Fara í efni

Hvar er launþegahreyfingin?

Hér er ljót saga hvernig sótt er að náttúrunni og mannfólkinu í Brasilíu í sókn eftir álauðnum. En það sem vekur einnig athygli er að þarna er Alcoa að fjárfesta í virkjun sem er af nákvæmlega sömu stærð og Kárahnjúkavirkjun, þ.e. 690 MW. En stofnkostnaðurinn er einungis sagður vera 475 milljónir USD eða einungis um eða innan við 40% af uppgefinni áætlun varðandi Kárahnjúkavirkjun (1,2 - 1,3 milljarð USD) !

Ekki nema von að Landsvirkjunarmenn "monti sig" af því, að þeirra afspyrnu vitlega fjárfestingaráætlun komi til með að standast hvað endanlega upphæð áhrærir ! En þegar bent er á að þetta fái aldrei staðist efnahagslega, segja þeir málið útrætt og þegar lýðræðislega afgreitt af öllum þar til kölluðum "stofnunum" þjóðfélagsins !

Þeir hafa örugglega aldrei kynnst annari eins þjóð, sem Íslendingum, sem virkja og niðurgreiða fyrirsjáanlega stórlega rafmagnið. Heimila náttúruskemmdir og mengun loftsins, eftir þörfum. Og allt ókeypis ! Siðasti "bónusvinningur" Alcoa er síðan nokkuð sem þeir örugglega gerðu sér enga grein fyrir, fyrr en eftir að þeir höfðu tekið þessu einstaka "kostaboði" Íslenskra ráðamanna, en það er að komast að raun um að þeir geta notað "ódýrt" erlent vinnuafl til starfa í væntanlega álbræðslu að vild ! Þetta er nokkuð, sem þeir fá enga heimild til í Bandaríkjunum og Kanada.

Það er ekkert lát á góðu fréttunum. Þeir láta ekki einungis að stórum hluta "hanna" bræðsluna á Indlandi, heldur búa þeir sig undir að taka á móti stórum hópi verkafólks. Eru að flytja 900 "bragga" frá Ungverjalandi til Reyðarfjarðar og 200 "bragga" frá Houston í Texas ! Það er greinilega gert ráð fyrir mikilli mannfjölgun á Reyðarfirði. En í hvaða heimi lifa forystumenn launþegahreyfingarinnar? Þeir studdu flestir þessa "stórframkvæmdir", með þeim rökum að um svo mikla atvinnuuppbyggingu yrði að ræða. Ég man að fyrir 2 sumrum voru ca 115 manns á atvinnuleysisskrá á Austurlandi. Nú er talan uþb 100 !

Innlent vinnuafl er enn að flytjast af svæðinu. Aukningin sem orðið hefur þar, er öll tilkomin vegna fjölgunar erlendra verkamanna. En í þeim efnum, þ.e. talningu þeirra er greinilega mikil "brotalöm". Þeir sem koma frá öðrum heimsálfum, eru væntanlega allir flokkaðir sem "sérfræðingar" (líka þeir sem frá A-Evrópu koma). Þeir koma inn á 3 mánaða leyfi (svona eins og "súludömurnar) og þar af leiðandi er ekkert borgað af þeim og enginn hefur hugmynd um á hvaða launakjörum þeir vinna ! HVAR ER LAUNÞEGAHREYFINGIN ?

Kveðja Sveinn Aðalsteinsson