Frjálsir pennar Október 2008
Í september blaði Sjúkraliðans birtist bréf frá þér til Ögmundar
Jónassonar, bréf sem Ögmundur hafði reyndar þegar birt á heimasíðu
sinni. Þar sem bréfið fjallar að miklu leyti um samkomulag
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við fjármálaráðherra f.h.
ríkissjóðs frá 9. júlí 2008, ákvað ég að skrifa þér lítið "letters
bréf". Ég hefði reyndar kosið að þú hefðir haft samband við
mig áður en þú skrifaðir Ögmundi bréfið, því þá hefði ég getað
skýrt fyrir þér þá hugsun sem liggur að baki samkomulaginu og
leiðrétt misskilning. Að mínu mati er mikilvægt að muna að
kjarasamningar eru hluti af starfskjörum launamanna. Hið sama
gildir um starfsumhverfi. Ég tel afar mikilvægt að samhengi
sé á milli þessara tveggja þátta. Jákvæðasta starfsumhverfi
fyrir hjúkrunarfræðinga og aðrar vaktavinnu- og kvennastéttir er
m.a. að...
Lesa meira
...Þegar þjónustufulltrúinn í bankanum sagði: Blessuð, þú
ert með sparnaðinn þinn á aðeins 11% vöxtum. Hérna er sjóður
með 23% vöxtum, alveg gulltryggður. Fæðru aurana yfir í
hann. Auðvitað trúði fólk þessu,...Getum við treyst þeim
stjórnmálamönnum sem hafa kynt undir bálinu eða a.m.k. horft á
aðgerðarlausir þrátt fyrir viðvaranir, sem þessir velvitandi hlógu
að? Það er talað um að gera úttekt á málinu, gefa út hvít
bók. Það hlýtur að verða kolsvört bók. Við getum ekki
treyst mörgum Íslendignum til þess. Í verkið verða að fara
færustu erlendir sérfræðingar sem völ er á, til þess að vinna
verkið þarf algerlega hlutlausa aðila. Og þegar
endurreisnin hefst verðum við að ganga hægt um. Því miður
hefur okkar þjóð oft haft til siðs að vaða fram án þess að gá niður
fyrir fætur sér. Þetta reddast. En það reddast ekki í
höndum misviturrra landa okkar, bankamanna, eftirlitsmanna og ekki
síst stjórnmálamanna. Vonandi verða þessir ....
Lesa meira
Á yfirstandandi bulltímum um
,,þjóðarsamstöðu" gengur nú ríkisstjórnin með betlistaf að
lánasnapi þannig að skuldsetja megi hvert íslenskt heimili
um tugi milljóna. Aðeins eitt stórlánið sem fer strax til
skuldagreiðslu, þetta frá Alþjóðabankanum og Norðurlöndunum leggur
sig á 16 milljónir á hvert íslenskt heimili segir
Viðskiptablaðið. Nú á ríkið að skrá sig að auki fyrir
hundraða milljarða skuld við breska ríkið vegna
Landsbanka-glæpanna. Áfram verður strokkað því mörg
önnur Evrópuríki undirbúa álíka kröfugerð. Glitnis...
Allt þetta ferli er sönnun á að ráðmenn Íslands telja sig meðseka
og ábyrga fyrir þeim efnahags-landráðum,sem framin hafa verið
undanfarin ár. Allt taut Geirs Haarde um frábæra stöðu ríkissjóðs
ber vott um ófyrirgefnalegar blekkingar. Málið snýst ekki einungis
um kunna ágalla kapítalisma og nýfrjálshyggju. Þetta er
afbrotamál sem snýst um stórþjófnaði, peningaþvætti,
skjalafals, bókhaldssvik, ótrúlega fjárglæfra...
Lesa meira
Eftir hrunadans kapítalismans á Íslandi er spurning hvað á að
gera við rústirnar hér á Reykjavíkursvæðinu þar sem snúningurinn um
gullkálfinn var hvað hraðastur. Víða standa hálfbyggðar
íbúðablokkir og smám saman hlýtur nú að takast að ljúka við þær.
Líklega er verra með margs konar skrifstofuhallir, sem lítil
verkefni verða fyrir í nánustu framtíð. Þeim ætti þó að vera hægt
að breyta fyrir einhvers konar léttan iðnað eða jafnvel í íbúðir.
En eitt er það hús sem mjög er óljóst hvað hægt er að gera við,
svokallað ráðstefnu- og tónlistarhús við Austurhöfnina. Til þess
var stofnað af sjálfumgleði og ofmetnaði hins nýríka. Valinn var
líklega aldýrasti grunnur...
Lesa meira
Fyrir um tveimur árum síðan bentir þú á að jöfnuði og réttlæti á
Íslandi væri ekki fórnandi fyrir bankanna. Frekar mættu hinir
síðarnefndu fara úr landi en að það gerðist. Við þekkjum báðir
hversu margir bjuggust ókvæða við og réðust að þér og flokki okkar
Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Í ljósi nýjustu tíðinda er
fróðlegt að rifja upp ummæli manna. Veit að lesendur síðunnar hafa
áhuga því að skoða eftirfarandi hlekki (persónulega finnst mér að
margir skuldi þér afsökunarbeiðni). Sjá eftirefarandi
slóðir....:
Lesa meira
Á tímum sem þessum þarf að vanda sig verulega því orð eru dýr og
gjörðir líka. Fólk er dofið, hrætt og lifir í óvissu með framtíðina
og færri en oft áður eru í stakk búnir til að taka þátt í
lýðræðilegri umræðu. Þetta er hættulegt ástand. Fólk er sofandi á
verðinum, fjölmiðlum snarfækkar og allir prentmiðlar eru allt í
einu komnir í eigu sama fólks sem með svo árangursríkim hætti hefur
komið þjóðinni í skuldafangelsi til framtíðar. Aldrei hefur
hins vegar verið mikilvægara að tala saman, skiptast á skoðunum,
vanda til ákvarðana og veita stjórnvöldum aðhald.
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég heyrði í
álitsgjafa í Silfri Egils í gær segja eitthvað á þá leið að nú megi
ekki eyða tíma í að koma á framfæri pólitískri sýn í kynjapólitík
eða Evrópuhugsjón eða svoleiðis. Nú þurfi að bjarga landinu.
Einmitt það já. Þetta eru þær raddir sem ...
Lesa meira
Þjóðin hefur á nýjan leik eignast Landsbankann og Glitni. Það er
víst hálfvegis búið að banna fólki að ásaka þá óráðsíumenn sem
keyrðu bankann í þrot með vafasömum fjárfestingum og margs háttar
einkasukki, svo ekki skal farið út í það að sinni. Eðlileg krafa er
þó að sækja þau verðmæti sem hægt er að handfesta hér á landi og
óráðsíumennirnir hafa hrifsað til sín af eignum bankans og ekki
komið undan til útlanda. Hins vegar er ástæða til að velta fyrir
sér hvernig hægt er að nota "eignasafn" bankans þjóðinni til
hagsbóta. Ekki seinna en á morgun á að taka málverkasafn
Landsbankans, sem...
Lesa meira
Það er fullkomlega óáhugavert hvort við stöndum með Davíð
Oddssyni eða Jóni Ásgeiri í uppgjöri síðustu daga. Við megum ekki
láta troða okkur í þá skítaholu að taka afstöðu með mönnum
sem bera báðir ábyrgð á ástandinu. Davíð fór fremstur í flokki
einkavæðingarinnar og lét bankana fyrir lítið fé vegna
hugmyndafræði sem hefur úrelst hraðar en mjólkin í ísskápnum
síðustu daga. Þá talaði Jón Ásgeir ekki um bankarán, en einkavæðing
ríkisbankanna var sennilega stærsta bankarán Íslandssögunnar ef við
ætlum að metast á annað borð. Jón Ásgeir tók glaður þátt í breyttu
umhverfi sem gerði honum kleift að höndla með milljarða til og frá
og hagnast á ógnarhraða. Jón Ásgeir, Björgúlfarnir, Bjarni
Ármannsson, Þorsteinn Már og aðrir bubbar nýttu sér til hins
ýtrasta lágmarks regluverk í anda nýfrjálshyggjunnar ásamt
einkavæðingu ríkisstjórnarinnar og biðu svo ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum