Fara í efni

SVARTÁLFUR

Gamlir vinstripönkarar kenndir við 68 létu áður þann orðróm ganga að maður,dulbúinn sem Björn Bjarnason blaðamaður, væri handgenginn CIA á Íslandi. Símahleranir og eftirfylgni við vinstribyltingarfólk þótti því  afar fyndin tiltæki og var mikil skemmtun gerð af leikjum þeirra hægrisinnuðu öfgamanna,sem tóku að sér þessi furðustörf. Auðvitað nennti enginn að sannreyna hvort umræddur Björn Bjarnason væri hann sjálfur eða einhver annarr. Björn skipti engu máli þá.

Sennilega kom Björn Bjarnason hvergi nálægt leyniþjónustustörfum, enda maðurinn upptekinn við ritstörfin, boðun hægriöfga á síðum Moggans. Þar fékk hann útrás næga, verkefni við að réttlæta Víetnamstríð og aðrar bandarískar þarfir.

Sagan er uppfull af kaldhæðni. Nú vill svo til að umræddur hægriöfgamaður, Björn Bjarnason, situr í sæti ráðherra mannréttinda á Íslandi. Alþjóð veit og heimurinn þykist vita að Ísland er ein af heimsmiðstöðvum í leynilegu starfskerfi CIA til

mannrána, pyntinga, flutningi réttlausra einstaklinga í leynileg

fangabæli um víða veröld.

Breið spjót beinast nú að þessum Birni, að hann standi undir þeirri ráðherraskyldu sem dómsmálaráðherra að efna til rannsóknar á starfsháttum CIA á Íslandi varðandi fangaflug. Eitt af þessum spjótum er mannréttindastofnanir Evrópuráðsins. Meint brot CIA varða alþjóðalög en einnig íslensk hegningarlög.

Björninn leikur nú þann leik að þykjast vera álfur út á hól,sem enga trú hefur á orðrómi úr mannheimum. Hann hafnar skyldum sínum sem ráðherra dómsmála og mannréttinda, hafnar kröfum alþjóðastofnanna um rannsókn á CIA störfum á Íslandi, hafnar afar vel rökstuddum grun um svívirðileg,skipulögð,einbeitt mannréttindabrot CIA . Varla er slík höfnun heiglum hent enda er afstaða Björns til þess fallin að hann missi endanlega mannorð sitt, uppskeri aðeins fyrirlitningu siðmenntaðra landa sinna. Siðblinda íslenska dómsmálaráðherrans er allrar athygli verð og virðist hún vera á hástigi þegar CIA  atferlið kemur til umræðu.

CIA eða bandarísk stjórnvöld þræta hreint ekki fyrir réttarbrot, mannrán, leynidýflissur og alþjóðlega leyniflutninga á fólki. Þverrt á móti er slíku lýst sem hrósverðri, opinberri stjórnarframkvæmd í   BNA ! Íslenski svartálfurinn, Björn Bjarnason er í öðrum heimi. Hann  heldur því fram að slík opinber bandarísk stjórnarstefna og framkvæmd hennar sé "ómarktækur orðrómur",sem engra viðbragða krefst. Björn ráðherra vill vera álfurinn á hólnum. En getur svartálfur gengt embætti mannréttindaráðherra á Íslandi ? Getur lýðveldið Ísland staðið meðal þjóða á grunni Björns Bjarnasonar?

Baldur Andrésson, 17.des.2005