Frjálsir pennar 2006
...............Háeffun
matvælarannsókna í Matís hefur sett þann málflokk allan í
uppnám og starfsfólkið upplifir sig eins og einnota vöru úr búð með
skilamerki á. Væri ekki ráð fyrir Ríkisútvarpið að gera þessu hvoru
tveggja efnislega skil í stað þess að drepa raunveruleikanum á
dreif með umfjöllun um " ekki kjaradeilu" einstakra
starfshópa og yfirborðskenndum viðtölum við talsmenn
ríkisstjórnarflokkanna. Nái vilji ríkisstjórnar Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks fram að ganga er það starfsfólk Ríkisútvarpsins
sem verður næst rekið út á "blóðvöll" Háeffunar. Er ekki
kominn tími til að ræða einkavæðinguna í því pólitíska samhengi sem
hún er sprottin upp úr. Einkavæðing almannaþjónustunnar er pólitísk
í eðli sínu. Hvers vegna skyldu fjölmiðlar, þar með talið
Ríkisútvarpið, hræðast að ræða hana í því samhengi...?
Lesa meira
...Þessi flokkur, sem í eina tíð var flokkur samvinnu og sátta,
er í dag flokkur spillingar og samtryggingar, flokkur
helmingaskipta og valdabrölts í skjóli bitlinga og klíkustarfsemi
af ýmsum toga. Enda er það engin tilviljun að ein...
Með þá von í brjósti að ég geti staðið við haug Framsóknarflokksins
eftir kosningarnar í vor birti ég hér síðustu vísu
bókarinnar:
Framsókn að endingu farið nú hefur
til feðranna sinna á nábleiku skýi,
banamein flokksins var blekkingavefur,
bitlingasýki og inngróin lygi.
Lesa meira
Ögmundur við höfum áður rætt um félaga okkar og vini sem
spilafíknin hefur tekið af öll völd. Einstaklingar hafa misst
aleigu sína. Yfirleitt er þetta vel gefið fólk, fíknin fer ekki í
manngreinarálit fremur en alkahólsimi. Dapurlegast er þó að það eru
mörg þjóðþrifafélög sem "njóta" góðs af starfseminni. Ég er sammála
því sem þú hefur stundum sagt Ögmundur, að fíklarnir eru beggja
vegna borðsins: Sá sem spilar og hinn sem tekur gróðann. Báðir eru
háðir spilakössunum. Enda viðbrögðin eftir þessu. Það er ekki
aðeins spilafíkillinn, sem lætur peningana af hendi rakna sem
bregst við í bræði þegar honum er meinaður aðgangur að
spilavítisvél. Það er ekki síður hinar virðulegu stofnanir, Háskóli
Íslands og Landsbjörg, sem bregðast ókvæða við gagnrýnni
umræðu...
Lesa meira
Það er greinilegt að senn dragi til tíðinda í stækkunarmálum
álversins í Hafnarfirði. Það liggur fyrir samningur til
undirritunar milli Landsvirkjunar og Alcan um þá orku sem
nauðsynleg er vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Það hefur
verið haft eftir bæjarstjóra Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að
íbúaatkvæðagreiðsla um stækkun álversins verið bráðlega, eða eftir
að farið hefur verið yfir deiliskipulagstillögu Alcan. Yfir þá
tillögu fer nú stór hópur fulltrúa allra þeirra sem eiga kjörinn
fulltrúa í bæjarstjórn, en einnig heilir þrír starfsmenn Alcan. Ég
sé ekki fyrir mér að markmið hópsins sé annað en að...
Lesa meira
...Ég geri mér grein fyrir því að framsóknarmenn ætla að reyna
að varpa ljósi á eitt og annað sem hjá R-listanum átti sér stað,
jafnvel þótt þeir sjálfir hafi átt aðild að því samstarfi. Björn
Ingi byrjaði að reyna að fletta ofanaf spillingu R-listans í
Kastljósþætti gærkvöldsins. Menn eiga eftir að spyrja að því hvort
e.t.v. verði hægt að spyrða fulltrúa vinstrimanna við spillingu.
Menn munu kafa djúpt og kalla eftir viðbrögðum við hverju því sem
kann að finnast. Og svona ykkur að segja þá hræðist ég ekki
ofsóknir á hendur borgarfulltrúum Vinstri - grænna, því ég mun
sjálfur taka þátt í því að opinbera allan þann sannleika sem þarf
að koma fram...
Lesa meira
27.000 milljarðar er sagður kostnaður Bushstjórnar við að hrella
Íraka frá í mars 2003 skv. fréttum. Það svarar til milljón
króna á sérhvern íbúa í Írak og dauðadansinn dunar enn ! Íbúar
annarra þróunarlanda heimsins óska sér örugglega ekki að milljón sé
sett til höfuðs lífi sérhvers eða hamingju. Bandarískir
vígamenn Bushstjórnar hafa gert þarfir sínar í Afganistan með þeim
hætti, sem heimurinn þekkir. Landið særða og fátæka er nú einhver
versti eymdarstaður jarðar. Öll reisn er frá fólki tekin,
atvinnulíf lamað,landbúnaðarjörð víðast ónýt og áveitukerfin.
Ekkert skólastarf þrýfst né heldur heilsugæsla eða almenn
stjórnsýsla. Félagstrygging er engin í landi hundruð þúsunda ekna
og munaðarleysingja. Valdi er ...
Lesa meira
Reyndar vissu það allir sem eitthvert vit hafa að aðild okkar
Íslendinga að stríðinu í Írak var byggð á röngum forsendum. Og
reyndar sjá það margir í dag að helreið þessi verður vart talin
annað en glæpur gegn mannkyninu þegar fram líða stundir. Jafnvel
þótt sá glæpur verði að lúta því lögmáli að flokkast sem tæknileg
mistök þá verður ekki framhjá því litið að þeir misvitru menn sem á
málum héldu eru sekir um alvarleg afglöp í starfi. Nú keppast Geir
Haarde og Jón Sigurðsson um að tala í tuggum og hálfkveðnum vísum
og segja að líklega hefði nú verið betra að fara einhvern veginn
öðruvísi að. Þeir forðast þó eins og heitan eldinn þann möguleika
að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Og auðvitað mun ríkisstjórn
Íslands ekki biðja neinn...
Lesa meira
...Þá gerist það að hann hættir sjálfviljugur í því embætti sem
hann bað um að fá að gegna út kjörtímabilið og vegna þess að þess
er getið í samningi hans við sveitarfélagið, að hann megi þiggja
biðlaun í sex mánuði, þá ætlar hann að þiggja þau laun. Ef hér væri
spurt um rangt og rétt þá myndum við velta því fyrir okkur að
biðlaun mannsins samsvara því sem leikskólakennari fær í útborguð
laun á sex árum. Og við myndum spyrja okkur að því hvort
stjórnmálamönnum eigi að líðast það að ganga á bak orða sinna og
þiggja auk þess tvöföld laun fyrir það að segja ósatt. Þingmenn
verða að...
Lesa meira
Að undanförnu hefur umræða um fordóma verið fyrirferðarmikil í
íslenzku samfélagi. Ekki er alveg ósennilegt að fyrirferðin
tengist því þungunarástandi sem jafnan skapast þegar þingkosningar
eru í nánd. Stjórnmálaflokkarnir vilja fá að vita hvaða fylgi
þeir "eiga" tryggt svo markviss sókn megi hefjast í fylgi
annarra flokka. Engan afla virðist lengur að hafa á grunnslóð
og því er nú sótt á djúpið.
Jæja, og hvað er konan að fara? Enginn kannast við að hafa
fordóma af því það er svo ljótt. Fólk vill hafa opna
umræðu, horfast í augu við staðreyndir eða er
bara raunsætt. Orðræðan undanfarnar vikur hefur einkum
snúizt um fjölgun útlendinga á Íslandi. Sumir eru
reyndar svo hræddir við að verða ásakaðir um fordóma að þeir geta
ekki einu sinni sagt útlendingar, heldur tala um ...
Lesa meira
Það hefur verið dálítið sérstakt að fylgjast með viðbrögðum
héðan og þaðan við þeirri tilraun sem formaður Framsóknarflokksins
gerði nýlega til að losa sig við einn versta erfðagripinn í búinu
sem Halldór Ásgrímsson lét honum eftir í sumar. Með hæfilega
tæknikratískri loðmullu um ófullnægjandi ákvarðanatökuferli og
rangar forsendur kom Jón Sigurðsson því í loftið að stuðningur
ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak 20.03.2003 hefði ekki átt
rétt á sér. Flokkssystir Jóns í utanríkisráðuneytinu, Valgerður
Sverrisdóttir, fór ekki dult með þá skoðun sína að gamla línan væri
betri í málinu. Miðað við þær upplýsingar sem hefðu legið fyrir á
sínum tíma, hefði stuðningurinn verið réttur og hún myndi leggjast
á sömu sveifina á sömu forsendum enn þann dag í dag. Varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, fór með nálega
sömu þuluna þegar fréttastofa Sjónvarpsins spurði hana út í
málið...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum