Ólafur S. Andrésson skrifar: Sæstrengur enn og aftur

Í tilefni af opnun vetnisstöðvarinnar við Vesturlandsveg á degi umhverfisins birti breska blaðið The Guardian frétt þar sem  eftirfarandi var haft eftir umhverfisráðherra: Siv Fridleifsdottir, Iceland's environment minister, said various government departments were in talks about exporting its "green" power.  "We have excess capacity from geothermal and hydroelectric sources and we are looking at a cable to carry power to Britain and other European countries," she said.

[Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði að nokkur ráðuneyti/ríkisstofnanir væru í viðræðum um útflutning á "grænni" orku. "Við búum við umframgetu gufuafls og vatnsorku og erum að skoða sæstreng til að flytja orku til Bretlands og annarra Evrópulanda," sagði hún.] 

http://www.guardian.co.uk/business/story/0,3604,943132,00.html 

Af einhverjum ástæðum hefur þessi frétt The Guardian ekki vakið mikla athygli hérlendis.

Menn geta svo velt fyrir sér hversu mikla orku þurfi fyrir slíkan sæstreng og hvar hennar verður aflað. Þetta yrði mikil fjárfesting og fá störf. Arðsemiskröfur Landsvirkjunar og stjórnvalda þekkjum við vel frá Kárahnjúkavirkjun.  Miðað við núverandi álverð og gengi krónunnar nær sú framkvæmd ekki að standa undir lægstu fáanlegu vöxtum (3,6% á ríkistryggðum skuldabréfum) og er þá reiknað með að kostnaðaráætlun standist. Alþjóðleg reynsla af sambærilegum stórframkvæmdum er að þær fari yfirleitt 25-50% fram úr kostnaðaráætlun.

 

Fréttabréf