Sveinn Aðalsteinnsson um Átökin við tröllin

Tröllanna er valdið á Íslandi.
Líkamlega sterk en andlega veik.
Tröllin óttast upplýsingar.
Tómlæti og fáfræði 
eru kjöraðstæður.

Sagt er, 
að málin séu of flókin
fyrir fjöldann.
Von um hlutdeild,
glepur sýn.

Tröllin segja :
"Einungis 3 fossar hverfa
vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Mikil blessun fylgir
framkvæmdinni."

Söfnum liði!
Hindrum tröllin
í að fórna gulleggjunum
fyrir skammvinnan
stundarhag fárra.

Hvað er til ráða?
Afl upplýsinga,
dregur úr ótta við valdið,
hindrar einkavinavæðingu.
Og tröllin daga uppi!

Tökum sameiginlega á!

Jólakveðjur!
Sveinn Aðalsteinsson

Fréttabréf