Það er ekkert lát á góðu fréttunum. Þeir láta ekki einungis að
stórum hluta "hanna" bræðsluna á Indlandi, heldur búa þeir sig
undir að taka á móti stórum hópi verkafólks. Eru að flytja 900
"bragga" frá Ungverjalandi til Reyðarfjarðar og 200 "bragga" frá
Houston í Texas ! Það er greinilega gert ráð fyrir mikilli
mannfjölgun á Reyðarfirði. En í hvaða heimi lifa forystumenn
launþegahreyfingarinnar? Þeir studdu flestir þessa
"stórframkvæmduir, með þeim rökum að um svo mikla
atvinnuuppbyggingu yrði að ræða. Ég man að fyrir 2 sumrum voru ca
115 manns á atvinnuleysisskrá á Austurlandi. Nú er talan uþb 100
...
Mikil umræða hefur skapast um kennaraverkfallið og höfum við
sveitarstjórnarmenn legið undir nokkru ámæli fyrir athafnaleysi,
jafnvel sinnuleysi um velferð þeirra 45 þúsund grunnskólabarna sem
enga kennslu fá - og hafa ekki fengið á fimmtu viku. Á
spjallsíðu okkar vinstri grænna hefur heyrst hljóð úr horni, m.a. í
minn garð og annarra sveitarstjórnarmanna úr röðum VG. Þetta
er eðlilegt því fimm vikna verkfall allra grunnskólakennara í
landinu er grafalvarlegt mál og því von að spurt sé hvað við
sveitarstjórnarmenn séum að hugsa. Af hverju við semjum ekki
orðalaust við kennara....Það hefur verið beðið um aðkomu
ríkisins. Ég tel að það sé að vissu leyti tvíeggjað
sverð. Í öllu falli hafna ég algerlega aðkomu ríkisvaldsins í
formi lagasetningar og þarf ekki að fjölyrða um það mál. Ég
tel heldur ekki rétt að ...
Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein, sem birtist hér á vefnum,
um þá hugmynd að einhverskonar vinstri dagar kynnu að renna upp hjá
Halldóri Ásgrímssyni með haustinu. Ég játa að hugmyndin var í hæsta
máta einkennileg og til vitnis um afar gamaldags skilning á
Framsóknarþankagangi. Maður ólst upp við að Framsókn þreyttist
annað slagið á nánu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, í flokknum
væru alltaf einhverjir tiltölulega vinstri sinnaðir hópar sem vildu
til dæmis ekki ganga of langt í að skerða velferðarkerfið og í
eldri-gamladaga voru meira að segja hópar í flokknum sem voru
harðir andstæðingar bandarískrar hersetu á Íslandi. Þessi sýn á
flokkinn...
Ég las það í Mogganum að til stæði að fjölga í "íslensku
friðargæslunni" í Afganistan upp í 50. Bandaríkjamenn eru 1000
sinnum fleiri en við. Samkvæmt bandarískri stærðargráðu værum við
því að senda 50 000 manna herlið til Afganistan. Ekki eru viðbrögð
fjölmiðla í samræmi við þetta...Annars er ég búinn að vera veikur
og þar af leiðandi ekki fylgst nógu vel með. Sérstaklega þykir mér
hart að hafa ekki getað fylgst með lýðræðisvakningunni í
Afganistan. Þó náði ég því að allir frambjóðendur í
forsetakosningunum utan einn drógu framboð sitt til baka vegna
ásakana um kosningasvindl. ...En hver skyldi óvænt kominn til
Íraks, einnig samkvæmt fréttatíma Ríkisútvarpsins í morgun? Enginn
annar en ...
Í fjöldamorðunum þann 11. september 2001 dóu tæplega 3000 manns.
Þessi fjöldamorð, þau mestu í nútímasögu Bandaríkjanna, vöktu
réttmætan óhug um allan heim og kölluðu fram mikla samúð við
syrgjendur og við bandarísku þjóðina. Þótt engin samtök hefðu lýst
sig ábyrg fyrir þessum fjöldamorðum, kappkostuðu stjórnvöld og
þingmenn Bandaríkjanna að kenna Al Qaeda samtökunum og Osama bin
Laden um verknaðinn. Margir hafa - af skiljanlegum ástæðum - treyst
opinberri frásögn bandarískra yfirvalda um atburðarásina og um
meinta aðild Osama Bin Laden að fjöldamorðunum. Fjölmiðlar, sem
byggðu frásagnir sínar aðallega á upplýsingum frá
alríkislögreglunni (FBI) í Bandaríkjunum, gátu að sjálfsögðu ekki
sannreynt heimildir sínar en miðluðu tilkynningar FBI nær
gagnrýnislaust. Okkur var því sagt að þann dag hafi...
Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ... Sigurþór S.
Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ... Guðjón Jensson Mosfellsbæ
Þakka þér fyrir skrifin um Venesúela og að syprja um afstöðu Íslands, hvort ekki standi til að fordæma afskiptiTrumps og félaga. Ég er sammála þér að það verði Ísland að gera! Umhugsunarvert er að enginn á Alþingi skuli taka málið upp. VG er greinilega of upptekið við að þjóna Sjálfstæðisflokknum til að vilja vita af nokkru sem gæti ruggað bátnum. Hitt liðið er allt ... Jóhannes Gr. Jónsson
Líst vel á fundinn með Kúrdum næstkomandi laugardag. Við eigum að standa með þeim gegn mannréttindabrjótunum í Ankara. Ég starfaði með Kúrda þegar ég bjó í New York fyrir nokkru síðan og kynntist þá mörgum félaga hans svo og fjölskyldu. Það sem stendur upp úr í minningunni er hve líkir þeir eru okkur að ... Jóel A.
... Since 2015 Venezuela has endured gruesome economic hardships. Inflation rates have spiraled out of control, and the public is facing a recession that is tearing the country apart. Now, Venezuelans not only face economic turmoil, but also direct military aggression. A sane response of anyone who wishes to help Venezuelans through these troubles is to try to un derstand why this is happening.Unfortunately, not all opinion pieces and news articles are honest ...
Þann 17. febrúar 2011 gerðu skæruliðar í Líbíu árásir á vopnabúr ríkisins víða um landið og hófu um leið stríð sitt gegn ríkisstjórninni. Eftir að hafa barist í eina viku lýstu uppreisnarmennirnir yfir stofnun skuggaríkisstjórnar, sem bar nafnið „Bráðabirgðaþjóðarráðið“ (BBÞ) (enska: „Transitional National Council“), og hafði hún aðsetur í Benghaziborg, Al Bayda og Derna. Er lögregla og her Líbíu hóf að svara fyrir sig ...
Nokkuð hefur undanfarið verið rætt um svokallaðan þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Almennt hafa fjölmiðlar ekki staðið sig sérstaklega vel í því að upplýsa fólk um þýðingu og inntak þessa pakka sem um ræðir. Eins og margir vita, ermarkaðsvæðingeinn af lykilþáttum evrópska efnahagssvæðisins. Það merkir í stuttu máli samkeppnismarkað á fjölmörgum sviðum, þar með töldu rafmagni. Innri orkumarkaður ESB byggist á verslun meðgasografmagn. Þau viðskipti eru háð ýmsum tilskipunum og reglugerðum sem saman mynda „pakka“ sem aðildarríkjum á evrópska efnahagssvæðinu er síðan ...
Síðustu vikur og mánuði, eftir að gengi krónunnar fór að lækka, hækka aftur raddirnar sem vilja binda íslensku krónuna við evru (einstaka vill dollar), greiða laun í evrum eða taka upp evru, „stöðugan gjaldmiðil“. Sem sagt fastgengisstefna – ellegar þá að leita alveg í „skjól stórveldis eða ríkjasambands“ (orðalag Baldurs Þórhallssonar) sem sé ESB-aðild. Hæstu þvílíkar raddir koma frá Samfylkingunni og Viðreisn sem við var að búast. Samfylkingin gefur út myndband og hvetur til ESB-aðildar, og höfuðrökin í málinu eru ...
Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar,
eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um
hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar
stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil
umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist
hverjum og veltur það aðallega á "hagsmunum" þeirra sem um fjalla
eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið
fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út
í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og
kjörum sem þar hafa náðst ...
RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur
hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og
ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í
greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á
honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í
stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/
þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er
málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar
heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...