...Ég hef lítið látið heyra í mér að undanförnu, enda gekkst ég
undir aðgerð og er að jafna mig eftir hana. Nú þegar ég tek mér í
hönd "hinn frjálsa penna" hér í dálkinum kemur mér fyrst í hug
hvort ekki sé rétt að nota tækifærið og þakka Sighvati
Björgvinssyni, krata og fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þeim
félögum í Viðeyjarstjórninni fyrir að auka kostnaðarvitund
sjúklinga. Eins og menn muna felldi Sighvatur niður niðurgreiðslur
af sýkla- og verkjalyfjum. Þær rúmu 50 þúsund krónur sem ég hef
greitt í sýklalyf hafa vissulega kennt mér að ekki borgar sig að
vera veikur. Alltaf þegar heilsunni hrakar - og á það ekki síst við
í þessum hremmingum mínum að undanförnu - hefur mér orðið hugsað
til Viðeyjarstjórnarinnar. Hún innrætti sjúkum nefnilega raunsæja
vitund um hlutskipti sitt. Af þessari vitundarvakningu...
Eins og allir vita er það ekki á færi nema hæfustu manna að vera
boðlegir dónar. Til að ná árangri á því sviði er þar að auki
öruggara að vera sæmilega efnaður og eiga vini á réttum stöðum. Sem
dæmi um vellukkaðan dónaskap má taka skrif háskólaprófessors um
Halldór Laxness, þar sem hann...Á dögunum komu nokkrir valinkunnir
jakkafataklæddir menn hingað og þangað að úr heiminum í
lýðræðislegan fund til að ræða lýðræðislega hugsjón sína um
framleiðslu á áli. Þeir sátu prúðbúnir og framúrskarandi kurteisir
á Nordica hóteli í Reykjavík, áttu sér einskis ills von, og hafa
líklega verið að ræða umhverfisspjöll, ný atvinnutækifæri, lágt
raforkuverð og hagvöxt, allt saman - að sönnu mishollir - ávextir
af stóriðjustefnunni. Þá gerist það að þrír dónar koma inn í salinn
og sletta grænu skyri á fundarmenn, að sögn einkum þá sem...
Mikið óskaplega er þetta nú vandræðalegt hjá blessuðum
V-listanum í borgarmálunum. Fólk sér þá leið eina, að leggjast enn
og aftur uppí hjá framsóknarmönnum, bjóða þeim aðgang að öllu sem
þeir hafa haft aðgang að og tryggja þeim það að þeir geti áfram
ausið úr brunnum borgarinnar til að kæla flokksmaskínuna sem malar
og malar, alltaf á kostnað þeirra sem minna mega sín...Það er
kannski kominn tími til að sameina Vg og Framsóknarflokkinn þá
gætum við allavega fengið hallærislegasta nafn á stjórnmálaflokki í
veraldarsögunni: Framsóknarflokkur vinstrihreyfingarinnar græns
framboðs...
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...