist á vítateig sátta. Enn alvarlegra er sú staðreynd að áfram skuli unnið að greiðslusamningum um Icesafe þótt komin sé upp ný staða með það mál þar sem eigendur bankanna hreinlega stálu fénu og því ekki kerfishrun eins og ...
Þór Gunnlaugsson

17. Maí 2010

ŢÖRF Á OPINBERRI RANNSÓKN

Mikið er eg sammála þér varðandi þetta Magma mál. Það er mikil pólitísk skítalykt af þessu máli og á ferðinni einhverjar furðulegar bókhaldsbrellur. Forsögu þessa máls má rekja nokkra áratugi aftur í tímann: Fyrir nær 2 áratugum var fyrirtækið Jarðboranir einkavætt fyrst að hluta og síðar að öllu leyti. Yfir þúsund einstaklinga voru hluthafar og greiddu með beinhörðum peningum. Síðar keyptu ýmsir athafnamenn stóra hluti í fyrirtækinu, sjálfsagt fyrir lánsfé og má þar nefna ...
Guðjón Jensson

17. Maí 2010

ÓLÖGLEG SKÚFFA?

...Ég furða mig mikið á því að stjórnvöld ætli að leyfa Magma Energy að kaupa í HS orku þar sem það virðist svo greinilega ganga gegn EES-rétti. Mig langaði að benda á grein eftir Elviru Méndez Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands, þar sem hún bendir á að fjárfestingar í gegnum skúffufyrirtæki líkt og hjá Magma Energy ganga gegn ESB/EES rétti. Elvira rekur hvers vegna svo sé og bendir á nokkra dóma Evrópudómstólsins sem staðfesta þetta. Greinina má finna hér...
Sara

17. Maí 2010

NÚ Á AĐ ŢJÓĐNÝTA!

... Núna er bara að láta hendur standa fram úr ermun og þjóðnýta HS Orku og það án þess að Magma og GGE fái krónu í bætur. Eða er það kannski þannig að þið þorið ekki??
Einar Þór Strand

17. Maí 2010

LÁTIĐ EINKA-GEIRANN Í FRIĐI!

Ég sagði einu sinni fyrir löngu þegar þú byrjaðir þinn pólitíska feril á alþingi, "þennan mann vil ég sjá í stjórn" , "Af hverju?" spurði félagi minn. Svar mitt var einfald. "sjá hann standa við stóru orðinn í verki" Nú hef ég séð það og orðið fyrir miklum vonbrigðum. Þú fékkst allt sem þú baðst um og hljópst svo frá því. Þín stóru orð eru nú sem loft í mínum heyru eftir aðgerðir þínar síðustu ár í ríkisstjórn og meðlimur í einum stjórnarflokknum. Er ekki tími til kominn að þú dragir þig algerlega út úr stjórnmálum þar sem málfluttningur þinn hefur borið skipsbrot. Mín reynsla af afskiptum stjórnvalda hefur valdið mér ...
Símon Jónsson

16. Maí 2010

HUGEIĐING ÖĐRUM TIL STUĐNINGS

...Kannski er gott að þjálfa langömmur upp í „Undirbúning fyrir ævistarfið" á þessum síðustu og verstu tímum. Fólk sem unnið hefur ummönnunarstörf veit hve miklu máli það skiptir fyrir líkamlega og andlega heilsu að fá að halda mannlegri reisn sinni. Ég vildi senda þessa hugleiðingu frá mér með von um að fleiri þurfi ekki að láta svona nokkuð yfir sig ganga. Stundum er fólk þannig statt í lífinu að það getur ekki varið sig, við skulum hafa það í huga. Mér finnst þetta ömurleg kveðja frá samfélaginu mínu eftir langa starfsævi!... 
Arndís R. Magnúsdóttir,
langamma

16. Maí 2010

STEFNUSKRÁIN?

Sögulegt hlutverk VG virðist vera að kæfa andstöðu gegn AGS, baráttu gegn erlendum ítökum á Íslandi, gegn valdatöku fjármálaaflanna, og einkavæðingu banka án umræðu. Koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu, opna stjórnsýslu, heiðarleika í stjórnkerfinu. Hjálpa til við umsókn í ESB, við Icesave-kúgunina, braskvæðingu mengunarkvóta, niðurbroti fátækra fjölskyldna, okurvæðingu í lánakerfinu. Er þetta allt í stefnuskrá ...
Hreinn K

16. Maí 2010

EKKI FARA Í GAMLA FARIĐ!

Ólof Nordal, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagðist í morgunþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, vilja kosningar sem fyrst. Núverandi ríkisstjórn sé ekki nógu góð því að það "sér í ágreininiginn" sagði hún. Það er nokkuð til í því hjá Ólöfu og það er líka staðreynd að á sínum tíma  "sá ekki í ágreininginn" hjá þeim Davíð og Halldóri og lítið hjá þeim Geir og Sólrúnu. Öll plástruð í bak og fyrir. Allt í leyni. Allt sukkið og svínaríið í leyni. Viljum við það? Viljum við ekki frekar ...
Sunna Sara

16. Maí 2010

NÝJA BYLTINGU!

Krefjumst afsagnar leppstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins! Burt með AGS! Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hin Norræna velferðarstjórn, hefur endanlega afhjúpað vanhæfi sitt! Hún hefur ekki varið hagsmuni þjóðarinnar, og síst þeirra sem standa höllum fæti, gegn auðmagninu og eigendum þess, hvers fulltrúi AGS er! Nú á enn og aftur að ráðast á velferðarkerfið til að auðvaldið fái sitt! Hagsmunir þess hafa forgang, ekki alþýða Íslands! Næst mun velferðarstjórnin afhenda hina alþjóðalega auðvaldi auðlindir þjóðarinnar, og afnema hið félagslega rekna heilbrigðiskerfi og ráðast að menntakerfinu enn frekar! Rekum þessa ríkisstjórn af höndum okkar því hún er vanhæf, jafn vanhæf og ...
Auðun Gíslason

13. Maí 2010

EKKI STÍGA HRUNADANSINN!

Merkilegt nokk þá blasir við manni sú staðreynd að allnokkrir þingmenn úr liði samstarfsflokksins eru að gæla við þá staðreynd að umboð þeirra til samkundunnar muni fást endurnýjað. Skýrleiki birtingarforms fáránleikans getur svo sannarlega verið með mismunandi hætti. Alla vega þykir mér það þegar æðstaráð samstarfsflokksins hefur neytt þjóðina til umsóknaraðildar að EB, gengst ekki við ábyrgð varðandi tillögu um 400.000 kr launahækkun til handa seðlabankastjóra, fer offari í að stofna atvinnuvegaráðuneyti með tilheyrandi hroðvirkni og lausatökum ásamt því að túlka hugmyndafræðina að baki Skjaldborginni með þeim hætti sem ...
Kv. Óskar K Guðmundsson, fisksali

11. Maí 2010

SPARNAĐ STRAX

Ríkisstjórnar generálarnir vilja sparnað í stjórnkerfinu. 350 milljónir gætu sparast við að losna við yfirmenn. Hægt væri að ná þessum sparnaði strax með því að segja upp þessum óþörfu og dýru yfirmönnum. Væntanlega er átt við ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra. Óþarft fólk. Situr og leggur kapal.
Hreinn K

11. Maí 2010

MIKIĐ UM NÝSKRÁNINGAR

Styrkur orðsins SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA útvatnast alveg svakalega við það að verða Atvinnumálaráðherra. Ég er einfaldlega á móti því að JÓNI BJARNASYNI verði skákað út fyrir slíkt. Ég vil VG út, boða til kosninga strax, ég er hræddur um að það yrði mikið um nýskráningar á skútunni þeirri er næst siglir um sali Alþingis.
Óskar K Guðmundsson, fisksali.

11. Maí 2010

UM RÁĐHERRA-FĆKKUN OG SPARNAĐ

...Það sem er alvarlegt við þetta er hvað þetta segir okkur um lýðræðislega umræðu. Það er kastað fram einhverju bulli í pöpulinn og pólitísk umræða mótast af því í framhaldinu. Hin raunverulegu rök koma aldrei fram. Það þýðir líka að stjórnmálamenn verja aldrei gerðir sínar. Það má taka dæmi af því þegar 16 milljarðar af skattfé voru settir í tryggingafélag í vandræðum, til að forða því frá að fara á hausinn. Ég gef mér að menn hafi skoðað öll þau mál í þaula þó yfirlýsingin sem gefin var opinberlega væri einföld: það væri dýrara að láta þá ekki hafa peninginn. Menn svara bara út í hött og gera ráð fyrir að fá frið fyrir spurningum. Þetta er hámark valdhrokans.
Gústaf

8. Maí 2010

MIKIL MISTÖK

Yfirlýsingar forsætisráðherra landsins eru til þess fallnar að ónýta öll mál sem höfðuð verða gegn svindlurum hrunsins. Hún lýsir því yfir að hún "fagni handtökunum"! Hvorugur þessara manna hefur verið ákærður, hvað þá dæmdur. Ef ég væri tekinn höndum af lögreglunni, vegna gruns um brot og forsætisráðherra landsins og æðsti handhafi framkvæmdavaldsins lýsti ánægju sinni með handtökuna, þætti mér einsýnt að ég myndi ekki njóta sanngjarnar málsferðar. Forsætisráðherra hlýtur að ...
Hreinn K

6. Maí 2010

ENGIN ÁSTĆĐA TIL AĐ UNDRAST

Af hverju ertu undrandi? ... Leiðitamur bankastjóri. Hver er orðinn stjórnarformaður?
Ólafur Sveinsson

5. Maí 2010

SÖLUMENN DEYJA EKKI HÉR

Birna Einarsdóttir, bankastjóri, sinnir held ég því starfi vel sem hún er ráðin til. Hennar er að ávaxta pund þess sem er skráður fyrir Íslandsbanka, sá sem á bankann, eða hefur leyfi til að reka hann. Ef bankastjóra sýndist svo getur hann gefið samþykki að setja duglegan, sunnlenskan bónda út á Guð og gaddinn, með fjölskyldu. Eins konar fjölskyldupakki Íslandsbanka. Eigandinn eða rekandi bankans þarf jú sitt. Nú tilkynna þau Birna og Árni Magnússon, fyrrum aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, og einn bakvarðanna í REY-máli Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks, að þau hyggist opna kontór í New York. Kannske þau opni aftur búlluna sem þau kynntu fyrir þremur árum. Nei, þá var það útrás. Nú stendur til að liðka fyrir innrás, eða jafnvel...
Ólína

3. Maí 2010

ÚTVERĐIR EVRÓPU

...Íslenskir fjölmiðlar eh (eh = eftir hrun) hafa lítið breyst. Góðir í spjallinu, en minna fyrir að upplýsa af nákvæmni sem er óháð starfsmannafjölda. Af hverju hafa þeir sagt okkur svona lítið um þróun skattamála á Grikklandi í aldarfjórðung? Af hverju leggja þeir svona mikla áherslu að þvæla um ríflegan lífeyrisrétt Grikkja? Óþarfi að kóa með stjórnvöldum sem sitja nú á sakamannabekk fyrir vanræslu. Það vantar meiri metnað í fjölmiðlana. Það vantar meiri gagnrýni í fjölmiðlana. Það er svo sérstakt rannsóknarefni af hverju enginn munur er á RÚV og Mogga í þessum efnum. Það þarf að bera saman samfélags- og skattkerfisþróun hér og í Grikklandi í aldarfjórðung. Kannske eitthvað sé líkt með útvörðunum í austri og vestri, annað en glæsileg bókmenntahefð fortíðar, ekki veit ég...
Jóna Guðrún

1. Maí 2010

BORG LOKAR EKKI!

Verslunin Borg lokar ekki.Opin. Nýtt fólk. Tökum vel á móti þeim.
Kveðjur,
Gísli

1. Maí 2010

HEF FYRIRVARA Á ÚTSPILI JÓHÖNNU

Þú stingur upp á því í pistli þínum að við veitum öll Jóhönnu liðsinni okkar í því að þjóðin sjálf megi ákveða hvaða málum er vísað til þjóðaratkvæðis. Ég vil ekki styðja Jóhönnu í neinu sem tengist þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirfram. Hennar viðhorf til að vísa frá sér ákvörðunarvaldi hefur komið berlega í ljós. Ég gæti best trúað henni til að ...
Agnes

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Frá lesendum

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta