Sigríður Kristinsdóttir skrifar: Í TILEFNI AF BARÁTTUDEGI VERKALÝÐSINS

Verkalýðsdagurinn, 1. maí, er mikilvægasti dagur verkafólks, hinna vinnandi stétta í landinu, og undirstrikar mikilvægt framlag verkafólks til þjóðfélagsins. Uppruni verkalýðsdagsins á sér rætur snemma á sjöunda áratug 19. aldar, þegar almenn barátta fyrir átta stunda vinnudegi hófst. Lögleiðing átta stunda dagvinnutíma var mjög mikilvæg fyrir launamenn, því verkafólk varð að strita í óhóflega langan tíma við misjafnar aðstæður.

Barátta verkalýðsins náði verulegum þunga í lok 19. aldar, í Ameríku og Evrópu, og þessi samkomuhöld styrkru samheldni og eldmóð verkamanna um allan heim. Á alþjóðaráðstefnu verkamanna í París 1889 var ákveðið að gera 1. maí að sameiginlegum kröfudegi verkalýðs um allan heim. Fyrsta kröfugangan á Íslandi fór fram árið 1923 í Reykjavík, til að bera fram réttarkröfur verkalýðsins, og samkvæmt fréttum undanfarinna ára og ekki síst síðustu daga er ekki vanþörf á baráttu fyrir þeim.

Atburðirnir nýverið við Kárahnjúkagöngin, sem liggja m.a. undir svonefndan Þrælaháls þar sem þrælar fornra höfðingja áttu að hafa fellt hverjir aðra skv. þjóðsögum, eru mikið áhyggjuefni. Impregilo, verktaki Landsvirkjunnar, hélt sendi menn inn í göngin til að vinna þar við hættulegar aðstæður. Ekki var tekið nema lítið mark á aðvörunum heilsugæslulæknisins á svæðinu og Vinnueftirlitið fékk fréttir af ástandinu eftir dúk og disk. Í stað þess að hætta vinnu í göngunum, þar til búið er að lagafæra loftræstinguna, er haldið áfram og heilsu starfsmanna þannig stefnt í voða. Verktakinn, sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kalla sómafyrirtæki, stelur sjúkraskýrslum frá heilsugæslulækninum. Slíkt athæfi er einfaldlega lögbrot. Í framhaldinu eru viðbrögð landlæknis makalaus og virðist hann ekki vita að fyrirtæki, sem arðræna verkafólk um allan heim, selja gjarnan  heilsufarsupplýsingar til tryggingarfélaga en það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem þurfa að kaupa sér sjúkratryggingar. Hin fálmkenndu viðbrögð yfirvalda stjórnast annars af því að verkið er á eftir áætlun og Landsvirkjun og ríkisstjórn ýta fast á að ljúka verkinu sem fyrst.

Ætla mætti að hið merka verktakafyrirtæki Impregilo, sem hefur svo mikla reynslu af mannvirkjagerð, væri sér meðvitað um erfiðleika á loftræstingu í löngum göngum. Við því er einfaldlega brugðist með því að leggja loftræstistokka og hafa öflugar loftdælur tiltækar, en ekkert slíkt virðist hafa verið gert undir Þrælahálsi. Og ekki leið honum vel pólska verkamanninum, sem ætlaði heim til að leggjast á sjúkrahús eftir dvölina niðri í göngunum, og segir vinnuaðstöðu miklu betri í Póllandi. Þar hafi hann ekki verið nema sex tíma niðri í göngum að vinna í kolanámu en var þrettán tíma á dag sex daga vikunar í Kárahnjúkagöngunum. Er þetta velferðin á Íslandi?

Þessir atburðir koma svo sem ekkert á óvart, því öll framkoma Impregilo við Kárahnjúka markast af mannfyrirlitningu og markvissum tilraunum til að brjóta á verkafólki með því að greiða undir töxtum og lágmarks aðbúnaði í vinnubúðunum.

Það er að vísu svo að ýmsir aðilar á Íslandi gráta það ekki þótt réttindi verkafólks séu fótum troðin. Gegn því eigum við að berjast þennan dag og alla daga. Af hverju lét verkalýðsfélagið á Austurlandi ekki loka göngunum?

Það vakti athygli mína, þegar ég fór inn á vef starfsgreinasambands Austurlands, Afl fyrir Austurland, að á sama tíma og verkamenn voru að vinna við ósæmilegar aðstæður í göngunum undir Þrælahálsi þá sátu fulltrúar Afls fyrir Austurland aðalfund auðhringsins Alcóa í Bandaríkjunum. Tilgangurinn var að hitta fulltrúa verkalýðssamtaka í öðrum löndum þar sem auðhringurinn er með vinnustöðvar. Það er út af fyrir sig gott mál, að bera sig saman við aðra verkamenn hjá auðhringnum, en það er öruggt að ekkert gott kemur út úr slíku "samstarfi" þegar það er undir umsjón og yfirstjórn auðhringsins, og fundir haldnir um leið og aðalfundur auðhringsins.

Það vakti ekki síður athygli mína, á áðurnefndum vef Aflsins, að svo virðist sem ekkert hafi verið samþykkt á nýafstöðnum aðalfundi Afls um ástandið í göngunum undir Þrælahálsi. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart því þessi verkalýðssamtök Austfirðinga hafa ekki lyft litla fingri til að aðstoða erlenda verkamenn á Kárahnjúkum allan framkvæmdatímann.

Ég reifa þetta mál hér til að það verði okkur víti til varnaðar. Þrátt fyrir digurbarkalega umfjöllun Austfirðinga um að við hér í 101 Reykjavík, sem virðist vera orðið helsta skammaryrði landsins, að við sitjum alltaf í kaffidrykkju, þá eru það ekki Austfirðingar, sem vinna hjá  Impregilo, heldur fólk af erlendum uppruna og þeir virðast alveg láta það fram hjá sér fara hvernig aðbúnaður fólksins er sem þar vinnur. Ég hef sjálf komið í vinnubúðirnar, sem Imbrigilo rekur upp á Vallþjófstaðfjalli, og eru þær ekki þjóð okkar til sóma. Verkamennirnir dvelja þar fimm mánuði samfleytti og fá aðeins frí á sunnudögum.

Sem betur fer er aðbúnaður  verkfræðingins, sem situr upp á Þrælahálsi og skrifar krimma í hjáverkum, betri og vaktafríin eru allt öðruvísi fyrir það íslenska fólk, sem fer heim til sín að minnsta kosti hálfsmánaðarlega. Aðbúnaður þeirra er allur annar, sem vinna hjá öðrum verktakafyrirtækum en Impregilo, og vona ég að Landsvirkjun láti sig varða aðbúnað menntaðra íslenkra starfsmanna eins og verkfræðingsins sem hefur rómað það svo mjög að vera í kyrðinni á Þrælahálsi.

Launamál og rétttindi mega aldrei verða fótum troðin og ekki má gleyma því að hvert hænuskref  til aukinna réttinda launafólks er barátta almennings í landinu. Menn skulu ekki halda það að Samtök atvinnuvegana séu í búðarleik þegar verið er að semja við þau um kaup og kjör.

Formaður Samfylkingarinnar  stóð á dögunum fyrir framan Landspítalann  og ætlar burt með biðlistana, ekkert mál, sagði hún og talaði um að semja við sjálfstætt starfandi verktaka til að vinna að því að stytta biðlistana á BUGL. Hún virðist vera komin í sæng með Ástu Möller um hvernig eigi að reka heilbrigðisþjónustuna. Mundi ég frekar vilja sjá að aðbúnaður þeirra, sem þjónustuna eiga fá, verði bættur og laun umönnunarhópa stórhækkuð. Nú er svo komið að hjúkrunarfræðingar eiga ekki að fá nema fjörga vikna sumarfrí á Landspítalanum, sem er ekki samkvæmt kjarasamningum né lögum.

Einnig kom fram í fréttum að ekki verði lagt inn á Sjúkrahúsið á Egilstöðum frá 11. maí vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, sem fæst ekki vegna lágra launa. Illa gengur að semja við fangaverði sem hafa sagt upp störfum vegna bágra kjara. Þannig eru ótal dæmi.

Er þetta nokkur hæfa? En sem betur fer hafi aðrir betri kjör og ekki skotir mannauðinn þegar bankastjórskifti voru hjá Glitni í gær og hlutur fráfaranda bankastjóra verður keyptur út fyrir sirka sex og hálfan milljarð króna. Þar skortir ekki peninnga.

Það er það sem við verðum að gera þegar VG er komin í ríkistjórn, það er að hækka laun þeirra sem eru á lægstu kjörunum, hvar sem þeir vinna og koma skikki á húsnæðismál þeirra sem eru að kaupa fyrstu íbúð og eru lágtekjumenn, því  ég sé ekki hvernig fólk á að eignast eða leiga húsnæði miðað við hvað húsaleiga er há og háir vextir og afborgnir hjá þeim sem eiga eigið húsnæði.

Ég vona að það verði vor í lofti og verkafólk fái notið afraksturs vinnu sinnar á sanngjarnan hátt og fjöldskyldur hafi tíma til að vera saman. Með þátttöku vinstri grænna í ríkisstjórn hef ég trú á að við getum spilað saman fjöldskylduvænu samfélagi með umhverfismál að leiðarljósi og að virðing fyrir landinu okkar sé í fararbroddi.

Fréttabréf