Frjálsir pennar 2007
...Miðað við allt sem gerst hefur á þessu rúma ári síðan
bandaríski herinn fór er það skrítið að ekki skuli enn hafa náðst
að skipa umrædda öryggisnefnd stjórnmálaflokkanna og bendir kannski
til að það "sammæli" sem ráðherrann talar um eigi einfaldlega að
byggjast á sameiginlegu gagnrýnisleysi núverandi stjórnarflokka
gagnvart NATO og þeirri skoðun þeirra að það sé óumbreytanlegt
að...
Lesa meira
Þjóðkirkjan er gríðarlega öflug á Íslandi og einmitt þess vegna
er svo mikilvægt að gæta þess hvernig hún fer með vald sitt.
Ríkistrúin er svo sjálfsagt mál fyrir flesta Íslendinga að
efasemdaraddir hafa hingað til verið fáar og frekar daufar. Sem
betur fer hefur umræðan opnast og á Auður Lilja Erlingsdóttir
varaþingkona Vinstri grænna töluverðan heiður af því, en hún vakti
einmitt máls á inntaki hins kristilega siðgæðis í fyrirspurn til
menntamálaráðherra á nýloknu þingi.
Lesa meira
...Það hefur löngum verið siður að nota einhverskonar myndhvörf
um Rússland: "rússneski björninn", og þau bjóða upp á að spinna
áfram: "hann sýnir hrammana" og "sefur ekki vært í hýði sínu".
Rússar eru óargadýr, þeir er ekki siðmenntaðir. Þess vegna er líka
allt í lagi að segja að þeir "troði illsakir við granna sína". Ætli
ríkissjónvarpið íslenska hafi gert mikið úr því að sjálftraust
Bandaríkjamanna hafi aukist eftir lok kalda stríðins og þeir farið
að troða illsakir við önnur lönd... Hverjir eru að troða
illsakir við aðra? Hverjir sýna hrammana? Hverjir æða eins og
óargadýra um allar þorpagrundir? Er von nema björninn rumski?
Hverslags fréttaflutningur er þetta eiginlega? Og svo má
auðvitað spyrja: Er framferði Bandaríkjana og NATO vel til þess
fallið að stuðla að heimsfriði...
Lesa meira
...Þeir feðgar, Jóhannes í Bónus og Jón Ásgeir sonur hans,
stofnuðu Bónus fyrir 17 eða 18 árum og byrjðu smátt, með einni búð.
Vöxturinn varð svo ævintýralega hraður að nú skipta búðirnar sem
fyrirtæki þeirra eiga ekki aðeins tugum hér á landi, heldur einnig
hundruðum erlendis. Þar á ofan koma fasteignir, flugfélag, banki,
sjónvarp, útvarp og blöð. Fleira kann ég ekki að nefna, en
eignirnar eru sagðar skipta fleiri milljörðum en með sæmilegu móti
verður tölu á komið. Ég hef lengi furðað mig á því af hverju nútíma
"rannsóknarblaðamenn" hafa ekki skoðað á hverju þetta mikla veldi
stendur, hvert er raunverulegt upphaf þess og hvernig þetta er
hægt. Ég ætla að setja hér upp dálítið reikningsdæmi: Segjum til
einföldunar að ...
Lesa meira
...Sú þingsályktunartillaga sem nú liggur fyrir þinginu um að
breyta heiti ráðherra í eitthvað sem rúmar bæði kyn er frekar
tæknilegs eðlis en um leið er hér stórpólitískt jafnréttismál á
ferðinni: Tæknilegs eðlis af því að það ætti að vera lítið
mál að breyta þessu og sjálfsögð tillitssemi við konur sem gegna
ráðherradómi. Stórpólitískt af því að með því er gerð
krafa um að við endurskoðum tungumál okkar í takt við það jafnrétti
sem við viljum að sjálfsögðu búa við. Með því að breyta heitinu
gefum við til kynna að við ætlum að vinna að jafnrétti og að konur
eigi sama erindi í æðstu stjórnunarstöður og karlar. Tungumálið
notum við til að tjá skoðanir okkar en það er jafnframt sterkasta
valdatækið sem við búum yfir. Við viðhöldum völdum karla umfram
kvenna með því að nota alltaf karllægt tungumál. Ráðherra er
skýrasta birtingamynd hins karllæga tungumáls sem viðgengst í
stjórnkerfinu. Það má koma með óteljandi rök fyrir því að afnema
þetta steinaldarheiti en þegar öllu er á botninn hvolft kemst ég
alltaf að þeirri niðurstöðu að...
Lesa meira
...Fyrir því eru auðvitað mörg fordæmi að aðilar
vinnumarkaðarins semji við ríkisvaldið um tilteknar lagabreytingar,
til að bæta kjör launafólks eða bótaþega. Það ætti eins að vera
hægt nú eins og áður. Á hinn bóginn þarf örugglega að fara varlega
í að færa einhvern hluta almannatryggingakerfisisns yfir til aðila
vinnumarkaðarins. Megin hugsun almannatrygginga byggir á því að
ríki og sveitarfélög tryggi þegnunum lágmarkstekjur til að lifa af.
Því er sérstök ástæða til að hvetja verkalýðshreyfinguna til að
fara varlega, því að þeir sem hér um ræðir eiga enga beina aðkomu
að kjarasamningum og eru þolendur slysa eða alvarlegra veikinda,
sem ekki aðeins leiðir til skertrar starfsorku heldur
einnig minni lífsgæða. Því er hér í lokin bent á hugmynd
sem er svona...
Lesa meira
...Hraðinn og lætin og samkeppnin er alls staðar. Hraðinn "sem
drepur" er ekki bara á þjóðvegunum, þar sem betri vegum og
kraftmeiri bílum fylgja skelfilegri bílslys.
Krafa um samkeppni í skólakerfinu leiðir af sér að þeim sem fram úr
skara er hampað en minna hugsað um hina sem eftir sitja,
"taparana." Þeim er ekkert hampað og á stundum ekki mikið hjálpað.
Sama er í vinnuumhverfinu. Allir eiga að koma sér á framfæri, hafa
ferilskrá og safna sér alls konar punktum, allt í samræmi við
margumtalaða mannauðsstjórnun. En er ekki svolítil yfirborðsmennska
í öllu talinu um mannauðsstjórnun? Þá er krafan um að...
Lesa meira
...Þetta póstkort kemur upp í hugann reglulega og er góð
áminning um þá baráttu sem háð var fyrir einni öld. Sömuleiðis
dúkkar þetta póstkort upp í huganum þegar viðbrögð berast við
tillögum um að rétta af stöðu kynjanna í dag. Flestir eru sammála
um að kynjamisrétti er við lýði hér á landi en það er ótrúlega
margir tilbúnir, enn þann dag í dag, að leggja lykkju á leið sína
til að tortryggja tillögur um aðgerðir, frekar en að koma með aðrar
og betri tillögur í þessu sameiginlega verkefni okkar, að útrýma
neikvæðum kynjamuni. Það er algerlega ömurlegt að standa í þeim
sporum að þurfa að koma með tillögur að ...
Lesa meira
...Nú hefur áfengisverslunum fjölgað mjög á undanförnum árum. Ég
held ég búi við svipaðar aðstæður og flestir aðrir í þéttbýli. Þar
sem ég bý er vissulega svolítið úr leið fyrir mig að ná í áfengi,
en ekki tiltakanlega, og þar sem ég er ekki dagdrykkjumaður veldur
þetta mér sjaldnast vandræðum. Auk þess hefur áfengi ágætis
geymsluþol, þannig að það er lítið mál að byrgja sig aðeins upp,
eins og margir gera með aðrar vörur þegar þeir fara t.d. í Bónus.
Menn segja stundum sem svo að það sé ófært að geta ekki keypt sér
rauðvínsflösku um leið og kjötið. En fáa heyri ég kvarta undan
erfiðleikunum við að ná í kjöt með rauðvíninu sem maður á inni í
skáp. Fyrir mig er það jafnmikið úrleiðis að ná í kjötið eins og
vínið...
Lesa meira
...Þá fer væntanlega ýmsa að gruna hvert ég er að fara. Eða
Morgunblaðið í Reykjavíkurbréfi sunnudaginn 14. október sl:
"Hættan, sem er fyrir hendi, þegar bæði stjórnmálamenn og aðrir
byrja að tala hlutabréfaverð upp er auðvitað sú, að þegar Reykjavík
Energy Invest verður sett á markað æði verð hlutabréfa upp fyrst í
stað, þeir sem eignuðust bréfin fyrir lítið í upphafi innleysi sinn
hagnað og nokkrum mánuðum seinna sitji almenningur uppi með sárt
ennið. Um þetta eru dæmi í íslenzkri viðskiptasögu." Hér er
augljóslega átt við gagnagrunnsævintýrið. Hannes Smárason og Bjarni
Ármannsson voru lykilmenn í því máli. Bjarni leiddi gráa markaðinn,
sem sá um sölu sex milljarðanna, sem Davíð Oddsson lét ríkisbankana
kaupa af amerískum fjárglæframönnum. Hannes sá hins vegar um
útfærsluna inn á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn. Enn eru...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum