...Það fólk sem nú er að komast á eftirlaunaldur er fókiið sem
byggði upp þjóðfélagið eins og það er. Það eru sjómenn,
bændur, iðnaðarmenn og verkafólk sem vann hörðum höndum fyrir sér
og börnum sínum með þeim stórkostlega árangri að næsta kynslóð gat
lifað í vellystingum praktuglega. Einmitt það sem þetta fók
barðist fyrir. En á það ekki skilið umbun fyrir sitt
brautryðjendastarf? Á það að lepja dauðan úr skel við
ævilokin? Á það að kúldrast í litlum skáp á einhverju
"hjúkrunarheimili" síðustu stundirnar? Á það að vera
eins og betlarar og þurfa að sækja um smáaura til að geta glatt
afkomendur sína með súkkulaðistykki eða brjóstsykursmola?
Það eru ekki mörg ár síðan að þúsund krónur voru mikið fé, milljón
var eitthvað sem menn vissu að var til en enginn þekkti. Milljarður
var stjarnfræðilegt. Nú virðist það vera skiptimynt.
Einhver fer út í búð að kaupa vindil með síðdegiskoníakinu og
kaupir þá alla sjoppuna úr því hann var þar á ferð hvort sem
var.
En mun það fólk sem elst upp við milljarða láta sér lynda að búa
við nokkur þúsund á mánuði? Það er ekki vafi að
groupfólkið vill annað...
Baráttusvið væntanlegra sveitarstjórnakosninga er smátt og smátt
að opnast. Þótt við, sem búum utan Reykjavíkur, lítum ekki á okkur
sem pólitísa aukaafurð, þá fer ekki hjá því að í höfuðborginni er
líklegast að meginstrauma verði vart - strauma sem hafa heilmikil
áhrif á landsmálapólitíkina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið í
sitt lið og fer ekki á milli mála að flokkurinn stefnir inná
miðjuna. Foringjar Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún og Stefán
Jón Hafstein segja slíkt hið sama um markmið síns flokks; miðjan er
baráttuvettvangurinn. Um leið og ljóst var að Vilhjálmur Þ. myndi
leiða lista Sjálfstæðisflokksins stökk Stefán Jón fram á völlinn og
sagði nokkurn veginn þetta...
Í lok apríl á síðastliðnu ári skrifaði ég grein á þennan vef sem
bar nafnið ,,Tvígengisvélin hikstar". Tilefni greinar þeirrar var
að þá var mikil krísa í samstarfi Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks ...Kallaði ég þar eftir skýrum svörum frá forystu
Samfylkingarinnar um hver hinn raunverulegi pólitíski vilji
Samfylkingarinnar er. Ég spurði hvort Samfylkingin vildi vinna með
hinum stjórnarandstöðuflokkunum að uppbyggingu betra þjóðfélags
fyrir alla, eða með íhaldinu að enn frekari tilfærslu auðs og eigna
til handa fáum. Vil ég að Samfylkingin svari þeirri spurningu fyrir
næstu alþingiskosningar og gangi þar með bundin til kosninga. Svari
skýrt og skorinort hvort hún vilji vinna til hægri eða
vinstri...
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...