
KAFKA Á ALÞINGI
15.03.2025
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15/16.03.25.
Ekki er svo að skilja að Franz Kafka hafi tekið sæti á Alþingi, enda búinn að hvíla í gröf sinni suður í Prag í 101 ár. En bækur þessa merka rithöfundar lifa enn góðu lífi. Ekki síst Réttarhöldin, Der Prozess, sem kom út að Kafka látnum árið 1925. Margir þekkja til þeirrar bókar jafnvel þótt þeir hafi ekki lesið í henni stafkrók. Það er vegna þess að ...