Frjálsir pennar Febrúar 2008
Lengi hef ég setið hljóður hjá og hugsað um einkavæðingu
opinberra fyrirtækja. Séð banka og önnur fyrirtæki vera seld. Ég
hef, eins og margir aðrir, undrað mig á því hvernig aðferðafræðin
var, og er, varðandi söluna. Af hverju allt þetta pukur, af hverju
fá sumir bara að kaupa en ekki aðrir? Nú síðast hefur opnast umræða
um hvernig húseignir Bandaríkjahers á Miðnesheiði hafa verið
meðhöndlaðar. Sömu spurningar er hægt að spyrja sig um sölu
ríkisbankanna og öllum er í fersku minni salan á Hitaveitu
Suðurnesja. Ég er nokkurn veginn sannfærður um að hér eru
maðkar í mysunni; örlítil þekking á mannlegu eðli segir mér
það. Það er ekki það sem ég ætla að ympra á hér, heldur það sem
alltof lítið hefur verið rætt í þessu sambandi - Af hverju að
einkavæða? Það er búið að...
Lesa meira
Rétt fyrir helgina voru kynntar skipulagstillögur um byggð í
Vatnsmýrinni. Það er svosem saklaust þótt stórfé sé eytt í svona
skipulagsvinnu því alltaf koma fram einhverjar hugmyndir sem eru
nýtilegar í öðru samhengi. Hins vegar eru ekki miklar líkur á að
þetta skipulag komist nokkurn tíma til framkvæmda því ástæðulaust
er að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Skal aðeins minnt á hve
nauðsynlegur flugvöllurinn er fyrir tengingu höfuðborgarinnar við
landsbyggðina því um 1200-1500 manns fara um völlinn á hverjum degi
í innanlandaflugi, en þar að auki kemur margs konar millilandaflug.
Að beina innanlandsflugi til Keflavíkur, sem er eini annar raunhæfi
kosturinn, jafngildir því að ...
Lesa meira
Um það leyti sem verið var að mynda ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar skrifaði ég
pistil um ótta minn við að þessi ríkisstjórn gæti gengið enn
lengra í frjálshyggju en fyrri ríkisstjórnir. En ég tók líka skýrt
fram að það væri ekki vegna þess að ég héldi að Samfylkingin væri
svo hægrisinnuð. Það er miklu frekar vegna skorts á skýrri stefnu,
afstöðuleysi gegn hægristefnunni sem Sjálfstæðisflokkurinn talar
fyrir. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa einfaldlega ekki tekið
skýra afstöðu í mörgum af þeim málum sem mestu skipta. Nokkrar
einfaldar spurningar um helstu deilumál í íslenskum stjórnmálum
afhjúpa þetta...
Lesa meira
...Það er alveg ótrúlegt að horfa upp á það að flokkur með
kennir sig við jöfnuð vanvirði heila stétt með þeim hætti sem við
höfum orðið vitni að síðustu daga og vikur. Þingmaður flokksins
kallaði störf læknaritara "vélritunarstörf" sem sýnir algera
yfirborðsþekkingu á störfum læknaritara og skilningsleysi á
mikilvægi þeirra innan heilbrigðiskerfisins. Yfirlýstur tilgangur
þess að útvista störfum læknaritara frá Landspítalanum er að spara,
en vandséð er hvar hægt sé að spara á öðrum stöðum en í launum
ritaranna og réttindum þeirra. Ætlar Samfylkingin í alvöru að
styðja það að heilbrigðisráðherra skerði laun og réttindi
kvennastéttar...?
Lesa meira
... "Umhverfisverndarsinninn" vill líka mislæg gatnamót við
Kringluna, þrátt fyrir eindregin mótmæli íbúa á svæðinu. Þegar
verkin "fara að tala" á þeim slóðum mun undir eins koma í ljós að
þau þurfa líka að tala við Lönguhlíð, sennilega einnig við
Sóleyjargötu að ekki sé minnst á ósköpin sem gerast munu við
Suðurgötu og Hringbraut. Eitt A-5 blað dugir nefnilega ekki til að
greina þann vanda sem óheyrileg einkabílaumferð hefur í för með sér
vestur alla Miklubraut og Hringbraut...
Lesa meira
...Í sambandi við þennan kostnað, sem fyrrverandi borgarstjóri
og sálufélagar hans hneykslast svo mjög yfir skal fyrst rifjað upp
að þeir eru nú engir sérstakir sparnaðarpostular....Þetta eru
aðeins fáein dæmi en af nógu er að taka. Æ fleirum er að verða
ljóst að þessi niðurrifsstefna R-listans og Sjálfstæðisflokksins er
úrelt og leiðir til ófarnaðar þegar til lengri tíma er litið. Það
er fagnaðarefni að atburðir síðustu daga, hvaða skoðanir sem menn
hafa á þeim að öðru leyti, gefa góðar vonir um að í borgarstjórn
Reykjavíkur náist meirihluti fyrir því að hverfa frá niðurrifinu en
farið verði að sinna betur um byggingarsögulegan menningararf
landsmanna.
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum