Frjálsir pennar Apríl 2008
Um þessar mundir er mikið gert úr því að vinstrihreyfingar séu í
einhverskonar vanda, að þörf sé á hugmyndafræðilegri endurnýjun.
Eins og venjulega koma þessi áköll frá hægri og fela í sér kröfu um
að vinstrið hætti að vera til vinstri og verði hægrimenn eins og
allir hinir. Það er reyndar eðlileg krafa ef maður hugsar stjórnmál
út frá einvíðum hægri-vinstri skala, því á slíkum skala er eina
mögulega hreyfingin yst frá vinstri einmitt til hægri. En við eigum
ekki að vera hrædd við að tala um nýja vinstrið enda þarf það alls
ekki að ganga út að gera málamiðlanir til hægri heldur getur það
einmitt fólgist í meiri róttækni, eða róttækni á nýjum sviðum. Við
megum ekki gleyma því að...
Lesa meira
Nú berast fréttir utan úr heimi af hækkandi matvælaverði,
jafnvel svo að til uppþota hefur komið. Talað er um að brjóta þurfi
ný lönd til ræktunar, jafnvel fórna regnskógum. Ég hef ekki haft
tök á að leita nánari upplýsinga eða skýringa á þessu. Það hvarflar
hins vegar að mér, og ég hef það eiginlega sem vinnutilgátu, ef svo
má segja, að þetta tengist eitthvað hnattvæðingunni. Margir hafa
gagnrýnt mjög áhrif hnattvæðingarinnar á landbúnað víða um heim,
þar sem lögð er ofuráhersla á heimsviðskipti með landbúnað.
Fjölþjóðleg fyrirtæki hafa keypt upp stór landsvæði í
þróunarlöndunum og komið þar upp stórbúskap með tilheyrandi
umhverfislegum og félagslegum afleiðingum, svo sem ...
Lesa meira
...Í viðtalinun víkur Ögmundur að þeim mikla samtakamætti sem
þróaðist á 20. öld, segir jafnframt að náðst hafi mikill árangur,
meðal annars á sviði mennta, vísinda og velferðar vegna hans. Síðan
segir hann orðrétt: "Um þennan grunn myndaðist merkilega víðtæk
sátt og það var ekki fyrr en undir aldarlokin undir verkstjórn
Thathcers og Reagans og hirðar þeirra að þetta breyttist." Við
þessi orð finnst mér ástæða til að staldra aðeins við. Á fyrstu
árum sjötta áratugarins urðu hvað eftir annað harðvítug verkföll í
landinu, sem náðu hámarki með sex vikna löngu allsherjarverkfalli á
alennum vinnumarkaði árið 1955 (opinberir starfsmenn höfðu ekki
verkfallsrétt). Verkfallinu lauk loks í apríllok með samningum um
launahækkanir, og það sem meira var...
Lesa meira
...En þegar kom að viðbárum um af hverju flokkur talsmannsins
hefði skipt um skoðun var farið úr öskunni í eldinn. Fyrst var því
borið við að farið yrði í stóriðjustopp eftir að uppbygging
álveranna væri lokið! Þá væri hægt að fara í fimm ára stóriðjuhlé!!
Og ástæðan fyrir því að heill stjórnmálaflokkur sneri við
blaðinu í málefnum Helgvíkur, hver skyldi hún vera? Jú, eftir
kosningarnar sl. vor hefði mátt túlka Steingrím J.
Sigfússon á þann veg að snúið væri að koma í veg fyrir framkvæmdir
í Helguvík af ástæðum sem hann fór þá yfir og í framhaldinu
margoft, hvernig hægt væri að yfirstíga þær. Fulltrúar
Samfylkingarinnar gripu þetta viðtal, slitu það úr öllu samhengi,
og hafa síðan notað það sem réttlætingu fyrir því að leggja á
hilluna eigið stefnuplagg sem...
Lesa meira
...Um svipað leyti og þetta allt gerist ferðast ráðherrar
Samfylkingarinnar með eins mengandi hætti og mögulegur er á milli
landa - í einkaflugvélum. Er það græna hagkerfið í framkvæmd?
Varla. Er Samfylkingin ekki að misskilja eitthvað? Nú er ég þess
fullviss að margir umhverfisverndarsinnar hafi greitt
Samfylkingunni atkvæði sitt vegna Fagra Íslands. Stefnan hljómaði
vel og málsvarar hennar voru sannfærandi. Sömu málsvarar tala af
sama krafti í dag um umhverfisstefnu Samfylkingarinnar en orðin
falla dauð. Hversu...
Lesa meira
...Þetta er ekki bara orðhengilsháttur því Lúðvík veit hvað hann
er að segja. Ungir jafnaðarmenn eru orðin friðþæging
Samfylkingarinnar þegar flokkurinn svíkur loforð sín við kjósendur.
Ef ráðherrar flokksins vilja virkja í Þjórsá, reisa álver eða
styðja glórulausar embættisveitingar eru ungliðarnir sjálfkrafa
dregnir fram til að sýna að ráðherrarnir séu í það minnsta að gera
það gegn vilja sínum. Málunum er þannig drepið á dreif með því að
endurskilgreina ágreininginn sem muninn á afstöðu þeirra sem hafa
valdið, lentu kannski í því gegn vilja sínum, og svo þeirra sem eru
frjálsir til að láta samviskuna ráða för. Í seinni hópnum
eru...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum