Mig langar að segja ykkur ögn frá samviskubiti sem hefur nagað
mig um nokkurra mánaða skeið. Þessum móral sem á sér ekki hliðstæðu
í neinu öðru en þeirri líðan sem þeir einir þekkja sem drukkið hafa
ótæpilega að kvöldi, misst minnið einhverra hluta vegna, og vaknað
án þess að vita yfirleitt nokkuð um sigra eða ósigra kvöldsins
áður. Þetta nefna margir í daglegu tali "þynnku". Samt er þetta
eitthvað svo miklu meira en höfuðverkur og ógleði, þessu fylgir
skömm. Og eins og með svona óútskýrða skömm sem annað hvort dalar
eða eykst þegar minnið kemur aftur, þá jókst þessi nú á dögunum.
Byrjum á byrjuninni...
Ég held að það sé til lausn á vanda R-listans, hún er svo
einföld að menn hafa ekkert komið auga á hana. Hún felst í því
...að spyrða sig í fylkingu fyrir kosningar með því að nota sama
auðkenni að hluta. En þegar auðkenni er hið sama að hluta, þá
nýtast þeim sem í slíku bandalagi eru öll atkvæði sem ella myndu
ekkert vægi hafa. Framkvæmdin yrði þá t.d. þannig: flokkarnir þrír
sem boðið hafa fram sem R-listinn, nota allir bókstafinn R sem
aðalauðkenni, en síðan hefur hver flokkur sitt sérkenni þannig að
...
Sundrun hefur hlálegt afl
sem heftað getur framann
en vilji menn í valdatafl
þeir veð' að standa saman.
...
...Slys á þjóðvegaum úti eru þess eðlis að þar fara ungir
ökuleyfishafar fremstir í flokki þegar skoðað er hverjir eiga beina
aðild að flestum slysum. Ég held að alvaran sé mikil í málinu,
raunar meiri en svo að eitthvert umferðarátak geti skilað okkur
ávinningi til frambúðar. Ef þessum sökum og að gefnu tilefni geri
ég það að tillögu minni að þingmenn úr öllum flokkum komi sér saman
um að breyta lögum, þannig að ungt fólk þurfi að hafa náð 19 ára
aldri áðuren það fær að taka bílpróf. Síðan tel ég sýnt að takmarka
verði vélarstærð og hestaflafjölda í bifreiðum sem ungir ökumenn
hafa leyfi til að aka. Ef þingmenn allra flokka standa saman um
þetta átak, þá held ég að þeir geti allir komist hjá því skelfilega
atkvæðatapi sem óhjákvæmilega yrði raunin ef ...
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...