...En þar sem ég sat við eldhúsborðið svelgdist mér á frjálsa
bandaríska morgunkorninu mínu. Í útvarpinu var verið að tala
við mann sem heitir að mig minnir Guðjón Ólafur og er oft í
fjölmiðlum, alltaf kynntur sem varaþingmaður Framsóknarflokksins en
virðist samt aðaltalsmaður flokksins í öllum málum. Verið var
að ræða m.a. um einkavæðingu Símans. Og það sem olli þessum
viðsnúningi í efsta hluta meltingarfæranna var að maðurinn sagði að
með einkavæðingunni erum við að færa þessi fyrirtæki til
almennings. Ha, hvað sagðurðu - varð mér að orði - en
fékk ekkert svar en mér misheyrðist áreiðanlega ekki...Eru þeir
Björgólfsfeðgar almenningur, eru Baugsfeðgar fólkið í landinu, eru
þeir Kaupþingsfélagar venjulegir bankastarfsmenn? Nú myndi ég
...Og í þættinum sem ég nefndi áðan var líka hann Lúðvík
alvöruþingmaður frá Samfylkingunni og sagði að hann gæti nú tekið
undir margt það sem varaþingmaðurinn sagði, kratarnir eru alltaf
samir við sig. Fréttamennirnir líka ef út í það er farið, við
verðum að...
...Ekkert lát má verða á alþjóðlegum andmælum við helstefnu
bandaríska heimsveldisins og fautalegri eiginhagsmunagæslu þess.
Bandarískum almenningi er nóg boðið þrátt fyrir hatramman stríðs-
og þjóðrembuáróður.Ekki þarf að efast um almenna andstöðu
Evrópumanna og óttablandna andstöðu fólks um víða veröld.
Gerræðistilburðir Bush-klíkunnar á veraldarvísu hafa sannarlega á
sér fasískt yfirbragð, sem líklegt er að móti þróun veraldarmála
til hins verra ef ekki verður fast á móti staðið. Sú andstaða mun
mótast ígrasrótinni um víða veröld því valdkerfum heimsins er ekki
treystandi. Enn á ný verður venjulegt fólk að þekkja vitjunartíma
sinn...
Eftir að hafa hlýtt á pistil í útvarpinu, þar sem Alfreð
Þorsteinsson hélt því fram að R-listasamstarfið yrði að lifa, ef
menn ætluðu ekki að hleypa sjálfstæðismönnum að kjötkötlunum, þá
fór ég að velta fyrir mér þeirri skelfilegu ógnun sem okkur er sagt
að felist í því að missa tökin á stjórn Reykjavíkurborgar...
Forysta VG hefur einfaldlega ekki þorað að segja mikið um
Kárahnjúka, vegna þess að menn óttast að fá ekki að vera með í
stjórnarsamstarfi ef þeir gagnrýna um of það fúlegg sem ráðamenn
kalla fjöregg þjóðarinnar í dag. Og mótmæli VG í borgarstjórn voru
svo þögul þegar ábyrgðir til handa Landsvirkjun voru samþykktar hér
um árið, að það mátti heyra ...
...Markús Örn hefur nú tíundað helstu rökin sem gerðu starfsmenn
Útvarpsins vanhæfa í samanburði við sölumann Marels. Þeir eru um
fimmtugt og þar með of gamlir! Mikilli starfsreynslu fylgir
vissulega sá augljósi galli að menn eldast en ekki er víst að allir
skilji það sjónarmið stjórnarflokkanna og Markúsar Arnar að
aldurinn sé miklu verri en sú reynsla og þekking sem hann hefur í
för með sér. Að meira vit sé í að ráða ungan mann úr allt annarri
átt þar sem reynsla af starfinu sem hann á að sinna er víðsfjarri
en unglingssvipurinn augljós er vert frekari umhugsunar. Við þurfum
að ná til ungs fólks sagði útvarpsstjórinn í Kastljósþætti.
Þetta hlýtur að þýða að nýja fréttastjóranum sé ...
Framkvæmdastjórn ESB hefur nú staðfest fregnir þess efnis að hún telji hina umdeildu þjónustutilskipun vera „pólitískt og tæknilega óframkvæmanlega“. Frá þessu var greint á vef BSRBí gær (3.marz 2005). Sú frétt var samkvæmt heimildum Financial Times af fundi framkvæmdastjórnarinnar kvöldið áður. Nú hefur framkvæmdastjóri Innri markaðsdeildar ESB, Charlie McCreevy, (Internal Market Commissioner) opinberlega tekið afstöðu gegn þjónustutilskipuninni í óbreyttu formi og tilkynnt að framkvæmdastjórnin muni gera alvarlegar umbætur á tilskipuninni.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...