Frá lesendum
6. Febrúar 2018
AĐ KUNNA AĐ PLATA OG GANGA SVO Í EINA SĆNG
Verkefnisstjóra sér valdi Kata
víst stjórnarskránni breyta á
En Íhaldið Kötu kann að plata
og lét ´ana hafa Unni Brá.
Ef talarðu um vinstri væng
víst gæti orðið snúið
því allt er komið í eina sæng
og hægri vinstri búið.
Pétur Hraunfjörð
Frá lesendum
15. Apríl 2018
SITT SÝNIST HVERJUM
Ögmundur minn kæri. Ég hefi nú um langt skeið ekki tjáð mig varðandi mál líðandi stundar. Ég get þó ekki orða bundist hversu harkalega öfl innan VG fara gegn Katrínu okkar Jakobsdóttur. Mér finnst helv hart hversu sú er við tók af þér og ég veitti brautargengi á sínum tíma fer grimmilega fram gegn okkar frábæra formanni og kann ég henni litlar þakkir fyrir. Auðvitað stöndum við öll gegn beitingu vopnavalds og ég tala nú ekki um beitingu efnavopna, en mér finnst aðallega vera mesti hávaðinn eftir að Trump og co fóru fram og eyðilögðu efnavopnaverksmiðjurnar, þessi háværu mótmæli voru ekki mjög svo í frammi þegar Rússar og stjórnvöld í Sýrlandi voru að berja á þjóðinni. ...
Óskar K Guðmundsson fisksali
14. Apríl 2018
UTANRÍKIS-NEFND ALŢINGIS TAKI AF SKARIĐ
Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og núverandi fréttaskýrandi RÚV, segir í fréttum að samkvæmt foringja NATÓ styðji Ísland árásirnar á Sýrland, það standi þar til annað verði sagt. Um þetta hlýtur utanríkismálanefnd Alþingis að greiða atkvæði þegar hún kemur saman eftir helgi - eða hvað?
Jóel A.
14. Apríl 2018
LÍĐUR STRAX BETUR EN SPYR SAMT HVORT ENGIN TAKMÖRK SÉU FYRIR RUGLINU
Mér líður strax betur eftir að hlusta á fréttir RÚV og Stöðvar 2 af árásunum á Sýrland.Trump skýrði fyrir okkur hvers vegna árásirnar voru nauðsynlegar og síðan komu Guðlaugur utanríkisráherra og Katrín forsætisráðherra og sögðust hafa skilning á árásinni, hún hefði verið "víðbúin", sagði forsætisráherra. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra mætti svo í fréttir til að segja að engin stórhætta væri á ferðum, árásarþjóðirnar ætluðu ekki að fara að blanda sér í átökin í Sýrlandi, það hefði aldrei verið vilji til þess af þeirra hálfu!!! En herskipin halda áfram að safnast við Sýrlandsstrendur og Trump segir að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að halda árásum áfram. Hann talar fyrir hönd ríkis sem tekið hefur þátt í stríðinu og ausið milljörðum til stðunings leppherjum sínum ... Eru engin takmörk fyrir ruglinu? ...
Jóhannes Gr. Jónsson
11. Apríl 2018
TIL UPPRIFJUNAR
Var fyrst núna að hlýða á viðtalið á Kjarnanum í kjölfar fundarins við V. Beeley. Verð að segja að ég dáist að þolinmæði þinni, æðruleysi og staðfestu gagnvart þessum blessuðum, að mér finnst ófaglegum frétta-gösprurum. Ég sá að Z.Brzezinski lést í maí síðastliðnum, vissi það ekki. Set þessa þýðingu á viðtali við hann á Le Nouvel Observateur 1998 þar sem hann viðurkennir að stuðningurinn við Mujahiddin hófst 1/2 ári fyrir innrás Sovétríkjanna inn í Afganistan. Við hæfi að ...
Ari Tryggvason
7. Apríl 2018
ÉG ER Í LIĐI GUĐS, ŢÚ SATANS
Árni V.
7. Apríl 2018
EINHVER ÚR NĆR-UMHVERFINU, GEOGRAFÍSKU EĐA ANDLEGU
Ari Tryggvason
6. Apríl 2018
BĆTA KJÖR SÍN UMFRAM ALMENNING
á botninum hinir frjósa
Og líklega er það líka satt
að bráðlega skuli kjósa.
...
Pétur Hraunfjörð
27. Mars 2018
GEGN PÓLITÍSKUM RÉTTTRÚNAĐI
Bjarki Ágústsson
13. Mars 2018
ISS BLÓMSTRAR, VALT GENGI VG, OG UM ŢINGMANNAKĆK
Já víst er lánið ósköp valt
í Vinstri/Grænum hlakkar
En undurfljótt mun anda kalt
og útúr þessu bakkar.
....
Pétur Hraunfjörð.
25. Febrúar 2018
ASSGOTI ...
almenningur grætur
Með pólitíska flokka potið
og langleguafætur!
Pétur Hraunfjörð