Frjálsir pennar Mars 2008
...En í svalli doðans þá rúllar bara allt eins og vanalega, rétt
eins og ekkert hafi í skorist, einkavæðing er ekki einkavæðing,
stóriðja er ekki stóriðja, ríkisstjórn er ekki ríkisstjórn. Það sem
miður fer er víst Seðlabankanum að kenna eða mörkuðum í henni
Ameríku, nú eða þá bara því að við erum ekki enn búin að drattast
inn í ESB. Bannsett krónan, allt henni að kenna. En hverju og
hverjum er í raun um að kenna ef Þjórsá og öðrum náttúruperlum er
fórnað fyrir fullt og allt...?
Lesa meira
...Tíbetar reyndu að verjast innrásinni en þetta var herlaus
þjóð og vopnin þeirra ákaflega frumstæð miðað við það sem her
Kínverja hafði yfir að ráða. Innrásin var barnaleikur og árið 1959
þegar Tíbetar reyndu uppreisn var hún fljótt barin niður og þeim
var slátrað án miskunnar. Dalai Lama tókst að flýja ásamt 100.000
öðrum Tíbetum. Meira en hálf milljón Tíbeta hafa verið myrtir síðan
innrásin hófst og varla er til sú fjölskylda í Tíbet sem hefur ekki
misst vini og ættingja í blóðbaðinu. Kínverjar innlimuðu Tíbet
sem hérað í Kína og hafa síðan þá markvisst reynt að eyða menningu
Tíbeta. Þeir brenndu bækur, þeir brenndu hofin, þeir brenndu
bænaflöggin þeirra. Kínverjar þvinguðu Tíbeta til að ...
Lesa meira
Það var aðfararnótt 20. mars 2003, upp úr klukkan hálf þrjú að
íslenskum tíma, sem þrjúhundruð þúsund manna herlið, aðallega frá
Bandaríkjunum og Bretlandi ásamt fámennum hersveitum frá Ástralíu,
Póllandi og Danmörku, réðist inn í Írak. Meðal ríkja sem studdu
innrásina var Ísland. Bandaríkjamenn kölluðu þessa aðgerð
"Operation Iraqi Freedom".
Í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá innrásinni verða
mótmælaaðgerðir um allan heim gegn hernámi Íraks og
stríðsrekstrinum laugardaginn 15. mars og næstu daga. Í Reykjavík
verður...
Lesa meira
...Önnur lítt áberandi setning fór í loftið á föstudaginn var,
sem ætti að gefa blaðamönnum tilefni til frekari viðbragða.
Stjórnarformaður Kaupþings sagði eitthvað á þessa leið: Það
er gott að eiga lífeyrissjóðina að þegar svona stendur á.
Hvað merkir þessi staðhæfing nákvæmlega? Gerir stjórnarformaðurinn
ráð fyrir að sjóðirnir láni bönkunum stórfé þegar aðrar dyr lokast?
Hvað þýðir að eiga að í þessu samhengi? Fyrir okkur, sem
eigum lífeyrissjóðina skiptir svarið miklu máli....
Lesa meira
...Skynsömum mönnum getur skjátlast en ef þeir eru skynsamir
viðurkenna þeir mistök sín ef þeim skjátlast. Ég vona að
umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra og þingmenn séu allir
skynsamir menn og vinni þjóð sinni og heimsbyggðinni til heilla og
skoða málin án þessa að láta einkapólitísk sjónarmið og pólitíska
hugsun ráða ferðinni og fari að skoða umhverfismál á hnattræna vísu
en ekki pólitíska eins og VG og Samfylkingin hafa gert hingað til
og þar með ekki hugað að verndun andrúmsloftsins heldur frekar
unnið gegn henni. Ísland er ekki eyland í umhverfismálum.
Pólitískar vinsældaveiðar og lítt vísindalegar skoðanir ....
Lesa meira
... Í eina tíð varð þétt samstaða um að efla opinbera
heilsuvernd meðal almennings á Íslandi. Í Reykjavík birtist viljinn
í táknmynd, sem var um leið ramminn um nauðsynleg margháttuð
verkefni í opinberri heilsugæslu. Táknmyndin varð að einu fegursta
húsi borgarinnar í prýðilegu umhverfi við Barómstíg, nútímaleg
klassík, gleðifúnkis. Mikið hugvit og umbótavilji lá mannvirkinu
til grundvallar. Lengi vildu allir þá Lilju kveðið hafa. Þar varð
miðstöð mæðraverndar, sóttvarna, skólatannlækninga og annarrar
grundvallarþjónustu við almenning.
Allt var til reiðu að umbreyta húsinu hið nnra eftir kröfum tímans,
almennt viðhald Var smámál. Lóðin gaf stækkunarmöguleika. Einhver
stjórnarnefnd skriffinna og smásála útbjó eftir pöntun dauðadóm
yfir þessari glæstu velferðartáknmynd fyrir nokkrum árum. R
listinn villtist til að...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum