Fara í efni

FÓLKIÐ OG FRIÐARSTEFNAN. TVEGGJA ÁRA BÖL Í ÍRAK.

Þegar líður því að tvö ár er liðin frá upphafi nýlendustríðsins við Íraka er margt gert til að bæta laskaða ímynd innrásaraflanna sem nú stjórna landinu.
Hófsamt mat t.d.Lancet um að u.þ.b.100.000 almennir borgarar hafi misst líf sitt í stríðátökunum er véfengt af bandarísku herstjórninni sem sjálf segist þó enga hugmynd

hafa um  stríðstjónið(!)  Á hinn bóginn er í áróðursskyni teflt fram dularfullum "fréttamiðlurum" t.d . IBC (Iraqi  Body Count) sem segist byggja á "opinberum tölum".

Afrakstur þess er að halda fram að aðeins séu dauðsföll almennra borgara í Írak vegna stríðsins  1/6 af því sem ætla má eða 18.500 undanfarin tvö ár. (IBC er tengt  bandaríska

hernum en einnig ofskristnum hægritrúhreyfingum.) M.a.hafa íslenskir fjölmiðlar étið upp slíka afneitun á hræðilegu stríðstjóni Íraka.

 

"Lýðræðiskosningum " 30.jan sl. er ennfremur hampað þótt vitað sé að engar lýðræðisforsendur ríkja á þessu hernumda, stríðhrjáða nýlendusvæði vestrænna innrásarafla. Stjórnmálaþróun í Írak er auðvitað öll í úlfakreppu. Helst eru þar nú átök

milli trúarhópa og þjóðernishópa. Herstjórnin deilir og drottnar, fundvís á deilumál úr forneskju meðal Íraka, sem ný og forn valdastétt getur bitist á um. Staða Kúrda er enn sem fyrr sérstök.

Víst er að áunninni réttarstöðu kvenna í Írak er verulega ógnað. Vonin er að innbyrðis deilur Íraka slævi þjóðarsamstöðuna gegn erlenda nýlenduvaldinu. Málefni sem brenna á landslýð, atvinnumál, almenn  velferðarmál og gífurleg hagsmunamál sem snerta náttúruauðævi Íraks eru ekki uppi á borði. Samfélagið er  sundurtætt og laskað og milljónir fátækra Íraka gjalda þess grimmilega.

Írak er nú spillingarleikvöllur bandarískra stórfyrirtækja á sviði olíuvinnslu og verklegra framkvæmda og reynt er að byggja upp innlenda, mútuþæga valdstétt til samstarfs um þau bandarísku hagsmunamál öll. Óvíst er nú hvernig kaup fara á eyrinni en víst er að ekkert lýðræði kemur við þeirra sögu.

 

Íraksinnrásin var sýnidæmi fyrir veröldina alla um óhefta valdstöðu bandaríska heimsveldisins. Sem næst varnarlaust en olíuauðugt þróunarsamfélag Íraka var brotið mélinu smærra með öflugustu og afkastamestu hernaðarvél heimsins. Aðgerðin

í heild var og er stríðglæpur  hvernig sem málið er skoðað. Öll þjóðríki heimsins eiga gjarnan að skjálfa óttaslegin. Jafnvel auðugum vinaríkjum Bandaríkjanna er hótað og reynt að kúga þau til undirgefni og hlýðni. Alþjóðasamtök á borð við S.Þ. eru

vanvirt og niðurlægð af heimsveldinu og  jafnvel reynt að klína samsekt á S.Þ. vegna aðgerða,sem brjóta gegn grundvelli þeirra, stofnskránni ! Við blasir að valdasókn hægrimanna í Hvíta Húsinu gagnvart veröldinni innifelur valdatöku á S.Þ. og algera valdatöku á Alþjóðabankanum. Ljóst er að alþjóðleg ákvæði um vernd

mannréttinda eru vanvirt og flest meðul á nú að lögleiða sem stuðlað geta að bandarísku gerræði í veröldinni. Andstaða Bush-klíkunar við Alþjóðastríðglæpadómsstól og við lög um alþjóðlega umhverfisvernd stingur í augun. Kaldhæðnin er aðeitruð, hægrisinnuð heimsyfirráðastefnan er kölluð sókn eftir lýðræði !

 

Ekkert lát má verða á alþjóðlegum andmælum við helstefnu bandaríska heimsveldisins og fautalegri eiginhagsmunagæslu þess. Bandarískum almenningi er nóg boðið þrátt fyrir hatramman stríðs- og þjóðrembuáróður.Ekki þarf að efast um almenna andstöðu

Evrópumanna og óttablandna andstöðu fólks um víða veröld. Gerræðistilburðir Bush-klíkunnar á veraldarvísu hafa sannarlega á sér fasískt yfirbragð, sem líklegt er að móti þróun veraldarmála til hins verra ef ekki verður fast á móti staðið. Sú andstaða mun mótast ígrasrótinni um víða veröld því valdkerfum heimsins er ekki treystandi. Enn á ný verður venjulegt fólk að þekkja vitjunartíma sinn.