Fara í efni

Frá lesendum

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael

Ég er nú ekki með spurningu til þín. Ég vildi aðeins taka undir þá hugmynd þína að slíta stjórnamálasambandinu við Ísraelsmenn.

Græddur er geymdur eyrir, kakóið og kökurnar eru tilbúnar

Í framhaldi af umfjöllun Moggans 14. maí, um fátækt í Reykjavík, fórum við nokkrir félagar í vinnuflokkadeild OR að ræða um fátækt, við rifjuðum upp lýsisgjafirnar og hvernig við sem gengum um í bættum fötum urðum fyrir hæðnisglósum.

Um fjármál flokkanna, forsetann, auðhringana og lýðræðið

Í grein hér á síðunni 6. maí s.l. skrifaði ég um vandræðagang Samfylkingarinnar með bókhaldsmál sín og spurði hvort botninn væri suður í Borgarfirði.

Verður tyggigúmmíkenningin sannspá?

Þögn flestra þingmanna Framsóknarflokksins í ,,fjölmiðlafrumvarpinu", frumvarpi sem þeir vilja að keyrt sé í gegn um þingið, er æpandi.

Sértækt frumvarp – sértæk andstaða

Nú hafa þingmenn Samfylkingarinnar hamrað á því að fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar sé sértækt og fram lagt til þess að koma rothöggi á Norðurljósasamsteypuna.

Hvað með Framsóknarniðurskurðinn hjá okkur Alfreð?

Ég var að hlusta á kvöldfréttir. Alfreð Þorsteinsson á fullu að mótmæla frumvarpi Davíðs um fjölmiðla enda atvinna mörg hundruð manns í húfi.

Þreyta á glamúr og kóngadekri

Hjartanlega er ég sammála þér í skrifum þínum hér á síðunni (14/5) um að vera kominn með uppí háls af öllu þessu yfirstéttar- og kóngadekri, sem mér sýnist heldur vera að færast að nýju í aukana.

Af alkunnu tilefni

Sæll Ögmundur, þessi varð til af alkunnu tilefni :Í afurð sinni einn og sérenn má Davíð buslaog núna segja herrar hérað hann sé einsog drusla.Kristján Hreinsson, skáld

Rumsfeld hlær að pyntingum

Sæll Ögmundur.Ég á engin orð lengur yfir framkomu bandarískra stjórnvalda í tengslum við pyntingar og morð hernámsliðsins í fangelsum í Írak.

Um vinnubrögð og traust til Fréttablaðsins

Sæll Ögmundur.Gilda virkilega engar reglur um það á blöðunum hvernig farið er með innsendar greinar? Ég ætlaði varla að trúa því að Fréttablaðið skuli hafa, án samþykkis þíns breytt grein, sem þú sendir inn til birtingar í blaðinu.